Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 1
JNttrgtmMafrifc D 1996 MIÐVIKUDAGUR 29. MAI BLAD ■ ý Morgunblaðið/Jón Svavarsson LOGI Ólafsson landsllðsþjálfari og Guðni Bergsson fyrlrllðl spá hér í spllln á fundinum í gær þegar landsliðshópurinn var tllkynntur. Amar og Eyjólf- urekkimeð Jón Arnar hætti vegna ökkla- meiðsla JÓN Arnar Magnússon, ís- landsmeistari í tugþraut, varð að hætta þátttöku í al- þjóðlegu tugþrautarmóti í Götzis í Austurríki um heig- ina vegna meiðsla á ökkla. Jón Arnar var í þriðja sæti eftir fjórar greinar og var með betri árangur eftir þær, 2.683 stig, en þegar hann setti íslandsmet í Talence í Frakklandi í fyrrahaust. Um helgina var hann fyrstur í mark í 100 m hlaupi á 10,71 sek. (miðað við 10,79 sek. í Talence), stökk 7,51 m í lang- stökki (7,67 m í fyrra), 1,88 m í hástökki (1,94 mí fyrra) og varpaði kúlunni 15,49 m (14;30 m í fyrra). Arangur Jóns Arnars um helgina var því betri í tveim- ur greinum af þessum fyrstu fjórum miðað við metþraut- ina, í 100 m hlaupinu og kúluvarpinu. Hann kvaðst m.a.s. hafa kastað kúlunni um 17 metra í upphituninni. „Ég tognaði á ökkla í há- stökkinu. Talið er að örvefur í ökklanum hafi slitnað þann- ig að ég vona að ég fái bara meiri liðleika í ökklann á eftir!“ sagði Jón Arnar við Morgunblaðið í gær. „Þetta leit mjög vel út og ég var á góðu skriði - kom- inn með 70 stigum meira en í metþrautinni í Talence.“ Jón sagði alla þá bestu í heiminum hafa verið með á mótinu nema Bandaríkja- mennina, sem nú eru að búa sig undir bandaríska meist- aramótið, sem er úrtökumót fyrir Ólympíuleikana. Mike Smith frá Kanada sigraði í Götzis með 8.609 stig. „Ég er ekki haltur lengur og held að þetta verði orðið gott fyr- ir Évrópubikarkeppnina í Tallinn um miðjan júní. Ég vona það að minnsta kosti. Maður verður að hugsa já- kvætt,“ sagði Jón Arnar. ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu hefur þátttöku sína í undankeppni HM 98 í Frakk- landi með leik gegn Makedóniu á Laugardalsvelli á laugardag- inn klukkan 19. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari kynnti hóp sinn fyrir leikinn í gær og gerði nokkrar breytingar á honum frá viðureigninni við Eistlendinga í apríl vegna meiðsla nokkurra lykilmanna. Eyjólfur Sverrisson meiddist í hné með félagi sínu, Herthu Berlin, í leik um helgina og verður frá i tvo mánuði og verður því ekki með í þessum leik. Annar leikmaður sem hef- ur verið í landsliðinu síðustu misseri getur ekki verið með sökum meiðsla en það er Arnar Gunnlaugsson en að sögn Loga eru meiðsli hans ekki stórvægileg. Þá er Eiður Smári Guðjohnsen einnig úr leik ibili sem kunnugt er. 4T Agóðum degi eigum við raun- hæfa möguleika á sigri,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðþjálf- ari. „Lið Makedóníu er skipað fljót- um leikmönnum og ljóst er að við verðum að vara okkur vel á þeim. Þetta er lýðveldi sem sprottið er upp úr gömlu Júgóslavíu svo þeir hafa ríka hefð fyrir góðum árangri í íþróttum. Ég legg mikla áherslu á að við einbeitum okkur að þessum leik og hugsum ekki það sem liðið er né það sem framundan fýrr en þessum leik verður lokið.“ Það er að sjálfsögðu eftirvænting í manni þegar flautað er til leiks í nýrri keppni og eins og vant er nauðsynlegt fyrir okkur að byrja vel,“ sagði Guðni Bergsson fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu er hann var inntur eftir því hvernig leik- urinn við Makedóníu á laugar- daginn legðist í hann. „Við höfum fullan hug á að leika af krafti og til sigurs í þessum fyrsta leik keppninnar og mikilvægt er að ná upp góðri stemmningu utan vallar jafnt sem innan. Slíkt smitar fljótt út frá sér til áhorfenda upp í stúku þaðan sem við þurfum að fá mikilvægan stuðning,“ sagði Guðni ennfremur og vildi hvetja sem flesta til að koma á leikinn og styðja við bakið á lið- inu. „Ég þekki lítið til Makedóníu- manna en mér skilst á þeim sem séð hafa til þeirra að þeir séu með gott lið og þetta ætti því að geta verið skemmtilegur og jafn leikur." Landsliðshópurinn Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann........42 Kristján Finnbogason, KR......... 8 Aðrir leikmcnn: Guðni Bergsson, Bolton...........66 ÓlafurÞórðarson, ÍA..............65 Arnór Guðjohnsen, Örebro.........65 Rúnar Kristinsson, Örgryte.......52 Sigurður Jónsson, Örebro.........42 Arnar grétarsson, Breiðabliki....31 Hlynur Stefánsson, ÍBV...........23 Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim....l7 Ólafur Adolfsson, ÍA.............13 Þórður Guðjohnsen, Bochum........ 6 Ágúst Gylfason, Brann............ 4 Guðmundur Benediktsson, KR....... 4 HiImarBjörnsson, KR.............. 2 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke..... 2 SUND: ÍSLAIMDSMET í MÓNAKÓ OG SHEFFIELD /D12 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN ESdBkÉðtMfl AÐALTÖLUR UPPLÝSINGAR • Fyrsti vinninguri Lottói 5/38 verður tvöfaldur næsta laugardag. Um siöustu helgi var einn meö 4 rétta auk bonustölunnar og hlaut 271.480 kronur i vinning. Hann keyptl miöann I S.T.A. rvötaöut ' 1. yínníngur 1. vinningur or íistlnður 44 milliónlr kr. Vldeo viö Alfhólsveg í Kópavogi. fmrnm Vqrtu v»ðbúin(n) vinningi M6RKÍSMEKN RDJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.