Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 B 9 VIÐSKIPTI 20% sparnaði með þessari aðferð en gæðin eru ekki síður mikilvæg. Við erum ekki aðeins að reyna að skera niður kostnað heldur nýtum við hvert tækifæri til þess að bæta þjónustuna við skattborgarana og nota opinbert fé á sem hagkvæm- astan máta.“ Emin segir að allar stofnanir breska ríkisins hafi verið opnaðar fyrir slíkri samkeppni, að einhvetju leyti. Hún nefnir sem dæmi að launagreiðslur hins opinbera séu nú í höndum einkaaðila, sömu sögu sé að segja af ýmiss konar starfs- mannaþjálfun, rekstri fasteigna ríkisins o.fl. Umfang þessa svari til tæplega 10% af öllum ríkis- rekstrinum í Bretlandi í dag og ekki hafi verið sett nein takmörk fyrir því hversu langt sé unnt að ganga í þessum efnum. „Ef við teljum að markaðurinn sé til staðar og að einkaaðilar hafi einhvetjar áhugaverðar hugmyndir fram að færa á viðkomandi sviði, sem geti bætt þjónustuna og lækk- að kostnaðinn, þá munum við opna viðkomandi svið fyrir samkeppni.“ Ríkisstofnunum vegnar vel í samkeppni Þeim stofnunum sem att hefur verið út í samkeppni hefur mörgum hvetjum vegnað vel, að sögn Lesley Emin. Hún segir að margar þeirra hafi haft betur í útboðum, þó að aðrar hafi vissulega orðið undir. Þær hafi í mörgum tilfellum náð að bæta þjónustuna og lækka kostnað við starfsemina. Sam- keppnin hafi því komið bæði opin- bera geiranum og einkageiranum til góða. „Þessi breyting hefur í fjölda til- fella hvatt opinbera starfsmenn til þess að hugsa um hvernig þeir geti unnið starf sitt betur og hún hefur einnig leitt til þess að starfs- menn hafa tileinkað sér í auknum mæli þankagang frumkvöðla við lausn vandamála. Margir opinberir starfsmenn hafa því litið á þessar breytingar sem gagnlegar við að bæta vinnubrögð sín.“ Þá segir hún það einnig ánægju- legt að opinberar stofnanir hafi tekið frumkvæðið í sparnaðarað- gerðum í kjölfar þessara breytinga. Nú sé ekki einungis gripið til niður- skurðaraðgerða þegar fjármálaráð- herra krefjist þess, heldur hafi stofnanirnar verið að leitast við það sjálfar að auka hagkvæmnina í rekstri. Emin segir þó að í mörgum til- fellum hafi það reynst erfitt fyrir stofnanir að breyta starfsháttum í takt við þessar breytingar á um- hverfi þeirra. Yfirmenn hafi oft átt erfitt með að tileinka sér nýjar stjórnunaraðferðir og fjölmargir háttsettir opinberir starfsmenn hafi heldur ekki litið á sig sem stjórn- endur. Þó megi finna fjölmörg dæmi um hið gagnstæða, þar sem yfirmenn hafi nýtt sér nútímalegar stjórnunaraðferðir með mjög góð- um árangri. Uppbygging og rekstur fasteigna markaðsvædd Þriðja leiðin, sem breska ríkis- stjórnin hefur farið til þess að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum, er að láta einkafyrirtækjum eftir fjár- mögnun ýmissa opinberra fram- kvæmda, en greiða þeim síðan fyrir afnot og rekstur í ákveðinn tíma uns hið opinbera eignast loks viðkomandi mann- virki. Heilbrigðiskerfið er dæmi um hvernig þessi aðferð hefur verið notuð í bland við samkeppni á milli ein- stakra stofnanna. Ríkið hefur hald- ið áfram að sinna umönnun sjúkl- inganna en einkaaðilum hefur verið látið eftir að reisa spítala og ann- ast rekstur mannvirkjanna. Með þessum hætti nái ríkið að dreifa kostnaðinum við byggingu viðkom- andi stofnunar yfir lengri tíma, auk þess sem einkafyrirtækjum hafi gengið betur að halda kostnaðinum við byggingu og rekstur mannvirk- is niðri. Þá fylgi byggingu slíkra stofn- anna nokkur áhætta, t.d. varðandi leynda galla, en með þessu kerfi losni ríkið undan þeirri áhættu. Emin segir að nú sé unnið að bygg- ingu nokkurra sjúkrahúsa í þessu kerfi, en nokkur reynsla hafi feng- ist af byggingu fangelsa með þess- um hætti og hafi gefið góða raun. Innan heilbrigðisgeirans hefur einnig verið hvatt til aukinnar sam- keppni á milli einstakra sjúkra- húsa. „Heilbrigðiskerfið er ennþá ríkisrekið,“ segir Emin. „Við höfum hins vegar skipt því í tvo hópa, þ.e. kaupendur þjónustu og veit- endur þjónustu. Sjúkrahúsin eru veitendur þjónustunnar, en svæðis- stjórnir í heilbrigðiskerftnu eru kaupendur hennar. Þeim er veitt fé af ríkisstjórninni, sem þær nota til þess að gera samning við sjúkra- húsin. Svæðisstjórnunum er frjálst að velja hvaða sjúkrahús þær skipta við og ef þær telja að þjónusta eða aðstæður einhvers sjúkrahúss sem ekki er á þeirra svæði séu betri, kostnaður minni, biðlistar styttri o.s.frv., þá geta þau samið við við- komandi stofnun. Ég held að hagur sjúklinga í þessu tilfelli sé að bið- listar hafa oft og tíðum styst og þjónustan batnað." Einkavæðing skilað betri samkeppnisstöðu Sá angi þessara umbóta í ríkis- rekstri sem hvað best er þekktur er samt einkavæðing ýmissa ríkis- fyrirtækja á undnanförnum árum. Þeirra á meðal eru British Telecom, British Gas, raforkufyrirtæki, vatnsfyrirtæki, bílaframleiðendur, bankar, flugfélög, flugvellir og fjöl- mörg iðnaðarfyrirtæki. Um þessar mundir er síðan verið að ljúka við einkavæðingu bresku járnbraut- anna, jafnframt því sem ríkisstjórn- in hefur verið að fikra sig áfram í einkavæðingu einstakra ríkisstofn- anna á borð við hafrannsóknastofn- unina þar í landi. Einkavæðing þessara fyrirtækja hefur skilað nokkuð góðum ár- angri, að sögn Emin, ekki aðeins í því að spara ríkinu fé og skapa því tekjur af sölu eigna, heldur hafi verð viðkomandi þjónustu oft og tíðum einnig lækkað og þjónust- an batnað. Þá hafi samkeppnis- staða breskra fyrirtækja í mörgum tilfellum batnað fyrir vikið, sér í lagi þeirra sem hafi nýtt sér mikla raforku eða gas við framleiðsluna. Hún nefnir sem dæmi að verð- skrá British Telecom hafi lækkað um 35% frá einkavæðingu, British Gas hafi lækkað almennt verð um 22,5%, en verð til iðnaðarfyrirtækja hafi lækkað um 40%. og rafmagns- verð hafi lækkað um 7-8%. Fjár- festingar þessara fyrirtækja hafi einnig aukist verulega og þjónustan hafi í mörgum tilfellum batnað. „Það má nefna sem dæmi að í dag eru um 95% allra símaklefa í lagi og þeir eru einnig 50% fleiri en þeir voru fyrir einkavæðingu," seg- ir Emin. Þá segir hún að einkavæðingin hafi einnig leitt til aukinnar al- þjóðavæðingar meðal þessara fyrir- tækja. Þannig starfi British Gas nú í 25 löndum, en áður en fyrir- tækið var einkavætt starfaði það aðeins í Bretlandi. Þó séu þess einnig dæmi að miður hafi farið í einkavæðingunni. I sumum tilfellum hafi yf- irmenn þessara fyrir- tækja verið gagnrýndir harðlega á opinberum vettvangi fyrir að greiða sér óhóflega há laun. í sumum tilfellum hafi þessi gagn- rýni jafnvel leitt til þess að viðkom- andi aðilar hafi hætt störfum. Hins vegar hafi verið skipaðir sérstakir opinberir eftirlitsmenn til þess að fylgjast með starfsemi þeirra fyrirtækja sem í raun séu áfram í einokunarstöðu eftir einka- væðingu. Þeir hafi mjög skýr mark- mið í lögum, þ.e. að tryggja að verðlagning þjónustunnar sé með eðlilegum hætti og tryggja þannig hag neytenda. Einkafyrir- tæki reisa og reka sjúkra- hús og fang- elsi MACROTEL MACROTEL Símakerfi og símsvörunarbúnadur Þar sem góðir kostir sameinast Macrotel MT-16H er öflugt símkerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Möguleikar á stækkun eru fyrir hendi og kerfið getur stærst orðið fyrir 8 bæjarlínur og 16 símtæki, þar sem blanda má saman venjulegum og sérbyggðum símtækjum. Auðvelt er að tengja þráðlausa síma, höfuðheyrnartól, módem, o.fl. við símakerfið. Bandarískt hugvit og hönnun sem sameinar hagstætt verð, stækkunar- möguleika, aðlögunarhæfni og auðvelda notkun. Yfir 600 notendur á íslandi. Macrovoice MVX-200 símsvörunarkerfið býður upp á fjölda notkunarmöguleika. Kerfið getur verið símsvari fyrir alla aðila í fyrirtækinu, annast svörun þegar mikið álag er á skiptiborð, verið 2. þrepa innval og gefið þeim sem hringja inn í fyrirtækið valmöguleika t.d. deildic Kerfið er mjög sveigjanlegt og í raun er það aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar notkunarmöguleikana.. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI S I ð li m ú I a 37 - 1 0 8 Reykjavík Sími 588 - 2800 -Fax 568 - 7 44 7\ X I / s Þróunarfélag Islands hf. Almennt hlutafjárútboð Útgefandi: Þróunarfélag íslands. Sölutímabil: 9. maí 1996 - 9. nóvember 1996. Forkaupsréttur: Forkaupsrétt hafa þeir hluthafar sem skráðir voru hjá hluthafaskrá félagsins þann 8. maí 1996. Forkaupsréttartímabil stendur yfir frá 9.-23. maí. Nafnverð hlutabréfanna: 43.023.881 kr. að nafnverði. Sölugengi: Skilmálar: Söluaðilar: Skráning: 1,16 á fyrsta söludegi. Gengi hlutabréfanna getur breyst eftir að sala hefst Til að tryggja ákveðinn fjölda nýrra hluthafa verður hámarkskaupverð til einstakra aðila. Tuttugu og fimm milljónir verða seldar þannig að sala til hvers aðila verður að hámarki 120.000 kr. að nafnverði og átján milljónir verða seldar þannig að sala til hvers aðila verður að hámarki 2.000.000 að nafnverði. Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. Sótt verður um skráningu hlutabréfa Þróunarfélags íslands á Verðbréfaþing íslands um leið og tilskildum hluthafafjöída er náð. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrírtœki Kringlan 5,103 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509 I í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.