Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 BLAÐ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Hrun kommún- ismans hefur gjörbreytt fisk- markaðinum Greinar 5 Kjartan Bergsteinsson Greinar 7 Lárus Jóhannsson í BEITNINGASKÚRNUM • ÞEIR Guðmundur Elíasson og Hafsteinn Sigmundsson skip- stjóri voru iðnir við koiann og máttu vart vera að því að iíta upp í beitningaskúrnum I vikunni Morgunblaðið/Jón Svavarsson er þeir voru aðbeita fyrir Sig- mund HF 369. í beituna notuðu þeir félagar meðal annars sild, smokkfisk og kindaiungu svo eitthvað sé nefnt. ■jíp 'OBIBP í : Eimngakvótar á öll norsk togveiðiskip NORSKA stjórnin hefur ákveðið að taka upp svokallaða eininga- kvóta í þorskveiðunum og gilda þeir um öll togveiðiskip. Það þýð- ir, að innan ákveðins ramma sé leyfilegt að færa kvóta á milli skipa svo fremi að skipið, sem fært er frá, sé úrelt. Leyfilegt verður að halda aukakvótum, sem fást með þessum hætti, í 13 ár. Mikið tillit tekið til byggðasjónarmiða Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, sagði, að með þess- ari nýju skipan hefði verið tekið mikið tillit til byggðasjónarmiða enda væri ekki aðeins bannað að færa kvóta frá þremur nyrstu fylkjum landsins, heldur einnig á milli helstu svæða innan þeirra. Þá verður einnig bannað að færa kvóta á milli lítilla togskipa og ísfisktogara eða togara, sem heilfrysta um borð, og ekki má færa kvóta á milli þessara skipa og verksmiðjuskipa. Sóknargetan löguð að afrakstursgetu fiskistofnanna Yfirvöld í hveiju fylki verða að leggja blessun sína yfir kvótatilfærslu til að tryggja, að byggðasjónarmiða sé gætt og hana má einnig binda skil- yrði um, að landað sé á ákveðnum stað eða hjá ákveðnu fyrirtæki sé það talið nauðsynlegt vegna atvinnunnar í landi. Einingakerfi á borð við þetta var komið á hjá norsku nótaskipunum fyrr á árinu og að sögn Jan Henry T. Ols- ens er tilgangurinn sá'að laga sóknar- getuna að afrakstursgetu fiskistofn- anna. Segir hann, að það muni verða til að auka arðsemi flotans, tryggja betur hráefnisútvegun fyrir iandvinnsl- una og standa þannig vörð um afkomu fólks í þeim héruðum, sem háðust eru sjónum. Einingakerfið geta þau útgerðar- félög nýtt sér, sem eiga fleiri en eitt skip, félög, sem sameinast, eða koma sér saman um samstarf. Skilyrði er hins vegar, eins og fyrr segir, að skip- ið, sem kvótinn er tekinn frá, sé útelt. Viðbótarkvótann má ýmist nota á einu skipi eða dreifa á fleiri. Eignarhald megi ekki vera ð of fáum höndum Ein eining í þessu kerfi er sá þorskkvóti, sem stóru togararnir hafa nú. Mega þeir ekki hafa fleiri en tvær einingar og lítið togskip ekki meira en 1,1 einingu. Eitt útgerðarfélag, sem samanstendur af nokkrum smærri fyrirtækjum, má ekki ráða yfir meira en níu einingum. Þá vinnur norska sjávarútvegsráðuneytið að lagasetningu til að koma í veg fyrir, að eignarhald í flotanum geti safnast á of fáar hendur. Loks segir, að þessi nýja skipan taki gildi frá og með næstu áramótum. Fréttir Markaðir Línuveiðar á „Hryggnum“ •NORSKI línubáturinn To- rita gerði góðan grálúðutúr á Reykjaneshrygg í sumar og fékk 123 tonn á tæpum tveimur mánuðum. Afla- verðmæti nam um 40 millj- ónum króna. Færeyingar hafa mikinn áhuga á að reyna fyrir sér með línu á Reykjaneshrygg enda telja þeir að þar séu miklir mögu- leikar./2 Rækjuveiðileyfi við Namibíu •SAMNINGAVIÐRÆÐUR um rækjuveiðar við strönd Namibíu standa yfir um þessar mundir, en útgerðar- fyrirtækin Siglfirðingur hf. á Siglufirði og Snæfellingur hf. í Ólafsvík hafa lýst yfir vilja til að hefja þessar til- raunaveiðar. Namibíustjórn hefur þegar veitt leyfi fyrir veiðunum./2 Óska tilboða í innfjarðarrækju •ÚTGERÐIR þriggja rækjubáta á Húsavík, sem stunda innfjarðarrækjuveið- ar á Skjálfanda, hafa aug- lýst eftir tilboðum í við- skipti bátanna á komandi vertíð, en ekki hefur náðst samkomulág við rækju- vinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur um verð á rækj- unni./2 Allur fiskur á markað • BREYTT hlutaskipti og að allur fiskur fari á markað verða tvær meginkröfur Vélsljórafélags íslands í komandi kjarasamningum. Með því vilja vélstjórar koma böndum yfir kvóta- brask og hækka hlutaskipti vélstjóra í samræmi við námstíma./3 Stjómskipaður aumingjadómur • VEGNA stjórnskipaðs aumingjadóms íslenskra skipasmíðastöðva hafa verið byggð erlendis stærstu skip íslenska fiskiskipaflotans og breytingar farið fram á öðr- um til að takast. á við ný verkefni á úthöfunum á sama tima og við íslendingar höfum allt sem þarf nema kannski samkeppnishæfni, segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnsl- unnar hf./3 Bolfiskur • SÁ TÍMI er liðinn er þorsk- urinn bar höfuð og herðar yfir aðrar bolfisktegundir í heimsaflanum. Nú er það Alaskaufsinn, sem trónir á toppnum, er vel á fimmtu milljón tonna en Atlantshafs- þorskurinn, í öðru sæti, er í um 1.200.000 tonnum. Síðan kemur kolmunninn og lýs- ingurinn við Argentínu og loks Kyrrahafsþorskurinn. Veiðar á honum hafa aukist verulega á síðustu árum, einkum innan rússnesku efnahagslögsögunnar. Á síð- asta ári voru veiðar á honum við Alaska um 320.000 tonn og var þá afli Rússa þá kom- inn í 220.000 tonn. Er búist við, að hann hafi aukist enn á þesu ári. Baráttan um fiskblokkina Innlutningur á fiskblokk til Bandar. Blokkin 1993 Stærstu miiij. botnfisk- tonn stofnar í heimi 0 EINS og á öðrum sviðum hefur Alaskaufsinn algera yfirburði hvað varðar fram- boð af blokk í Bandaríkjun- um. Töluverður samdráttur hefur verið á milli ára í blokkarinnfiutningi til Bandaríkjanna í þorski og lýsu en örlítil aukning í ýs- unni fyrsta ársfjórðung þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Framboð á ufsablokk hefur hins vegar aukist mjög mikið eða úr um 13.000 tonnum í tæplega 20.000 tonn. Skýrist það lík- lega að hluta til af verðlækk- uninni, sem varð á surimi, en undir þeim kringumstæð- um fer jafnan meira af Al- askaufsanum í flök og blokk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.