Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGU NBLAÐIÐ Byggðin í hrauninu yfirskrift nýs hverfis í Haf narfirði Á SKIPULAGSSVÆÐINU er gert ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlishúsa, alls 92 ibúðum. Svæðið afmarkast af Reykjanesbraut í suðaustri, golfvallarsvæðinu á Hvaleyri til vesturs og norðvesturs og í norðaustri af grænu svæði fyrir neðan byggðina í Hvaleyrarholti. Byggðin skiptist í þijú samhang- andi svæði, sem líkt og grópa sig í hraunhelluna og umlykja hraunið, sem verður því í byggðinni miðri. Hraunið setur mikið svipmót á skipulag nýs byggingarsvæðis fyrir sunnan Hvaleyrarholt í Hafnarfírði. Hérfjallar Magnús Sigurðsson um þetta skipulag og ræðir við höfunda þess, Pálmar Kristmundsson, arkitekt og Ragnhildi Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekt. IKIL uppbygging hef- ur átt sér stað í Hafn- arfirði á undanföm- um árum, einkum á Hvaleyrarholti og í Setbergslandi. En vaxandi byggð kallar stöðugt á nýjar lóðir. Á síðasta ári efndi Hafn- arfjarðarbær til samkeppni milli þriggja teiknistofa um deiliskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði í Hvaleyrar- hrauni sunnan Hvaleyrarholts og varð tillaga þeirra Pálmars Krist- mundssonar arkitekts og Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landslagsarki- tekts hlutskörpust. Framkvæmdir á svæðinu eiga að heflast í sumar og standa vonir til þess, að tóðaúthlutun þar geti hafizt í ágúst. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlis- húsa, alls 92 íbúðum. Svæðið af- markast af Reykjanesbraut í suð- austri, golfvallarsvæðinu á Hvaleyri til vesturs og norðvesturs og í norð- austri af grænu svæði fyrir neðan byggðina í Hvaleyrarholti. Hraunhella þekur mest allt svæð- ið og gefur því mjög sérstætt yfir- bragð. Austanvert á svæðinu og um miðbik þess skiptast á hraunhryggir og gjótur, en vestanvert er hraunið sléttara og rennur síðan saman við gróðurlendi og mela næst golfvellin- um. Af hálfu skipulagsyfírvalda í Hafnarfirði var lögð á það rík áherzla, að hraunið yrði látið halda sér og byggðin félli sem bezt að hrauninu. Allt kapp yrði lagt á að skapa „Hafnfírzka byggð í hrauni" Frumleg en heU- steypt byggð — Þetta sjónarmið hefur verið haft að leiðarljósi í allri skipulags- vinnunni, segir Pálmar Kristmunds- son. — Hraunið er kennimerki Hafn- arfjarðar. Markmið okkar skipulags- höfundanna er að skapa frumlega en heilsteypta og fjölbreytta byggð, sem fellur vel að umhverfínu. Við viljum varðveita hraunhellulandslag- ið, sem þarna er svo áberandi, enda býður það upp á margvíslega mögu- leika. Aðkoma verður að svæðinu suð- austanverðu á tveimur stöðum frá Suðurbraut, sem liggur rétt fyrir neðan Reykjanesbraut og beygir síð- an til hægri fyrir neðan svæðið. Byggðin skiptist í þrjú minni sam- hangandi svæði, sem líkt og grópa sig í hraunhelluna og umlykja hraun- ið, sem verður því í byggðinni miðri. Hvert þessara þriggja svæða hefur sér aðkomu frá Suðurbraut. Á svæði því, sem fengið hefur nafnið Hraundrangar, verða einbýl- ishúsalóðir og parhúsalóðir með 13 íbúðum og tvær raðhúsalóðir með 9 íbúðum eða alls 22 íbúðir. Þar verð- ur því blandað hverfí raðhúsa, par- húsa og einbýlishúsa. Húsin skulu vera tvílyft. Aðal atriðið í skilmálum fyrir þetta hverfi er ákveðið val á efni og Iitum, en húsformið er að öðru leyti frjálst. Á þaki skal vera bárujám í aluzink lit. Veggir skulu klæddir timbri, en litur á klæðningu skal vera sinugulur. Þakform er fijálst, nema flatt þak er ekki leyft. Á öðru svæði, sem gefið hefur verið nafnið Hraunhella, verða lóðir fyrir alls 46 íbúðir og skiptast þær í 26 einbýlishúsalóðir og 10 parhúsa- lóðir með 20 íbúðum. Á Hraunhellu verða byggð tveggja hæða einbýlis- hús, svonefnd “kjarna“-hús. Húsið samanstendur af tveimur hlutum, kjama og húsi. “Kjarni" er fyrirfram ákveðin bygging og er alltaf eins á öllum lóðunum við Hraunhellu. Fjölbreytt hús meö ákveðnum samnefnara “Kjarni" er á tveimur hæðum. Á 1. hæð er bílgeymsla og inntak heimaæða. Á 2. hæð verður íveru- rými. Húsið sjálft verður svo létt- bygging úr timbri eða stáli, sem er byggt við kjarnann. Form og efni- sval “kjama“ eru fastákveðin, sjón- steypa og ómálað að utan, en form og efnisval “hússins" er fijálst, en þó skulu aðeins notuð létt bygging- arefni, svo sem timbur, stál og ál. Litaval hússins er fijálst. Þessi hús standa meðfram götu, sem á að liggja eftir langri lænu í hraunhellunni á einum stað. — Til- gangurinn með þessum “kjarna“hús- um er að skapa götu með fjölbreyttu húsformum, er mótast af ákveðnum samnefnara, sem er alltaf eins og gefur byggðinni ákveðinn heildar- svip, segir Pálmar. Á þriðja svæðinu, sem nefnist Hraunbollar, verða lóðir fyrir alls 34 íbúðir, þar af sex lóðir undir húsaþyrpingar með 20 íbúðum, 6 parhúsalóðir með 12 íbúðum, þijár raðhúsalóðir og 5 einbýlishúsalóðir. — Þetta hverfi hentar vel til úthlut- unar fyrir byggingarverktaka, segir Pálmar. — Sami hönnuður skal vera að hverri þyrpingu eða öllu hverfinu. Meginþáttur skilmála fyrir þetta svæði er efnisval. Húsin eiga að vera tvílyft. Veggir skulu klæddir svörtu bárujárni, en á þaki skal vera bárujárn með aluzink lit. Þakform skal vera einhalla. — Við frágang lóða er það gert að skilyrði, að hraunhellan verði varðveitt á um þriðjungi lóðarinnar og til þess að hraunhellan haldist sem náttúrulegust má ekki hafa nein sýnileg lóðarmörk eins og girð- ingar og garðveggi, segir Pálmar. — í megindráttum má því aðeins jafna og rækta þann hluta lóðar sem er næstur húsi, en aftari hluti lóðar og þau svæði innan lóðar, sem eru með sérstökum hraundröngum, hefur lóðarhafi í fóstri og ber að varðveita í núverandi ástandi. Sumar lóðirnar eru þannig að lóð- arhafi hefur tiltölulega lítið flat- armál til ráðstöfunar. Aðrir hlutar lóðarinnar en sá, sem húsið stendur á, eru einfaldlega þannig að ómögu- legt er að byggja á þeim eða nýta til annarra nota en að njóta nærveru hraunsins og fegurðar þess. — Hraunið á að vera sterkur umhverfisþáttur í lífí þess fólks, sem þarna mun búa, segir Pálmar Krist- mundsson arkitekt að lokum. — Því markmiði verður bezt náð með ein- földum formum, beinum línum og flötu yfirborði á húsbyggingum, sem kallast á við kraftmikið hrauftið. Fasteipasala Rnkjatíkur Sími - 588-5700 Opið einnig sunnudag frá kl. 11.00-14.00 FÉLAG^ASTEIGNASALA inbýli og raðhús Vesturbær. Mjög falleg og vel Kambasel - endaraðh. Sérl. fallegt endaraðh. á tveimur hæðum ca 180 fm m/innb. bílsk. Skipti á ód. eign.Áhv. 4,1 m. Verð 12,5 m. Lambhagi - elnb. Faiiegt eínb. á ejávarlóð á besta stað á Áiftanesi, ca 140 fm ásamt jafn stórum kj. og 50 fm bítsk. 6 svefn- herb. Mögul. á 2 íb. Sérl. vel um- gengið hús. Verð 13,8 millj. Selás - einb. Mjög gott einbhús á tveimur hæðum ca 290 fm. Húsið er ekki alveg fullb. en stendur á góðum stað m. miklu útsýni. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Brekkutangi - Mos. Mjög gott endaraðh. með tveimur íb. Húsiö er ca 278 fm og er fullb. m. fallegum garðí. Verð 13,7 millj. Háholt - Gbæ. Stórgl. einb. ca 400 fm ásamt aukarými ca 200 fm á einum besta útsýnisstað í Gbæ. Verð 28 millj. Áhv. 14,0 millj. í hagst. langt- lánum. Uppl. á skrifst. Garðhús. Aðeins eitt hus eftir. Vel skipul. endaraðh. á tveimur hæðum ca 145 fm ásamt 24 fm bíisk. Lóð og stæði frág. Húsið er til afh. nú þegar, fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 7,8 miilj.' Eða tilb. til innr. Verð 9,6 millj. Parhús Garðabæ. Mjög gott ca 200 fm parh. á tveimur hæöum ósamt 34 fm bílsk. 4 svefnherb., 3 stofur, gott fvrír- komulag. Ath. skipti ð ód. Ahv. 3,2 millj. Hraunbraut - Kóp. Mjög góð 4ra herb. efri hæð tæpl. 90 fm ásamt ca 25 fm bílsk. Góð staðsetn. Parket, nýtt eldh. Áhv. 2,6 millj. Verð 8,9 millj. Holtsgata - Vesturbær. ca 90 fm neðri hæð í steinsteyptu þríb- húsi. Eign sem þarfnast stands. Laus strax. Verð 6,4 millj. Hraunbær - 4ra/auka- herb. Mjög falleg 4ra herb. endaib. á 3. hæð (efstu) í góðu fjölb. við Rofabæ. Parket. Nýtt eldhús og bað. Áhv. 6,0 milij. VerO 7,9 millj. Hlíðarhjalli. Sérl. vönduð og falleg efri sérhæð ca 130 fm með sérhönn. innr., glæsil. út- sýni, og bílskýli. Eign í sérflokki. Áhv. 2,6 millj. hagst. langtl. skipul. 4ra herb. (b. á 3. hæð í húsi sem allt er nýkl. að utan. íb. er öll nýuppg. að innan. Bílsk fylgir. Áhv. 5,0 millj. Verð 8,5 millj. Frostafold m/bílskúr. Mjög vönduð og falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð, ca 120 fm ásamt 25 fm bílsk. Fallegar innr., parket, flísar. Stórar suðursv. Fráb. útsýni. Verð 10,5 millj. Holtagerði - Kóp. ca 113 fm neðri sérhæð (tvíbhúsi ásamt 23 fm bflsk. 3 stór svefnherb. Góð staðsetn. Áhv. 2 millj, Verð 8,3 mítlj. 3ja herb. Berjarimi. Ca 108 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í nýju fjölb. Til afh. nú þegar tilb. u. trév. Stæði í bílskýli fylgir. Verð 6,5 millj. Vesturbær - risíb. Mikið endurn. 3ja herb. risíb. ca 57 fm. Nýl. parket, rafl., þak og gler. Áhv. 3.860. Verð 5,6 míllj. Trönuhjaili. Mjög góð 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb. Parket. Gott út- sýni. Vandaðar innr. Skipti á 2ja herb. mögul. Verð 8,2 millj. Veghús - húsnæðis- lán. Séri. falleg og vönduð 3ja herb. íb. á jarðhæð. Áhv. 5,2 millj. Byggsj. ríkisins til 40 óra. Verð 7,8 millj. Hraunbær - laus. Rúmi. 9ofm íb. á 1. hæð. Parket, flísar o.fl. Áhv. 3.750 þús. Verð 6,4 millj. Álfhólsvegur - laus. 3ja herb. jarðh. (ekkert nlðurgr.) ca 66 fm. Gott skipulag. Parket, flís- ar. Sérinng. Húsið nýtekiö i gegn að utan. Ahv. 3,1 millj. byggsj. o.fl. Verð 5,9 millj. Engihjalli - laus. Rúmg. og björt 3ja herb. ib. ca 90 fm. Suður- og austursv. Parket. Útsýni. Þvottah. á hæð. Áhv. ca 2,0 millj. V. 6,2 m. Drápuhlíð. Góð 3ja herb. íb. í kj. Sérinng. Parket o.fl. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 5,9 millj. 2ja herb. Rekagrandi - Vestur- bær. Sérlega falleg og vönduð 2ja herb. íb. ca 50 fm í litlu fjölb. Nýstandsett hús. Verð 5,1 millj. Óðinsgata - 2ja. góö 2ja herb. íb. ca 40 fm á góðum stað. Mikið endurn. Laus fljótl. Verð 3,8 millj. Suðurhlíð - Rvfk. virki- lega falleg 2ja herb. íb. é 1. hæö I nýl. fjölb. Ahv. 3,5 mlllj. Verð 5,2 millj. Vallarás. Mjög góö 54 fm 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuh. Parket. Góðar suðursv. Stutt í alla þjónustu. Áhv. byggsj. 2,4 millj. Verð 4,8 millj. Óskum eftir: ► Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir einb- húsum vestan Elliðaáa i Reykjavík. ► Sérhæðum og 5-6 herb. íbúðum á svæði 104-108. ► 3ja herb. íb. í Hraunbæ í skiptum fyrir 2ja herb. íb. á sama stað. ► 3ja herb. íb. á skrá á svæði 101 tii 108. ► Vantar rúmgóða 2ja-3ja herb. íb. í fjölbhúsi í Hvassaleiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.