Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR25.JÚLÍ1996 B 7 VIÐSKIPTI MARGIR þeirra sem stundað hafa milliríkjaviðskipti hafa fundið sig í þeirri aðstöðu að þurfa að gera upp við sig hvort fylgja eigi við- skiptaháttum sinnar eigin þjóðar eða þeirrar sem skipt er við. Hverju á að svara þegar viðskiptavinur fer fram á aukaþóknun, biður um mútur? Hvernig má ganga úr skugga um að viðkomandi sé að biðja um mútur? Athyglivert kann að vera að gefa eftirfarandi dæm- um gaum. * Þú ert boðinn til heimilis erlends viðskiptavinar. Þú kemst að því að hann býr í mikilfenglegu húsi og er augsýnilega mjög auðugur. Hvaða gjöf gætir þú fært viðkom- andi þannig að hann yrði ánægður og yrði þér velviljugur? Hvað ef hann gæti litið á gjöfina sem mút- ur? Hvað ef hann væntir þess að fá greiddar mútur? * Vörur fyrirtækis þíns bíða tollaf- greiðslu á erlendum hafnarbakka. Til þess að komast hjá skemmdum verður þú að koma þeim fljótlega í vöruhús. Hvaða gjöf, ef einhver, myndi auðvelda yfirvöldum að af- greiða vöruna? Hvað ef þeir biðja um gjöf að verðmæti $50, $50.000, $500.000? Hvenær verður gjöf að mútum? Hvenær hættir þér að líða vel með ástandið? ¦ * Samningar hafa náðst við erlent fyrirtæki. Viku síðar hefur erlendi viðskiptamaðurinn samband við þig og biður þig um $1 milljón - fyrir kursteisis sakir - og segir að það muni auðvelda við samnings- gerð í framtíðinni, en von er á mikilli aukningu viðskipta. Hvað gerir þú? Aðstæður sem þessar geta orðið að erfiðu vandamáli þegar þær bæði brjóta gegn lögum, siðum og siðferði eigin lands. En ef til vill er það enn erfiðara fyrir menn að gera sér grein fyrir því hvort til- teknar athafnir brjóta lög eða siði þess lands sem samskiptin eiga við. Ein lausn á þessu vandamáli getur vitanlega verið sú að fyrir- tæki móti sínar eigin reglur um aðgerðir þegar kringumstæður sem þessar koma upp. Það sé ein- faldlega fyrirfram ákveðið hver viðbrögð starfsmanna eiga að vera við óskum um gjafir eða mútur og það sé enn fremur ákveðið hvers kyns gjafir það skulu vera sem starfsmenn mega færa erlendum viðskiptavinum sínum. Skráðar siðareglur gætu því auðveldað starfsmönnum úrlausn mála af þessu tagi. Viðskiptavinur fór fram á peningagreiðslu Tökum dæmi af prófessor Jef- frey A. Fadiman nokkrum sem hefur mikla reynslu af samskiptum Siðferði og ólíkar viðskiptahefðir við lönd í Afríku og Austur-Asíu. Eftir að hafa eitt sinn lokið samn- ingi við fyrirtæki í Zanzibar í Aust- ur-Afríku var borin fram eftirfar- andi ósk við hann: ,Oh, and Bwana, I would like 1.000 shillings as Zawadi, mygift. And, as we are now fríends, for Chai, my tea, an eight-band radio, to hríng to my home when you visit." Viðskiptavinur Fadimans sagði þetta á mjög vingjarnlegan hátt, en Fadiman vissi hins vegar að orðin Chai og Zawadi gætu þýtt mútur á zanzibarísku. Þetta gerð- ist strax eftir að skrifað hafði ver- ið undir samninginn, en Fadiman hafði hlakkað til að geta boðið við- skiptavini sínum upp á drykk, svona rétt til þess að innsigla samninginn á vestræna vísu. Hins vegar datt andlitið af Fadiman þegar viðskiptavinurinn fór fram á peningagreiðslu. Þótt upphæðin hafi ekki verið há, þá skipti óskin sem slík máli og beiðnin um út- varpið gekk alveg fram af honum. Að greiða mútur voru að mati Fadimans algjörlega óábyrgir og óásættanlegir viðskiptahættir. Og hversu oft myndi vera farið fram á slíkt í framtíðinni? Ef hann greiddi múturnar núna, þyrfti hann ekki að greiða aðra upphæð seinna og þá jafnvel sjónvarp eða bifreið að auki? Hvar endar slíkt? Fadiman svaraði því þá til að hann væri bandarískur og greiddi ekki mút- ur. Síðan rauf hann samninginn og gekk í burtu. Margir munu verða til að sýna afstöðu Fadimans samúð og hneykslast á framferði Zanzi- barbúans. En á daginn kom að Fadiman hafði misskilið viðskipta- vin sinn hrapallega og það á fleiri en einn veg. Með því að misskilja bæði tungumál Zanzibarbúans og menningu, fór Fadiman á mis við mjög arðvænleg viðskipti og tæki- færi til að stofna til vináttu, sem hvorki myndi brjóta lög né siðferð- iskennd. Vegna slakrar ensku- kunnáttu hafði maðurinn flutt beiðni sína frekar sem skipun en ósk, nokkuð sem Fadiman fannst mjög móðgandi. Samt sagði hann þetta á vingjarnlegan hátt og not- aði ennfrekar orðið Bwana, sem þýðir herra. í samræmi við við- Siónarhorn Change Group tekur við umboði fyrir Western Union FYRIRTÆKIÐ The Change Group Iceland sem rekur gjaldeyrisþjón- ustu fyrir ferðamenn hér á landi hefur tekið að sér umboð fyrir Western Union-fyrirtækið. Western Union, sem hefur verið starfandi síðan 1871, sérhæfir sig í hraðsendingaþjónustu á pening- um milli landa. Það tekur einungis 5 mínútur að senda peninga í gegnum tölvukerfi fyrirtækisins til 130 landa víðsvegar um heim, án milligöngu banka, segir í fréttatil- kynningu frá íslenska umboðsaði- lanum. Sá sem væntir peningasending- ar þarf að mæta í Western Union- umboð og sækja peningana en þau eru orðin tæplega 30 þúsund vítt og breitt um heiminn. Til þess að fá þá afhenta þarf hann að færa sönnur á hver hann er og ef send- ingaupphæðin er hærri en 500 doll- arar þarf sendandi að gefa lýsingu á móttakandanum. Greiðsluþjónusta á reikningum Western Union býður einnig upp á greiðsluþjónustu á reikningum í Bandaríkjunum og Kanada. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra The Change Group Iceland,,, þá geta íslendingar væntanlega greitt reikninga í ýms- um löndum Evrópu í lok þessa árs. Viðskiptavinurinn, sem getur greitt með íslenskum krónum, gefur upp nafn fyrirtækis og númer reiknings sem er til greiðslu. Stuttu síðar prentast út ávísun í dollurum í við- komandi fyrirtæki." 'Skrifstofa The Change Group Iceland í Bankastræti 2 og útibúið að Austurstræti 20 í Reykjavík yeita þjónustu Western Union á íslandi alla daga vikunnar. Þeir sem starfað hafa að milliríkjaviðskiptum vita að sú staða getur komið upp að hefðin tekur yfir lög, skrifar Þröstur Sigurjóns- son. í sumum þróunarríkjunum hafa mútur orðið að hegðunarreglu, sem jafnvel á rætur sínar langt aftur í aldir og þeir sem ekki taka þátt í dreifíngu gæðanna eiga ekki von um að ná langt í samfélaginu. skiptahætti sína bar viðskiptavinurinn upp þá beiðni að Fadiman gæfi honum peninga til þess að geta haldið Fadiman veislu og boðið trl hennar öllum helstu áhrifamönnum samfélagsins. Útvarp- ið var til þess að tón- list gæti jiljómað í veislunni. Ósk Zanzi- barbúans var þegar á öllu var á botninn hvolft ætluð til þess að heiðra Fadiman og kynna hann fyrir þeim sem gagnast myndu nýtilkomnu viðskipta- samkomulagi. . Zanzibarbúinn vænti þess að Fadiman brygðist við að hætti heimamanna en raun- in varð sú að Fadiman brást við í samræmi við bandarískan hugsun- arhátt og missti þar með af arð- vænlegum viðskiptum og vináttu. Fékk montinn hana að gjöf Hjá sumum þjóðum eða þjóðar- afkimum er mjög sterk hefð fyrir því að gjalda gjöf við gjöf. Ef ein- hver þiggur gjöf eða greiða af hendi einhvers, ber þeim skylda til þess að endurgjalda slíkt í sama formi síðar. Aftur hefur Fadiman frá eftirtektarverðri sögu að segja. Eitt sinn á miðjum áttunda ára- tugnum var hann í viðskiptaferð í Þröstur Sigurjónsson Kenýa. Eftir að samn- ingum var náð, vildi innfæddur viðskipta- vinur Fadimans fara með hann í skoðunar- ferð um heimaþorp sitt. Þegar komið var að markaðnum hljóp sá innfæddi til og keypti lif andi og morrt- inn hana og færði Fadiman að gjöf. Fadi- man hélt á hananum það sem eftir lifði dags en þegar kvöldaði lét hann elda hanann fyrir sig, þann innfædda og fjölskyldu hans .þar í þorpinu. Nokkrum árum síðar kom Fadiman aftur til Kenýa til viðskipta við þennan sama mann, en hafði ekki hugað að hanamálinu né mikilvægi þess. Hann sagði að endurkoman hafi verið sér alger opinberun. Fólk um allt þorpið hrópaði að nú væri Fadi- man kominn aftur til þess að skila hinum háleita hana. í þeirra augum höfðu samskiptin sem áttu sér stað mörgum árum fyrr, staðið óbreytt öll þessi ár og á alveg sérstökum grunni. Fadiman hafði áður fengið göfuga gjöf og væri hann nú kom- inn aftur til þess að gjalda þeirri gjöf við gjöf. Þessi dæmi sýna Ijóslifandi í hvílík vandræði menn geta ratað ef þeir þekkja ekki til siða þeirra þjóða sem þeir eiga samskipti við. Hins vegar geta ýmsir siðir brotið svo gróflega gegn siðferðiskennd manna að útlilokað er að sættast á slíkt, jafnvel í nafni framandi menningar. Mútur eru víðast hvar bannaðar með lögum í vestrænum samfélögum, en þær eru hins veg- ar staðsettar á gráu svæði í mörg- um löndum annarra heimsálfa. Jafnvel í sumum löndum Afríku, Asíu og Austurlöndum nær eru mútur af einhverju tagi hluti af viðteknum viðskiptaháttum. Vitan- lega vita menn að mútur viðgang- ast í einhverjum mæli á Vestur- löndum, en þær eru bæði bannaðar með lögum og ekki taldar siðferði- lega ásættanlegar. Flestir kjósa að starfa á opnum og frjálsum markaði og byggja velgengni sína á gæðum vara sinna og þjónustu. Fæstir, ef einhverjir, hafa áhuga fyrir því að greiða með ólöglegum hætti til annarra. Viðskiptahættir þróunarríkja að breytast Þeir sem starfað hafa að milli- ríkjaviðskiptum vita hins vegar að sú staða getur komið upp að hefð- in tekur yfir lög. í sumum þróunar- ríkjunum hafa mútur orðið að hegðunarreglu, sem jafnvel á ræt- ur sínar langt aftur í aldir og þeir sem ekki taka þátt í dreifingu gæðanna eiga ekki von um að ná langt í samfélaginu. í Nígeríu nær hugmyndin um dash (einkagreiðsla fyrir einkaþjónustu) aftur til samn- inga við Portúgali sem gerðir voru á fimmtándu öld og kváðu á um gjafir frá Portúgölum í skiptum fyrir vinnuafl. Gjafir eru enn vel séðar í Nígeríu. Viðbrögð manna við þessu geta ekki verið nema með tvennu móti; að gangast við þessum viðskipta- háttum eða ekki. Reynslan hefur reyndar sýnt að sumir hafa átt auðvelt með að stunda vestræna viðskiptahætti þegar það á við, en hika ekki þegar kemur að greiðum og gjöfum ef þess er krafist. Hins vegar hafa viðskiptahættir þró- unarlandanna verið að breytast í átt til þess sem tíðkast á Vestur- löndum. Það er meðal annars vegna þess að sífellt fleiri íbúar þessara landa útskrifast frá vest- rænum háskólum, tungumála- kunnátta hefur batnað og milli- ríkjaviðskipti eru stöðugt að verða algengari og löndunum mikilvæg- ari. Byggt á "A traveler's guide to gifts and bribes". Harvard Business Revi- ew, July-August 1986. Höfundur er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og með BA-prófíheimspekifrá sama skóla. Verðbréfasjóðir VÍB hf. Breytingar á samþykktum Á hluthafafundi Verðbréfasjóða VÍB hf, Kirkjusandi, Reykjavík, sem haldinn var 24. júní sl. var samþykktum félagsins breytt. Breytingin felst í stofnun Sjóðs 9, sem er peningamarkaðssjóður. Með vísan til 3. mgr. 8. gr. laga nr. 10/1993 er eigendum hlutdeildarskírteina í sjóðum félagsins hér með tilkynnt að hinar nýju samþykktir liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis eða afliendingar ef óskað er. Reykjavík, 4. júlí 1996. Stjórn Verðbréfasjóða VÍB hf. Ásmúndur Stefánsson, Lára V. Júlíusdóttir, Jón H. Bergs, Gunnar Svavarsson, Brynjólfur Bjarnason VlB VERÐBRÉFAMARKADUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.