Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ L Tími sumar- húsanna nálgast SALA á sumarhúsum er ekki bund- in við vorin eða sumrin, heldur fer hún oft fram á vetuma. Eðli máls- ins samkvæmt er þó mest eftir- spum eftir sumarhúsum síðla vetr- ar og frameftir vori, en þá er tími sumarhúsanna framundan. Kröfumar era mjög mismun- andi, enda leitar fólk eftir sumar- húsum á mjög mismunandi for- sendum. Sumir líta á þau sem fjár- festingu og sækjast þá jafnvel eft- ir heilum bújörðum. Aðrir era fyrst og fremst að leita sér að reit upp í sveit, þar sem þeir geta slappað af með fjölskyldunni og gera þá kannski ekki miklar kröfur kröfur til .híbýlanna. Rafmagn og heitt vatn era tví- mælalaust mikill kostur, en það era samt ekki allir, sem sækjast eftir slíku og era þá ekki tilbúnir til þess að greiða háar fjárhæðir fyrir. Hjá fasteignasölunni Húsakaup- um er nú til sölu sumarhús í landi Galtarholts í Borgarfirði. Bú- staðurinn stendur á 1,1 hektara lóð, en húsið sjálft er 50 fermetrár að stærð. SUMARHÚSIÐ stendur í landi Galtarholts í Borgarfirði. Það er til sölu hjá Húsakaupum og ásett verð er 5,7 millj. kr. Að sögn Sigrúnar Þorgrímsdótt- ur hjá Húsakaupum er þetta heils- árshús, í senn vandað og glæsi- legt. Manngengt svefnloft er í því, sern er 28 fermetrar að stærð. „í sumarhúsinu era þrjú svefn- herbergi, öll með innbyggðum rúmum, baðherbergi með sturtu- klefa og innréttingú og vandað eldhús,“ sagði Sigrún. „Sérlega vandaður panell er á veggum húss- ins að innan og utan og spónapar- ket á öllum gólfum. Við húsið er tuttugu ferm. ver- önd, sem má stækka. Kalt vatn er í sumarhúsinu og rafmagn og land- ið sem það stendur á er vaxið villt- um birkigróðri. Að mínu mati er þetta sérstaklega fallegt sumarhús og það stendur í fögra umhverfi. Ásett verð er 5,7 millj. kr og skipti era hugsanleg á íbúð á höfuðborg- arsvæðinu." Sigrún var spurð að því, hvemig sala á sumarbústöðum væri nú? „Eftirspum eftir sumarhúsum er rétt að byija núna,“ sagði hún. „Það er augljóslega draumur margra að eignast sumarhús og mest er spurt eftir bústöðum á hinum hefðbundnu sumarhúsa- svæðum svo sem í Þrastaskógi, Laugarvatni og Borgarfirði. Verð er frá þremur millj. kr. og upp í sex millj. kr:“ Ibúð fyrir aldraða við Aflagranda AFLAGRANDI 40. íbúð í þessu húsi er til sölu hjá Ásbyrgi og kostar hún 8 miHj. kr. Áhvílandi er lán hjá Byggingarsjóði ríksins um 3,5 millj. kr. TIL sölu er hjá fasteignasöl- unni Ásbyrgi þjónustuíbúð fyrir aldraða að Aflagranda 40. Þetta er tveggja her- bergja íbúð á 2. hæð í þjón- ustublokk þar sem þjón- ustumiðstöð er. Stærð íbúð- arinnar ásamt sameign er 92,3 fermetrar. Að sögn Lárusar Haukssonar hjá Ásbyrgi er hús þetta reist árið 1988. „Þetta er mjög vandað og gott hús og því fylgir bílastæði í skýli,“ sagði Lár- us. „Nettóstærð íbúðarinnar er 69,2 fermetrar. Hún skiptist í hol, geymslu, eld- hús með vandaðri innrétt- ingu, rúmgóða stofu með útgangi út á stórar suðvest- ur svalir og svefnherbergi með stórum skápum. Á bað- herbergi er sturta og hægt er að hafa þar þvottavél. Gólfefni er parket, nema það er dúkur á baði. Lárus var spurður að því, hvernig gengi að selja að selja þjónustuíbúð- ir og svaraði hann þá: „Það hefur lengst af gengið þokkalega. Aldraðir hafa sótzt eftir þessum íbúðum, þótt þeim finnist verðið nokkuð hátt. Aldraðir eru að sækjast þarna eftir ákveðnu öryggi. í sumum þessum íbúðum er t.d. öryggishnappur svo hægt sé að kalla aðstoð á vettvang sé eitthvað alvarlegt að. Okkur finnst hafa dregið úr eftir- spum eftir svona íbúðum, enda búið að selja mjög mikið af af þeim. Það er spuriiing hvort markaðurinn sé ekki að verða mettaður. Mikil sam- eign fylgir þessum_ íbúðum og það gerir þær dýrari. í húsinu á Afla- granda er t.d. föndurherbergi og samkomusalur á efstu hæð.“ I & > 1 1 I I t I LÍKLEGT er að margir viti ekki mikið um hvemig húsnæðismálum er háttað hér á landi, og hvaða möguleikar eru í boði. Umræð- um um húsnæðismál fylgja oft langar orðræð- ur með fráhrindandi skýringum um oft á tíðum framandi hluti. Það er því eðlilegt, að þeir sem eru ekki að hugsa um húsnæðismálin dags daglega, setji sig ekki allt of mikið inn í þau. Til að mynda er það næsta víst, að margir þeirra, sem hafa ekki fengið lánafyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu, viti ekki hvernig það lána- kerfi gengur fyrir sig. Það er ekki við því að búast, að allir viti hvemig ávöxtunarkrafa á fjármagnsmarkaði ræður því hvert verðgildi húsbréfa er á hveijum tíma, og hvernig sá þáttur hefur áhrif á áhuga fólks á að kaupa eða selja íbúðarhúsnæði. Eða ætli margir viti um þá mismunandi möguleika sem í boði eru í félagslega kerfínu, og hvaða munur er á hinum ýmsu valkostum þar, s.s. félagslegum eignaríbúðum, kaup- leiguíbúðum með hlutareign o.s.frv.? Það er ekkert skrítið við það að fólk, sem þarf ekki á því að halda að vita um þessa hluti, sé ekki með þá á hreinu. Húsnæðismál eru flókinn málaflokkur, sem getur verið erfítt að setja sig inn í. Því er nauðsynlegt, að þeir sem fjalla um húsnæðismál á hinum ýmsu sviðum, séu í það minnsta með réttar forsendur og upplýs- ingar, þurfí þeir að draga einhveijar ályktanr eða vilji þejr segja frá skoðunum sínum. Það versta við þetta allt er, að vegna þess hve flókin húsnæðismálin eru, þá er auðvelt að koma ýmsum ranghugmyndum af stað, sem erfítt getur verið að leiðrétta. Dæmi um ranghugmyndir í húsnæðismál- um, sem erfíðlega hefur gengið að leiðrétta, eru fullyrðingar þess efnis, að greiðslumatið í húsbréfakerfinu hafi hvatt fólk til þess að festa kaup á íbúðarhúsnæði, sem það hafði e.t.v. ekki efni á. Ráðgjöf um hámarksverð Sumir hafa viljað leita skýringa á ástæðum greiðsluerfíðleika íbúðaeigenda á undanfömum árum að hluta til í greiðslumatinu í húsbréfa- kerfínu. Þeir hafa þá sérstaklega visað til þess, að þegar húsbréfakerfið fór af stað var gert ráð fyrir því í reglugerð, að heimilt væri að meta greiðslubyrði umsækjenda um húsbréfa- lán allt að 30% af heildarlaunum. Heyrst hef- ur, að vegna þessa hafí margir ráðist í dýrari íbúðakaup en efni stóðu til. Jafnvel hafa í tengslum við þetta heyrst hugmyndir þess efn- is að hið opinbera gæti verið skaðabótaskylt vegna þess að greiðslumatið gaf til kynna of hátt íbúðaverð fyrir einhveija. Þetta er auðvit- að misskilningur, því greiðslumatið í húsbréfa- kerfínu er fyrst og fremst ráðgjöf um hámarks- verð en ekki tiltekið kaupverð. Greiðslumatið í húsbréfakerfínu segir til um áætlað hámarksverð íbúðar, sem umsækjandi er talinn hafa getu til að festa kaup á. Það segir alls ekki hvað kaupandinn á að festa kaup á dýrri íbúð, heldur það, að íbúðaverðið verði að vera innan þess hámarks sem talið Að vera upplýstur Greiðslumat verður alltaf að miðast við forsendur, seg- ir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Breytist forsendur verða íbúðaeigend- ur sjálfír að taka á því. er mögulegt samkvæmt matinu. Að öðrum kosti er umsókn um húsbréfalán ekki sam- þykkt. Auk þess hefur greiðslumatið ekki miðast við 30% af heildarlaunum eins og heim- ilt var og fullyrt er af sumum. Strax frá byrj- un húsbréfakerfisins miðaði Húsnæðisstofnun- in greiðslubyrði við 20% af heildarlaunum, ekki 30%. Þennan misskilning hefur því miður gengið erfiðlega að leiðrétta. Heftir matið möguleika? Það undarlega við þetta allt saman er það, að jafnvel sömu aðilar og sagt hafa að greiðslumatið í húsbréfakerfínu beri ábyrgð á greiðsluerfiðleikum íbúðaeigenda, hafa sagt, að 18% viðmiðun í greiðslumatinu nú sé svo þröng, að hún hefti möguleika margra á íbúða- kaupum. Þetta tvennt fer auðvitað ekki sam- an. Húsnæðisstofnunin lækkaði viðmiðun á greiðslubyrði í greiðslumatinu í húsbréfakerf- inu úr 20% af heildarlaunum í 18% í árslok 1994. Það var m.a. gert vegna þess, að marg- ir höfðu orðið fyrir því að forsendur íbúða- kaupa þeirra höfðu breyst, sem gerði það að verkum að þeir lentu í greiðsluerfíðleikum. Það er ekki tilraunastarfsemi að lækka viðmiðunarmörkin á þennan hátt, eins og full- yrt var í útvarpsviðtali nýlega, heldur er það að Iæra af reynslunni. Auðvitað er ekki unnt að segja að ástæða greiðsluerfiðleika sé rangt greiðslumat, ef forsendur íbúðakaupa breytast eftir að þau eru ákveðin. Greiðslumat verður alltaf að miðast við ákveðnar forsendur. Breyt- ist forsendur verða íbúðaeigendurnir sjálfír að taka á því. Lækkun á viðmiðunarmörkum í húsbréfakerfínu miðaði fyrst og fremst að því að taka inn þann möguleika að forsendur gætu breyst eftir ákvörðun um kaup. Of hátt eða of lágt mat Á fyrstu árum húsbréfakerfisins fannst sumum þeir fá of hátt greiðslumat. Það átti aðallega við um fólk sem var með góðar tekj- ur og átti einhveijar eignir, fólk sem var ekki vant því að greiða miklar fjárhæðir í afborgan- ir af lánum. Þeim, sem voru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð eða vora með lág laun og áttu litlar eignir, fannst þeir hins vegar oft á tíðum fá allt of lágt greiðslumat. Margir mið- uðu þá gjarnan við það að greiðslubyrði þeirra var e.t.v. nokkuð hærri fýrir, hvort sem var vegna afborgana af lánum eða vegna húsa- leigu. Hafa ber í huga, að þegar greiðslumatið fór af stað, var eins og áður sagði miðað við að greiðslugeta væri allt að 20% af heildar- launum. Fólk sem var með 150 þúsund króna mánaðarlaun var þess vegna talið geta fest kaup á íbúð, sem miðaðist við að greiðslu- byrði lána þeirra væri allt að 30 þúsund krón- ur á mánuði. Margir hafa greitt og greiða húsaleigu sem er yfir þessum mörkum. Nú eru þeir sem hafa þessi laun taldir geta fest kaup á íbúðarhúsnæði, þar sem greiðslubyrði lána er allt að 27 þúsund krónur á mánuði. Mörgum finnst þetta allt of lágt, eins og áður segir með hliðsjón af núverandi greiðslubyrði eða húsaleigu. En með þessu hefur verið tek- ið tillit til hugsanlegra breytinga á forsendum til hins verra eftir kaup. Mismunandi mat? Á að gefa þeim lægra greiðslumat, sem ekki eru vanir því að greiða háar fjárhæðir í afborganir af lánum? Fólki, sem stundum er með töluvert há laun? Varla. Það hlýtur að eiga að vera ákvörðun íbúðakaupenda sjálfra hvort þeir auka greiðslubyrði sína eða ekki, og þá innan skynsamlegra marka. Sumir álíta reyndar að greiðslugeta aukist hlutfallslega með hækkandi launum. Reyndin er hins vegar önnur, því áhrif jaðarskatta ýmiss konar eru það mikil hér á landi. Ekkert mælir með að greiðslugeta sem hlutfall af launum ætti að hækka með hækkandi launum. Réttar upplýsingar Hér hefur einungis verið nefnd ein þeirra ranghugmynda, sem haldið hefur verið á lofti í tengslum við húsnæðismálin. Þær eru fleiri. Líklegt er, að þeir sem hafa lítið með þessi mál að gera, séu engu nær. En þar sem gera má ráð fyrir því að umræða um húsnæðismál hafi áhrif, þá er nauðsynlegt að leiðrétta það sem rangt er frá greint, eins og gerst hefur með greiðslumatið í húsbréfakerfinu. Það er grundvallaratriði, að þeir sem fjalla um þessi mál noti réttar forsendur og leiti sér upplýs- inga áður en farið er af stað með fullyrðing- ar. Neikvæð umræða, sem byggist á röngum upplýsingum, skilar engu. I t I t 1 I t 1 1 j t I I í I i \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.