Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 8
Serblað um Sjávarútveg MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER1996 FRÁ undirritun samninga Athygli ehf. og Fiskifélags íslands um útgáfu Sjómannaalmanaks og Ægis. Frá vinstri: Einar K. Guðfinnsson formaður Fiskifélagsins, Bjarni Kr. Grímsson fiskimáiastjóri, Ómar Valdimars- son og Valþór Hlöðversson frá Athygli ehf. Athygli tekur við Ægi og Sjómannaalmanakinu ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ Athygli ehí'. í Reykjavík TJÍ+crífti'rii'ri hefur tekið að sér að annast útgáfumál fyrir Fiskifé- rtlLhtjUI Illll [ag Jsiands. Felur það í sér að Athygli annast útgáfu ¦pl-y^T r|OT*rhl¥* ^ Sjómannaalmanakinu, sjómannablaðinu Ægi og jol/ \J UM fylgiriti þess, Útvegstölum, og ársritinu Útvegi. Samn- ingar um þetta voru undirritaðir í vikunni. Sjómannaalmanakið, sem út hefur komið á vegum Fiskifélagsins í rúm 70 ár, kemur út fyrir áramót en samningarn- ir um umsjón Athygli með Ægi og Útvegstölum gilda frá næstu áramótum. Athygli mun flytja ritstjórn Ægis og Útvegstalna til Akureyrar og hefur Jó- hann Ólafur Halldórsson, fyrrum rit- stjóri á Degi, verið ráðinn daglegur rit- stjóri blaðanna. Fiskifélag íslands verður áfram formlegur útgefandi blaðanna og fiskimálastjóri ritstjóri þeirra og ábyrgð- armaður. Ægir og Útvegstölur verða prentuð hjá Asprent/POB ehf. á Akur- eyri og dreift þaðan. Með því að færa vinnslu blaðsins að miklu leyti norður í land telja Fiskifélag- ið og Athygli að nýir möguleikar opnist til efnisöflunar og efnistaka enda er Akureyri með stærstu útgerðarstöðum á landinu og útgerð og fiskvinnsla í fjórðungnum með miklum myndarskap. Ægir verður þó áfram landstímarit, sem áfram mun leita efnisfanga í öllum landshornum. Keppst verður við að nýta Ægi áfram til að koma á framfæri við sjómenn og annað starfsfólk í sjávarút- vegi upplýsingum um það sem helst er á döfinni í greininni, starfsemi á vegum Fiskifélagsins, þróun í fiskvinnslu og veiðum og nýjungar á því sviði og draga fram það sem vel er gert í þessum at- vinnuvegi. Sjómannaalmanak Fiskifélags íslands, sem nú kemur út í 72. sinn, verður hins- vegar unnið í Reykjavík og prentað hjá prentsmiðjunni Odda. Sérstaða Sjó- mannaalmanaks Fiskifélagsins felst ekki síst í því að það er keypt í öll íslensk skip yfir tólf metrum á lengd og í því er nýjasta uppfærða skipaskrá félagsins sem tekur til allra skipa sem gerð eru út á íslandi, annarra en opinna vélbáta, en hana er ekki að fmna annars staðar. Unnið að söguskráningu Norður-Atlantshafsins SÖGUSAMTÖK Norður-Atlantshafsins, NAFHA, hafa gefið út fyrsta hefti ritraðarinnar Studia Atl- antica, en samtökin stefna einnig að útgáfu heildar- sögu hafsvæðisins á næstu árum. Að samtökunum standa allar Norðurlandaþjóðirnar nema Finnland, þ.m.t. Grænland og Færeyjar auk Bretlands, Þýskalands, Hollands, Spánar og Kanada. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, segir að hér sé um mjög stórt verkefni að ræða og væntir þess að afraksturinn líti dagsins ljós eftir þrjú til fjögur ár. Fjölþjóðlegt risaverkefni The North Atlantic Fish- eries History Association eru samtök sagnfræðinga sem skrifa fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs og er ætlunin að skrifa sögu haf- svæðisins í þremur áföng- um. í fyrsta lagi verður skrifuð heildarsga Norður- Atlantshafsins og verður hún væntanlega í 3-5 stór- um bindum og skrifuð á ensku. Jón segir að þegar sé hafin vinna við þetta verkefni. Það sé mjög við- amikið, enn sé langt í land og ekki megi vænta út- komu sögunnar fyrir en að Jón Þ. Þór minnsta kosti 3-4 árum liðnum. Þá er áætlað að annar hlutinn verði fiskveiðisög- ur einstakra landa og skrifaðar á þjóðtungunum og segir Jón að hverri þjóð sé það í sjálfsvald sett hve stór saga hennar verður. Þekkingarstaðan kortlögö Þriðji hlutinn er síðan ritröðin Studia Atlantica og hefur nú nýverið komið út fyrsta bindi ritraðarinn- ar. í því eru fyrirlestrar sem haldnir voru á stofn- FOLK Simonsen svipt- ur réttindum • TOR Arne Simonsen, þekktur lögfræðingur í Tromso í Noregi, var nýlega sviptur starfsréttindum og væri það ekki í frásögur fær- andi hér uppi á íslandi nema vegna þess, að Simonsen þessi er stjórnarformaður Troms- fisk, fyrirtækisins, sem tog- ast nú á við SÍF, Sölusam- band íslenskra fiskfram- leiðenda, um spænska fyrir- tækið La Bacaladera. Það var norska dómsmálaráðu- neytið, sem svipti Simonsen lögfræðiréttindum, en opin- bert eftirlitsráð, sem fylgist með starfsemi lögfræðinga, hafði ýmislegt við umsvif hans að athuga. Hafði það sent Simonsen bréf og beðið hann að svara ýmsum spurn- ingum en hann lét aldrei svo lítið að ansa þeim. Simonsen hefur ítök í fleiri fyrirtækjum en Tromsfisk og sagt er, að hann ætli að hafa lifibrauð sitt af þeim og hyggist ekki reyna að fá lögfræðiréttindin Jósafat Hinriksson aftur. Sjóminjasafnið stækkað • Toghleraframleiðandinn Jósafat Hinriksson hefur opn- að 320 fermetra viðbótarsal við Sjóminjasafn sitt í Súðar- vogi 4 og fá nú ýmsir mun- ir að njóta sín betur en áður. Salurinn var opnaður í boði sem Jósafat og Útflutnings- ráð héldu saman þann 19. sept- ember sl., eða á meðan á ís- lensku sjávarútvegssýning- unni stóð. 600 manns mættu í teitið og bárust safninu margir merkir munir. Nefna má logg- klukku, vélarrúmsstiga, teppa- bankara, plottara, radar, málm- deiglu úrgrafíti, steinolíublúss- lampa, bensínlóðbolta, miðunar- tæki, handfæraballans, síldar- háf, bátamótor, sperrufestingar, lás, ljósmynd, peningakassa með gamalli smámynt, veggklukku, pottsleifar, suðupott auk ýmissa annarra verkfæra. Einn merk- asti hluturinn, sem safninu barst, að mati Jósafats, er Haslev-orgel Guðmundar „fimmfalda" Guðmundssonar frá Neskaupstað, en viðurnefnið mun Guðmundur hafa fengið vegna þess hve mikill snillingur hann var á fimmfalda harmon- íku. Tækifæri til að stríða Norðmönnum LOK ársfunda Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins hefur sú venja skapast að heiðra þá sérstaklega sem flytja skemmtilegustu ræðurnar. Á fundi ráðsins í Reykjavík á dögunum kom þessi viður- kenning í hlut okkar manns, Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnun- ar, en hann þótti flytja afar skemmtilegt erindi um síldar- göngur á tímabilinu frá 1950- 1970. Jakob ¦ var að vonum ánægður með viðurkenn- inguna, inn- rammað heið- ursskjal og viskíflösku, sagðist reyndar nota hvert tilefni, sem gæfist, til að stríða Norðmönnum eilítið í síldarmálunum. Barbeque-grillað laxafiðrildi með paprikusósu fundi félagsins í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Þar er fjallað um Norður- Atlantshafið sem sameiginlega auðlind og segir Jón að markmiðið með ráð- stefnunni í Vestmannaeyjum hafi verið að kortleggja þekkingarstöðunna, hve mikið hafi verið rannsakað í þessari sögu. „Menn voru því fyrst og fremst að flytja fyrirlestra um stöðu rannsókna í hverju landi. Þannig að þetta fyrsta bindi gengur að mestu út á það hvað búið er að gera og hvað á eftir að gera," segir Jón. Jón segir að væntanlega verði annað bindið helgað fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnu á Grænlandi síðastlið- ið sumar og vonast hann til að það komi út fljótlega eftir áramót. Þriðja bindið verði síðan lagt undir fyrirlestra sem félagið hélt í Færeyjum í síðasta mánuði. „Þá er einnig möguleiki á að einstök bindi í þessari ritröð verði vett- vangur fræðimanna til að koma á fram- færi stórum ritgerðum sem fylla heila bók. Þannig að við hugsum okkur að ritröðin geti haldið áfram að koma út löngu eftir að sjálf fiskveiðisagan kem- ur út," segir Jón. VEITINGAHUSKB Astro, sem er tii húsa í Austurstræti 22, ætlar að þjjóða nýjan ni atseð ií frá og með morgundeg- B^ff.fll'yíf ii! "lum" ^ raateeðlinum er blanda bæði af ¦jAálíÉtjiwKliM léttum og þyngri réttum, kjöti, fiski og pasta auk girnilegrár sjávarréttasúpu, að sögn Auðuns Valssonar, kokks á Astro, sein brást vel við þegar Verið falaðist cftir fiskrét taruppskrift að hætti hússins. Fyrir valinu var barhequegrillað laxafiðrildi með paprikusósu. Þess má geta að Asíro er aðeins opið á kvöldin frá kl. 18.00 til 23.00 á virkum dögnm og 18.00 til 24.00 á fóstu- dags- og laugardagskvöldum. í réttinn þarf: 720glaxaflök 4 msk. barbeque-sósa salt og pipar olía Beinhreinsið laxaflakið og skerið i um það bii fjögurra cm þykkar snciðar. Skerið svo skurð í miðja sneiðina inn að roðinu. Leggið roðið saman svo að stykkið myndi fiðr- ildi. Penslið stykkin með olíu og kryddið með salti og pipar. GriIHð laxinn á vel heitu grilli í tvær mínútur á hvorri hlið. Rétt áður en laxinn er fulleldaður er hann pensiaður með barbeque-sðsunni, Sósan 4 rauðar paprikur 1 græn paprika 1 msk. paprikuduft 2 saxaðir hvitlauksgeirar 1 tsk. fiskikraftur satt og pipar olía 400 ml vatn Skerið rauðn paprikurnar í sundur og fjarlægið fræin og stilkinn úf. Saxið gróft og svitið i oiíunni. Setiið hvit- laukinn át i ásamt paprikuduftí og kryddið til með salti og pipar. Hellið vatninu saman við og sjóðið rólega í 15-20 iHínútur. Maukið síðan í matvinnsluvél og sigtið maukið aftur f pottinn. Látið sjóða og þykkið sósuna með maisenamjöli ef með þarf og kryddið með fiskkrafti. Skerið grænu papríkuna í teninga og steikið stutta stund S örlitlu af olíu. Bætið siðan i sðsuna og framreiðið. Se^- ið laxastykkin á diska eða fat og framreiðið með sósunni ásamt hrísgrjónum og salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.