Morgunblaðið - 13.08.1996, Qupperneq 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR13. ÁGÚST 1996 B 7
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
KR aftur í efsta sæti eftir sigur á Vai og jafntefli ÍA gegn Leiftri.
Ætlum okkur að fagna
meistaratítlinum í ár
1|AÁ 19. mínútu átti Ein-
■ ar Þór Dameisson lag-
lega sendingu frá vinstri kanti inn
á vítateig Valsmanna þar sem
knötturinn fór yfir Jón Grétar
Jónsson og barst þaðan til Rík-
harðs Daðasonar, sem skoraði
laglega frarahjá Lárusi í markinu.
2a^%Á 77. mínútu tók Ein-
■ ^#ar Þór góðan sprett
upp miðjuna og renndi svo knett-
inum áfram til Ásmundar Har-
aldssonar. Ásmundur ætlaði að
senda inn á vítateiginn en knött-
urinn hrökk af Gunnari Einars-
syni og þaðan til Ríkharðs Daða-
sonar, sem skoraði örugglega og
bætti þar með við öðru marki
sínu í leiknum.
3HJ%Fimm mínútum fyrir
■ %#leikslok sparkaði
Kristján markvörður Finnbogason
langt fram völlinn og framlengdi
Ríkharður Daðason svo knöttinn
áfram inn á vítateiginn þar sem
Einar Þór Danielsson var réttur
maður á réttum stað og gull-
tryggði stóran sigur KR-inga.
KR-INGAR skutust á ný á
topp 1. deildar karla í knatt-
spyrnu þegar þeir lögðu
Valsmenn að velli, 3:0, í bráð-
fjörugum og skemmtilegum
leik í Frostaskjólinu á sunnu-
dagskvöld. KR-ingar hafa nú
eins stigs forskot á Skaga-
menn á toppi deildarinnar
þegar tólf umferðir eru búnar
og má allt eins búast við að
einvfgi þessara iiða um ís-
landsmeistaratitilinn muni
standa allt fram í lokaum-
ferðina þegar KR-ingar sækja
Skagamenn heim upp á Akra-
nes.
rátt fyrir að aðstæður til
knattspymuiðkunar hafi ekki
verið eins og best verður á kosið
í vesturbænum á sunnudag sýndu
■■■■■■ KR-ingar og Vals-
Sigurgeir menn oft og tíðum
Guðiaugsson mjög skemmtileg
tilþrif í leiknum og
fengu bæði lið nokkur ágæt tæki-
færi til þess að taka forystuna
áður en Ríkharður Daðason kom
heimamönnum yfir um miðjan
fyrri hálfleik með góðu marki eft-
ir laglegan undirbúning Einars
Þórs Daníelssonar.
Eftir mark heimamanna fóru
Valsmenn að bíta betur frá sér á
miðjunni og freistuðu þess að
ógna marki KR-inga en lengi vel
virtist sem neistann vantaði í
sóknarleik þeirra og þurfti Krist-
ján Finnbogason, markvörður
heimamanna, aldrei að taka á
honum stóra sínum það sem eftir
lifði fyrri hálfleiksins.
I síðari hálfleik komu svo gest-
irnir öllu beittari til leiks, tóku
öll völd á miðjunni og gerðu
nokkrar ágætar tiiraunir til þess
að jafna metin en vörn KR-inga
var þétt fyrir og allt kom því
fyrir ekki hjá Valsmönnum. Þeg-
ar stundarfjórðungur var til leiks-
loka virtist síðan sem mesti móð-
urinn rynni af gestunum og var
Ríkharður Daðason óheppinn að
skora ekki sitt annað mark í
leiknum þegar þrumuskot hans
small í þverslá Valsmarksins.
Ríkharður þurfti þó ekki að bíða
lengi eftir öðru markinu því tveim-
ur mínútum síðar skoraði hann
laglega framhjá Lárusi markverði
Vals eftir skemmtilegt samspil
þeirra Einars Þórs og Ásmundar
Haraldssonar.
Eftir þetta var róðurinn orðinn
fullþungur fyrir Valsmenn, sem
þó eiga hrós skilið fyrir mikla
baráttu og dugnað í leiknum, og
var það svo Einar Þór Daníelsson,
sem gulltryggði sigur heima-
manna með laglegu marki fimm
mínútum fyrir leikslok.
„Þetta var mjög erfiður leikur
og eins og hann þróaðist var sigur
okkar e.t.v. helst til stór. Við lék-
um engu að síður vel og höfum
fullan hug á að halda okkur á
toppnum. KR-ingar hafa beðið
alltof lengi eftir íslandsmeistarat-
itlinum og við ætlum okkur svo
sannarlega að fagna honum í ár,“
sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-
inga, og var að vonum hinn kát-
asti í leikslok.
ÍA tapaði stigum heima
Vindurinn lék stórt hlutverk en furða hvað mönnum tókst að gera
Skagamenn hafa ekki tapað
mörgum stigum á heimavelli
undanfarin ár. I fyrra sigruðu þeir
í átta heimaleikjum
Steinþór oSS^ðu eitt jafn-
Guðbjartsson tefli, gegn Leiftri.
skrífar Fyrir 12. umferð
frá Akranesi íslandsmótsins
höfðu íslandsmeist-
ararnir sigrað í öllum heimaleikjun-
um en eins og á liðnu tímabili var
það Leiftur sem breytti gangi mála.
Að þessu sinni gerðu liðin marka-
laust jafntefli í baráttuleik og var
mesta furða hvað mönnum tókst
að gera miðað við aðstæður, suð-
austan kalda, jafnvel stinning-
skalda.
Vindurinn lék stórt hlutverk.
Gestirnir höfðu hann í bakið í fyrri
hálfleik og voru nokkuð aðgangs-
harðir án þess samt að skapa veru-
lega hættu. Þeir sóttu stíft og
uppskáru átta horn gegn einu
heimamanna en nýttu sér ekki að-
stæður - skot að marki mátti telja
á fíngrum annarrar handar. Gunn-
ar Oddsson fékk besta færið undir
lok hálfleiksins en skaut í stöng
eftir gott spil. Bjarni Guðjónsson
átti gott skot í hliðarnet Leifturs
úr þröngri stöðu skömmu síðar en
hann hafði sýndi sömu tilþrif eftir
stundarfjórðungsleik.
Seinni hálfleikur var sem spegil-
mynd þess fyrri og voru heimamenn
mun sókndjarfari þó vindurinn hafi
ekki nýst þeim frekar en Leiftri
fyrir hlé. Þeir reyndu samt fleiri
markskot en mótherjamir gerðu í
sömu stöðu í fyrri hálfleik en Þor-
valdur Jónsson var vei á verði í
marki gestanna og þrisvar náðu
Leiftursmenn að bjarga fyrir horn.
Gunnar Oddsson skapaði reyndar
gestunum óvænt mjög gott færi
snemma i hálfleiknum sem rann út
í sandinn en besta færið kom undir
lokin þegar Alexander Högnason
skallaði yfír mark Leifturs eftir
aukaspymu frá hægri.
Það segir sig sjálft að slæmt er
að leika knattspyrnu við aðstæður
Morgunblaðið/Golli
ÓLAFUR Þórðarson, fyrirllðl ÍA, og Ragnar Gíslason, Leiftursmaður reyna að koma fætl f það
sem allt snýst um - knöttinn. Hvorugu liðlnu tókst að koma honum f mark að þessu slnni.
eins og voru á Akranesi í fyrradag.
Með það í huga verður að gefa leik-
mönnum prik fyrir viljann. Mikið
var í húfi fyrir bæði lið og baráttan
var mikil á miðsvæðinu en skiljan-
lega gekk illa að byggja upp spil.
Fyrir vikið fengu framheijarnir úr
litlu að moða og oft var það til-
viljunum háð hvar boltinn lenti eft-
ir fyrirhugaða sendingu á sam-
heija. En þetta eru aðstæður sem
íslenskir knattspyrnumenn geta átt
von á nær hvenær sem er en sem
betur fer hafa þær heyrt til undan-
tekninga í sumar.
Dortmund og Kais-
erslautern úr leik
ÞAU óvæntu úrslit urðu í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar
í knattspyrnu um helgina að bæði deildarmeistararnir Borussia
Dortmund og bikarmeistararnir Kaiserslautern féllu úr keppni
eftir að hafa beðið ósigur fyrir heldur minni spámönnum.
Dortmund tapaði 3:4 fyrir Wattenscheid eftir framlengingu en
Kaiserslautern varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir nær
algjörlega óþekktu liði, Greuther Fiirth, 0:1.
Sigurinn léttir af
Lúkas Kostic segir KR-inga hafa beðið alltof lengi
okkur pressu
Ingólfur Ingólfsson kom inná sem vara-
maður og skoraði bæði mörk Stjörnunnar
GÆFAN var hliðholl Stjörnumönnum þegar þeir mættu Keflvíking-
um á heimavelli sínum í 12. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu
á sunnudagskvöldið, og sigruðu 2:1. Heimamenn voru betri aðilinn
í leiknum, en náðu þó ekki að knýja fram sigur fyrr en á lokamín-
útu leiksins. „Við vorum betri aðilinn í leiknum, það var klaufalegt
að missa þetta niður en það var vissulega ánægjulegt að klára
þetta á lokamínútunni og þetta léttir af okkur pressu," sagði Ingólf-
ur Ingólfsson, sem gerði bæði mörk Stjörnunnar í leiknum.
Ríkharður gerði tvö
Morgunblaðið/Golli
RÍKHARÐUR Daðason gerði tvö af þremur mörkum KR-inga þegar þeir lögðu Valsmenn að velll og skut-
ust aftur á topp 1. delldarlnnar. Ríkharður fagnar hér síðara markl sínu, er hann kom Vesturbæjarliðinu
í 2:0. Það er Ásmundur Haraldsson sem hangir um háls Ríkharðar.
Leikurinn var daufur í byijun en
gestirnir voru þó heldur spræk-
ari. Um miðbik fyrri hálfleiks sóttu
heimamenn í sig
„ .. veðrið og komust þrí-
Eríksson vegis > ákjósanleg
skrifar fseri, en ávallt var
það Ólafur Gott-
skálksson markvörður sem sá við
þeim með góðri markvörslu.
Stjörnumenn höfðu yfirhöndinni
til að byija með í síðari hálfleik,
héldu uppteknum hætti og sköpuðu
sér færi, og komust yfir þegar stund-
arfjórðungur var tii leiksloka. Þetta
vakti gestina, því ekki tók það þá
nema fjórar mínútur að jafna leik-
inn. Skömmu síðar fékk Ragnar
Margeirsson ákjósanlegt tækifæri til
að koma gestunum yfir, en Bjarni
Sigurðsson bjargaði með úthlaupi.
Stjörnumenn, sem höfðu verið betri
aðilinn nær allan leikinn, reyndu af
mætti að tryggja sér sigur, og tókst
það á lokamínútunni eftir nokkrar
þungar sóknir.
Stjörnumenn voru mun betri aðil-
Ofært var
til Eyja
LEIK Vestmannaeyinga og
Breiðabliksmanna, sem fara átti
fram á sunnudagskvöldið í Eyjum,
var frestað þar sem ekki var flug-
veður. Leikurinn hefur verið settur
á mánudagskvöldið 2. september
kl. 18, milli 14. og 15. umferðar.
a Æ Þórhallur Dan Jóhannesson fékk
_ ■ I boltann á vítateigshomi vinstra
megin við mark Grindvíkinga á 22. mínútu.
Hann renndi boitanum til Krístins Tómas-
sonar sem skaut föstu skoti að marki og
Albert í markinu náði ekki að festa hendur
á hálum knettinum sem fór í markið
OaÁ%ÞórhaUnr Dan Jóhannesson á
■ ■Lþetta mark því hann kom upp
hægra megin og lék á tvo varnarmenn
Grindvíkinga áður en hann skaut framhjá
úthlaupandi markmanni rétt innan vítateigs
og í mark á 42. mínútu.
0H *% Ásgeir Már Ásgeirsson tók horn-
■ syPspyrnu frá hægri á 61. mínútu
og skrúfaði boltann inn að marki Grindvík-
inga. Á markteig nánast fyrir miðju marki
nikkaði Kristinn Tómasson f boltann sem
fór í markið.
1a ^% Guðmundur Torfason gaf fyrir
■ "■Jmarki Fylkismanna frá hægri á
88. mínútu og til Ólafs Ingólfssonar sem
skaut viðstöðulaust að marki framhjá Kjart-
ani og í markhornið vinstra megin
1mJ§ Kristimi Tómasson fullkomn-
■■waði þrennu sína á 88. mínútu
þegar hann lék frá miðju vallarins og í
gegnum vörn Grindvíkinga og skaut síðan
yfir Albert í markinu. Glæsilega gert en
varnarmenn Grindvíkinga nánast eins og
áhorfendur að markinu.
2a/| Óli Stefán Fióventsson náði að
■®Tkióra í bakkann á lokamínútunni
með skailamarki eftir sendingu Guðlaugs
Arnar Jónssonar inn í vítateig Fylkismanna.
Fylkismenn klifra
upp stigatöfluna
FYLKISMENN hafa halað inn
sex stig úr tveimur leikjum
gegn Suðurnesjaliðunum og
komið sér úr fallsæti í það
sjötta á stuttum tíma. Fyrri sig-
urinn var gegn Keflvíkingum
og síðari gegn heimamönnum
í Grindavík á sunnudaginn í 6
marka leik. Leikurinn endaði
með sigri Fylkis 4:2.
ft%að var snemma ljóst að gestirn-
ir úr Árbænum voru komnir
til að sigra í leiknum því þeir voru
miklu mun frískari
Frímann en heimamenn í
Ólafsson leiknum. Færin voru
skrífarfrá þeirra og þeir áttu
nn 3V ekki í vandræðum
með að bijóta máttlausan sóknar-
leik Grindvíkinga niður. Þórhallur
Dan og Kristinn Tómasson unnu
vel saman í fyrra marki hálfleiksins
og á 30. mínútu átti Þórhallur góða
tilraun þegar hann skaut yfir mark-
vörð Grindvíkinga eftir misheppn-
aða markspyrnu en hárfínt yfir
markið. Hann skoraði síðan gott
mark rétt fyrir hálfleik eftir gott
einstaklingsframtak.
Fylkismenn létu ekki staðar num-
ið í seinni hálfleik og Bjarki Péturs-
son var í.ærri því að skora á 50.
mínútu. Grindvíkingar voru ívið líf-
legri í upphafi seinni hálfleiks en
það fjaraði út og mark Kristins
Tómassonar á 61. mínútu gerði
nánast út um leikinn. Heimamenn
reyndu þó að klóra í bakkann en
segja má að ráðaleysi þeirra var um
tíma algjört og enginn sem tók af
skarið við að reyna að byggja upp
spil í liðinu. Guðmundur Torfason
þjálfari skipti sjálfum sér inná og
átti sendingu á Ólaf Ingólfsson sem
skoraði fallegt mark á 83. mínútu.
Þá hefur besta manni Fylkisliðs-
ins, Kristni Tómassyni, sjálfsagt
þótt komið nóg og hann fullkomn-
aði þrennuna rétt fyrir leikslok eft-
ir að hafa leikið varnarmenn Grind-
víkinga grátt. „Þetta var rosalega
ljúft, að gera þessi þijú mörk.
Maður hefur svo sem gert það áður
en aldrei með hundrað þúsund kall
undir,“ sagði Kristinn um þrennuna
sína.
Óli Stefán Flóventsson rétti hlut
Grindvíkinga á síðustu mínútunni
en þeir áttu aidrei möguleika á að
snúa honum sér í hag. Þeir voru
að leika sinn slakasta leik í sumar
á heimavelli í leik þar sem stigin
voru dýrmæt. „Það er alltaf dýrt
að tapa sama hvernig maður tap-
ar. Fyrri hálfleikur var dapur hjá
okkur og þeir fengu frið til að gera
það sem þeir þurftu að gera. Ég
fékk smá von þegar við skoruðum
fyrra markið en það gekk ekki eft-
ir. Við duttum niður á dapran leik
í dag og þetta þýðir áframhaldandi
baráttu hjá okkur fyrir sæti í deild-
inni en enga uppgjöf," sagði Guð-
mundur Torfason þjálfari og leik-
maður Grindvíkinga eftir leikinn.
Varnarmennirnir Ólafur Örn
Bjarnason og Guðjón Ásmundsson
voru bestir Grindvíkinga en Fylkis-
menn börðust allir sem einn og
uppskáru vel.
inn í leiknum, en gekk fremur illa
að ljúka annars vænlegum sóknum.
Baldur Bjarnason var allt í öllu hjá
þeim, gladdi áhorfendur hvað eftir
annað með leikni sinni og snerpu og
hefur sjaldan verið betri en nú. Gor-
an Kristófer Micic átti einnig góða
spretti. Hjá Keflvíkingum var það
Olafur Gottskálksson sem bjargaði
liði sínu frá stóru tapi, og var
frammistaða hans í engu samræmi
við slakan leik samheijanna. Jóhann
Guðmundsson átti þó ágæta spretti
á hægri kantinum, og augljóslega
efnispiltur þar á ferðinni.
1:0=
Á 74. mínútu náðu
Stjörnumenn snöggri
sókn, Rúnar Sigmundsson sendi
knöttinn á Ingólf Ingólfsson
sem staddur var rétt fyrir utan
miðjan vítateiginn, og skaut
giæsilega óveijandi í hægra
homið uppi.
B agj Eftir aukaspyrnu
■ | fyrir utan vítateig
Stjörnumanna á 78. mínútu
barst knötturinn í loft upp inni
í vítateignum, Jóhann Guð-
mundsson greip tækifærið,
kastaði sér aftur á bak og
spyrnti knettinum með bakfalls-
spymu af miklum krafti í netið,
hreint út sagt stórkostlegt mark.
2a Á iokamínútu leiks-
■ | ins sendi Goran Micie
fýrir mark Keflvíkinga frá
hægri, Baldur Bjarnason skali-
aði að marki og við hægri stöng-
ina var það Ingólfur lugólfsson
sem náði að nikka knettinum í
netið.
Man. Utd. tók
IMewcastle í
kennslustund
Þau mjög svo óvæntu úrslit litu
dagsins ljós í leik Manchester
United og Newcastle um góðgerð-
arskjöldinn á sunnudag að ensku
meistararnir báru sigurorð af
stjömum prýddu liði Newcastle,
4:0.
„Þegar ég lít á tákn Newcastle-
liðsins fyllist ég stolti yfír því að
tilheyra þessu félagi og ég krefst
þess ætíð að allir mínir leikmenn
leiki með hjartanu og gefi sig
hundrað prósent í leikina. Það gerð-
ist hins vegar ekki í þessum leik
og baráttuviljinn og ástríðan voru
ekki til staðar.
Okkur var boðið að leika þennan
leik því Manchester sigraði tvöfalt
á síðasta tímabili en ég vildi óska
þess að þeir hefðu boðið einhveijum
öðrum. Þetta var hræðilegt," sagði
Kevin Keegan, knattspyrnustjóri
Newcastle, að leik loknum og dýr-
asti knattspyrnumaður heims, Alan
Shearer, sem hafnaði boði frá ensku
meisturunum áður en hann ákvað
að ganga til liðs við Newcastle, tók
í sama streng: „Við lékum einfald-
lega illa og Manchester refsaði okk-
ur í hvert einasta skipti, sem við
sofnuðum á verðinum. Þeir áttu
þetta skilið."
Manchester United tefldi fram
mjög öflugu liði gegn Newcastle á
sunnudaginn með Frakkann Eric
Cantona, sem kosinn var besti mað-
ur vallarins í leikslok, í broddi fylk-
ingar og komust þeir Karel Pobor-
sky og Jordi Cryuff hreint ágætlega
frá sínum fyrsta alvöruleik með
ensku meisturunum.
Cantona og Nicky Butt komu
Manchester í 2:0 í fyrri hálfleik en
þeir David Beckham og Roy Keane
bættu við tveimur mörkum til við-
bótar á síðustu fimm mínútum
leiksins og vissu stjörnur New-
castle-liðsins á borð við Alan Shear-
er, Les Ferdinand, Faustino Asp-
rilla, David Ginola og Phillipe Al-
bert varla hvaðan á sig stóð veðrið.
Manchester United lék mjög vel
í þessum leik og má teljast líklegt
að haldi liðið áfram að leika eins
og það gerði á sunnudag muni það
eiga eftir að reynast öðrum liðum
erfitt að hrifsa enska meistaratitil-
inn af strákunum frá Old Trafford.
Reuter
Eitt „fagn“ af fjórum
NICKY Butt gerði annað mark United og fagnar hér (fyrir
miðju) ásamt Ryan Gyggs, tll vinstrl, og Paul Scholes.