Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR25.JÚLÍ1996 B 9 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Sverrir ENGLENDINGURINN Robert Taft leiðbeinir Ragnhildi Jónsdóttur og Helga Kristinssyni. Fyrir aftan fylgjast þeir Trausti Ríkarðsson, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar, Guðmundur Hafberg og Guð- mundur Björnsson með notkun myndvinnslukerfisins. Hnit tekur í notkun nýja tækni í kortagerð Aukin nákvæmni í landmælingum VERKFRÆÐISTOFAN Hnit hefur tekið í notkun myndvinnslukerfí frá Helava-fyrirtækinu í Bandaríkjunum og GPS-staðsetningarbúnað frá svissneska fyrirtækinu Leica. Tækin eru viðbót við þau mynd- og landmæl- ingartæki sem eru notuð við korta- gerð hjá verkfræðistofunni GPS-staðsetningarbúnaðurinn er notaður við landmælingar með hjálp gervitungla. Guðmundur Hafberg, deildarstjóri kortadeildar hjá Hnit, segir að~„með búnaðinum sé hægt að mæla staðsetningar með mikilli nákvæmni. Til að mynda er hægt að mæla 20 km fjarlægð milli tveggja stöðva með rúmlega tveggja cm frá- vikum." Sýnir þrívíð líkön Helava-myndvinnslukerfíð sam- anstendur af vinnustöð með tveimur skjám, þar sem annar sýnir í þrívídd en hinn er notaður fyrir almennar skipanir og stjórn kerfísins. Guð- mundur Björnsson, framkvæmda- stjóri Verkfræðistofunnar Hnit, segir að „búnaðurinn sé sá fullkomnasti sinnar tegundar hér á landi. Hann getur einfaldað notendum ákvarð- anatökur og framleitt gögn á marg- breytilegu formi. Þannig megi hag- nýta sér slík gögn við lausn hinna ýmsu verkefna, m.a. við veghönnun, snjóflóðahættumat og til að sýna áhrif nýrra mannvirkja á umhverfið." Myndvinnslubúnaðurinn er notað- ur til að rétta upp myndir þannig að þær hafí eiginleika venjulegs korts. Samtímis er byggt upp þrívítt líkan sem notað er til að rétta upp mynd- ina. Vinnslan er að miklu leyti sjálf- virk þar sem vinnustöðin reiknar út mælingarnar með því að vinna með eitt myndpar, sem spannar sameigin- legt svæði, á sama tíma. „Helsti munurinn milli þessara aðgerða er að í stað þess að vinna með filmu hefur myndunum verið breytt yfir á stafrænt form. Þannig getum við notað útbúnaðinn til þess að búa til nákvæm þrívíð líkön af landi eða hlutum og skoðað þau frá hinum ýmsu sjónarhornum. Það er jafnvel hægt að ferðast um land- svæði með honum. Þá birtist lands- lagið notandunum líkt og hann fljúgi yfir svæðið," að sögn Guðmundar Hafberg. Starfsmenn Hnit binda miklar von- ir við staðsetningarbúnaðinn þar sem hann er óháður veðri og birtu þannig að hægt er að nota hann á hvaða tíma sólarhringsins sem er og íslensk veðrátta hamlar ekki notkun hans. Að sögn Guðmundar Björnssonar „auðvelda nýju tækin verkfræðistof- unni að taka þátt í útboðum í verk erlendis á sviði stafrænna kortagerð- ar, því með þeim verður hægt að vinna tölvuvinnuna hér á landi ásamt því að vera mun fljótvirkari heldur en þau tæki sem stofan átti fyrir á þessu sviði." Iðntæknistofnun færhug- búnaðarkerfið Gæðavörð IÐNTÆKNISTOFNUN hefur gert samning við Hópvinnukerfi ehf. um kaup á hugbúnaðarkerf- inu Gæðaverði í því skyni að tölvuvæða gæðahandbók stofnun- arinnar. Kerfið gerir fyrirtækjum m.a. mögulegt að útbúa margar mismunandi notendahandbækur úr einni gæðahandbók, t.d. fyrir hverja deild, að því er segir í fréttatilkynningu. Gæðavörður er safn hugbún- aðartóla, gerðum í Lotus Notes, sem hafa verið hönnuð til þess að auðvelda fyrirtækjum og stofn- unum að innleiða og reka gæða- kerfi. Hyggst stofnunin gera gæða- handbók stofnunarinnar aðgengi- lega fyrir alla starfsmenn á tölvu- neti. Gæðakerfi hennar er um margt flóknara en í hefðbundnu fyrirtæki, því það þarf að duga fyrir deildir sem fást við ólík við- fangsefni svo sem rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf auk ýmiss konar þjónustu verkefna. Iðn- tæknistofnun rekur sjö ólíkar deildir sem eru sjálfstæðar rekstr- areiningar. Iðntæknistofnun íslands bætist þar með í hóp notenda Gæðavarð- ar, sem eru t.d. Mjólkursamsalan í Reykjavík, Kassagerð Reykja- víkur, ISAGA og Tölvusamskipti. Kerfið var fyrst sett á markað 1993 en hefur verið þróað áfram í samvinnu við notendur. Handbók-Gæðavarðar heldur t.d. utan um og birtir gæðaskjöl svipað og bók væri flett. Fremst er efnisyfirlit og er hoppað beint til þess skjals (kafla) sem á að lesa eða vinna með. I bókina má setja öll skjöl sem við koma gæða- kerfi fyrirtækisins t.d. gæða- stefnu og lýsingar á ábyrgðar- sviði, skilgreiningar, verklags- reglur, uppskriftir, leiðbeiningar, lýsingar á gæðaskrám, o.s.frv. Kerfið minnir sjálft á þegar end- urskoða á gæðaskjöl, meðhöndlar undirskriftir rafrænt, geymir eldri útgáfur gæðaskjala, gefur út- gáfunúmer og tryggir dreifingu FRÁ vinstri: Hörður Olavson framkvæmdasljóri Hópvinnukerfa, Smári S. Sigurðsson gæðastjóri Iðntæknistofnunar og Örn Gylfason fjármálastjóri Iðntæknistofnunar. skjala til réttra aðila á réttum tíma. Hægt að útbúa mismunandi handbækur Hægt er að láta kerfið útbúa mismunandi notendahandbækur sem auðvelt er að prenta út fyrir þá starfsmenn sem ekki hafa að- gang að Lotus Notes. Upplýs- ingar sem áður voru ljósritaðar á pappír og dreift um fyrirtækið, ritvinnsluskjöl, reiknitöflur, verð- listar, ljósmyndir, hljóð, kvik- myndir er nú hægt að setja inn í sameiginlegan gagnagrunn og veita þeim aðgang sem hugsan- lega þurfa að nálgast viðkomandi upplýsingar. Flutningur gagna úr Word og Excel inn í Handbók- Gæðavarðar er einföld aðgerð. Sveigjanleiki kerfisins gerir það að verkum að það hentar bæði fyrirtækjum er vinna eftir eigin gæðakerfi eða alþjóðlegum stöðlum eins og ISO 9000 eða HACCP. Önnur tól sem tilheyra Gæða- verði eru: kvartanakerfi, frá- brigðakerfí, þjónustubeiðnir, tímaskráningakerfi, umbótaverk, hugarflug og starfsmannakerfi. Hringiðan eykur hraðvirkni mótalda HRINGIÐAN býður nú fyrst fyrir- tækja 33,6 kbps tengingu á öllum mótöldum í stað 28,8 kbps. Bandvíddin hefur einnig verið aukin í 148 kbps, en það er með því mesta sem þekkist á markaðnum í dag. Fyrirtækið var stofnað sumarið 1995 og hefur verið í góðum vexti síðan. Það er nú fjórða stærsta fyrir- tækið á sínu sviði, en þar starfa 12 manns, þar af 8 fastir starfsmenn, að því er segir í fréttatilkynningu. Hringiðan er umboðsaðili fyrir nokkur erlend fyrirtæki eins og t.d. Snupra, Natural Intelligence, Hi- Grade computerg, Software.com og Metrowerks. Það síðastnefnda dreifir nú í samstarfi við US- Robotics hinum öfluga Pilot skipu- leggjara sem var valin ein athyglis- verðasta nýjungin á markaðnum í dag af Time Magazine. Hringiðan kynnir einnig aðra nýjung á mark- aðnum frá Metrowerks, sem er Java kennslu- og þróunarpakki, sem m.a. nýtist við forritun fyrir alnetið. Hringiðan flytur að auki inn mótöld frá Supra. Poweitook 190/190cs Nufetðu Verð frá: Tölva tyrir þá sem eru á ferð og flugi og vilja nýta tímann betur. 149.900! Staögreitt ?Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.