Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Haraldur Böðvarsson hf hlýtur Vemd FISK VINN SLUFYRIRTÆKIÐ Haraldur Böðvarsson hf. á Akra- nesi hlaut í gær Vernd, umhverf- isviðurkenningu Iðnlánasjóðs. Viðurkenningin er árlega veitt fyrirtæki, sem tekið hefur mynd- arlega á málum er varða aðbún- að starfsmanna og verndun um- hverfis. Tilgangur verðlaunanna er að hvetja sfjórnendur fyrir- tækja til að leggja sitt af mörk- um til þess að móta þjóðfélag velferðar og öryggis í sátt og samlyndi við lífríki lands og sjáv- ar. Sérstök dómnefnd skoðar og fer yfir þá þætti hjá fyrirtækinu er varða umhverfissljórnun, úr- gangs- og fráveitumál, hráefna- uotkun og nýtingu, notkun og meðhöndlun hættulegra efna, ýöruþróun með tilliti til um- hverfismála, umbúðanotkun, gæðamál, svo og aðbúnað og öryggismál starfsmanna. Viður- |íenningin er listaverk, sem á ;------------------------------ táknrænan hátt lýsir viðhorfi og ábyrgð stjórnenda fyrirtækisins til velferðar starfsmanna og varðveislu umhverfis og náttúru landsins. Viðurkenningin var veitt á ársfundi Iðnlánasjóðs og sagði Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra við það tækifæri að fyrirtækið hefði í stefnumark- andi áætlunargerð lagt áherslu á umhverfismál, gæðamál og vinnuvernd. Með veitingu Verndar væri fyrirtækið hvatt til að halda áfram á sömu braut til að koma á markvissu um- hverfissljórnunarkerfi, taka á fráveitumálum sinum og vera hvatning fyrir önnur fisk- vinnslufyrirtæki til að vinna myndarlega að umhverfis- og vinnuverndarmálum. Á mynd- inni afhendir umhverfisráð- herra Sturlaugi Sturlaugssyni verðlaunin fyrir hönd HB. VIÐSKIPTI Horfur á aukn- um tekjum hjá Softis hf. Tillaga um hlutafláraukningu lögð fyrir aðalfund á mánudag TEKJUR Softis hf. af sölu hugbún- aðar hafa aukist verulega það sem af er þessu ári, en rekstrartekjur fyrirtækisins eru þó enn óveruleg- ar. Að sögn Sigurðar Björnssonar, framkvæmdastjóra Softis, hafa þeir söiusamningar, sem fyrirtækið gerði á síðasta ári, hingað til skilað þeim fjárhæðum sem ráð hafði ver- ið fyrir gert. Sigurður segir að rekstraráætl- anir fyrir þetta ár geri ráð fyrir því að tekjurnar muni fara stigvaxandi eftir því sem líði á árið og gefi niður- stöður fyrstu mánaða þess tilefni til bjartsýni um að þær áætlanir muni ganga eftir. Hins vegar sé ekki gert ráð fyrir því að rekstrar- tekjur verði orðnar nægjanlegar til að duga fyrir gjöldum fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Tekjur síðasta árs óverulegar Afkoma Softis á síðasta ári ligg- ur nú fyrir. Sökum þess að tekjur fyrirtækisins hafa verið óverulegar á þeim tíma sem Louis-hugbúnað- urinn hefur verið í þróun, hefur ekki verið færður sérstakur rekstr- arreikningur. Þess í stað hafa rekstrargjöld ársins verið færð til hækkunar á veltufjármunum á efnahagsreikningi undir liðnum hugbúnaður. Á síðasta ári hækkaði þessi liður um röskar 60 milljónir króna, og er stærsti einstaki liðurinn launa- kostnaður, sem nam tæpum 30 milljónum á árinu 1995. Tekjur fyr- irtækisins voru hins vegar undir 1 milljón króna. Sigurður segir að tekist hafi að fjármagna reksturinn að mestu með hlutafjáraukningu fram til þessa og svo muni væntanlega einnig verða á þessu ári. Á aðalfundi félagsins n.k. mánudág verði lögð fyrir hlut- hafa sú tillaga stjórnar að henni verði veitt heimild til að hækka hlut- afé fyrirtækisins í allt að 65 milljón- ir króna að nafnvirði, en það er í dag tæpar 45 milljónir. Sölusamningar í höfn Síðasta gengi á hlutabréfum Softis var 4,5, en Sigurður segir að allt eins megi vænta þess að það hækki eitthvað, sérstaklega í ljósi þess að umræddir sölusamningar séu nú í höfn. Hann segir að fleiri samningar séu í farvatninu en of snemmt sé að greina nánar frá þeim að svo stöddu. Eigið fé Softis nemur nú um 144 milljónum króna. Heildarskuldir þess voru tæpar 74 milljónir um áramót, en þar af námu skamm- tímaskuldir röskum 42 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var 66%. Ný tölvu- verslun sett á fót NÝ tölvuverslun var opnuð í Ármúlanum í síðustu viku. Verslunin, sem ber heitið Upp- lýsingatækni, mun sérhæfa sig í sölu á Hewlett Packard vélbún- aði auk viðskiptahugbúnaðarins Fjölnis. Að sögn Kristjáns Ósk- arssonar, verslunareiganda, mun verslunin fyrst og fremst einbeita sér að þjónustu við fyr- irtæki. Hann segir að þar verði þó í boði hefðbundnar margmiðlun- artölvur, en verð þeirra sé nokk- uð hærra en verið sé að bjóða slíkar tölvur á í dag til einstakl- inga. Kristján segir að áhersla verði lögð á gæðin, enda sé þriggja ára ábyrgð á öllum vél- um frá Hewlett Packard. Að sögn Kristjáns verður verslunin jafnframt eini staður- inn þar sem hægt verður að skoða og prófa allar vörur frá Hewlett Packard. Verslunin muni einnig sjá um alla þjónustu á þeim vél- og hugbúnaði sem hún selji og verði áherslan þar lögð á persónulega þjónustu. Stjórnarformaður Iðnlánasjóðs telur stimpilgjaldið brjóta í bága við samkeppnisreglur EES Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Skekkir samkeppn- isstöðu íslenskra lánastofnana Utilokar ekki auðlindagjald ÁLAGNING 1,5% stimpilgjalds stenst vart samkeppnisreglur EES jað sögn Arnar Gústafssonar, Itjórnarformanns Iðnlánasjóðs. Á rsfundi sjóðsins, sem haldinn var gær, sagði hann gjaldið gera það ð verkum að íslenskar lánastofn- ,nir standi ekki jafnt að vígi í amkeppni við erlenda samkeppn- isaðila og því beri að breyta því :hið fyrsta. Að öðrum kosti geti Ííslensk stjórnvöld átt yfir höfði sér enn eina kæruna til ESA, eftirlits- stofnunar EFTA. Iðnlánasjóður skilaði 159 millj- |öna króna hagnaði á síðasta ári. fFjármunatekjur samstæðunnar |voru 1.452 milljónir króna og fjár- J-magnsgjöid 977 milljónir. Stjórn- iunarlegur rekstrarkostnaður psjóðsins, þ.e. laun, launatengd 'gjöld og rekstur skrifstofu, námu 112 milljónum. Framlög á afskriftareikning út- lána drógust verulega saman. jNámu þau 232 milljónum króna ^en 292 milljónum árið áður. Bragi Hannesson, forstjóri sjóðsins, sagði að aukin samkeppni lánastofnana hefði haft í för með '.sér lækkun vaxta, minni fjár- magnskostnað og bætta afkomu fyrirtækja. „Hið jákvæða í þessari þróun er að þörf fyrir framlög í afskriftareikning útlána hefur far- ið minnkandi og lánastofnanir hafa fengið betri og traustari við- skiptamenn." Minnkandi vaxtabil Eigið fé sjóðsins var 3.081 millj- ón króna um síðustu áramót og hækkaði um 161 milljón á milli ára. Heildarútlán voru 13.958 milljónir króna og heildareignir 15.104 milljónir. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings samstæðunnar eru 17.052 milljónir króna. Bragi greindi frá því að vaxtabil hefði minnkað verulega en það hefði verið 4% árið 1993 en verið komið í 2% í apríl síðastliðnum. „Gert er ráð fyrir að það muni enn minnka,“ sagði Bragi. Álagning stimpilgjalds kærð? Orn Gústafsson, stjórnarfor- maður sjóðsins, gerði samkeppnis- stöðu Iðnlánasjóðs að umtalsefni í ræðu sinni á fundinum. Sagði hann m.a. að íslensk stjórnvöld hefðu enn ekki beitt sér fyrir þeim breytingum á skattheimtu sem nauðsynlegar væru til að íslenskar lánastofnanir stæðu jafnt að vígi í samkeppni við erlenda sam- keppnisaðila. „Lántaka hjá ís- lenskum fjármálastofnunum er háð gjaldtöku fyrir stimplun og nemur það gjald 1,5%. Erlendar lánastofnanir sem lána beint til fyrirtækja hérlendis taka ekki stimpilgjald. Þessi mismunum get- ur varla staðist samkeppnisreglur EES og verður að breyta þessu hið fyrsta. Að öðrum kosti geta íslensk stjórnvöld átt yfir höfði sér enn eina kæru til ESA, eftirlits- stofnunar EFTA.“ Óheppilegar lán- veitingar NIB Örn sagði að nýr samkeppnisað- ili hefði óvænt bæst við í hóp þeirra, sem bjóða íslenskum fyrir- tækjum lán. Norræni fjárfesting- arbankinn, NIB, sem átt hefði ágætt samstarf við íslensku fjár- festingarlánasjóðina, hefði tekið upp á því að keppa við viðskipta- menn sína. „Hefur stjórn Iðnlána- sjóðs rætt þetta við bankastjóra NIB og bent á að þetta sé óheppi- legt og geti vaidið tortryggni og skaðað annars ágætt samstarf NIB við sjóðinn." FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, útilokar ekki að tekið verði upp auðlindagjald í sjávarútvegi hér á landi. Hann er hins vegar ekki hlynntur því að slíkt gjald verði lagt á eina at- vinnugrein umfram aðrar. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á ársfundi Iðnlánasjóðs í gær. Þá gagnrýndi hann viðskiptabankana fyrir að hafa ekki fylgt vaxtalækk- unum á peningamarkaði eftir. Finnur sagði að meiri festa og ögun í efnahagsmálum, meira frjálsræði í viðskiptum og almennt virkari hagstjórn gerði það að verkum að hægt væri að takast á við hóflega aukningu þorskkvót- ans, eða nokkra hækkun á verði sjávarafurða á erlendum mörkuð- um, án sértækra sveiflujöfnunar- aðgerða í sjávarútvegi. Þá fjallaði ráðherra um auðlindagjald og sagði að það væri það form sveiflu- jöfnunar sem mest hefði verið rætt um undanfarin misseri. Eðlilegt að lækka skatta á at- vinnulífið á móti „Ég vil alls ekki útiloka að auð- lindagjald verði tekið upp hér á landi. Ég er hins vegar ekki hlynntur því að tekið verði upp auðlindagjald á eina atvinnugrein umfram aðrar. Auðlindagjald ætti að leggjast á allar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auð- lindir þjóðarinnar. Auðlindagjald, ef til þess kemur, mun skapa ríkis- sjóði tekjur og því væri eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífið á móti,“ sagði Finnur. Óverulegar vaxtalækkanir enn sem komið er Ráðherra fjallaði nokkuð um þær vaxtalækkanir, sem orðið hafa á fjármagnsmarkaði að und- anförnu en sagði að bankar og sparisjóðir hefðu enn ekki tekið við sér og fylgt þessum lækkunum eftir. „í vaxtalækkunarhrinunni í apríl lækkuðu vextir aðeins óveru- lega. Það er athyglisvert hvað bankar og sparisjóðir taka lítið mið af vöxtum á peningamarkaði við ákvörðun óverðtryggðra vaxta. Sterk markaðsstaða banka og sparisjóða á skammtímamarkaði kann að skýra þetta, þó vissulega hafi samkeppnin aukist.“ Svigrúm til vaxtalækkana banka fyrir hendi Finnur sagði enn fremur að bankarnir hefðu svigrúm til lækk- unar vaxta. Bankar byðu t.d. gríð- arlega góð kjör á 3-5 ára bundnum verðtryggðum sparireikningum eða hærri vexti en ríkissjóður byði í áskrift að spariskírteinum ríkis- sjóðs. „Það hlýtur að teljast afar óeðlilegt því mikiii munur er á eðli innlána annars vegar og spari- skírteina hins vegar. I viðskiptum með spariskírteini er fólgin vaxtaáhætta sem ekki er til að dreifa varðandi innlánin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.