Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 18
18 D ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÉR er horft niður á væntanlegt íbúðasvæði á Móunum. Endurskoðað aðalskipulag fyrír Sauðárkrók Allt að þúsund íbúa fjölgun til ársins 2014 Talsverð eftirspum hefur veríð eftir hús- næði á Sauðárkróki og gerir nýtt aðalskipulag sem Jóhannes Tómas- son kynnti sér ráð fyrir að nýtt íbúðahverfí verði byggt á Móunum sem eru ofan við bæ- inn. Þar munu fram- kvæmdir þó ekki hefj- ast fyrr en á næstu öld. Morgunblaðið/jt NYTT aðalskipulag Sauðárkróks á teikniborðinu. Arni Ragnars- son arkitekt (til vinstri) og Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri. NÆSTA nýja íbúðasvæði á Sauðár- króki verður á svonefndum Móum sem eru ofan við Nafimar fyrir ofan gamla bæjarkjarnann og utan við þau íbúðahverfi sem byggð hafa verið síðast, þ.e. Hlíðahverfi sem er að verða fullbyggt og Túna- hverfi sem duga á fyrir nýjar íbúð- ir næstu 5 til 10 árin. Nýtt aðalskipulag fyrir Sauðár- krók fyrir árin 1994 til 2014 er nú í lokavinnslu eftir að auglýst var eftir athugasemdum og verður það lagt fyrir bæjarstjórnarfund á næst- unni. Auk íbúðabyggðarinnar í Móahverfi er þar gert ráð fyrir fyr- ir golfvelli, hverfisvöllum og svæði fyrir fjárhúsabyggð. Þá er í skipu- laginu reynt að horfa til hugsan- legrar stækkunar á lögsögu bæjar- ins og eru þar nefnd svæði í Hegra- nesi, Borgarsveit og á Reykja- strönd. Ibúar Sauðárkróks eru nú tæplega 2.800 en í lok skipulags- tímans er gert ráð fyrir að þeir verði á milli 3.400 og 3.800. í upphafi er vert að drepa á átt- irnar fjórar rétt eins og þær eru annars staðar en hér heita þær upp, niður, út og inn eða fram en mikilvægt er öllum að hafa þessi atriði á hreinu þegar fjallað er um staðhætti á Sauðárkróki. Út er átt- in frá bænum að Eyrinni eða Drang- ey, þ.e. í norður; fari menn inn eða fram er það í átt að Varmahlíð og Mælifellshjúk eða í suður. Sé farið upp er það til fjalls en niður er í átt til sjávar. Ætli menn lengra er t.d. farið vestur á Blönduós og síð- an yfir um eða alveg yfir um eru menn komnir austur fyrir Héraðs- vötn. Þegar komið er síðan til baka á Krókinn koma menn handan að og þannig má fara yfír um og koma handan að eins oft og þurfa þykir. Árni Ragnarsson arkitekt hefur unnið að skipulaginu fyrir bæjar- yfírvöld. Bæjarstjóri er Snorri Björn Sigurðsson og greindu þeir blaða- manni Morgunblaðsins nánar frá því sem framundan er í bygginga- og skipulagsmálum Sauðárkróks. Nýja aðalskipulagið er í stærstu dráttum beint framhald af fyrra skipulagi sem var síðast breytt 1984. íbúðabyggðin verður áfram öll vestan Sauðárkróksbrautar en svæðið milli hennar og Héraðsvatna sem er innan lögsögu bæjarins er nú tekið inn í aðalskipulagið sem hafði verið frestað í fyrra skipu- lagi. Þar eru borholur hitaveitunn- ar, gróðurhús, gert er ráð fyrir hesthúsum og athafnasvæði hesta- manna með skeiðvelli og félags- heimili og beitarlönd eru við Alex- andersflugvöll og Tjarnartjörn. Við Strandveg er gert ráð fyrir iðnaðar- svæði til lengri tíma litið en þeir Snorri Björn og Árni segja að rann- saka verði allt þetta svæði betur áður en deiliskipulag þess verður ákveðið. Byggt á Móunum eftir aldamót Elsta byggðin á Sauðárkróki er á malarrimum frá fjöru og upp að malarbrekkunum sem liggja allt milli Sauðár, innst í bænum og Gönguskarðsár yst í byggðinni. Malarbrekkurnar eru nefndar Nafir og inn í þær ganga klaufir, gilskorn- ingar sem hafa flestir eigin ör- nefni, og um þær má komast upp á Móana þar fyrir ofan. Innan við gamla bæjarkjarnann eru Hlíða- hverfí sem tók að byggjast kringum 1970 og síðan Túnahverfí er tók að rísa árið 1981. I þessum tveimur hverfum býr nú helmingur íbúa Sauðárkróks og eru 66% bama og unglinga yngri en 15 ára búsett í þeim hverfum en í gamla bæjarhlut- anum fyrir neðan Nafirnar býr 80% af íbúum sem eru eldri en 60 ára. í Túnahverfí á enn eftir að reisa um 80 íbúðir í svonefndu Lauf- blaði, í einbýlis-, tvíbýlis- og par- húsum. Snorri Björn segir að Hlíða- hverfi standi nokkuð hátt í bænum, í um 50 m hæð, og því sé snjó- þungi þar meiri en annars staðar en yfírleitt festi þó snjó ekki lengi á Sauðárkróki. Svipað verði trúlega uppi á teningnum í Móahverfinu sem stendur þó ívið lægra og verða hús ekki reist á lóðum sem standa hærra en 50 m yfír sjó. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að byggja í Móunum á árunum 2002 til 2005 eftir því hversu hröð íbúafjölgunin verður. Bæjarstjórinn segir að talsverð eftirspurn hafí verið eftir íbúðar- húsnæði og erfítt að fá íbúðir á leigu. Alls eru um 900 fullbyggðar íbúðir á Sauðárkróki og er yfir helmingur þeirra reistur eftir 1970. Á áttunda áratugnum voru yfir 280 íbúðir smíðaðar á Sauðárkróki en SJÁ BLS. 20 Faxatún - toppeign. Glæsil. 135 fm einb. á einni hæð ásamt 38,5 fm bílskúr, garðaskála, gróðurhúsi o.fl. Endurnýjað eldh., - nýtt baðherb. Parket á stofu og herb. Arinn í stofu. Stórglæsileg lóð með stórum veröndum og miklum gróðri. Vatnsgufa, hvíldarherb. o.fl. : Bílskúr. V. 13,8 m. 6484 Parhúsalóðir í Suðurhlíðum. Parhúsalóðir í nýju hverfi í Suöurhlíðum Kóp. ekki fjarri Digraneskirkju. Skjólgóður staður og fallegt útsýni. Gatnagerðargjöld hafa verið grei- dd. V. 2,4 m. 6166 Lóð í Skerjafirði. vorum að fá i sölu 700 fm byggingarlóð á eftirsóttum stað. V. 4,3 m. 6548 Einbýlishús á Seitjanar- nesi óskast. Höfum traustan kaup- anda að 180-280 fm einb. á Seltjamamesi, gjarnan á einni hæð. Mjög rúmur afhend- ingartími. Góðar greiðslur í boöi. Allar nán- ari uppl. veitir Sverrir. 1,5 Akurholt. Mjög fallegt einb. (steypt) á einni hæð um 136 fm auk 35 fm bílskúrs. Mer- bau parket. Gróin og falleg lóð. Húsið er nýmál- að. V. 11,9 m. 4855 Miðborgin - rúmgott. vomm að tá í sölu um 200 fm járnklætt einb. sem er tvær hæðir og kj. Húsið stendur við Smiðjustíg með gróinni lóð. V. 10,9 m. 6544 Fellsás - Mos. Um 250 fm fokhelt einb. á tveimur hæðum með tvöf. bílskúr. Búið er að einangra efri hæð. Glæsil. útsýni. Til afh. nú þeg- ar. V. 9,5 m. 6598 Básendi. Vel umgengið og fallegt um 190 fm einb. á tveimur haaðum. Stórar stofur. Mögul. á íb. í kjallara. V. 12,7 m. 4350 PARHÚS FYRIR ELDRI BORGARA Skúlagata - laus strax. Vorum að fá (sölu glæsil. 64 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð í ný- legu lyftuh. Parket. Góðar svalir. Húsvörður. Ým- iss konar þjónusta. V. 7,3 m. 6485 Grandavegur - þjónustuíb. Vorum að fá í sölu 85,5 fm 3ja herb. íb. á 6. hæð í nýlegu lyftuh. Vandaðar innr. og tæki. Þvottah. í íb. Stórglæsilegt útsýni. Húsvörður. Skipti á minni eign koma vel til greina. Áhv. eru 3,6 m. byggsj. V. 8,9 m. 6433 Grandavegur. G æsileg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Vandaðar innr. Parket. Svalir. Getur losnað nú þegar. V. 7,0 m. 4172 SUMARHÚS Sumarbústaður í Borgarfirði. Glæsilegur sumarbústaður um 50,5 fm að grunnfleti auk svefnlofts. 3 svefnherb., eldh. og baðh. með sturtu. Sólverönd allan hringinn. Raf- magn og hiti. Bústaðurinn stendur á fallegum út- | sýnisstað í kjarrivöxnu landi. 4586 Sumarhús í Sanddal, Borg. Nýr 45 fm sumarbústaður á 1/2 ha landi í landi Sveinatungu í Norðurárdalshreppi, ca 160 km frá Reykjavík. Mikil náttúrufegurð og villt fuglalíf. Sanddalsá rennur í næsta nágrenni. Leigugjald greitt til ársins 2001. Laus strax. V. 3,5 m. 6350 Grímsnes - sumarhúsalóðir. Nokkrar sumarhúsalóðir um hálfur og upp í einn hektari. Eignarlönd. Vatn og rafmagn að lóðar- mörkum. Gott verð og kjör. 5307 ANNAÐ Stakur bílskúr. Hófum til sölu stakan 23,8 fm bílskúr við Álfaskeið í Hafnarfiröi. Raf- magn og hiti og góð aðkoma. Góð kjör í boði. V. 580 þús. 6265 EINBýLI Melhæð - Gbæ. Glæsil. sérhannað um 460 fm einb. á tveimur hæðum. Tvðf. bílsk. Sundlaug. Húsið er ekki frág. en það sem búið er, er mjðg vandað. Eign fyrir kröfuharða. Losnar fljótl. Áhv. ca. 17 m. V. 23,6 m. 3860 Þinghólsbraut - einb./tvíb. Vandað tvílyft 305,2 fm einb. auk 38 fm bílskúrs. Á efri hæðinni eru 2 saml. stofur, stórt eldh., 2 stór herb., baðh. o.fl. Á jarðh. eru 6 herb., bað, þvottah. o.fl. Möguleiki á séríb. á jarðh. Fráb. út- sýni. V. 17,5 m. 4588 Bjarmaland. Vorum að fá í einkasölu ákaflega fallegt og vel umgengiö einb. á einni hæð um 208 fm. Innb. stór bílskúr um 52 fm. Fráb. staösetning neðst í Fossvogsdal. Stór og gróin lóð. V. 18,5 m. 6379 Jökulhæð - glæsihús. Mjög fallegt og vandað um 300 fm nýtt einb. á tvéimur hæðum. Glæsil. rótarspónsinnr. í eldh. Arinn í stofu. Vandað viöarverk. Tvöf. bílskúr. Húsið er ekki alveg fullb. V. 17,8 m. 6393 Á sunnanverðu Seitjn. Tvíiytt glæsil. 175 fm timburh. ásamt um 60 fm bílskúr. Húsið er allt endurnýjað að utan sem innan á smekklegan hátt. Stór og falleg lóð með góðri skjólgirðingu. Áhv. langtímalán um 7 m. V. 14,9 m.3875 Sólheimar. Vandað 248 fm einb. á tveimur hæðum auk kj. á þessum eftirsótta stað. Húsið skiptist m.a. í tvær saml. stofur, 6 herb. og tvö baöherb. Húsinu fylgir 35 fm bílskúr. Húsið var allt standsett 1989. Glæsil. gróinn garður. Hiti í stétt f. framan húsið. V. 15,8 m. 6470 Vesturberg - glæsilegt. Glæsil. 186 fm 6 herb. einb. á pöllum ásamt 29 fm bílskúr. Parket. Vandaðar innr. og tæki. Fallegur gróinn garður m. sólverönd. Glæsil. útsýni. Hiti í stétt f. framan hús. Eign í sérflokki. V. 14,9 m. 6456 Fagrihjalli. Fallegt 170 fm tvílyft parh. með innb. bílskúr. Á 1. hæð eru m.a. 2-3 herb., bað o.fl. Á 2. hasð er stofa, sólstofa, 2 herb. og eldh. Áhv. húsbr. 8 m. Skipti á minni eign koma til greina. V. 11,8 m. 4952 Furubyggð - Mos. Fallegt 138 fm tvílyft parh. með 27 fm bílskúr. Á 1. hæð eru m.a. gestasnyrting, hol, stofa meö sólskála, eldh., þvottah. m. bakútgangi o.fl. Á efri hæð eru 3 góð herb., bað og sjónvarpshol. Áhv. 7,7 m. í húsbr. Laust strax. V. 10,9 m. 6169 Hrauntunga. Glæsil. 190 fm parh. með fallegu útsýni. Á efri hæð eru stórar stofur, vand- að eldh., snyrting, forstofa, innb. bílsk. Á neðri hæð eru 3 herb., sjónvarpshol, baðh. o.fl. Mjög falleg lóð með stórri timburverönd til suðurs og vesturs. V. 15,3 m. 6164 Norðurbrún. Gott 254,9 fm parh. á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Glæsil. út- sýni. Bjartar stofur. Möguleiki á séríb. á jarðh. V. 13,7 m. 6363 Norðurmýri - bílskúr. Vorum að fá í sölu þrílyft 176 fm parh. með aukaíbúö í kj. auk 27 fm bílskúrs. Laus fljótlega. V. 10,9 m. 6446 Sjávarlóð - glæsilegt. Þessi nýju fallegu parhús við Sunnubraut í Kóp. eru 200 fm með innb. bílskúr hvort. Húsin eru til afh. nú þegar, fullb. aö utan með frág. lóð og plönum en fokh. að innan. Einstök staðsetning í grónu hver- fi. Teikn. á skrifst. V. 12,9 m. 6528 Bugðutangi - Mos. 2ja herb. um 60 fm vandað einlyft raðh. á góðum og rólegum stað. Suðurgarður. Áhv. 4 m. V. 6,1 m. 6555 Þverás. Um 170 fm eign á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Eignin þarfnast lokafrágangs. Áhv. ca. 9,7 m. byggsj. + húsbr. V. 12,5 m. 4959 Garðhús. Mjög glæsil. 203 fm parh. á tveimur hæöum með ca 30 fm bílsk. Möguleiki á séríb. á jarðh. Stórar sv-svalir með miklu útsýni. Áhv. ca 8,6 m. Ath. skipti á minni eign. V. aö- eins 13,9 m. 4106 RAÐHÚS Kambasel. Glæsil. raðh. á tveimur hæð- um auk rishæöar. Bílskúr. Húsið er samtals 250 fm og skiptist þannig: 1. hæð: Forstofa, snyrt- ing, eldh., boröstofa, stofa og geymsla. 2. hæð: 5 herb., bað og þvottah. Ris: Fjölskylduherb. Vandaðar innr. Mikið skáparými. Stórar svalir. Falleg og vönduð eign. V. 13,5 m. 6245 StdTGnQÍ - skipti. Vorum að fá I sölu glæsilegt fullb. 151 fm raðh. á einni hæð ásamt innb. bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borö- stofu og 3 svefnherb. Skipti koma til greina á 2ja-3ja herb. íb. V. 11,8 m. 6281 Hljóðalind - í smíðum. Giæsii. 145,8 fm endaraðhús á einni hæð m. innb. bíl- skúr á besta stað í Lindunum. Til afh. mjög fljót- lega fullb. og máluð að utan en fokh. að innan. V. 8,2 m. 6413 Snekkjuvogur. Mjög rúmgott raðh. um 230 fm sem er tvær hæðir og kj. Mögul. á sér- íbúð. Gróin lóð. V. 12,5 m. 6504 Vegna mikillar sölu undanfarið höfum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.