Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 14
14 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að fara að byggja? Lagnafréttir Góð hönnun á hita- o g vatnslögnum sem og frárennslislögnum skiptir miklu máli, segir Signrður Grétar Guðmundsson. Það þarf einnig að vanda vel til þeirra efna, sem notuð eru í þær. GETURÐU hugsað þér að vatnslögnin í baðinu sé úr snyrtilegum ryðfríum stálrörum og sé sýnileg? að sem hefur einkennt bygg- ingamáta íslendinga er hversu mikinn þátt byggjandinn hefur tek- ið í framkvæmdinni. Fyrir nokkrum áratugum var það nánast regla að hver og einn reyndi að vera sjálfum sér nógur, fékk lóð, byrjaði að grafa og slá upp fyrir sökklum með hjálp vina og vandamanna. Hvort ein- hveijir fagmenn komu þar að var undir hælinn lagt. Kópavogur er skýrasta dæmið um þetta, flest hús í þeirri sveit voru byggð þannig á árunum eftir stríð og fram til 1970. Mörg þeirra hafa staðist tímans tönn en sum hafa hrömað fyrir tím- ann, ekki eingöngu vegna kunn- áttuleysis byggjenda heldur einnig vegna lélegs byggingarefnis og rangra byggingaraðferða, má þar nefna vikurholsteininn og steyptar þakrennur sem veittu vatninu dyggilega inn í hússkrokkinn. En nú eru húsbyggjendur bundnari af margskonar opinberum reglum og fyrirmælum, í sumum iðngreinum verða löggiltir meistarar að taka ábyrgð á því sem gert er, hið al- gjöra frelsi er horfíð. Hver er byggingastjórinn? Enn þann dag í dag er það svo að húsbyggjandinn er bygginga- stjórinn í mörgum tilfellum, það getur verið hjúkrunarfræðingur í Breiðholtinu eða lögfræðingur í Kópavogi. Viðkomandi fær úthlutað lóð, einbýlishús skal það vera og það er bjartsýni ríkjandi. Mikill tími fer í að ráðgast við arkitektinn, um innra skipulag hafa flestir nokkrar hugmyndir og óskir, hvemig á stof- an að vera eða skálinn, eldhúsið skal vera þannig, gluggarnir stórir eða litlir o.s.frv. Að lokum er teikningin tilbúin eftir mikil heilabrot og þá er björn- inn unninn álíta flestir byggjend- ur. Það er síðan nánast formsatriði að fá menn með nauðsynleg rétt- indi til að teikna og hanna járna- lögn eða reikna út burðarþol, raf- lögn, frárennslislögn, neysluvatns- lögn og hitalögn. Það sem bygg- ingastjórinn lætur sig mestu varða við þessa vinnu er ijarskiptakerfið, hvar á að vera hægd að koma sjón- varpi í samband við loftnet og fjar- skiptadiska. Hringt er í iðnmeistara og þeir beðnir að sjá hver um sína iðn- grein, oft er reynt að ná í einhveija „gamla meistara“ sem jafnvel eru hættir störfum, aldrei að vita nema þeir vilji skrifa uppá án þess 'að skipta sér of mikið af framkvæmd- inni. Siðan er það hjúkrunarfræðing- urinn eða lögfræðingurinn sem samræmir framkvæmdina sem oft gengur í kippum. Langtímum sam- an er ekkert gert en skyndilega er allt sett í fullan gang; það hafa fengist peningar. Eyðan sem verður svo dýr þegar upp er staðið Hún er sú að fæstir bygginga- stjórarnir gera sér ljóst hvað það hefur mikia þýðingu að eyða meiri tíma í að vinna með öðrum hönnuð- um en arkitektinum. Tökum sem dæmi þann sem hannar hita-, vatns- og frárennslis- lagnir í húsið. Hvernig ber bygg- ingastjórinn sig að? Hringir hann í nokkra hönnuði og spyr hvað það kosti að hanna lagnir í einbýlishús, fer síðan með teikninguna til þess sem býður ódýrast og segir við hann: „Teiknaðu lagnir í þetta hús.“ Þannig er framkvæmdin mjög oft. En hvað á hann að gera ann- að? Þegar hann hefur valið sér hönnuði og meistara er hann ekki einungis að ráða sér menn til að vinna ákveðið verk, hann er líka að velja sér ráðgjafa. Málið er ekki svo einfalt að biðja aðeins um teikningar, áður en nokk- uð er teiknað af lögnum t.d. er rétt að fara yfir nokkur atriði. Hvaða efni á að nota í frárennsl- islögn í grunni, steinrör, PVC plast- rör, polyeten plaströr eða pottrör. Hvaða kosti hefur hvert efni, er munur á verði, það á að bera sam- an gæði, kosti og verð og velja síð- an. Á að leggja á hefðbundinn hátt í grunninn þannig að allt kerfið sé innan sökkla eða á að láta fram- HITALÖGN úr plaströrum er ábyggilega komin til að vera, kynntu þér kosti rör í rör kerfisins áður en lokaákvörðun er tekin. <f ÁSBYRGI if V Suöurlandsbraut 54 vii Faxalen, 108 Rnykjavik, simi 568-2444, fax: 568-2446. INGILEiFUF) EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Lárus Hauksson og Viðar Marinósson. Símatími laugard. kl. 11-13 og sunnud. kl. 12-14 2ja herb. Kleppsvegur. 2ja herb. 61 fm góö fb. í fjölb. Frábært ústýni yfir höfnina. Laus. Verð 4,9 millj. 3771. Vailarás. Falleg 53 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Suðursv. Áhv. byggjs. 1,5 mlllj. Verð 4,9 millj. 3004. Álfaskeið - Hf. - bílsk. 2ja herb. 57 fm fb. á 2. hæð í góðu fjölb. ásamt bílsk. Hagst. grkjör. Ýmis skipti, jafnvel bílinn uppí. Áhv. byggsj. o.fl. 3,5 millj. 1915. Blikahólar - útsýni. Falleg 2ja herb. 57 fm íb. á efstu hæð í litlu fjölb. Nýtt eldh. Parket og flísar. Hús og sameign í mjög góðu lagi. Laus. Lyklar á skrifst. 1962. Flókagata - tvær íbúðir. 2ja herb. 75 fm mjög Iftið niðurgr. kjíb. og ósamþ. 32,5 fm einstaklíb. íb. eru báðar með sérinng. og hægt að nýta sem eina íb. eða tvær. Með leigu greiöir minni íb. allan kostnað vegna þeirra beggja. Fráb. staðsetn. Verð 7,4 míllj. 4605. Hlíðarnar - laus. 2ja herb. lítið niðurgr. 72 fm íb. í góðu fjórb. Mikiö endurn. og snyrtil. eign á góð- um stað. Sérinng. Lyklar á skrifst. 3082. Skógarás - sérinng. Stór og rúmg. íb. ca 74 fm á jaröhæð. Allt sér. Góðar innr. Laus fljótl. Áhv. byggsj. 2.150 þús. Verð 5,9 millj. 564. 3ja herb. Hrafnhólar. Mjög góð endaíb. á 1. hæð í nýviðg. húsi. Parket. Laus. Áhv. 3 millj. Verð 6,2 millj. 3419. Fróðengi - nýtt. Mjög góðar 3ja og 4ra herb. fb. í fallegu fjölb. Skilast tilb. til innr. eða fullb. Verö frá kr. 5,8 millj. 3758. Skerjafjörður - hæð m. bílskúr. 3ja herb. 64,7 fm góð efri hæð í góðu tvíb. ásamt 15 fm herb. og geymslu í kj. Húsiö er í góðu ástandi. íb. fylgir ris sem setja má á kvisti. 28 fm bílskúr. Bein sala eiða skipti á minni eign. Áhv. 1,5 millj. Verð 6,1 millj. 4900. Smárabarð - Hfj. Skemmtil. 78 fm 3ja herb. íb. í nýl., klæddu 2ja hæða húsi sérinng. Þvottah. í íb. Suðurverönd. Áhv. byggsj. 5,3 millj. Verð 7,1 millj. 4885. Furugrund - m. auka- herb. Góð 85 fm íb. Gott eldhús og bað. Parket. Herb. í kj. Hús í góðu lagi. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 6,9 millj. Laus, lyklar á skrifst 109. Kleppsvegur 130. 3ja-4ra herb. 102 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölb. Þvherb. f íb. Áhv. 2,5 millj. Verö 7 millj. 4616. Markholt - Mos. 3ja herb. 67 fm íb. á 2. hæö f eldra húsi. Sér- inng. Laus strax. Óskað er eftir verðtilboð- um. 1333. Vesturbær - Kóp. Ný mjög góð 87 fm Ib. á jarðh. Sérinng. Glæsil. útsýni. 2506. Þverholt - laus. Mjög góö og falleg ný 85 fm íb. á 1. hæö ásamt stæði í bílskýli. Glæsil. eldh. og bað. Áhv. byggsj. o.fl. 5,0 millj. Verö 8,5 millj. 4638. 4ra-5 herb. og sérh. Auðarstræti - Norðurmýri. Mjðg góð 3ja herb. 80 fm efri sérh. Áhv. 4,1 millj. Verð 6,8 millj. 1958-17. Neðstaleiti - laus. Falleg 118 fm 4ra herb. íb. á 2. hæö ásamt stæói í bílskýli á þessum vinsæla stað. Vandaðar innr. Stórar suðursv. Laus strax. 4194. Dalsel. Góð 107 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð ásamt aukaherb. í kj. og stæði f bíiskýli. Hús klætt að hluta. Áhv. 6,0 millj. Verö 7,8 millj. Lynghagi - sérh. Góð 100 fm neðri sérh. ásamt bílskúr. 2 saml. stofur, 2 svefnherb. Parket. Frábær staðsetn. Verð 9,9 millj. 4943. Austurbær - Kóp. - út- sýni. Neðri sérhæð 136 fm auk bílsk. Ib. I mjög góðu lagi. 4 svefnherb. Arinn. Skipti mögul. á minni eign. Áhv. 2,5 millj. Verð 9,8 millj. 1633. Gullengi 15 - Grafarvogi. 5 herb. íbúðir í 6-íb. húsi 115 fm nettó. Skiptast í stofur, eldhús, baðherb., 4 svefn- herb. og þvherb. íb. afh. tilb. u. trév. eöa fullb. án gólfefna. Verð frá 7,7 millj. 4938- 03. Hraunbær 4 - útsýni. Góö 100 fm íb. í nýl. klæddu fjölb. 3 svefn- herb. Suðursv. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,5 miilj. 4175. Hvammsgerði - skipti. Mjög góö neðri sérh. í góðu húsi. Nýtt eldhús og baö. Parket. Stórt herb. í kj. Vill skipta á 4ra herb. t.d. í Hraunbæ. Lundarbrekka - Kóp. 4ra herb. 93 fm fb. á 1. hæð m. sérinng. Gott eldh. og bað. Þvherb. f íb. Parket. Verð 7,4 millj. 4128. Melabraut - Seltj. 5 herb. 126 fm efri sérhæð í þríbhúsi sem skiptist í 2 saml. stofur, 3 góð svefnherb., stórt eldh., og baðherb. Þv- herb. á hæð. í kj. er stórt herb. og geym- sla. 30 fm bílsk. Góðar svalir. Mikið út- sýnl. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 11,5 millj. 128. Kóngsbakki. Falleg 90 fm 4ra herb. íb. á 3. hæö I nýl. viög. fjölb. Nýl. standsett baöherb. Parket og flfsar. Skipti mögul. á minni eign. Áhv. 2 millj. Verð 6,8 millj. 4412. Norðurás - bílsk. 5 herb. falleg endaíb. 160 fm á tveimur hæðum. 3 svefnherb. ásamt herb. i kj. Innb. bílsk. 35 fm. Eignask. mögul. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 10,7 millj. 3169. Raðhús - einbýli Bergstaðastræti. Einbhús sem í eru tvær fb. á tveimur hæðum samtals 103 fm ásamt 22 fm útigeymslu. Verð 6,5 millj. Vesturberg - útsýni. Mjög vandað 182 fm einb. ásamt 30 fm bíl- skúr, 5 svefnherb., Góðar stofur m. miklu út- sýni. Falleg, vel gróin lóð. Verð 13,2 millj. 3604. Stekkjarhvammur - Hf. Mjög vandað og fallegt rúml. 220 fm raðhús á tveimur hæðum auk 25 fm bilsk. Húsið skipt- ist m.a. I stórt eldhús, stórar stofur, 5 góð svefnherb., og bað. Mjög fallegar og vandað- ar innr. Falleg lóð. Bein sala eða sklptl á minni eign. Verð 16 mfllj.4363. I smíðum Fjallalind - Kóp. Falleg 186 fm parhús á tveimur hæöum með 28 fm bílsk. 3-4 svefnherb. Húsin afh. fullb utan og fokh. innan m. einangruðum útveggj- um eða lengra komin. Verð frá 8,6 millj. 3778. Fjalialind - Kóp. Parhús á einni hæð 135 fm ásamt 30 fm bíl- sk. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Áhv. húsbr. 5 millj. Verö 8,5 mlllj. 4938. Starengi. Einbhús 175 fm m. innb. bílsk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 8,6 millj. 165. Dofraborgir - Grafarv. 4090. Stararimi. 3886. Fjallalind - raðh. 2962. Hlaðbrekka - sérh. 2972. Mosarimi - einb. 3186. Rimahverfi - einb. 2961. Hraunbær. Falleg 80 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð neðst v. Hraunbæinn. 2 mjög rúmg. svefnherb. Mikið endurn. m.a. nýtt eldhús, gegnheilt parket. Verð 6,5 millj. 3595. Funalind 1 - Kóp. 3ja og 4ra herb. íb. í lyftuhúsi 92 og 118 fm. Afh. tilb. u. trév. eða fullb. án gólfefna. Verð frá 6,6 millj. 1958-08. Nýbýlavegur - nýtt. 4ra herb. íbúöir á 2. og 3. hæð í 5-íb. húsi. Afh. fulb. utan sem innan án gólf- efna. Verð 7,9 millj. 2691. Seljabraut - laus. 4ra herb. 98 fm íb. á 2. hæð ásamt stasði í bílskýli. íb. þarfn. standsetn. Verð 6,3 millj. 4238. Seltjarnarnes - sérhæðir. Til sölu eru nýjar efri og neðri hæðir í Grænumýri 6-8. Um er að ræða 111 fm 3ja eða 4ra herb. útfærslu. Allt sér f íb. Teikn. á skrifst. 4650. Vantar - Vantar Vantar á skrá sérhæðir, raðhús og einb. Góð sala og miklir skiptimögul. Samtengd sötuskrá: 700 eígnir - ýmsir skiptimöguieikar - Ásbyrgi - Eignasalan - Laufás sýni ráða og leggja hveija grein eins fljótt út úr grunni og sameina utanhúss? Hvaða hitakerfi á að velja, hefð- bundið ofnakerfi, ofnakerfi og gólf- hita, gólfhita eingöngu. Hvaða efni á að nota í hitalögnina, hefðbundin snittuð stálrör lögð á hefðbundinn hátt í einangrun útveggja, á að velja plaströr, t.d. rör í rör kerfi eða annarskonar plaströr, utaná- liggjandi lögn úr þunnveggja plast- húðuðum stálrörum með þrykktum eða skrúfuðum tengjum? Hvaða stillitæki á að nota til að stýra hitanum, retúrventla á hvern ofn eða vera skynsamur og velja túrventla á alla ofna, hvernig á að stjórna gólfhitanum ef hann er val- inn, á að velja flókin rafeindatæki eða einfalda sjálfvirka ventla? Hvaða efni á að nota í vatns- lögnina, hefðbundnu galvaniser- uðu rörin, plaströr, eirrör eða rör úr ryðfríu stáli? Hvaða hreinlætis- tæki ætlarðu að velja. Er ekki skynsamlegast að velja þau áður en lagnavinnan hefst, það getur sparað fjármuni og tafir síðar og ekki síður; þegar lagnavinnu er lokið getur verið að það sé of seint að velja það sem helst hefði verið kosið. Heppilegur barnastóll Þessi barna- stóll er hannaður af Þjóðverjanum Peter Opsvik. Hann virðist einkar nytsamur að sjá og er vafa- laust hin mesta völundarsmíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.