Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Til vinstri sézt yfir byggingarsvæðið, en gatnagerð þar er þegar hafin. Hverfið nefnist Lindir II og hefur þegar verið úthlutað lóðum þar fyrir um 250 íbúðir. Til hægri sést Seijahverfið í Reykjavík. Greiðslumatið taki mið < af nýjum lánaflokkum Kópavogur Uppbygg- ing hafin ánýju íbúðar- svæði FRAMKVÆMDIR við nýtt íbúðarsvæði í Fífuhvammslandi austan Reykjanesbrautar eru þegar hafnar. Hverfið nefnist Lindir II og er þar úthlutað lóðum fyrir um 250 íbúðir. Þær verða ýmist í hefðbundnum fjölbýlishús- um á fjórum hæðum eða rað- eða parhúsum og einbýlishúsum á einni eða tveimur hæðum. Auk þess er gert ráð fyrir nokkrum sambýlishúsum með ýmist fimm eða sex íbúðum. Lindahverfin verða þrjú og þar er samtals gert ráð fyrir um 3000 mannna byggð. Uppbygg- ing á fyrsta hverfinu, sem nefnist Lindir I, er vel á veg komin, en lóðum þar var úthlutað í hitteð- fyrra. Lóðaúthlutun í þriðja Lindahverfinu, sem verður norð- vestan við Lindir II, er svo ráð- gerð í vor. Þessi þijú hverfi munu mynda eitt skólahverfi og er gert ráð fyrir grunnskólabyggingu í miðri íbúðabyggðinni. I miðju hverfisins verður stórt útivistarsvæði, sem þjóna á íbúum alls svæðisins, en lögð hefur verið áherzla á. greiða umferð hesta- manna og gangandi og hjólandi fólks um svæðið. Þar verða enn- fremur ákjósanlegar sleðabrekk- ur. Jafnframt er gert ráð fyrir tveimur leikskólum og litlum verzlunarkjörnum. Aðkoma að Lindum II verður frá Fífuhvammsvegi. Þetta nýja byggingasvæði nýtur vel síðdegis- sólar og þaðan er gott útsýni til vesturs. I skipulagi er áherzla lögð á að staðsetja hús þannig, að sem flest hús geti notið útsýn- isins. Þá eru húsbyggjendum, sér- staklega þeim, sem hyggjast reisa einbýlishús, gefnar nokkuð fijáls- ar hendur um húsagerð. SÚ breyting varð í húsbréfa- kerfínu um síðustu áramót, að tekinn var upp breytilegur iáns- tími. Nú er boðið upp á 15, 25 og 40 ára lán, en áður voru lán ein- ungis til 25 ára. Enn sem komið er hefur lítil ásókn verið í lán til 15 eða 40 ára, hvað sem verður. Þessi breyting á lánstíma húsbréfalána mun ekki verða til þess að þeim fiölgi, sem geta feng- ið greiðslumat til íbúðarkaupa eða húsbygginga. Auk þess verða áhrifin ekki þau að mögulegt íbúðaverð, samkvæmt greiðslu- matí, hækki hjá þeim sem fá greiðslumat. Öruggari fasteignaviðskipti Ýmsum kann að finnast það undarlegt, að breytingar verði ekki á greiðslumatinu með breytt- um lánstíma húsbréfalána, þar sem greiðslubyrði af 40 ára lánum er um 17% lægri en af 25 ára lánum. Ástæðan er sú, að stjórn- völd hafa ákveðið, að greiðslu- matið miðist enn sem fyrr við það, að lánstími húsbréfalána sé 25 ár, nema fyrir liggi að viðkom- andi umsækjandi ætli að taka 15 ára lán. Þá á að miða greiðslumat- ið við þann lánstíma og þannig lækka það íbúðarverð, sem fram kemur í matinu. Það á hins vegar ekki að gera ráð fyrir 40 ára húsbréfaláni í greiðslumatinu, þó að umsækjandi hafí hug á slíku láni. Sumum fínnst þessi ráðstöfun e.t.v órökrétt, sér- FÉLAG fasteignasala gagnrýnir það fyrirkomulag, sem haft er á greiðslu- mati vegna hinna nýju húsbréfaiána til 40 ára. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar, formanns félagsins, eru vinnureglur banka og lánastofnana við greiðslumat óbreyttar frá því sem var og aðeins tekið mið af 25 ára lánum við greiðslumatið eins og áður. — Þetta kemur verst niður á þeim, sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og vilja notfæra sér 40 ára lán- in, en eru á mörkum þess að geta keypt, sagði Jón. — Þetta kemur líka niður á þeim, sem myndu vilja stækka við sig og ættu að geta það með 40 ára lánunum, en falla á greiðslumatinu vegna þess að það miðast eingöngu við 25 ár. Þessi lán uppfylla því ekki ennþá þær vonir, sem við þau voru bundnar. — Mín skoðun er sú, að nægilegt sé að hafa það nálarauga, sem felst í að miða við, að 18% af brúttótekj- um megi fara í húsnæðiskostnað, staklega með tilliti til þess hver tilgangurinn með greiðslumatinu í húsbréfakerfinu er. Hann er fyrst og fremst að sýna sem best kostn- að við íbúðarkaup og húsbygging- ar, áður en ákvarðanir þar um eru teknar, og stuðla þannig að örugg- ari farsteignaviðskiptum og bygg- ingum. Engu að síður er þetta ákvörðun stjómvalda, sem miðar að því sama, þ.e. að stuðla að ömggari fasteignaviðskiptum og byggingum. sagði Jón ennfremur. — Þessi viðm- iðun á að koma í veg fyrir að fólk reisi sér hurðarás um öxl. Greiðslumatið verulegur þröskuldur Raunar er greiðslumatið veruleg- ur þröskuldur við venjuleg fasteigna- kaup. Það á að vera nægilegt að leiða fólki fyrir sjónir, hve mikil greiðslubyrði sé fólgin í lántökunni hveiju sinni. Fólk á síðan að ákveða það sjálft, hve háum lánum það vill standa undir með fasteignakaupum sínum. Það er misjafnt, hvað fólk vill leggja á sig í þeim efnum. Yngra fólk er kannski reiðubúnara til að leggja meira á sig til þess að geta Á meðan greiðslumatið í hús- bréfakerfinu miðast við 25 ára lánstíma húsbréfalána mun breyti- legur lánstími í kerfinu ekki verða til þess að þeim fjölgi sem fá greiðslumat. Mögulegt kaupverð þeirra, sem fá mat, mun jafnframt ekki hækka. Breytilegur lánstími mun því ekki verða til þess að fjölga þeim sem geta farið út á hinn almenna fasteignamarkað. Breytilegur lánstími húsbréfalána mun því hvorki hafa áhrif á þörf- keypt, en þeir sem eldri eru. Sjálfs- eignarstefnunni stendur stuggur af þeirri ríkisforsjá, sem kemur fram í greiðslumatinu. Þó svo að fólk viti fyrirfram, að það muni standast greiðslumat til þess að kaupa, þá vilja sumir ekki leggja öll sín gögn á borðið. Það er athyglisvert, að á meðan miðað er við 18% af brúttótekjum í húsnæðiskostnað í húsbréfakerf- inu, þá er miðað við 28% í félags- lega kerfinu. Þetta ýtir að sjálf- sögðu undir þá þróun, að enn fleiri fari í félagslegar íbúðir. Nýju 40 ára lánin áttu að gera fleirum kleift að kaupa vegna lægri greiðslu- byrði. Þar sem greiðslumatið á eftir sem áður að miðast við 25 ár, munu ina fyrir félagslegt íbúðarhúsnæði né hafa áhrif á leigumarkaðinn. Forsendur geta breyst Eflaust má deila um þessar ráð- stafanir, en spyija má hvort ástæða sé til að auka faseteigna- viðskipti með auknum lántökum. Ef tekið væri tillit til 40 ára lána í greiðslumatinu væru áhrifín að sjálfsögðu þau, að verið væri að auka þátt lána í því og þar með í fasteignaviðskiptum almennt. Mikil þörf íbúðarkaupenda og hús- byggjenda fyrir lán er auðvitað eitt af vandamálum • fasteigna- markaðarins hér á landi, sérstak- lega þar sem forsendur margra hafa breyst eftir ákvarðanir um kaup eða byggingu. Eigið fé hefur verið lítill hluti af kaupum og byggingum þeirra sem eru að festa kaup á eða byggja sína fyrstu íbúð. Lítið má þá útaf bera til að erfiðleikar komi upp og alls ekki það, að forsendur breytist í grundvallaratriðum, eins og komið hefur fyrir. Aukið vægi lána gerir þörfína fyrir óbreyttar forsendur enn meiri. Breytingar á greiðslumatinu í húsbréfakerfinu, með hliðsjón af breytilegum láns- tíma, hefðu ekki ekki í för með sér þær breytingar á fasteignam- akaðnum sem máli skipta. Það er væntanlega helsta ástæðan fyrir því að greiðslumatið miðast við 25 ára lánstíma húsbréfalána, þrátt fyrir möguleika á 40 ára lánum. 40 ára lánin ekki ná þeim tilgangi sínum að gera fleirum kleift að eignast eigin íbúð. — Það er nauðsynlegt að mínu mati, að vinnureglum við greiðslu- matið verði þegar í stað breytt og miðað við, að fólk geti staðið undir greiðslubyrðinni, eins og hún er samkvæmt nýju 40 ára lánunum, sagði Jón Guðmundsson að lokum. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bis. 5 Almenna fasteignas. bis. 26 ÁS bls. 28 Ásbyrgi bis. 14 Berg bis. 28 Bifröst bis. 5 Borgir bis. 4 Borgareign ws. 11 Eignamiðlun ws. 3og26 Eignasalan ws. 22 Fasteignamarkaður ws. 6 Fasteignamiðlun bis. 8 Fasteignamiðstöðin ws.13 Fasteignasala Reykjav. bis. 24 Fjárfesting ws. 17 Fold bis. 12-13 Framtíðin bis. 11 Garður bis. 22 Gimli bis. 18 Hóll ws. 20 - 21 Hraunhamar ws. 10-11 Húsakaup ws. 8 Húsvangur bis. 19 Kjörbýli bis. 21 Kjöreign ws. 25 Laufás bis. 27 Óðal bis. 23 Skeifan ws. 7 Valhús ws. 4 Valhöll bis. 9 Þingholt ws. 15 Óbreytt greiðslumat Markaðurinn Breyting á lánstíma húsbréfalána leiðir ekki til þess að þeim fjölgi, sem geta fengið greiðslumat, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Mögulegt kaupverð þeirra, sem fá mat, mun jafnframt ekki hækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.