Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRETTIR • GROÐUR OG GARÐAR • HYBY RETTIR 9l0tftmM$Mb Prentsmiðja Morgunblaðsins Fimmtán fagrar lóðir FIMMTÁN lóðir í Hafnarfirði fengu í liðinni viku viðurkenn- ingar fyrir snyrtimennsku. Var eigendum þakkaður þáttur þeirra í fegrun bæjarins en við- urkenningar voru veittar fyrir fjölbreyttan trjágróður og lit- skrúðug sumarblóm. / 2 ? Blað C Hvað um tól og tæki? Hvað um okkar tól og tæki? spyr Sigurður Grétar Guð- mundsson og á við um tæki iðn- aðarmanna, er ekki hirt um þau eða er þeim haldið til haga eins og öðrum sögulegum verðmæt- um. Segir hann að þetta megi alls ekki glatast. / 10 ? T T E K T Lækja- smári full- búinn SENN er lokið við allar íbúðir í afmörkuðum byggingareit í Lækja- smára í Kópavogi en þar fengu tveir byggingameistarar út- hlutað sameiginlega 56 íbúð- um í þremur hiisum. Höf ðu þeir með sér ákveðna sam- vinnu um undirbúning, jarð- vinnu og byggingu bflskýlis en sáu síðan hvor um sig um upp- steypu og fullnaðarfrágang íbúðanna. Byggingameistararnir eru þeir Óskar Ingvason og Krist- inn Kristinsson sem rekur byggingafyrirtækið Markholt en báðir eru þeir gamlir í hett- unni. Húsin teiknaði Kjartan Sveinsson arkitekt og voru þau steypt upp með hefðbundnum hætti, heilmúruð, sflanborin og máluð og með bárujárni á þaki. Þau eru afhent með full- búinni lóð og sameign og full- frágengin að innan en án gólf- efna. íbúðirnar við Lækjasmára eru fremur stórar, tveggja herbergja íbúðirnar eru 83 fermetrar, þriggja herbergja rúmlega 100 og fjögurra her- bergja íbúðir 116 og jafnvel stærri. Fasteignasalan Óðal hefur séð um söluna og gengið allvel en þó segja bygginga- meistararnir að menn spái meira í spilin nú en áður, fari sér hægar í kaupunum og at- hugi vel hversu traustir bygg- ingaraðilar séu og viyi helst ekki festa kaup á íbúð fyrr en hiin sé nánast fullgerð. / 16 ? Lokið 692 íbúðum að meðal- tali árlega LOKIÐ var við smíði 450 íbúða í Reykjavík á síðasta ári og er það mun minna en lokið var við árið 1994 en þá voru þær 690. Þarf að fara allt aft- ur til áranna 1981 og 1982 til að finna álíka lágar tölur en árið 1981 var lok- ið við 484 íbúðir og 497 árið eftir. Á árunum 1972 til 1995 var lokið við flestar íbúðir árið 1986 eða 1.026. Á þessu árabili var að meðaltali lokið við smíði 692 íbúða á hverju ári. Alls var lokið við 16.620 íbúðir á tímabil- inu Á þessum árum er einnig mjög misjafnt á hversu mörgum íbúðum hafin er smíði á. Þær voru 294 á síð- asta ári, 546 árið 1994,278 árið 1992, 992 árið 1986 og 1.133 árið 1973 svo dæmi séu nefnd en þessar tölur eru fengnar úr nýlega útkomnu yfirliti frá byggingafulltrúanum í Reykja- vík. Byggingaframkvæmdum í borg- inni er skipt í flokka og sé litið á um- fang hvers fiokks kemur eftirfarandi í ljós: Alls var lokið við 54.991 fer- metra íbúðarhúsnæðis, 7.993 fer- metra af-húsnæði fyrir félagsheimili, skóla og kirkjur, 17.836 fermetra skrifstofuhúsnæðis, 2,624 fermetra verslunarhúsnæðis og rúma fjögur þúsund fermetra af bílskúrum geymslum og fleiru slíku. Yfirgnæf- andi meirihluti alls þessa húsnæðis er úr steinsteypu eða 79.813 fermetr- ar á móti 8.317 fermetrum úr timbri og stáli. Hlutur stáls og timburs hefur heldur farið vaxandi á þessu tímabili. Sem dæmi má nefna að árið 1973 var 95% alls byggingarefnis steinsteypa, 4% timbur og 1% stál, árið 1983 var hlutur timburs orðinn 6%, lækkar aftur um tíma en fer í 7% árið 1993 og var í fyrra 12% en þá var ekkert stál notað í byggingar. Fullgerðar íbúðir - ^ í Reykjavík 197á-199ff Skandia býdurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuld- breyta eöa stækka viðþig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja brcyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítíð veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstimi allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dcemi um mánaðariegar afborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \factir(%) 7,0 7,5 8,0 10 ár 11.600 11.900 12.100 15 ár 9.000 9.300 9.500 25 ár 7.100 7.400 7.700 Miöað er viö jafngrciðsluiá) *Auk vcrðbóta fjAhfest io6 n Sendu inn umsókn eðafáóu nánari upplýsingar hjá ráðgföfum Skandia. Skandia NGAFÉLAGIB SKANDIA HF., LAUGAVEGi 170 EYKJAVÍK, SÍMI 58 19 7DO, FAX 55 38 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.