Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI HUGBUNAÐUR HF. ÍSÓKNARHUG Hugbúnaður hf. hefur gengið frá drögum að samningi við breska aðila um þróun og sölu á hugbúnaði fyrir veitingastaði og krár í Bretlandi. Meðal samningsaðila er breskur aðili sem rekur um 3.500 krár og veitinga- hús í Bretlandi. Þessi samningur kemur í kjölfar nokkurra samninga sem fyrirtækið heíur gert í Noregi og Svíþjóð. Umsvif þess hafa aukist verulega á erlendum mörkuðum eins og Þorsteinn Víglundsson komst að er hann ræddi við Pál Hjaltason, fram- kvæmdastjóra Hugbúnaðar hf. HUGBUNAÐUR hf. er 12 ára gam- alt fyrirtæki, staðsett í Kópavogi, sem hefur sérhæft sig í hugbúnað- argerð og þjónustu og ráðgjöf henni tengdri. Fyrirtækið hefur á undan- förnum árum verið að auka umsvif sín í útflutningi á verslunarkerfi fyr- ir búðarkassa, sem það hefur samið og þróað á síðastliðnum misserum, nú síðast með umfangsmiklum samningum við aðila í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð. Raunar hefur útflutningur alltaf verið umtalsverður hluti af starfsemi fyrirtækisins, að sögn Páls Hjalta- sonar framkvæmdastjóra Hugbún- aðar. Segir hann að á fyrstu starfsá- rum þess hafi hins vegar vísvitandi verið dregið úr útflutningnum þar sem fyrirtækið hafi hreinlega ekki haft bolmagn til að sinna honum sem skyldi. Hann segir að þegar best hafi látið í sölu samskiptakerfis sem fyrirtækið hefur þróað, hafi um helmingur tekna þess komið af út- flutningi. Þetta hlutfall hafi hins vegar minnkað nokkuð um tíma en sé nú að aukast með aukinni sölu verslunarkerfanna erlendis. Hann segist reikna með því að útflutn- ingstekjur muni verða um helming- ur af heildartekjum fyrirtækisins á ný á næsta ári. Sterk markaðsstaða á Norðurlöndunum . Páll segir hins vegar ekki síður hafa verið lagða áherslu á innan- landsmarkað, enda sé staða fyrir- tækisins þar sterk í dag. „Við höfum verið með nánast allan þann hugbún- að sem hefur verið seldur í búð- arkassa, sem keyra á PC-kerfum, undanfarin þrjú ár. Við áætlum því að við séum með um 90% markaðs- hlutdeild á innanlandsmarkaði af því sem selt hefur verið sl. 2-3 ár. Erlendis höfum við verið að fikra okkur áfram með markaðssetningu þessa kerfis. Við vorum með sam- skiptaforritið, sem náð hafði tals- verðri útbreiðslu, en erfitt er að byggja á því þar sem um talsvert annan markað er að ræða. Við höfum náð nokkr- um samningum í Dan- mórku, m.a. í samvinnu við íslensk fyrirtæki eins mmmmmmmm" og Landsteina og Navís. Þar höfum við fyrst og fremst verið að leggja áherslu á grunnhugbúnað búðar- kassanna, en íslensku samstarfsaðil- arnir hafa síðan lagt til umfangs- meiri viðskiptahugbúnað." Páll segir að markaðssetningin í Danmörku hafi gengið mjög vel og áætlanir geri ráð fyrir því að fyrir- tækið verði komið með um 25% markaðshlutdeild þar á næsta ári, Stefnt aö 25% markaðshlut- deild á Norð- urlöndum sem verði að teljast mjög viðunandi okkur." árangur. „Þá náðum við fyrir skömmu mjög góðum samningi við norska fyrirtækið Rostvold AS, sem hefur aðallega verið að selja Omron búðarkassa. Við reiknum með að sá samningur komi til með að tryggja okkur þegar frá líður um 25% markaðshlutdeild í Noregi. Markaðsaðstæður þar eru með þeim hætti að þar eru mjög fáir, en stórir kaupendur, og því getur markaðshlutdeildin sveiflast mjög hratt til." Páll segir að fyrirtækið háfi einn- ig náð samningum við aðila í Svíþjóð í gegnum Rostvold og sé þegar búið að ganga frá samningum um upp- setningu á verslunarkerfum ! um 200-400 verslunum, í einni af • stærstu verslunarkeðjum í Svíþjóð á næstu tveimur árum. „Þetta þýðir að við ætlum að ná um 10% markaðshlutdeild í Svíþjóð innan skamms, og ef til vill enn stærri hlutdeild ef þeir samningar sem eru á döfinni ganga eftir. Við eigum nú m.a. í viðræðum við aðra af þessum stærri verslunarkeðjum. Þessar fjórar keðjur hafa um 50-60% markaðshlutdeild í Svíþjóð og það skiptir því miklu máli fyrir okkur að ná samningum við þær. Ná f ótfestu í Bretlandi Hugbúnaður hefur nýlega gengið frá drögum að samningi við TEC UK., dótturfyrirtæki TEC í Bretlandi og þriðja aðila sem hefur í huga að kaupa veitingahúsakerfi fyrirtækis- ins. Um er að ræða samstarfssamn- ing um endurhönnun hugbúnaðar- ins, auk þess sem hann verður notað- ur í nýja kynslóð búðarkassa frá TEC. „Þessi samvinnusamningur er sér- staklega áhugaverður fyrir okkur. Þar kemur að verkefninu sem sam- starfsaðili breskur aðili sem rekur um 200 lítil hótel, um 3.500 krár, 450 matvöruverslanir, 760 skyndi- bitastaði, 60 fimm stjörnu hótel og nokkur smærri hótel til viðbótar. Þetta er því allstór aðíli með mikla reynslu af veitingahúsa- rekstri." Þá segir Páll að dóttur- fyrirtæki TEC í Frakk- landi hafi einnig sýnt því áhuga að koma að þessu verkefni. Hafí fyrirtækið í huga að markaðssetja þetta kerfi fyrir veitingahús í Frakklandi og muni það opna franska markaðinn fyrir Hugbúnaði hf. ef af verður, en fram til þessa hafa umsvif fyrirtækis- ins verið lítil þar, að sögn Páls. „Þeir voru að skoða möguleikann á því að nota annað kerfí, sem hefur verið mjög stórt í Evrópu, en hafa nú horfið frá þeim áformum og leit- uðu í kjölfarið eftir samstarfi við Morgunolaoio/Arni SæDerg PÁLL Hjaltason, framkvæmdastjóri Hugbúnaðar hf., við eina teg- und af búðarkijssum sem fyrirtækið hefur þróað hugbúnað fyrir. í Bretlandi segir Páll að stefnt sé að því að reyna að auka markaðs- hlutdeild Hugbúnaðar hf., líkt og í Skandinavíu. Hins vegar sé sam- keppnin þar mun harðari. „í hugbún- aðargeiranum hefur Bretland gjarn- an verið notað sem nokkurs konar stökkpallur fyrir bandarísk fyrirtæki inn á Evrópumarkað, og að sama skapi sem stökkpallur fyrir evrópsk fyrirtæki inn á Bandaríkjamarkað. Þarna er samkeppnin því mjög hörð. Hins vegar má segja að þeir sem standa sig vel þar séu í góðum málum. Það má t.d. segja það um íslenska forritaþróun að þeir hafa verið að gera mjög góða hluti í Bret- landi að undanförnu og hafa þeir m.a. hafíð samstarf við TEC fyrir milligöngu Hugbúnaðar." Að sögn Páls er markaðshlutdeild Hugbúnaðar í Bretlandi nú um 5-10%. Hann segir hins vegar að þessi markaður fari ört stækkandi, þar sem sífellt fleiri aðilar séu að skipta yfir í PC-búðarkassa. Því stefni fyrirtækið fyrst og fremst að að halda hlutdeild sinni í þeim vexti til að byrja með en hins vegar sé markmiðið til lengri tíma að auka hana verulega. „Við reiknum með því að um alda- mót verði Bretlandsmarkaður um 60.000 kassakerfí á ári, samanborið við um 15.000 í dag. Okkar mark- mið er því að ná að selja þar um 15.000 kerfi á ári en á næsta ári höfum við t.d. náð samningum um sölu á u.þ.b. 1.200 kerfum. Stærri fyrirtæki berja að dyrum Páll segir að það sé mjög mikil- vægt fyrir fyrirtækið að koma sér sem best fyrir á þessum markaðs- svæðum fram að aldamótum, enda sé fyrirsjáanlegt að stór fyrirtæki á borð við Microsoft og IBM séu að hugsa sér til hreyfings á þessu sviði. „Þetta er markaður upp á marga milljarða króna og því vilja þessi fyrirtæki væntanlega ekki láta hann alveg óáreittan. Það er því mikil- vægt fyrir okkur að vera búnir að koma okkur vel fyrir áður en það gerist. Þá erum við líka í sterkari stöðu gagnvart þessum fyrirtækjum, hvað varðar samninga um einhvers konar samstarf í framtíðinni." Páll segir að markaðsstarfið sé líka mjög tímafrekt. „Við gerðum t.d. samningana við Norðmennina fyrir 9 mánuðum og nú sjáum við fram á að farið verði að setja upp fyrstu kerfin þar í landi. Þá má áætla að um 3 mánuðir Iíði til viðbót- ar áður en salan fer af stað fyrir alvöru. Hver markaður er því ansi seinunninn. Páll segir að allar þreifmgar taki líka enn lengri tíma. Þannig hafi fyrirtækið verið að þreifa fyrir sér í Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Austur- ríki og í Ástralíu og þar sé gengið út frá því að fyrirtækið verði komið þar inn eftir u.þ.b. 2 ár ef vel gangi. Talsverðar sveiflur í afkomu undanfarinna ára Verslunar- og veitingahúsakerfi Hugbúnaðar hafa vaxið mjög að mikilvægi í rekstri fyrir- tækisins á undanförnum árum, að sögn Páis. Hann segir að áður hafi sam- skiptahugbúnaður þess verið meginuppistaðan í útflutningi fyrirtækisins, mmmmmmmmm en vægi hans hafi nú minnkað. „Hins vegar höfum við alltaf reynt að láta reksturinn standa á fleiri en einni stoð, þannig að við erum enn að selja samskiptaforritið okkar, auk ráðgjafavinnu hér innanlands, sölu erlends hugbúnaðar hér innaníands, og fleira." Páll segir að fyrirtækið hafi meðal annars sinnt ýmiss konar ráðgjafarstörfum fyrir fjármála- stofnanir hér á landi, svo sem Skan- dia, Landsbréf og fleiri aðila. Ríkið á rangri leið hvað hug- búnaðariðnað varðar Hann segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan á undanförnum árum. Síðustu tvö árin hafi verið tap af rekstrinum. Velta slðasta árs hafi numið 91 milljón króna og hafi tap ársins numið 10,5 milljónum króna. Nokkur ár þar á undan hafi reksturinn hins vegar skilað hagn- aði. Páll segir að reiknað sé með örlitlu tapi á þessu ári. „Skýringin á þessu tapi er fyrst og fremst sú að við afskrifum allan þróunarkostn- að jafnóðum. Við höfum því ekki haft stórar áhyggjur af taprekstrin- um þar sem talsverðar eignir felast í þeim hugbúnaði sem verið hefur þróaður, án þess að þær komi fram í reikningum." Að sögn Páls hefur komið til at- hugunar að gera fyrirtækið að al- menningshlutafélagi og skrá það á markaði. Það verði hins vegar ekki gert á allra næstu árum, en hann segist þó reikna með því að það verði nauðsynlegt að stíga það skref í kringum aldamótin, m.a. þar sem fyrirsjáanlegt sé að samkeppni muni harðna mjög mikið á þessum mark- aði á næstu árum. „Erlendir samstarfsaðilar okkar hafa líka lýst yfir áhuga á því að gerast hluthafar í fyrirtækinu, fari það á almennan markað. Ein ástæð- an fyrir áhuga þeirra er sú að þeir óttast að stór erlend fyrirtæki á borð við IBM eða ICL eignist meiri- hluta í fyrirtækinu." Oánægður með stefnu ríkisins Páll segir stjórnvöld vera á rangri leið í hugbúnaðarmálum með því að setja á fót sérstakar tölvudeildir inn- an ríkisstofnana í stað þess að leita til innlendra hugbúnaðarfyrirtækja. „Erlendis er það herinn, ríkisstofn- anir og fjármálaheimurinn sem hafa keyrt þróunina í hugbúnaðargerð áfram. Hér á landi er enginn her, þannig að drifkraftinn þaðan er ekki að finna hér. Innlendar stofnanir, sem menn ættu að geta nýtt sér mjög vel hér á landi, hafa haft tilhneig- ingu undanfarin ár til að stofna eig- in tölvudeildir og vinna stærstan hluta vinnunnar innan þeirra. Drifkrafturinn í þessum hugbún- aðariðnaði er að mínu mati því að flytjast frá þeim innlendu fyrirtækj- um sem hér hafa verið starfrækt og aftur út. Það virðist vanta að stofn- anir íhugi hvernig þær geti markaðs- sett þá þekkingu í tölvuiðnaði sem safnast saman innan þeirra. Nánast ekkert virðist vera um það að ríkis- stofnanir reyni að selja sínar lausnir hér innanlands eða erlendis. Þetta hafa Danir hins vegar verið mjög duglegir við að nýta sér og ríkisstofnanir þar í landi hafa gert mjög mikið af því að selja þann hugbúnað sem þær hafa þróað til aðila utan þeirra. Mér finnst hins vegar sem ríkið átti sig ekki á þess- um möguleika. Þar virðist vera talið að það felist í því ákveðinn sparnaður að ráða starfsfólk til að sinna tölvumálum fyrir ríkisstofnanirnar. Ég held hins vegar að þar séu menn að fela fyrir sér ýmsan kostnað, svo sem hús- næðiskostnað, fjármagnskostnað við vélar og tæki og ýmislegt fleira, þar sem þetta sé ekki inni í beinum rekstrarkostnaði. Menn átta sig hins vegar ekki á því að þarna er verið að einangra þessa þekkingu innan þessara stofn- ana, þar sem ekkert er gert til þess að miðla henni út á markaðinn. Það leiðir síðan til þess að þessi þekking úreldist á endanum. Það virðist sem menn innan ríkisgeirans átti sig hreinlega ekki á því hvað sé söiuvara í dag." Páll segist óttast að þessi þróun muni leiða til þess að ákveðin stöðnun muni eiga sér stað innan hugbúnað- argeirans hér á landi. Ríkið þurfi því að huga að leiðum til þess að virkja meira hugbúnaðarfyrirtæki í vinnu fyrir sig, t.d. með samstarfs- verkefnum um hugbúnaðargerð fyrir ríkisstofnanir. Slíkt kunni að reynast aðeins dýrara en núverandi fyrir- komulag, en það muni hins vegar oft og tíðum skila sér í betri hugbún- aði og til lengri tíma blómlegri hug- búnaðariðnaði hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.