Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ á VIÐSKIPTI Eru tímarít á vefnum alvöru tímarit? Fjölbreytt flóra vefrita «s aar. iw „ac aoo-ororhs Lírtrra Líreoriy ardov jelp J;eoon; f *plf*">i rvinr. mir ;<t*-n-.*/lyli Þirirt *tI lykllsidé KQQI fnt9m0tþfónu$*a MÁ sími 561-A699 ilcr flinmr h* Hnf)ÖUiin iuii atfr wm hmttsl lÓMlf t, IwlitiiiwiiMii, Tittil 0$ fc*rtu iojpn, a* uiH fermtu iktfnþryta lamMn*. ÞH<» er iiljóði-iriú iiiuii d«Code. illnttatu á Parfy £#•* 05 cmi* mMutarlm í K*aJ jm.lio. Mikhi Mttfa) m hirj arnflif. *;ift f#r*k*<ta, nyjattM aj Im«,-i i íi»kwh#imfr.irm, f>*t ifíkim. Mfimini i m«rj l»p. H*r Iwn rtthnAmdar, ^ntau^att fn* Ag í»rir M^MfeMn i hnctokum, Aidla. oj unrfjolhm oj dtirt<fctevcr*astn X^^^^^ nfriíi wnt feiMt hafa á hvíta tjaidkui, shraé oj sko*iiö af ráfrgum tiviknryrHla^iirlcélörittrM AtX'nAt. Tölvur íslendingar standa framarlega í flokki veívæddra þjóða og stefna hærra. Arni Matthíasson kynnti sér íslenskt vefrit, sem komið hefur út tvívegis, og segir það standast samanburð við hvaða erlent vefrit sem er. MARGIR hafa orðið til að gera tilraunir með útgáfu tímarita á veraldarvefnum og ýmis útgáfu- form reynd. Hægt er að fá send í tölvupósti tímarit um hin og þessi efni, ýmist ókeypis eða fyrir málamyndagreiðslu. Grúi tíma- rita er á vefnum, þá gjarnan tíma- rit sem fjalla beinlínis um alnetið, veraldarvefinn og tölvur og tækni tengda því. Sum hver hafa þann háttinn á að senda áskrifendum í tölvupósti efnisyfirlit blaðanna og minna á að nýtt blað sé kom- ið. Þannig er því til að mynda farið með JavaWorld, sem fjallar meðal annars um Java-forritun og fleira tengt Sun fyrirtækinu, Microsoft hefur komið á stofn tímariti sem heitir Slate og á að höfða til menntafólks og menn- ingarunnenda, HotWired er „vír- að" tímarit á vefnum sem birtir greinar um ólíklegustu efni, NY heitir tímarit sem fjallar helst um það sem er á seyði í New York og svo mætti lengi telja og sífellt bætast ný rit við. Öll þessi útgáfa kostar sitt, það þarf að sinna útgáfunni, semja efnið, hanna vefsíður, skila efninu inná vefinn, fylgjast með því að allt sé í lagi og svara lesendum, en eins og þeir vita sem staðið hafa í útgáfu á vefnum getur það verið drjúg iðja, ekki síst þegar lesendur skipta þúsundum. Til að afla fjár hafa menn farið ólíkar leiðir. Fyrir ári eða svo var alsiða að lesandinn greiddi eitthvað fyr- ir viðvikið, þ.e. hann gerðist bein- línis áskrifandi. Það gekk þó ekki og gengur ekki vel, bæði vegna þess að fólk er hrætt við að ger- ast áskrifandi með því að senda kortanúmer á vefnum og svo að þorri notenda veraldarvefsins er alinn upp við prentmál og pappír og finnst því tímarit á vefnum ekki alvöru tímarit. Æ fleiri hafa hallast að því að selja auglýsingar inn á síður sín- ar; vefurinn hefur breyst í eins- konar útvarpsmiðil. Þessi þróun hefur verið ör og auglýsendur og útgefendur reyna að finna rétt verð á auglýsinguna, því öll taln- ing inn á síður er nánast mark- leysa. Ekki bætir úr skák hve algengt er að fólk sæki ekki myndir/auglýsingar þegar það rápar um vefinn, meðal annars til að flýta fyrir, og finnst þá mörgum auglýsandanum hann fá lítið fyrir sinn snúð ef rándýr hönnun verður að hallærislegum texta í óhrjálegum ramma. Framtíð vefsins hlýtur að liggja í auglýsingum og því keppast blöð við að laða að sér lesendur til að verða vænleg fyrir auglýsendur. Eftir því sem áskrifendum fjölgar hafa þau sum síðan selt áskrif- endaskrár ýmsum sem senda vilja gylliboð eins og flestir kannast við. íslenskt vefrit Ozone útgáfan íslenska hleypti af stokkunum tímaritinu deCode 1. júní síðastliðinn. Það blað, sem er á slóðinni http://www.oz- inc.com/decode, er sniðið fyrir ungt fólk á vefnum og umfjöllun- arefnið „tíska, tónlist, kvikmynd- ir, menning, tækni, útivera og ferðalög, samfélagsmál og flæði" samkvæmt tilkynningu frá útgef- anda. Fyrsta eintakið var ekki fullgert á fyrsta degi, en komst smám saman á koppinn, en blaðið er gefið út á ensku og íslensku, sem verður að teljast harla vel af sér vikið. Útlit deCode var fremur klént á fyrsta blaðinu, en annað hefti er öllu þægilegra aflestrar. Stærsti gallinn á fyrsta heftinu, og er reyndar enn, var þó hve það var illa unnið málfarslega og mik- ið um áhrif úr enskri réttritun, þar á meðal að skrifa stóra upp- hafsstafi í tíma og ótíma, sem er orðið mjög algengt, sérstaklega í „auglýsingaísl-ensku". Prófarka- lestri er mjög ábótavant. Útgefendur deCode hyggjast að sögn auka enn við ritið á net- inu, bæta við sýndarveruleika- spjallstofu og hlaða inn hljóðum sem lesandi getur hlustað á, en útgáfa sem þessi gefur einmitt einstaka möguleika til að láta fylgjast að hljóð og texta, til að mynda sem ítarefni við tónlistar- umfjöllun, eða einfaldlega til að gefa rétt andrúmsloft við smá- sögu- og greinalestur. Einnig stendur til að koma fyrir hreyfi- myndum sem enn yrðu til að lífga upp á útgáfuna. deCode stefnir í að verða lífleg og skemmtileg útgáfa, ekki síst ef svo heldur fram sem horfir, og gaman að hér sé gefið út nettíma- rit sem stenst samanburð við fremstu vefrit erlend. FjármogniiíiaF" leigu fylgir skattalegí hagræði ? Vitund hf. með nýtt fræðslumyndband fyrir starfsfólk DAPPER yfirvarðstjóri (Edward Petherbridge) ásakar Jitters (Hugh Laurie) um ófullnægjandi þjónustu við viðskiptavin. ^? AGRESSO fjarmalastjornunarkerfi Hafðu samband við AGRESSO ráógjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri Skuith hf t-n**^ ÞjðÐBRAUT UPPLÝSINGA Hvernig á að sinna við- skiptavinum innanhúss? VITUND hf. hefur nú þýtt fræðslu- myndband frá Video Arts sem ber heitið „Innanhússmál". Myndin er ætluð fólki á hvers kyns vinnustöð- um, hvort sem þeir eru í opinbera geiranum eða einkageiranum. Hún fjallar um mikilvægi þess að allir starfsmenn fái nauðsynlegar upplýs- ingar og hvatningu til að geta sinnt starfí sínu vel. Þá er einnig fjallað um skipulag og starfshætti. Hversu oft gerist það ekki að menn ýta verkefnum frá sér af því að þau eru ekki á „þeirra borði" í stað þess að sjá til þess að þau fari til réttra aðila og þar með tryggja skjóta og örugga þjónustu?," segir í frétt frá Vitund. í myndinni er það Dapper yfirvarð- stjóri sem sýnir hvernig bætta megi innanhússamskipti. I fyrsta lagi þarf að skilgreina hverjir innanhússvið- skiptavinirnir eru og hverjar þarfir þeirra eru. í öðru lagi þarf að ráðg- ast við þá um það hverjar þarfirnar séu. í þriðja lagi á að þjóna þeim eins og þeir væru utanaðkomandi viðskiptavinir. Nánari upplýsingar fást hjá Vit- und hf. íslenskir aðalverk- takar sigra danskan keppinaut ÍSLENSKT fyrirtæki sigrar stórt danskt verktakafyrir- tæki í samkeppni. Þannig hljóðar fyrirsögn fréttar í danska blaðinu Börsen þann 16.^ júlí sl. í fréttinni er sagt frá því að íslenskir aðalverktakar hafi fengið verksamning um að byggja tvo flugvelli og eina brú í Grænlandi, beint fyrir framan nefið á danska fyrir- tækinu Nuna Konsortiet, sem hafi í upphaflegu útboði átt lægsta tilboðið. Lars Emil Johansen, formaður græn- lensku landsstjórnarinnar, hafi stöðvað útboð um bygg- ingu brúarinnar þegar vinnu- veitendasamband Grænlands mótmælti útboðinu. Ráðið hefur frá upphafi mótmælt útboðunum um flug- vallarbyggingarnar og brúna og segir að lögum hafi ekki verið framfylgt. Grænlenska heimastjórnin hefur þrátt fyrir mótmælin haldið áfram með verkið því í framtíðinni er ljóst að flugumferð innanlands á eftir að breytast frá þyrlum í flug- vélar og því sé nauðsynlegt að endurbyggja vellina. Ennfremur kemur fram í fréttinni að íslenskir aðal- verktakar ætli að nýta græn- lenskt vinnuafl við verkin. Kaupa varahluta- verslun KR SMÁRI Jósafatsson og Magn- ús Halldórsson, eigendur Vél- smiðju KR hf., hafa keypt varahlutaverslun Kaupfélags Rangæinga. Áður höfðu þeir keypt vélsmiðju og bílaverk- stæði í kjölfar sameiningar kaupfélagsins við Kaupfélag Árnesinga fyrr á þessu ári, að því er fram kemur í frétt. 011 starfsemin er undir sama þaki í um 1850 fer- metra húsnæði við Hlíðarveg 2-4 á Hvolsvelli. Starfsmenn verslunarinnar halda störfum sínum hjá fyrirtækinu og verður Þorsteinn Guðmunds- son verslunarstjóri, en hann hefur verið forstöðumaður varahlutaverslunar kaupfé- lagsins. Auk varahluta mun félagið hafa á boðstólum bíldekk, olíuvörur og allskyns smávör- ur. Það annast ennfremur al- menna vélsmíði, hráefnissölu, rennismíði, pípulagnir, hjól- barðaviðgerðir verktaka- vinnu, bílaviðgerðir, og smuR- þjónustu. Strax um næstu helgi verð- ur opnunartími varahluta- verslunarinnar lengdur. Á föstudögum verður opið til kl. 18. í staðinn fyrir kl. 16 og á laugardögum frá kl. 12-18. Kvöld- og helgarþjónusta utan þessa tíma verður veitt eins og í vélsmiðjunni, á bíla- verkstæðinu, hjólbarðaverk- stæðinu og smurstöðinni. Starfsmenn Vélsmiðju KR ehf. eru nú orðnir 11 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.