Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 D 5 faémR FOLK ■ TEITUR Örlygsson varð stiga- hæstur allra í mótinu, gerði 119 stig í fimm leikjum, en það gera 23.8 stig að meðaltali í leik. Hann var með 63% nýtingu innan teigs, 55% utan teigs, 33% í þriggja stiga skotum og 84% í vítaskotum. Teit- ur stai boltanum oftast íslensku leikmannanna og hann tapaði hon- um einnig oftast, 12 sinnum. Hann gaf 21 stoðsendingu, einni færri en Jón Arnar Ingvarsson. Næst stigahæstur í liðinu varð fyrirliðinn Guðmundur Bragason með 62 stig og Herbert Arnarson gerði 54 stig. ■ GUÐMUNDUR tók fiest frá- köst í mótinu og þykir það sjálfsagt mjög gott því hann er höfðinu lægri en miðheijar hinna liðanna og átti því í mikilli baráttu undir körfunum. Guðmundur er ekki óvanur slíku og tók 59 fráköst í heildina, 20 í sókn og 39 í vörn en þetta gera 11.8 fráköst að meðaltali í leik. ■ FRANZ Powell framherji íra var með frábæra vítanýtingu í mót- inu, tók 16 skot af vítalínunni og hitti úr þeim öllum. Herbert Arn- arson var með besta nýtingu ís- lenska liðsins af vítalínunni, tók 19 skot og hitti úr 18, 94,7% nýting! ■ AÐSTOÐARÞJÁLFARI gríska stórliðsins Panathinaikos, eins helsta körfuknattleiksfélags í Evr- ópu, Haris Papazoglou, var mætt- ur í Laugardalshöllina til að skoða leikmenn. ■ FLEIRI erlend lið höfðu hug á að skoða leikmenn því forráðamenn Joventud Badalona, sem er eitt af bestu körfuknattleiksliðum Spánar, vilja fá send myndbönd af ieikjunum. ■ MARIO Blasone, fyrrum þjálf- ari unglingalandsliða Italíu mætti einnig í Höllina til að fylgjast með, en hann hefur þjálfað í mörg ár og getur státað af nokkrum Evrópu- meistaratitlum. ■ EIVIND Möstl, hinn sænski þjálfari Dana var ánægður með sigurinn og hann sagðist vonast til að næsta vika yrði jafn ánægjuleg, en hann ætlar að dvelja hér á landi í viku til að skoða landið. ■ FRIÐRIK Ingi Rúnarsson , þjálfari Grindvíkinga, er á leiðinni til Ítalíu þar sem hann mun fylgj- ast með undirbúningi landsliðs og unglingalandsliðs Italíu, sem býr sig undir Evrópukeppnina. Landsliðsþjálfari Italíu var með þjálfaranámskeið hér á landi í fyrra og bauð Islendingum að senda þjálfara til að fylgjast með undir- búningi liðanna. Fleiri þjálfarar hafa hug á að nýta sér boðið, með- al annars Sigurður Ingimundar- son, landsliðsþjálfari kvenna og nýráðinn þjálfari karlaliðs Kefla- víkur. ■ ÁHORFENDUM brá í brún þegar Ardian Samani í albanska landsliðinu kom inn á í leik við ír- land í búningi með merki KKÍ og íslenska auglýsingu. Skýringin er sú að ferðataskan hans týndist á ferðalaginu til íslands og landsliðs- búningurinn hans var í henni. ■ ÞAÐ er alveg furðulegt hversu fáir áhorfendur mættu á leikina í Höllinni. Þó að ekki hafi verið búist við mörgum áhorfendum áttu menn þó að minnsta kosti von á að leik- menn og aðstandendur úrvalsdeild- arliða og liða í 1. deild myndu láta sjá sig, en afskaplega lítið bar á því, að minnsta kosti fyrstu þijá dagana. ■ HAFDÍS Hafberg, unnusta Marels Guðlaugssonar, var eini áhorfandinn í stúku Laugardals- hallar þegar verðlaunafhendingin fór fram á sunnudaginn. Að vísu sátu nokkrir áhorfendur í sætunum sem voru á sviði Hallarinnar en Hafdís var ein hinum megin. KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís JÓN Arnar Ingvarsson, leikstjórnandi íslenska liðsins, er hér í baráttu við Dananrt Claus Han- sen og Herbert Arnarson reynir að blanda sér í málln. Markmiðið náðist „Þ AÐ stendur auðvitað uppúr að markmiðið náðist. Við erum komnir áfram í Evrópukeppninni og munum fá landsleiki hingað heim,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari eftir EM í HöII- inni. „Það var alveg frábært að geta slakað á eftir fyrstu þrjá leikina, þó það hafi alls ekki ver- ið neitt gaman að tapa fyrir Alb- aníu. Eg held samt að við höfum verið að leika nokkuð góðan körfuknattleik í heildina i þessu móti,“ sagði Jón Kr. Er eitthvað sérstakt sem þú ert sérstaklega ánægður með? „Já, ég er mjög ánægður með tvennt. Annað er að við lentum ekki í þessum hefðbundnu vand- ræðum með varnarfráköstin, en það hefur oft soðið á manni í leikjum þegar við höfum verið að Iáta mótherja okkar labba um í okkar teig og taka fráköstin. Það var ekki núna. Hitt er að við gerðum ekki mikið af tækni- legum mistökum og erum með fæst allra liða. I einum leiknum fengum við til dæmis bara á okk- ur sjö hraðaupphlaup og ég held það hafi örugglega ekki gerst áður hjá íslensku landsliðið.“ Einhverjir leikmenn sem þú vilt nefna sérstaklega? „Teitur og Guðmundur voru frábærir og Birgir Örn kom skemmtilega á óvart. Allir strák- arnir skiluðu sínu hlutverki vel en ég held að Hermann hafi ekki verið kominn í nægilega góða leikæfingu áður en mótið hófst. Annars er ég bara alsæll," sagði Jón Kr. Danir talsvert sterkari og öruggir sigurvegarar Skúli Unnar Sveinsson skrifar Tvö töp í lok EM í Höllinni komu ekki að sök því íslenska liðið hafði náð markmiðinu með sigrei í fyrstu þremur leikj- unum. Síðasti leik- urinn var gegn Dön- um, og þegar þeir leika eðlilega er tíu stiga munur á þeirra liða og því ís- lenska. Úrsiitin 87:98. Það byijaði ekki gæfulega frekar en í fyrri leikjum íslenska liðsins. Danir komust í 15:4 eftir Ijórar mín- útur og eftir það var allan tímann á brattann að sækja hjá íslendingum. Eftir að strákarnir fóru í gang og juku hraðann i leiknum eins og þeir vilja helst hafa hann náðu þeir að komast yfir, 29:28, eftir 12 mínútna leik. En þá komu tvær furðulegar skiptingar. Jón Arnar og Helgi Jón- as, sem höfðu verið mjög „heitir“, voru báðir teknir útaf. Við þetta lognaðist leikurinn útaf og ekki bætti síðan úr skák skömmu síðar þegar Birgir Öm var tekinn útaf. Hann tók þijú sóknarfráköst í sömu sókninni og var kippt útaf um leið! I upphafi síðari hálfleiks náðu Dan- ir strax 17 stiga forystu og þrátt fyrir góðan leik íslenska liðsins komst það aldrei nær Dönum en átta stig. En síðari hálfleikur var vel leikinn og skemmtilegur. Teitur fór á kostum í leiknum eins og svo oft áður og var hreint frábær og án efa einn besti maður mótsins. Daninn Joachim Jerichow (nr. 12) var af mörgum tal- inn besti maður mótsins, en Teitur kemur ekki langt þar á eftir. Herbert var góður og Sigfús lék ágæta vöm. Jón Amar lék vel í stöðu leikstjóm- anda og Helgi Jónas átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Ekki má gleyma Birgi Erni sem átti enn einn stórleikinn og furðulegt að hann skuli ekki hafa fengið að leika meira, því hann stóð sig mjög vel. Eins hefði verið gaman að sjá Pál koma inná í þessum leik, hann sýndi það í eina leiknum sem hann fékk að spreyta sig í að honum er vel treystandi. Guðmundur var greinilega orðinn þreyttur og í fyrri hálfleik lék hann illa í sókninni og því hefði mátt gefa Páli tækifæri. Hörmung gegn Albönum EFTIR að íslenska liðið hafði tryggt sér áframhaldandi keppni í Evrópu- mótinu á föstudaginn kom heldur betur bakslag í leik þess gegn Alb- aníu á laugardag. Leikurinn var hrein hörmung og Albanir sigruðu 85:71 og var það eini sigur þeirra í mót- inu. Það hefur lengi loðað við íslensk lið að þurfa að leika að minnsta kosti einn leik illa í móti sem þessu. Það var lán í óláni að íslenska liðið skyldi leika illa á laugardaginn því ef „slæmi“ leikurinn hefði verið á sunnudeginum gegn Dönum hefði liðið tapað rneð mjög miklum mun og það vilja íslendingar ekki. Ekki gegn Dönum. Albanir byijuðu vel og íslendingar hræðilega og eftir fímm mínútur var staðan orðin 15:3 og skömmu síðar tognaði Hermann Hauksson og ekki skánaði ástandið við það. Svo virtist sem vörnin væri alls ekki mætt og sóknarleikurinn var andlaus og það virtist alveg sama hvað gert var, ekkert gekk upp enda tóku menn ótímabær skot sem ekki rötuðu rétta leið. Síðari hálfleikur var lítið skárri en sá fyrri, en þó sáust stöku sóknir sem vóru eðlilegar og það kom fyrir að menn gerðu góða hluti í vörn- inni. En þetta dugði alls ekki gegn Albönum sem voru einfaldlega betri í þessum leik. írar sterkir gegn Dönum Evrópukeppnin í körfuknattleik Laugardag 25. maí J m ”1 ÍSLAND ALBANÍA 71 S«?% 85 17/21 Viti . 27/30 6/22 3ja stiga 2/11 31 Fráköst 28 18 (varnar) 22 13 (sóknar) 6 1 Varin skot 2 6 Bolta nóð 7 14 Bolta tapað 16 17 Stoðsendingar 16 22 Villur 21 Evrópukeppnin í körfuknattleik Sunnudag 26. maí ÍSLAND DANMÖRK 89 St>9 * 98 21/26 Viti 35/41 10/33 3ja stiga 7/18 35 Fráköst 41 12 (varnar) 32 23 (sóknar) 9 1 Varin skot 3 14 Bolta náð 3 13 Bolta tapað 17 16 Stoðsendingar 10 31 Villur 25 Irar sigruðu Dani 78:76 á laugar- daginn í skemmtilegasta og besta leik mótsins. írar eygðu því von um að komast. áfram, en þá þurfti tvennt að gerast á sunnudag- inn, Albanía að vinna Kýpur og Islendingar að vinna Danmörk. Hvorugt gerðist. Danir byijuðu betur og höfðu tíu stiga forystu lengi í fyrri hálfleikn- um en jafnt var í leikhléi, 39:39. Síðari hálfleikurinn var einnig í járnum og úrslitin réðust ekki fyrr en um leið og flautan gall. Danir komust 76:75 yfir þegar 11,2 sek- úndur voru eftir. Rétt þegar leik- tíminn var að renna út fékk Franz Powell boltann hægra megin, rétt innan við þriggja stiga línuna. Hann gabbaði einn Dana þannig að hann fékk frítt skot, en færði sig fyrst út fyrir þriggja stiga línuna og skor- aði. Powell hafði hitt mjög vel úr þriggja stiga skotum í leiknum og því eðlilegt að hann færði sig út fyrir línuna. “II----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.