Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lokaverkefni verðandi kerf- isfræðinga Brátt lýkur níunda starfsári Tölvuháskóla Verslunarskólans. Arni Matthíasson komst að því að í dag og næstu daga kynnir skól- inn lokaverkefni verðandi kerfísfræðinga, en þar kennir ýmissa grasa. Netscape: Skjilttl Q® Bortetflti Diríctwj IVImIon 3 5 7 Dýpi (km) »0 m 20 Sótt voru Qöqn frá 28/02/1396 til 31/03/1996, dýpl 0 tll 20 km og stærð 2 tll 7 stig á Flchter. Fjöldl sKiálfta: 120 Telknlng samkvæmt þassum skllyrðum: Dagur flmi; Fr& Tll: Oýpl: 5tærð; 2sy02/1S9g oao(j 4 z Upphafsglldl | 31/03/199$ 24:00’ 2$ z 5ta<3f&sta . . .. TÖLVUHÁSKÓLI Verslunar- skólans hefur þróast í átt að æ meira sjálfstæði aukin- heldur sem samskipti hans við fyrir- tæki hafa styrkst jafnt og þétt. Þann- ig eru nemendur hans yfirleitt með tilboð um fasta vinnu upp á vasann áður en þeir ljúka námi, oft vegna verkefna sem þeir hafa tekið að sér í samvinnu við viðkomandi fyrirtæki sem lokaverkefni. Námið sjálft fer fram á fjórum önnum, en síðasta önnin er lögð und- ir lokaverkefni sem er hápunktur verklegrar þjálfunar við skólann að sögn Helgu Siguijónsdóttur aðstoð- arkennslustjóra Tölvuháskólans. Hún segir að markmið með lokaverk- efninu sé að nemendur vinni sjálf- stætt í að greina, hanna og smíða nothæfan hugbúnað og beiti til þess viðurkenndum aðferðum við hugbún- aðargerð. „Oft leita nemendur sjálfir að viðfangsefnum," segir Helga, „en það færist í vöxt að fyrirtæki snúi sér sjálf til skólans og óski eftir sam- vinnu. Sem dæmi um fyrirtæki sem við höfum átt gott samstarf við má nefna Eimskig, Flugleiðir, Streng, Búnaðarfélag íslands og 0z,“ segir Helga, en meðal lokaverkefna þessa árs eru verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eins og Hafrannsókna- stofnun, Náttúrufræðistofnun Is- lands, Marei, Póst og síma, Netkaup, Miðlun og Landspítalann. Verkefni verðandi kerfisfræðinga verða kynnt í hátíðarsal Tölvuhá- skóla Verslunarskólans í dag, föstu- dag og laugardag og vert að skora á sem flesta að mæta. Fimmtudagur 9. maí 1996 9.00 Auglýsingamælingar. Skráning mælinga á auglýs- ingum sem birtast í fjölmiðl- um og úrvinnsla þeirra fyrir viðskiptavini Miðlunar. Kerfið er skrifað í Visual Basic 3.0 fyrir Windows. Chus M. Marja í samstarfi við Miðlun hf. 10.00 Kaup. Verslunarforrit fyrir almenning á veraldarvef al- netsins. Tilraunaverkefni um notkunarmöguleika gagn- virkra samskipta yfir net skrifað í Java. Kristinn Ric- hter í samstaríi við Netkaup. 11.00 Skjálfti. Myndræn framsetn- ing jarðskjálftamælinga á veraldarvef alnetsins. Forritið er rannsóknarverkefni styrkt af Vísindasjóði og er skrifað í Java. Birgir Edward, Orri Max Rail, Sverrir Már Viðars- son og Þorsteinn Kristinsson / samstarfi við Veðurstofu ísiands. 12.00 Matarhlé. 13.00 Sýnó. Sérhannað áætlunar- og eftirlitskerfi fyrir sýnatöku úr fiskafla á vegum Hafrann- sóknastofnunar. Kerfið er að mestu skrifað með Develo- per/2000 fyrir Oracle gagna- safnskerfið, en hluti þess í HTML, Java og C. Atli Gunn- arson, Hrund Valgeirsdóttir og Páll Eggertsson í sam- starfí við Hafrannsóknar- stofnun íslands. 14.00 Flygill. Skráningar- og upp- lýsingakerfi fyrir merkingar og endurheimtur á íslenskum fuglum. Kerfið er skrifað í Visual Basic 3.0 fyrir Windows en vinnur með gögn í Ingres gagnasafni á UNIX. Hörður Jónsson, Jóhann Þor- geirsson, Rúnar Magnússon og Sigurður Hergeirsson í samstarfi við Náttúrufræði- stofnun Islands. 15.00 Kaffiveitingar. 15.30 Rýnir. Upplýsingakerfi fyrir stjórnendur sem byggir á úr- vinnslu lykilupplýsinga úr bókhaldsgögnum fyrirtækis og myndrænni framsetningu á þeim. Það er skrifað í Pow- erbuilder 5.0 fyrir Windows og les gögn úr gagnasafni Fjölnis. Gísli Rúnar Magnús- son, Ragnar KI. Antoníusson, Þorbjörn Njálsson og Þor- steinn Guðmundsson í sam- starfi við Hans Petersen hf. og Streng hf. Föstudagur 9.00 Miðill. Skráningar- og upplýs- ingakerfi fyrir sérfræðibóka- safn Tölvuháskólans. Kerfið er skrifað í Visual Basic 4.0 fyrir Windows. Kristján Hreinsson í samstarfí við Tölvuháskóla VÍ. 10.00 Tollkerfi. Viðskiptahugbún- aður fyrir tollskýrslugerð og verðútreikninga. Endurhönnun á sambærilegu Fjölniskerfi skrifað í NAVISION Financials fyrir Windows. Sigríður Hauksdóttir í samstarfí við Streng hf. 11.00 Tímavörður. Tímaskráning og upplýsingaúrvinnsla fyrir stjórnendur. Kerfið hefur inn- byggt skipanamál fyrir skil- greiningu á reiknireglum tíma- skráningar og vel afmörkuð tengsl við launa- og starfs- mannakerfi. Kerfið er skrifað í Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. Frið- rik Sæbjörnsson, Jens Bjarnason og Trausti Arnason í samstarfi við Marel hf. 12.00 Kaffihlé. 13.00 Starfi. Skrán- ingar- og upplýsinga- kerfí fyrir starfs- mannahald fyrir- tækja. Kerfið er skrif- að í Visual Basic 4.0 fyrir Windows. Erna Hlín Þórðardóttir, Grímur Sæmundsson og Gunnar Sverrir Asgeirsson í sam- starfí við Kerfi hf. 14.00 Símboðinn. Sérhannað upplýs- ingakerfi fyrir skrán- ingu og umsjón með boðtækjum. Kerfið er skrifað í Visual C++ 4.0 íyrir Windows. Gísli Jón Gíslason, Guðný Ragna Jóns- dóttir og Þórarinn Valdimarsson í sam- starfí viðPóst ogsíma og Verk- og kerfis- fræðistofuna hf. 15.00 Kaffíveitingar. 15.30 Lauf. Upplýs- ingakerfi sem byggir á úrvinnslu gagna úr launabókhaldi og myndrænni framsetn- ingu þeirra. Kerfíð er skrifað í Borland Delphi 2.0 fyrir Windows en les gögn frá gagnasafni á AS/400. Ásta Hallsdóttir, Björgvin Schram og Guðný Jóna Valgeirsdóttir í samstarfí við Almennu kerfís- fræðistofuna hf. Laugardagur 10.00 WRK. Reikningagerðarkerfí fyrir sveitarfélög. Endur- hönnun á sambærilegu DOS kerfi skrifað í C++ og Borland Delphi 2.0 fyrir Windows. Styrmir Bjarnason í samstarfí við Tölvumiðlun hf. 11.00 Edda. Sérhannað kerfi fyrir skráningu og umsjón með sjúkraskrám á Barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans. Kerfið er skrifað í Visual C++ fyrir Windows. Finnur Breki Þórarinsson og Tómas Gunnarsson í samstarfí við Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. HÖNNUN GÆÐI NOTAGILDI Nýheiji-Radíóstofan með aukna áherslu á öryggisþjónustu UM ÞESSAR mundir kynnir Ný- herji Radíóstofan viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði öryggismála. Á árinu 1993 keypti Nýheiji öll hlutabréf Radíóstofunnar. Ástæða kaupanna var sú, að starfsemi Radíóstofunnar þótti falla vel að því markmiði Nýheija að bjóða heildarlausnir á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni, segir í fréttatil- kynningu. Radíóstofan bjó yfir mikilli reynslu í þjónustu við aðila með háar öryggiskröfur, svo sem banka, peningastofnanir, söfn og staði þar sem meðferð mikilla verðmæta fer fram. Við sameininguna fluttist þekking og reynsla Radíóstofunnar til hins sameinaða félags, sem hefur haldið áfram að þróa og útfæra þá þekkingu sem fyrir var. Býður það nú alla almenna öryggisþjónustu, sérhæfða þjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki, öryggisvakt alla sólar- hringinn og þjónustu starfsmanna með sérþekkingu á öryggismálefn- um. Hinn l.'júlí 1996 er áformað að beinar brunatengingar við slökkvi- lið verða af lagðar en Slökkvilið Reykjavíkur hefur sagt upp öllum samningum þar að lútandi. Þau fyrirtæki og stofnanir, sem voru beintengd við slökkvilið með þess- um hætti, þurfa nú að huga að með hvaða hætti þau haga þessum teng- ingum í framtíðinni. Nýheiji Radíó- stofan býður fyrirtækjum og stofn- unum viðurkenndar lausnir við að koma brunaboðum til slökkviliðs á traustan og öruggan hátt þannig að þær standist allar kröfur í þeim efnum. Nýheiji Radíóstofan býður ör- yggisbúnað, innbrotavarnir, bruna- varnir, myndeftirlitsbúnað, að- gangskortakerfi og annað það, sem flokka má undir öryggisþjónustu, frá virtum framleiðendum. Kostað er kapps um að bjóða viðurkenndan búnað samkvæmt Evrópustöðlum. Fyrirtækið hefur nú gert sam- starfssamning við Öryggisþjón- ustuna hf. um sameiginlegan rekst- ur vaktstöðvar. Þá hefur verið gerð- ur samningur við Lögregluna í Reykjavík um rekstur þjónustumið- stöðvar fyrir aðila með háar örygg- iskröfur, segir ennfremur í fréttatil- kynningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.