Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 12
TEYMI ORACie HUGBÚNAÐUR Á ÍSLANDI fltagigwwMaftlft VE)SKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 ORACL6 Enabling the Information Age™ Nýr deildar- sijóri hjá Línuhönnun • HAFSTEINN Helgason, verk- fræðingur, hefur hafið störf hjá verk- fræðistofunni Linuhönnun hf. og stjórnar umhverfisdeild fyrirtækis- ins. Meðal helstu verkefna deildar- innar má nefna hönnunar- og ráð- gjafarvinnu á sviði fráveitu- og vatnsveitumála, hreinsikerfi fyrir matvælaiðnað og aðra starfsemi, umhverfísúttektir og umhverfís- áhrifamat ásamt því að sinna ýmsum þjónusturann- sóknum á umhverfissviðinu á eigin rannsóknarstofu. Hafsteinn lauk byggingarverk- fræðinámi við TU-Berlin með frá- veitur- og skólphreinsun sem og vatnsveitur og vatnshreinsun sem sérsvið. Hann rak áður fyrirtækið Vatnshreinsun hf. en þar áður vann hann við kennslu og verkfræðistörf í Berlín og sem tæknilegur fram- kvæmdastjóri Vatnsvirkjans hf. Hann hefur haldið námskeið á umhverfissviðinu við Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands og sinnt kennslu við Verkfræðideild Háskólans frá 1990. Rannsóknir Hafsteins síðustu misseri snúa að hreinsisvirkni rotþróarkerfa og hreinsiaðferðum fyrir afrennsli frá matvælafyrirtækjum. Hann er ásamt Línuhönnun og fleirum einn meðeig- anda í verkfræðifyrirtækinu Scandicplan GmbH í Berlín. Nýirfram- kvæmdastjórar ÍFA • FRAMKVÆMDASTJÓRA- SKIPTI hafa orðið hjá landssamtök- unum Iþróttir fyrir alla. Gunnlaugur Grettisson hefur látið af störfum fyrir samtökin. Helga Guðmundsdóttir er nýr- áðin sem framkvæmdastjóri ÍFA. Helga er fædd í Reykjavík 3. febr. 1957, stúdent frá KHÍ, íþróttakenn- ari frá IKI og stundaði fram- haldsnám í íþrótt- um fyrir fatlaða í Norges idretts- högskole. Helga hefur starfað í fimm ár við íþróttakennslu þroska- heftra og hefur verið fræðslufulltrúi IFA síðustu þrjú árin og fram- kvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Helga er gift Gunnari Hanssyni húsasmið og eiga þau 3 börn. Þorsteinn G. Gunnarsson er ný- ráðinn sem framkvæmdastjóri ÍFA. Þorsteinn er fæddur á Akureyri 7. des. 1960, stúdent frá MA og stund- aði íslenskunám við Háskólann á Akureyri. Þorsteinn hefur starfað við fjölmiðla nær óslitið frá árinu 1983, við dagblöð, tímarit og útvarp, síð- Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LÁNASJÓDUR VESTUR -NQRÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 ustu þijú árin sem dagskrárgerðar- maður við Dægur- málaútvarpið á Rás 2. Auk starfa við fjölmiðla hefur Þorsteinn starfað að auglýsinga- og markaðsmálum, sem lausamaður við hugmynda- vinnu og við textagerð, auk þess sem Þorsteinn var fastur starfsmaður auglýsingastofunnar Auk hf. um þriggja ára skeið. Þorsteinn er kvæntur Svanhvíti Jóhannsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau 2 böm. Yfirmenn á nýju gámaskipi Eimskips • EIMSKIP hefur gengið frá skipun helstu yfirmanna á nýju 12.500 tonna gámaskipi félagsins, sem nú er verið að smíða í Stettin í Pól- landi, en fyrirhugað er að skipið verði afhentíbyijunjúní. Engiibert Engilbertsson verður skipstjóri á hinu nýja skipi. Engil- bert hefur starfað hjá Eimskip síðan 1956 en hann hóf sjómannsstörf árið 1957, fyrst sem þilfarsdreng- ur á Dettifossi. Engilbert lauk farmannaprófí árið 1965 og varð fastur skipstjóri snemma árs 1977 á Bæjarfossi. Eng- ilbert er nú skipstjóri á Laxfossi. Jón Valdimarsson verður yfirvél- stjóri. Jón hóf störf hjá félaginu árið 1967 sem að- stoðarmaður í vél og starfaði sem slíkur til ársins 1969. í ágúst 1975 hóf hann störf sem vélstjóri og varð fastur yf- irvélstjóri árið 1988 á Álafossi. Hann er nú yfirvél- stjóri á Bakkafossi. Nikulás Halldórsson verður 1. stýrimaður. Nik- ulás hóf störf hjá Eimskip í septem- ber árið 1962 sem þilfarsdrengur á Tungufossi. Hann lauk farmanna- prófi 1973 oger nú 1. stýrimaður á Lagarfossi. Nýirmennhjá Nýherja Radíó- stofu • NÝLEGA hóf störf hjá Nýheija Radíóstofu Gunnar Snorrason raf- tæknir. Gunnar stundaði nám í Tækniskóla íslands á áranum 1973- 1975. Samhliða námi starfaði hann hjá Bræðranum Ormsson en að námi loknu réðst hann til rafeindadeildar Kristjáns Ó. Skaggörð sem verk- stæðisformaður. Á áranum 1981- 1985 starfaði hann við Samnorræna þróunarverkefnið í Kenýa en að því loknu starfaði hann um hríð hjá EARS (Emergency Associated Radio Services) í Kenýa, sem er þjónustu- fyrirtæki á sviði björgunar- og ör- yggismála en að- alstarf hans var hjá dótturfyrir- tæki EARS, Al- arm Systems Ltd., sem er þjónustu- fyrirtæki á sviði þjófavarna, öryggiskerfa, aðgangs- kortakerfa og myndeftirlitsbúnaðar. Gunnar flutti til Islands 1994 og hefur starfað hér sjálfstætt til þessa. Þá hefur nýlega hafið störf hjá Nýheija/Radíóstofunni Þorsteinn Svavar Mc.Kinstry. Þorsteinn hefur undanfarin fjögur ár starfað sem fulltrúi, öryggisráðgjafi og markaðs- stjóri hjá Vara hf. öryggisþjónustu. Einnig hefur Þorsteinn sinnt ýmsum sérverkefnum og ráðgjöf fyrir IAS Ltd. og Sovereign Security Services International Ltd. í Englandi ásamt ráðgjöf og áætl- anagerð fyrir Security & Elec- tonics Srl. í Rúme- níu. Þorsteinn, sem er auglýs- ingagerðarmaður með próf frá EHÍ í augiýsingatexta- gerð með sérstakri viðurkenningu frá SÍA, hefur starfað með flestum reynslumestu aðilum á íslenskum öryggisfyrirtækjamarkaði og hefur því mikla reynslu í öryggismálum fyrirtækj a og heimila. Torgið Sparisjóðir spjara sig HVER sparisjóðurinn á fætur öðr- um hefur að undanförnu verið að tilkynna um metafkomu síðasta árs og góða innlánsaukningu. Hagnað- ur Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis nam 116 milljónum, Spari- sjóður Hafnarfjarðar skilaði 101 milljónar hagnaði, Sparisjóður vél- stjóra var með rúmlega 90 milljóna hagnað og svo mætti lengi telja. Samanlagt skiluðu sparisjóðirnir og Sparisjóðabankinn um 670 millj- óna króna hagnaði á árinu 1995, sem er verulegur bati frá árinu 1994. Markaðshlutdeild þeirra í innlán- um viðskiptabanka og sparisjóða hélt áfram að vaxa og var um 22,3% í árslok 1995 samanborið við 15,3% árið 1987. Á þessu tíma- bili hafa heildarinnlán sparisjóð- anna vaxið um liðlega 30 milljarða og námu 43,9 milljörðum í árslok 1995. Á sama tíma hafa sparisjóð- irnir látið að sér kveða í þjónustu við atvinnulífið og í janúar sl. voru þeir annar stærsti lánveitandi gengisbundinna afurðalána til sjáv- arútvegsins, næst á eftir Lands- bankanum, að því er fram kom hjá Baldvin Tryggvasyni, sparisjóðs- stjóra SPRON, á aðalfundi spari- sjóðsins nýverið. Nutu góðs af útlánavanda viðskiptabankanna Þennan árangur má í senn þakka auknum tekjum sem rekja má til aukinna umsvifa en ekki síður minnkandi framlögum í afskriftar- reikning. Er nú svo komið að eigin- fjárstaða sparisjóðanna í heild er rúmlega 6,1 milljarður og vantar aðeins um 100 milljónir á að það nái Landsbanka íslands. En hver skyldi vera skýringin á því að sparisjóðirnir nái jafngóðum árangri á sama tíma og viðskipta- bankarnir hafa átt á brattann að sækja. Af hálfu forráðamanna sparisjóðanna hafa gjarnan verið nefndar almennar skýringar á borð við þær að þeir hafi frábært starfs- fólks í sinni þjónustu og að boðleið- ir séu stuttar vegna smæðar ein- stakra sparisjóða. Þessi atriði eiga eflaust nokkurn þátt í því að vel hefur gengið hjá þessum lánastofnunum, en fleira hlýtur að koma til. í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga þá staðreynd að viðskiptabankarnir máttu þola gífurleg áföll á sam- dráttarskeiðinu í efnahagslífinu sem lauk um mitt ár 1994. Þeir þurftu á háurp vaxtamun að halda til að mæta miklum afskriftum sem dugði þó ekki til því heildartap bankanna nam um 1.900 milljónum króna á árunum 1991-1995. Spari- sjóðirnir áttu ekki við sama útlána- vanda að stríða almennt en héldu vöxtum sínum engu að síður á svip- uðu róli og bankarnir. Niðurstaðan var sú að hagnaður sparisjóðanna á þessu sama tímabili nam um 3 milljörðum. Raunar virðast spari- sjóðirnir hvergi hafa slakað á í vaxtastefnu sinni þrátt fyrir mjög góða afkomu því útlánsvextir þeirra nú eru jafnvel hærri en hjá bönkun- um, samkvæmt yfirliti Seðlabank- ans yfir kjörvexti útlána. Þá virðist Ijóst að sparisjóðirnir hafi notið góðs af sameiningu bankanna fjög- urra sem mynduðu íslandsbanka á sínum tíma. Líklegt má telja að margir einstaklingar sem áður skiptu við gömlu bankana hafi leit- að yfir til sparisjóðanna. Á næstu árum má hins vegar búast við að sparisjóðimir muni í auknum mæli finna fyrir samkeppn- inni við viðskiptabankana þegar þeir verða búnir að afskrifa útlán erfiðleikaáranna. Sparisjóðirnir munu þó væntanlega eiga í fullu tré í þeirri samkeppni, ekki síst þar sem sparisjóðakerfið hefur verið að eflast mjög og komið á fót Spari- sjóðabanka (slands. Þessi stofnun annast erlend viðskipti sparisjóð- anna og gerir þeim kleift að bjóða alhliða fjármálaþjónustu fyrir at- vinnulífið. Þar að auki hafa spari- sjóðirnir stofnað eignarleigufyrir- tækið SP-fjármögnun og eignuðust nú nýlega öll hlutabréf í Kaupþingi hf., stærsta verðbréfafyrirtæki landsins. Einhver kann hins vegar að spyrja hverjir njóti hins mikla af- raksturs sem verið hefur af þess- ari fjármálastarfsemi á undanförn- um árum. Sparisjóðirnir eru sjálfs- eignarstofnanir undir einhvers kon- ar verndarvæng viðkomandi sveit- arfélags sem skipar fulltrúa í stjórn. Þar að auki á nokkur hópur stofn- fjárfesta aðild að hverjum spari- sjóði og kjósa þeir aðra stjórnar- menn, en skilin þarna á milli virð- ast óljós. Sem dæmi má nefna að hlutur stofnfjárfesta í SPRON nem- ur nú um 61 milljón af 921 milljón- ar kr. eigin fé. Til samanburðar má nefna að eigið fé (slandsbanka nemur um 4,9 milljörðum en þar af er hlutafé tæpir 3,9 milljarðar. Aðstaða þessara lánastofnana er því mjög ólík að því er varðar arð- greiðslur. Sú spurning hlýtur að verða áleitnari á næstu árum hvernig framtíðareignarhaldi á þessu rísandi fjármálaveldi á íslandi með 6 milljarða eigið fé verður háttað. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.