Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1996 C 5 GMDSS lögleitt eftir 27 mánuði Kjartan Bergsteinsson GMDSS-kerfið var samþykkt á alþjóða ráðstefnu á vegum IMO, Alþjóða siglinga- málastofnunarinnar í nóvember 1988. Þessar kerfisbreytingar hafa í för með sér miklar breytingar í fjarskipt- um og tækjabúnaði og útheimta þar af leiðandi endurmentun skip- stjórnarmanna. Ákveðið var að gefa GMDSS-kerfinu rúman aðlögunartíma. Árið 1992 gengu þessar breytingar svo form- lega í gildi um allan heim, hófst þar með ferill sem á að ljúka 1. febrúar 1999. Öll skip eiga þá að hafa nauðsynleg- an búnað, GMDSS-kerfisins, og skip- stjórnarmenn að hafa lokið tilskildu endurmenntunarnánii. (GOC) sem er 72 kennslustundir fyrir starfandi skipstjórn armenn. GMDSS-kerfið byggist á tækni- lega framþróuðum búnaði um borð í skipum, í geimnum og í landi. í kerfinu eru notaðir gervihnettir, bæði á pólferlum og svonefndum kyrrstöðubaug með gervihnetti stað- setta beint yfir miðbaug, sem snúast jafn hratt og jörðin. Alþjóðleg ráðstefna um framgang GMDSS-kerfisins var haldin í Plymo- uth í Englandi í mars sl. Margt fróð- legt kom þar fram, meðal annars að nú séu að verða síðustu forvöð fyrir skipaeigendur að gera ráðstafanir til uppfærslu öryggis fjarskiptatækja og að ennþá séu eftir um 75% af alheimsflotanum, án þessara tækja, þrátt fyrir þennan langa aðlögunar- tíma. Bent var líka á að framleiðend- ur þessara tækja væru ekki stór fyr- irtæki, og gætu ekki legið með mikl- ar birgðir tækja. Hugsanlega megi því búast við afgreiðslustöfum árin 1997 og 98 þróist þessi mál með sama hætti. Fram kom líka á þess- ari ráðstefnu að IMO segist munu beita sér fyrir því að undanþágur verði ekki veittar af aðildarlöndunum þegar GMDSS er gengið í gildi. Þema Plymouth-ráðstefnunnar var „Time to Act" eða framkvæmið núna, eða hvernig sem menn vilja leggja út af þessu. Af þeim upplýs- ingum sem komu fram á ráðstefn- unni var ljóst að of mörg skip áttu eftir að uppfæra tækjabúnað sinn - að of mörg lönd áttu eftir bæta við búnaðinn í landi (t.d. í tækjavæðingu strandstöðva) - að of margir skip- stjórnarmennvoru ennþá án GMDSS- réttinda, (GOC) - og að lokum að GMDSS-tækjabúnaðurinn sjálfur hefði reynst oft bæði flókinn og erfið- ur í notkun. Á ráðstefnuni kom einn- ig fram nokkuð sem margir hafa vitað en fáir haft einurð til að viður- kenna opinberlega að með sama þró- unarferli í tækjavæðingu skipa stefnir í algjör vandræði á heimsvísu undir lok aðlögunartímabilsins. Að vísu mismunandi eftir löndum. Hvernlg er staöan á íslandl? Þann 11. maí 1994 setti sam- gönguráðherra reglugerð (nr. 295/1994) um fjarskiptabúnað og fjarskipti í íslenskum skipum. Reglu- gerðin byggist aðallega á GMDSS- kerfinu. Enginn hefur því þurft að vera í nokkrum vafa um kröfur þær sem gerðar eru til búnaðar skipa og menntunar fjarskiptamanna. Fræðslumát Sjómannaskólinn í Reykjavík og Stýri- mannaskólinn í Vest- mannaeyjum eru með endurmenntunarnám- skeið fyrir skipstjórnar- menn í GMDSS. Báðir þessir skólar hafa síðan útskrifað skipstjórnar- menn með svokölluð GOC-skírteini, (það þarf minnst tvo skip- stjórnarmenn með GOC-skírteini á hvert skip), svo sem krafist er í GMDSS-kerfinu og íslensku fjarskipta- reglugerðinni en ennþá er ekki nógu góð aðsókn að þessum námskeiðum. Of margir starfandi skipstjórnarmenn eiga ennþá eftir að taka þessi námskeið og tíminn er að verða of naumur. Fjarskiptatækl skipa Útbúnaður skipa skal miðast við hafsvæði það sem skipið vinnur á. Nýtt og betra neyðar- og öryggisfjarskipta- kerfi fyrir sæfarendur mun hafa í för með sér miklar breytingar í tækjabúnaði sem aftur útheimtir, að sögn Kjartans Bergsteins- sonar, endurmenntun skipstjórnarmanna. Hafsvæðum heimsins er skipt upp í fjögur svæði. Verður hér á eftir reynt að gera stuttlega grein fyrir þeim. Hafsvæði A-l. „Þetta hafsvæði takmarkast af langdrægi skips við strandstöð til talfjarskipta og viðvar- ana, með stafrænu valkalii (DSC) á metrabylgju (VHF)." Með þessum tækjabúnaði er ekki gert ráð fyrir að skip fari lengra frá landi en segj- um 35 sjómílur, þar þarf minnstan búnað og skipstjórnarmaður á að hafa ROC-skírteini fjarskiptarnanns. Líklega hafa flestöll skip á íslandi þennan búnað. Hve margir hafa ROC-skírteini er ókannað mál. Hafsvæði A-2 er utan við A-l eins og skilgreint er í reglugerðinni og það takmarkast af langdrægi strand- stöðvar til talfjarskipta á MF (milli- bylgju) og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) ásamt þeim búnaði sem skip á hafsvæði A-l ber að hafa og eins og áður sagði 2 skipstjórnar- menn með GOC-skírteini. Yfirleitt er gengið út frá að þetta svæði nái um það bil 150-250 sjómílur frá landi. Hafsvæði A-3 er svæðið utan við hafsvæði 1 og 2 og takmarkast það af langdrægi kyrrstæðra gervihnatta í INMARSAT-kerfinu. Þetta svæði nær hringinn í kringum hnðttinn og upp að 70 gráðum norðlægrar og suðlægrar breiddar, sem sagt skip verður að hafa viðeigandi gervi- hnattabúnað auk sama búnaðar og gildir fyrir hafsvæði A-l og A-2. Hafsvæði A-4 er hafsvæði fyrir utan öll hin hafsvæðin, fyrir ofan og neðan 70 gráður suðlægrar og norð- lægrar breiddar. Á því svæði þurfa skipin að hafa fullkomin fjarskipta- tæki, t.d. radiotelex á stuttbylgju, til viðbótar við allan þann búnað sem gildir á hinum svæðunum. Annar búnaður. Ýmsan annan búnað þurfa skip einnig að hafa sam- kvæmt GMDSS og sem ekki er eins tengdur hafsvæðunum en er eftir sem áður skylda að hafa um borð. T.d. fjarskiptabúnað björgunarbáta, ratsjársvara, radiobaujur, Navtex og margt annað. GMDSS-búnaður í landi Á áðurnefndri ráðstefnu kom skýrt í ljós að ennþá skortir talsvert á að löndin hafí uppfyllt viðeigandi kröfur GMDSS-kerfisins. Þó eru lönd sem skera sig úr gagnvart þessu, t.d. Danmórk og Ástralía. Og auðvit- að eru skipin ekki að fjárfesta í tækj- um sem koma svo ekki að hálfum notum vegna skorts á tækjum á strandstöðvunum en þær eiga að gegna mjög mikilvægu hlutverki í GMDSS-kerfinu svo sem í neyðar- fjarskiptum'ásamt öðru. Navtex Sumt af búnaðinum, sem koma átti í notkun í landi á aðlögunartím- anum, var með ákveðinni tímasetn- ingu líkt og var með NAVTEX-bún- aðinn sem ákveðið var að yrði tekinn í notkun 1. ágúst 1995. Sæfarendur segja þó að enn vanti miið á að hann gengi hlutverki sínu tæknilega séð hér á landi. Skipstjórnarmenn, sem fylgst hafa með þessum málum, segja að NAVTEX-útsendingarnar heyrist t.d. ekki fyrir norðan eða austan landið (ennþá virðist vanta sendistöð á Norðausturlandi fyrir Navtex) og að veðurspárnar sem sendar eru út á NAVTEX nái aðeins til grunnmiða við ísland. Ekki séu sendar út veðurspár fyrir „djúpin" á NAVTEX. Segja má að aðeins séu sendar veðurspár fyrir um það bil 20% af hafsvæði því sem Navtex-veð- urspárnar íslensku eiga að ná yfir. Skip, sem eru á karfamiðum á Reykjaneshryggnum, sem er innan íslenska NAVTEX-svæðisins, fá t.d. aldrei veðurspár á NAVTEX. Stjórnbúnaður Margt annað kom fram á Plymo- uth-ráðstefnunni, t.d. hvort ekki væri ástæða til að taka mið af fjar- skiptatækjum og stjórnbúnaði í flug- vélum. En í flugvél eru notaðir al- þjóðlegir staðlar í hönnun stjórn- tækja, engin tæki eru t.d. merkt framleiðanda sínum. Ef þú kannt á eitt tæki kanntu á þau öll því að stjórnborðin eru sams konar. Þessu er aftur á móti þveröfugt farið í skipatækjum. Tækin eru yfir- leitt mismunandi upp byggð eftir framleiðendum. Þau eru kannski með röð af tókkum, með mismunandi innslætti eða aðgerðum, eftir tækjum og ef einhver skipun er ekki rétt verður að byrja á aðgerðinni aftur. Þetta gekk meðan loftskeytamenn sáu um þessi atriði enda voru þeir með miklu meiri menntun en nú eru misjafnlega þjálfaðir menn að koma að þessum tækjum sem þeir ef til vill hafa aldrei séð áður og fá oft á tíðum litla þjálfun í notkun þeirra eða kannski enga. Þrátt fyrir það að þessi nýju tæki áttu að vera ein- föld og á færi hvers og eins en dæm- in sanna samt sem áður annað. Niðurstöður Endurmenntun skipstjórnarmanna gengur of hægt. Ef menn gefa sér að um 1000 skip séu á íslandi sem þurfi menn með GOC-skírteini þýðir það að 2 menn séu um borð í skipinu á hverjum tíma með þessi réttindi og með afleysingamönnum erum við að ta!a um að minnsta kosti 3 menn á skip eða 3000 menn með GOC-rétt- indi. Göngum út frá því að 25% hafi þegar fengið þessi réttindi, sem er ríflega áætlað, þá vantar 2250 menn ennþá endurmenntunarnámskeið. Stýrimannaskólarnir gætu báðir út- skrifað með fullri aðsókn í tvö og hálft ár hugsanlega um það bil 1000 manns með þessi réttindi fyrir 1. febr- úar 1999. Nauðsynlegt er því að fara að huga að þessum málum, þörf er á umræðu um hvernig best sé að haga þessu. Tækjakaup Margir búast við að verðið á þess- um tækjum lækki þegar framleiðend- urnir eru búnir að ná inn hönnunar- kostnaði. Aðalritari Alþjóðanefndar + | LOÐNUBATAR Nafn SUsrft Alll 1790 Sjðf. 2 Lcndunarst. KAPVE4 402 Vestmannaeyiar j SIGHVATUR BIAHNASON VE 81 JÓN SIGURÐSSON QK 62 VlKINGUR AK 100 666 1013 950 1407 22 1507 1 1 2 Vestmannaeyjar Grindavik Akranes ELUBI GK 44S 731 593 1 Bolungarvík HÖFRÚNGUR ÁK 91 { ÞÚRÐUR JÓNASSON EA 350 446 556 577 2364 B8S 3 Bolungarvik Bolungarvík j BJARNI áLAFSSON AK 70 2188 2 Siglufjöröur : GRINDVlKINGUR QK 606 2010 2 Siglufjörour HÁBÉRG GK ~299 366 670 760 ' 2 2 Siglufjöröur SVANUR «£ 45 334 SigMiorouf ] FAXI RE 241 331 747 1155 2 Olafsfjörður JÚPITEfl ÞH 61 1218 1 Vopna^örour SUNNUBERC- CK 199 385 776 1214 2 Vopnafiörður i JÓN KJARTANSSON SU 111 1134 l Z Esktfjöröur um sjávarfjarskipti benti á að þau fyrirtæki, sem mörg hver væru að koma út úr kreppuástandi undanfar- inna ára, væru ekki í stakk búin til að uppfylla skyndilega aukningu í eftirspurn. Aðeins mætti búast við að iðnaðurinn gæti hugsanlega tekið við 20-30% meiri eftirspurn. Ef til dæmis flestir biðu þar til eftir væru aðeins IV2 ár, þar til GMDS-kerfið verður lögleitt má al- veg eins búast við að verð tækjanna hækki, frekar en lækki, sökum mik- illar eftirspurnar á stuttum tíma. Er , erfitt að spá fyrir um þróun þessara mála á íslandi. Vonandi sjá menn að betra er að taka þessi mál strax föstum tökum. Bent var á á ráðstefn- unni að besta leiðin væri að reyna að dreifa fjárfestingunni á sem lengstan tíma og skipuleggja kaupin þannig að uppsetningin, sem er stórt atriði, verði sem hagkvæmust. a Höfundur er loftskeytamaður á strandstöðinni Vestmannaeyja- radíó/TFV og kennari við Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyj- um. Togaralíf SKELFISKBATAR Nafn Stwra Afll S|4f. Lðndunarst.. FARSÆLL SH 30 178 45 5 Grundarfjörður HAUKABERG SH 20 104 41 5 GrundarfjÖröur GRETTIR SH fO« 148 61 6 1 Stykkishólmur GlSLI GUNNARSSON II SH 86 18 22 4 Stykkishólmur HRÖNN BA 336 4! 50 5 StykkÍBhólmur | KRISTINN FRIÐRIKSSON SH í 104 55 68 5 5 Stykkishólmur SVANVRSH 1(1 138 Stykkishólmur i ÁRSÆLL SH 88 101 49 5 Stykktshölmur ÞÓRSNES II SH 109 148 45 S Stykkishótmur SIÐUSTU daga hefur mikil umræða verið í fjöl- miðlum um andlega líðan manna um borð í togur- um okkar vegna langrar útivistar. Undirritaður hefur, vegna starfa sinna, fjallað nokkuð um málið síðustu ár bæði á námskeiðum með fjölda áhafna sem og við út- tektir um borð. Aðstæð- ur áhafna bæði á ísfisk- og verksmiðjutogurum hafa verið undir smá- sjánni við vinnuvist- fræðilegt mat í túrum með nokkrum skipum. Magnus H. Einnig hafa líkamleg Olafsson próf verið gerð á áhöfn- um nokkurra togara. Það er augljóst að álag á áhafnir getur verið mjög mikið, líkamlegt eða andlegt, eftir aðstæðum. Veiðist vel þá er líkamlegt álag mikið. Sé dræm veiði getur andlega álagið vaxið verulega. Líklega er það þá nokkurn veginn í öfugu hlutfalli við það magn sem veiðist. Líkamlega álagið á ísfisktogur- unum felst einkum í mjög erfiðri vinnu við aðgerð og í lest. Álagið við aðgerð er einkum á bak, herðar, axlir og handleggi. Álagið ræðst oft af hönnun vinnuaðstöðu, sem iðu- lega er ófullnægjandi. Álag á mannskap í lest ræðst af því magni fisks sem kemur í lestina á ákveðnum tíma og þeim fjölda sem starfar í lestinni og síðast en ekki síst af vinnuaðstæðum. Líkamlegt álag um borð í frystitogurunum er að mörgu leyti áþekkt, en þar bæt- ist þó við veruleg einhæfni í störfum, oft í langan tíma. í þessari umræðu má ekki líta fram hjá því að afleiðingar af andlegu og líkamlegu álagi geta oft orðið áþekk- ar og orsakasamhengi einkennanna mjög blandað. Þannig getur andlegt álag valdið líkamlegum einkennum og líkamleg einkenni s.s. bakverkur og vöðvabólga geta haft neikvæð áhrif á andlega líðan. Auk alls þessa geta sjómenn borið í btjósti ótta um slys eða meiðsli, einkum þegar veður eru válynd eða mikið aflast. Þannig virðist ástæða til að gefa öryggismál- um verulegan gaum. Með allt þetta í huga hefur undir- ritaður kynnt nokkrar hugmyndir sínar, sem hugsanlega geta unnið gegn afleiðingum þessa álags, fyrst á ráðstefnu um öryggismál sjó- manna árið 1990. Hér á eftir fara þessar hugleiðingar, auknar og end- urbættar. Uppbyggjandí viðfangsefni Kjarni málsins er að stýra álag- inu, bæði því líkamlega og andlega, í fullu samráði við sjómennina sjálfa. Þegar lítið aflast þurfa menn að geta gripið tl annarra, uppbyggjandi viðfangsefna í samræmi við áhuga og hæfileika. Líkamlega álaginu má einkum stýra með því að tryggja að vinnuaðstæður um borð séu sem bestar, en þar er víða pottur brotinn. Með þetta í huga er bent á eftir- farandi: 1. Sjómönnum í stý- rimanna- eða vél- j stjóranámi verði gef- \ inn kostur á að taka X hluta af bóklegu námi ( sínu í bréfa- eða tölvu- I skóla um borð. ( * 2. Tekin verði upp f samvinna við ein- hverja þ'á mennta- stofnun sem sinnir x fjarkennslu og sjó- í menn hvattir til al- j mennra mennta í fleiri greinum. Þetta er ekki síst æskilegt sökum j þess að margir sjó- menn hætta ungir til sjós og hafa þá minni möguleika á ' starfi í landi vegna menntunarskorts. 3. Komið verði upp samkeppni um allan togaraflotann (og jafnvel víðar) um listsköpun fyrir þá sem kunna að hafa áhuga eða hæfileika í þá veru. Þennan þátt yrði að efla Stýra má bæði andlegu og líkamlegu álagi sjó- manna í fullu samráði við þá sjálfa, skrifar Magnús H. Ólaf sson í kjölfar umræðu um líð- an manna um borð í * togurum vegna langrar ______útiveru._______ með fræðslu. Dæmi: Málun, teikning, ljós- myndun, besta fuglamyndin, besta J hvalamyndin, fallegasta ísmyndun- | in, besta vinnumyndin, besta and- litsmyndin o.s.frv. 4. Aðstaða til líkamsræktar um j borð verði bætt og hún kennd af J þekkingu og skynsemi (þetta er mikilvægt). Ekki er nóg að koma hjóli um borð og segja mönnum að fara að æfa. Nauðsynlegt er að kanna lík- amlegt ástand manna áður en hafist"' er handa um svona líkamsþjálfun, \ og þeim síðan hjálpað að setja sér markmið og kennt hvernig best er að ná því markmiði. Síðan verði lík- amlega ástandið metið reglulega. Nokkrar togaraáhafnir hafa þeg- ar verið þrekmældar og niðurstöð- urnar valdið verulegum vonbrigðum þegar hugsað er til þess mikla lík- amlega álags sem um getur verið að ræða þegar vel aflast eða þegar aðstæður á sjó verða mjög erfiðar. 5. Fjöldi túra verði takmarkaðir við tvo í röð. Síðan verði menn að- vera í landi á meðan skipið fer þann þriðja. Hér er aðeins um hugmyndir að , ræða sem ég vona að geti orðið grund- völlur frekari umræðu og þróunar. Höfundur er þjálfari með vinnu vistfræði sem sérgrein og starfar að vinnuvistfræði við vianuvernd- ardeild Máttar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.