Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 20
:0 D FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ GamaH leður Smiðjan Blautt leður þarf að þurrka hægt á löngrim tíma, segír Bjami Qlafsson, sem hér ijallar m.a. um gömul reiðtygi. GÖMUL beisli, aktygi, hnakkar o.fl. gamlir nytjamunir úr leðri hafa í sambandi við notkun liðinna áratuga hlotið heldur óblíða með- ferð. Geymslustaður hefur mikið að segja í sambandi við endingu leðursins. essi búnaður sem ég nefndi hér að framan er mjög dýr í framleiðslu og kostar því mikið ef endumýjunar er þörf. Til sveita voru reiðtygi venjulega hengd upp í einhverju útihúsi. Það fer illa með leður ef það er varðveitt þar sem mikill raki er og það nær ekki að þoma, t.d. á milli þess að vera í notkun. Þá sækir á leðrið mygla og skordýr leita einnig í það. Þá hefur brennisteinsloft slæm áhrif á leðrið, bæði lit þess og það verður stökkt og springur. Til þess að hreinsa leður er ágætt að þvo það úr volgu sápu- vatni, en nota ber milda sápu. Fitu og óhreinindi má þvo burt með terpentínu, spritti eða acetoni. Blautt leður þarf að þurrka hægt á löngum tíma, t.d. eftir að það hefur verið þvegið eða notað úti í votviðri, það harðnar og springur frekar, sé það þurrkað við of mikinn hita. Gott er að stijúka fyrst yfir það með tusku eða svampi til að ná af því mesta vatninu. Málað leður Leður hefur verið notað í svo fjölbreytt verkefni og það hefur fylgt mönnum sem ómissandi nytjaefni alveg frá því að menn fóm að veiða dýr til matar. Þeir notuðu allt af dýrunum. En marg- ir eiga skrautmuni stóra og smáa sem annaðhvort eru alveg úr leðri eða að hluta til. Nefna má í því sambandi skrautkassa sem eru klæddir með leðri, kistur og koff- ort. Stundum er leðrið skrautmál- að og lagt gullþynnum í skrautið. Vilji svo til að einhver lesandi þess- arar smiðjugreinar eigi slíkan kjör- grip sem þarfnast viðgerðar, ræð ég eigandanum eindregið frá að reyna sjálfur að gera við leðrið. í slíku tilviki þarf að leita til sér- fræðings í slíkum viðgerðum. Þá þarf að umgangast leður á bókum með gætni. Það er yfirleitt óþarfí að bera fitu eða olíu á leður sem notað hefur verið til bókbands og hætt er við að gyllingin á kjöln- um fari forgörðum við að bera fitu á kjölinn. Olía á ólar Ólar á reiðtygjum og beislum eru stundum býsna óhreinar, ekki síst ef þær hafa hangið lengi inni í óþéttri geymslu. Þá er þörf á að þvo leðrið og er gott að nota volgt vatn blandað grænsápu eða sól- skinssápu og að nota mjúkan, þétt- an bursta við þvottinn. Á eftir þarf að þurrka mestu bleytuna af leðrinu, annaðhvort með svampi eða hreinni tusku. Síðan þarf leðr- ið að fá að þorna hægt við stofu- F a ste ig n a sa la n KJÖRBÝLI NYBYLAVEGUR 14 - 200 KÓPAVOGUR FAX 554 3307 'S'5641400 Opið virka daga 9.30-12 og 13-18 og laugardaga kl. 12-14 2ja herb. SÓLHEIMAR - 2JA. Skemmtil. 45 fm íb. í kj. (lítið niðurgr.). Fráb. staðsetn. Stutt í alla þjónustu. V. 3,9 m. GULLSMÁRI 11 - ELDRI BORGARAR. Glœsil. ný fullb. I 43 fm einstaklingsíb. á 6. haeð i húsi tengdu þjónustumiðstöð. Vandaðar innr. Ákv. sala. V. 4,6 m. JÖKLAFOLD - 2JA + BÍLSKÚR. Sérl. falleg 60 fm íb. á efstu hæð í litlu fjölb. ásamt ca 20 fm bílsk. Áhv. ca 2,7 millj. V. 6,6 m. FURUGRUND - 2JA. Sérl.fal- leg 58 fm ib. á 3. hæð í litlu fjölb. Parket. Otsýní. Laus fljótl. V. 5,5 m. 3ja herb. GULLSMÁRI 9 - FYRIR ELDRI BORGARA. Glæsilegar 3ja herb. íbúðlr 72-76 fm á 10.-12. hæð í hú8i tengdu þjónustumið- stöð. Afh. fullb. án gólfefna í júll nk. Verð frá 7,1 m. ÁSBRAUT - 3JA Falleg ca 65 fm ib. á 2. hæð á frá- bæru verði, aðeins 5,3 millj. Áhv. byggsj. 2,0 millj. HJÁLMHOLT 7 - 3JA. Sérl. falleg 71 fm íb. á jarðhæð í þríb. Góð staðsetn. Allt sér. Áhv. 3,8 millj. V. 6,1 m. ÁSBRAUT - 3JA. Sérl. falleg 82 fm íb. á 3. hæð. Útsýni. V. 6,3 m. ÁLFHÓLSVEGUR. Falleg ca 70 fm íb. á 2. hæð í Steni-klæddu fjórb. ásamt 20 fm bílsk. með kj. V. 6,8 m. 4ra herb. og stærra ESKIHLÍÐ - 4RA. Falleg mikið end- urn. ca 100 fm íb. á efstu hæð (4.) í góðu húsi. Frábær staðs. V. 7,2 m. AUÐBREKKA. Falleg 100 fm íb. á efri hæð í tvíbýli. Mikið endurn. Áhv. byggsj. 3 m. V. 7,5 m. ÁLFHEIMAR - 4RA. Sérl. falleg ca 100 fm íb. á 4. hæð. Ákv. sala. V. 7,3 m. ENGIHJALLI 9 - 4RA. Sérl falleg ca 100 fm /b. á 6. hæð. Park- et. Góðar innr. Ákv. sala. V. 6,9 m. FURUGRUND - 4RA ÁSAMT BÍLAG. Falleg 85 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Suðursv. Gott útsýni. Áhv. 3 m. V. aðeins 6,9 m. BREKKUHJALLI - KÓP. - 4RA. Skemmtil. ca 113 fm neðri sérhæð í vina- legu eldra timburhúsi. V. 6,3 m. ÁSBRAUT - KÓP. - 4RA ÁSAMT BÍLSKÚR. Glæsileg 86 fm endaíb. i vestur á efstu hæð í nýklæddu fjölb. Frá- bært útsýni. Áhv. 2,9 m. V. 7,6 m. KÁRSNESBRAUT - KÓP. 4RA ÁSAMT BÍLSKÚR. Sérl. falleg ca 90 fm íb. á 1. hæð í fjórb. ásamt bílsk. Park- et. Áhv. byggsj. 2,3 millj. V. 7,7 m. HJARÐARHAGI 30 - RVÍK - 4RA. Góð 83 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. 2,3 m. V. 7,1 m. Laus fljótl. FURUGRUND - 4RA. Falleg 86 fm íb. á 3. hæð. Áhv. 2 m. V. 7 m. HÆÐARGARÐUR - 4RA. Sérl. góð 76 fm efri sérh. ásamt rislofti á þessumfráb. stað. V. 7,7 m. KJARRHÓLMI - 4RA. Sérl. falleg 90 fm íb. á 3. hæð. V. 7,4 m. LAUFVANGUR - HF. Falleg 4ra-5 herb. 110 fm íb. á 2. hæð. Áhv. byggsj. 3,5 millj. V. 7,9 m. Sérhæðir ÁLFHÓLSVEGUR - SÉRH. Sérl. góð neðri sérh. í tvíbýli ásamt bilsk. og nýl. sólskála alls ca 195 fm. Arinnístofu.Útsýni. V. 10,8m. FROSTAFOLD — 4RA. Stórglæsíl. 119 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. Sérsmíð- uð innr. 25 fm bílsk. V. 10,5 m. Raðhús - parhús SELBREKKA - RAÐH. Fal legt og vel við haldið 250 fm enda- raðh. m. innb. bílsk. V. 13,2 m. ÁLFHÓLSVEGUR. Sérl. skemmtil. 120 fm tvíl. endaraðhús ásamt 32 fm bílsk. Ákv. sala. V. aðeins 9,8 m. ÁLFHÓLSVEGUR - PARH. Glæsil. og vandað 160 fm parh. með innb. bílsk. Skipti á mlnni eígn mögul. V. 11,9 m. ÁLFHÓLSVEGUR - KÓP. - RAÐH. Fallegt nýl. 190 fm raðh. á tveimur hæðum ásamt kj. V. 10,9 millj. Einbýli ÞINGHÓLSBRAUT - EINB. Sérl. skemmtil. mikið endurn. 165 fm eínb. Parket. Stór garður, Frób. útsýni. V. 11,9 m. HLÉGERÐI - KÓP. Sérl. fallegt óg vel hannað 203 fm einb. með innb. bílsk. Nýtt þak o.fl. Skipti mögul. V. 15,9 m. ÁLFAHEIÐI - EINB. Glæsil. nýl. 180 fm tvíl. einb. ásamt bilsk. Frábær staðs. nálægt skóla. Skipti mögul. V. 13,9 m. KÓPAVOGSBRAUT. Gamalt og vinalegt 142 fm einb., hæð og ris, á stórri hornlóð. Bílskréttur. V. 9,7 m. BÁSENDI - RVÍK - EINB. Fallegt og vel um gengið 156 fm tvíl. einb. á þessum fráb. stað. Mögul. á einstaklíb. í kj. V. 10,9 m. HVANNHÓLMI - KÓP. Fal- legt 262 fm tvíl. einb. m. innb. bil- skúr. Skipti mögul. V. 13,9 m. FAGRIHJALLI - EINB./TVÍB. Glæsil., fullb. 234 fm hús á tveimur hæðum m. innb. bílsk. V. 16,9 m. I smíðum BLIKAHJALLI 2 OG 4 Glæsil: hönnuð raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr, alls ca 200 fm. Frábær staðs. neðst í Digraneshlíðum við opið svæði. Húsin seljast fullb. að utan, mál- uð, frág. lóð og hiti í steyptu bllaplani. Að innan fokh. Verð frá 9,9 millj. Einnig hægt að fá húsin lengra komin. DIGRANESHEIÐI - EINB, Glæsil. ca 240 fm einb. á fráb. útsýnisstað. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan eða lengra komið. V. frá 12,9 m. EKRUSMÁRI - RAÐH. Glæsil. hönnuð 165-172 fm raðh. á einni hæð með koníaksstofu í útsýniskvisti. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. V. 8,4 m. og 9,1 m. (vesturendi). BAKKAHJALLI - RAÐH. Vel hann- að 236 fm hús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Selst fullb. að utan og u.þ.b. tilb. til innr. að innan. V. 12,2 m. GRÓFARSMÁRI - PARH. I85fm hús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Selst fullb. að utan, fokh. að innan. V. 8,9 m. EYRARHOLT 14 - HF. 160 fm íb. á tveimur hæðum í litlu fjölb. Afh. tilb. til innr. Fráb. útsýni. Góð grkjör. V. 8,9 m. Atvinnuhúsnæði AUÐBREKKA 2 - KÓP. Vel sta<F sett 460 fm húsnæði sem skiptist í stóran sal, sérskrifstofur o.fl. Hentar t.d. félaga- samtökum o.fl. Verð: Tilboð. NÝBÝLAVEGUR - KÓP. Vandað fullb. skrifstofuhúsn. á þremur hæðum í hjarta Kópavogs. Lyfta. Stærðir frá 120 fm. Leiga/sala. HAFNARBRAUT - KÓP. 983 fm skrifstofuhúsn. á tveimur hæðum. Selst rúml. fokh. að innan, fullb. að utan. HLÍÐASMÁRI - KÓP. Höfum til sölu skrifstofuhæðir I ýmsum stærðum í glæsil. nýbyggðum húsum, fráb. vel staðsettum á miðju höfuðborgarsvæð- inu. Eignirnar seljast tilb. til innr., fullfrág. að utan og sameign. Höfum á skrá fjölda góðra eigna. Nánari uppl. á skrifst. Guðlaug Þorsteinsdóttir, ritari. Kristjana Jónsdóttir, sölustjóri. Rafn H. Skúlason, lögfr., lögg. fast.sali. MARGT gamalla muna getur verið gleymt og grafið en samt þess virði að geymt sé. Beislisstangir, skeifa og skaröxi. 3 t>. hita áður en borið er á það. Það getur verið heillaráð, eftir að álar reiðtygja hafa verið þvegn- ar og þurrkaðar, að bera á þær mjúka litjausa fitu. Best er að bera á fitu sem er að mestu leyti vax, ekki blandað siliconi saman við. Litlaus skóáburður getur verið ágætur, hann má þó ekki vera blandaður siliconi. Best er að bera mjög þunnt lag yfir leðrið. Við slíkan áburð verða ólarnar mýkri og sveigjanlegri. Þó ekki of mikla fitu á leðrið, það er óþarft. Beislisjárn Það er óskemmtilegt þegar gömlu beislin eru skoðuð ef mélin og stengurnar hafa ryðgað. Jafn- vel þótt ekki sé ætlunin að taka þau í notkun, heldur e.t.v. að eiga þau hangandi inni. Til þess að hreinsa ryðið af er einna heppilegast að nota vír- bursta og fína þjöl. Það fást t.d. litlar vírburstaskífur sem hægt er að setja í handhæga vél, borvél eða í smergel. Gamlar beislis- stengur voru oft úr járni en húðað- ar með tini í því skyni að verja þær ryði. Nú kann að vera, ef um slíkar stengur er að ræða, að tinið hafi eyðst af þeim á köflum en hafi haldist á öðrum blettum. Af þessum sökum er nauðsynlegt að skafa ryðið og pússa en ekki að nota bað eða efnaupplausnir til þess að fjarlægja ryðið af járninu. Ryðgaðir smáhlutir Hafir þú fundið forna skeifu eða annan hlut úr jámi sem þig langar til að hreinsa ryðið af þá getur verið möguleiki á að nota aðra aðferð. En til þess að geta notað efnaupplausn við að fjarlægja ryð af hlutum er nauðsynlegt að þekkja önnur áhrif sem fýlgja þeirri aðferð. Slík upplausnarefni geta t.d. haft í sér fosfórsýru. Járnið getur orðið of hreint og orðið á þann hátt enn viðkvæmara fyrir ryði á eftir. Einnig getur verið að þunnir fletir eða skreyttir séu tærðir eftir ryðið svo að þeir þoli illa efnameðhöndlun. Þá kann að vera betra að bursta eða skafa ryðið af þeim hluta. Stundum eru báðar aðferðir nauðsynlegar, t.d. ef jám hefur legið lengi á jörðu. Þá er það að- eins á færi sérmenntaðra fag- manna, sem starfa fyrir minjasöfn, að hreinsa og stöðva ryðmyndun í gömlu jámi. Sé notuð blanda með vatni þarf að þurrka vatnið strax á eftir í heitum ofni eða blás- ara. Skeifa Það eru margir sem hengt hafa skeifur yfir dyrum hjá sér og segja að það sé gæfumerki að finna skeifu. Skeifa sem hengd er upp til skrauts þarf helst að vera hrein og ekki ryðguð. Ef þú átt einhvern smáhlut úr járni sem þig langar til að nota til prýði eða minninga inni hjá þér, þá gef ég hér upp aðferð til hreinsunar á ryði. Vegna uppgufunar á sýru skaltu vinna að þessu úti. Fáðu þér fötu eða lítinn bala úr plasti. Hafðu gúmmíhanska á höndunum og gættu þess að vatn með sóda slettist ekki á hörund þitt eða í augun!! Svo blandar þú: 12 1 vatn og 1 dl sódi. Vitanlega má þetta vera helmingi minna magn: 6 1 vatn og 0,5 dl sódi. Þú pakkar síðan hlutnum, sem þú ætlar að hreinsa, inn í álþynnu og leggur þetta ofan í sódaupplausnina. Þegar álþynnan er uppleyst tekur þú hlutinn gætilega upp úr vatn- inu með töng og skolar hann síð- an vandlega og burstar og skefur undir rennandi vatni. Vera má að þú þurfir að endurtaka baðið, til að hreinsa betur. Síðan hrað- þurrkar þú hlutinn í heitum ofni eða við hitablásara og berð að lokum saumavélarolíu á hinn hreina hlut. ERTU AÐ STÆKKA VIÐ ÞIG HÚSBRÉF BRÚA BILIÐ £ Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.