Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 12

Morgunblaðið - 24.07.1996, Page 12
KNATTSPYRNA / 2. DEILD KARLA Morgunblaðið/Sverrir ÁGÚST Ólafsson skoraði eina mark Framara þegar þeir steinlágu fyrir FH-ingum 1:5 í gærkvöldi og sést hann hér sækja að varnarmönnum FH og markverðinum Daða Lárussyni. Framarar steinlágu ÞAÐ tók FH-inga ekki nema rúmlega eina mínútu að taka forystuna gegn Fram, sem fyrir daginn í gær voru eina liðið f 2. deild sem ekki hafði enn beðið ósigur, þegar liðin mættust í miklum markal- eik á Valbjarnarvellinum í Laugardal. Markið gerði Hörð- ur Magnússon úr vítaspyrnu, sem dæmd hafði verið á Þor- vald Ásgeirsson fyrir að brjóta á Herði innan teigs, og virtust Framarar nokkuð slegnir út af laginu við þetta óvænta bak- slag. Þeir náðu þó fljótlega góðum tök- um á miðjunni en fengu hins vegar engin umtalsverð marktæki- færi og það voru svo Sigurgeir gestirnir, sem bættu Guðlaugsson við öðru marki um skrifar miðjan fyrri hálfleik og var þar að verki Ólafur Bjöm Stephensen eftir send- ingu frá Davíð Ólafssyni. FH-ingam- ir náðu svo að bæta við þriðja mark- inu skömmu áður en Kári Gunnlaugs- son, dómari, flautaði til loka fyrri hálfleiks og var það Guðmundur Val- ur Sigurðsson, sem það gerði, en hann hafði komið inn á sem varamað- ur í lið FH strax í byijun leiks eftir að Hörður Magnússon hafði farið meiddur af leikvelli. Síðari hálfleikur hófst svo á ná- kvæmlega sama hátt og sá fyrri því ekki var liðin nema rúm mínúta þeg- ar Halldór Hilmisson, besti maður vallarins í gær, skoraði glæsilegt mark fyrir FH-inga með föstu skoti upp í markhomið vinstra megin, al- gjörlega óveijandi fyrir Ólaf Péturs- son í marki Fram. Enn héldu síðan FH-ingar áfram að bæta við því fimmta markið kom tæpum tíu mín- útum síðar og var þá aftur á ferðinni Guðmundur Valur Sigurðsson, sem renndi knettinum framhjá Ólafí í markinu eftir fallega stungusendingu inn fyrir vörn Framara. Heitr.amenn náðu þó að klóra í bakkann á 71. mínútu þegar Ágúst Ólafsson skallaði knöttinn í mark gestanna eftir hornspymu en fleiri urðu mörkin þó ekki og FH-ingar fögnuðu því stórum sigri í leikslok. Með sigrinum í gær nældu Hafn- firðingar sér í þrjú mikilvæg stig í baráttunni í neðri hluta deildarinnar en Framarar voru ekki svipur hjá sjón, vörnin vængbrotin og sóknar- aðgerðirnar ekki upp á marga fiska.og var Ásgeir Elíasson, þjálf- ari, að vonum ekki ánægður í leiks- lok. „FH-ingamir léku mjög skyn- samlega en það gerðum við hins veg- ar ekki og það er svo sem í rauninni ekkert meira um það að segja. Þeir voru bara einfaldlega betri og við vorum eiginlega búnir að tapa_ þessu strax í fyrri hálfleik," sagði Ásgeir, en nokkuð öruggt má telja að strák- arnir úr Safamýrinni vilji helst gleyma þessum leik sem fyrst. Fjörkippur ÍR dugði til sigurs Edwin Rögnvaldsson skrífar Hið vaxandi lið ÍR-inga tók á móti norðanmönnum KA á ÍR-velli í gærkvöldi. Heimamenn skoruðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði til að kné- setja Akureyringana, 2:0. Tveir breskir leikmenn frá Derby County léku sinn fyrsta leik með ÍR í sumar og lofa góðu, ef marka má frammistöðu þeirra í gærkvöldi. Eftir að leikurinn hafði staðið yfir í hálfa klukkustund fékk KA sæmilegt marktækifæri er Logi Jónsson fékk óvænta fyrirgjöf íyrir fætur. Honum tókst ekki að reka annan fótinn í bolt- ann svo veruleg hætta skapaðist af. Breiðhyltingar fengu gott færi mínútu síðar en fast skot Guðjóns Þorvarðar- sonar fór yfír markið. Heimamenn þurftu íjórar mínútur til að komast aftur á bragðið eftir leikhlé. Brynjólfur Bjarnason fékk fyr- irgjöf frá Bretanum Ian Ashbee en skot hans var of hátt til að rata í netið. ÍR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins á 53. mínútu. Guðjón Þor- varðarson komst inn í teiginn upp á eigin spýtur og skaut góðu skoti ofar- lega í hægra markhomið. Norðan- menn höfðu vart spyrnt boltanum af miðjupunktinum áður en heimamenn skoruðu á nýjan leik. Þar var Ian Ashbee að verki er hann fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og skaut lágu skoti framhjá Eggerti Sig- mundssyni. Bæði lið gerðu heiðarlegar tilraun- ir til að bæta við mörkum í rigning- unni í Mjódd. KA-menn sótti mjög stíft síðustu þijar mínútur leiksins en markvörður ÍR-inga, Ólafur Þór Gunnarsson, varði tvisvar mjög vel frá Akureyringunum. Að lokum var KA-maðurinn Dean Martin rekinn af velli þegar ein mínúta var eftir af leiknum. Ian Ashbee, sem kom nýlega frá Derby County, lék mjög vel og voru heimamenn mjög ánægðir með frammistöðu hans. Félagi hans, Will Davies, lék einnig vel en meiddist á fæti undir lok fyrri hálfleiks. Hann lék nokkra stund í síðari hálfleik en meiðslin háðu honum um of. Ian Ashbee var að vonum hress í leiks- lok. „Það var gaman að skora í fyrsta leiknum því að þá fæ ég stuðnings- mennina á mitt band í næstu leikj- um.“ Gæði íslensku knattspyrnunnar komu honum á óvart. „Ég og Will [Davies] sáum tvo leiki um daginn og við vorum mjög undrandi á hörk- unni og gæðum knattspyrnunnar," sagði Ian eftir leikinn. Þórssigur á Leikni Þórsarar unnu sanngjarnan sig- ur, 2:1, á Leikni er liðin mætt- ust á Akureyri. Leikurinn var ekki rishár og verður ekki í minnum ■■■■■■I hafður nema fyrir ReynirB. Eiríks- það að Þórsarar son skrifar frá fengu nokkur góð Akureyrí færi til að skora fleiri mörk sem þeim tókst ekki að nýta. Ekki voru liðnar nema rúmar tvær mínútur þegar boltinn lá í marki gestanna. Hreinn Hringsson fékk góða stungusendingu frá Páli Gíslasyni, lék í átt að marki Leiknis -og skoraði af öryggi, með skoti af 20 metra færi yfir markvörð Leikn- is sem hafði hætt sér of langt út úr rnarkinu. Á 25. mín. fengu Þórsarar svo gullið tækifæri til að auka forskot sitt þegar dæmt var víti á Leikni eftir að Jóhann Otto Wathne bjarg- aði með hendi á línu og fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið. Guð- mundur Þorvaldsson gerði sér lítið fyrir og varði vítaspymu frá Davíð Garðarssyni. Á lokamínútu hálf- leiksins fór svo rauða spjaldið aftur á loft og að þessu sinni var það Davíð Garðarsson sem vikið var af velli fyrir brot. Seinni hálfleikurinn fór rólega af stað en á 57. mín. fékk Hreinn Hringsson boltann á miðjum vallar- helmingi Leiknis, pijónaði sig í gengum vörn þeirra og skoraði með góðu skoti. Þórsarar höfðu vart linnt fögnuði sínum þegar knötturinn small í markstöng þeirra eftir auka- spyrnu frá Heiðari Ómarssyni. Nokkrum mínútum síðar gekk Heiðari betur að fínna leiðina í markið er hann skoraði með góðu skoti úr vítateignum og minnkaði muninn í eitt mark. Eftir markið voru gestirnir öllu sprækari en tókst ekki að skapa sér nein umtalsverð færi og sigur Þórsara varð stað- reynd. Leikurinn var ekki rishár en Þórs- ara voru þó sterkari þegar á heild- ina er Íitið. Með sigrinum færðist Þór upp stigatöfluna og er nú með 15 stig og í þriðja sæti, en Leiknir er sem fyrr í neðsta sætinu og verða að taka sig verulega á í seinnihluta mótsins ef þeirra á ekki að bíða fail í þriðju deild. Hringur var mjög hættulegur hjá Þór og Páll Pálsson var öruggur í vörninni. Liðgestanna var mjög jafnt en Heiðar Omarsson var þó þeirra sprækastur. — Skallagrímur fær tvo út- lendinga KÖRFUKNATTLEIKS- DEILD Skallagríms hefur gert samning við tvo erlenda leikmenn um að leika með félaginu á komandi keppnis- tímabili. Þeir eru báðir 24 ára gamlir og er annar þeirra miðheiji, Curtis Raymond frá Bandaríkjunum, en hinn er framherji, Wayne Mulgrave frá Englandi. Raymond lék á síðasta ári í atvinnumanna- deild í Bandaríkjunum en Mulgrave, sem uppalinn er i Kanada, var hins vegar í her- búðum Manchester Giants á Englandi. Ljóst er að þessir strákar munu komatil með að styrkja Skallagrím mikið í baráttunni í vetur en liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn, þá Alexand- er Ermolinskjj, sem gerst hef- ur þjáifari og leikmaður í A, og Sveinbjöm Sigurðsson, sem ákveðið hefur að taka sér árs frí frá körfuknattleik. Daugherty hættur með Cleveland MIÐHERJINN sterki hjá Cle- veland Cavaliers, Brad Daug- herty, tilkynnti á mánudag að hann væri hættur að leika körfubolta. Daugherty, sem fimm sinnum hefur verið val- inn til þess að leika I stjörnu- leik NBA-deildarinnar, hefur lengi verið meiddur í baki og ekkert getað leikið síðastliðin tvö keppnistímabil og hyggst hann nú snúa sér að öðram hlutum en körfuknattleik. Þá gerðist það einnig i Bandaríkjunum á mánudag að bakvörðurinn öflugi hjá Golden State Warriors, La- trell Sprewell, enduraýjaði samning sinn við félagið til fjögurra ára. Bikarbann Þórsara gegnÍA STÓRT skarð verður höggvið í raðir Þórsara frá Akureyri þegar þeir mæta íslands- meisturum Skagamanna í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ á sunnudag því þeir Birg- ir Þór Karlsson, Þorsteinn Sveinsson, Zoran Zikic og Davíð Garðarsson munu allir verða í leikbanni, þrir þeir fyrstnefndu vegna fjögurra gulra spja en Davíð í kjölfar brottvísunar gegn Leikni í gærkvöldi. Leikur Þórs og í A verður kl. 19, en leikur IBV og KR í Eyjum kl. 16. á sunnudaginn. Þá úrskurðaði Aganefnd KSÍ einnig Stjörnumennina Valdimar Kristófersson og Goran Kristófer Micic í eins leiks bann í gær og munu þeir því verða fjarri góðu gamni þegar Stjarnan mætir Fylki þann 1. ágúst og hinn mikli markaskorari Skalla- gríms, Sindri Grétarsson, mun missa af leik sinna manna gegn ÍR-ingum i 2. deild á þriðjudaginn næst- komandi en bann þessara leik- manna tekur gildi á hádegi á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.