Morgunblaðið - 10.12.1996, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
fHttjgntifcfafeifr
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 10. desember 1996
Blað D
Réttur
sameigenda
ÓFRIÐARSEGGIR geta rýrt
verðgildi fÍHÍða í fjöleignarhús-
um, því að enginn vill slíka ná-
granna, segir Sandra Baldvins-
dóttir, lögfræðingur hjá Hús-
eigendafélaginu. En hver eru
úrræði húsfélags og einstakra
íbúðareigenda? /13 ►
Eldvarnir
ÞAÐ er vissulega þörf á að
minna á eldvarnir á þessum
tíma, segir Bjarni Ólafsson í
þættinum Smiðjan. Því miður
hafa stundum orðið húsbrunar
um jól og áramót. Þeir sem
gera sér ljósa eldhættuna, vita
einnig hvernig bregðast ber
við. / 20 ►
Sambyggð
eldri
borgara
ELDRI borgarar þurfa að
eiga þess kost að komast
í íbúðir í lágri en þéttri
byggð, segir Jón Ólafur Ólafs-
son, arkitekt hjá arkitektastof-
unni Batteriinu. Til þessa hafa
slíkar íbúðir hins vegar verið
byggðar í háliýsum fyrst og
fremst, þó að lægri hús með
slíkum íbúðum séu vissulega
til.
Fyrir þremur árum gerðu
þeir hjá Batteríinu tillögu að
nýjum valkosti í byggingar-
málum fyrir eldri borgara,
sem hlaut heitið Sambyggð
eldri borgara í uppsveitum Ár-
nessýslu.
Byggðin átti að rísa í Laug-
arási í Biskupstungum og var
ætluð eldri borgurum í upp-
sveitunum ásamt sumarbú-
staðaeigendum, komnum á efri
ár, sem gátu hugsað sér að
eyða ævikvöldinu í friðsæld
dreifbýlisins á gróðursælum
stað, enda átti byggðin að
heita Laufskálar.
Jón Ólafur svarar afdrátt-
arlaust ýmsum áleitnum
spurningum svo sem varðandi
lóðarnýtingu og aðgengi að
þjónstumiðstöð innandyra. —
Það er alls ekki hægt að full-
yrða, að lóðarnýtingin verði
betri í háhýsum, segir hann. —
Það þarf miklu meira rými í
kringum háhýsi en lág hús og
það verður að taka með i
reikninginn. Þegar upp er
staðið, er alls ekki víst, að nýt-
ingin sé svo miklu lakari, þeg-
ar lág hús eru reist. / 16 ►
Afföll húsbréfa fara
minnkandi á ný
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa
hefur farið lækkandi að undanfömu
og var 5,67% hjá Landsbréfum sl.
föstudag borið saman við 5,78% í lok
október.
Afföll við sölu bréfanna hafa lækk-
að að sama skapi og fæst um 1%
hærra verð fyrir bréfín á verðbréfa-
markaði eftir þessa lækkun. Á
fimmtudag fengust um 972.500 kr.
útborgaðar fyrir húsbréf að nafnvirði
1 milljón kr. í nýjasta flokki 25 ára
bréfa.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd
hafa verið verulegar sveiflur í ávöxt-
unarkröfu húsbréfa á þessu ári.
Ávöxtunarkrafan lækkaði hratt
framan af árinu og skörp lækkun
varð á langtímavöxtum í vor þegar til-
kynnt var um innköllun á stórum
flokkum spariskírteina ríkissjóðs frá
1986 sl. Krafan tók að hækka um mitt
sumar, lækkaði á ný í ágúst, en hækk-
aði verulega í kjölfar aðhaldsaðgerða
Seðlabankans hinn 23. september.
Fram kemur í nýju fréttabréfí
Landsbréfa fyrir fagfjárfesta að ein
ástæða hækkunar ávöxtunarkröfu á
langtímamarkaði hafí verið veruleg
hækkun á ávöxtun ríkisbréfa í kjölfar
hækkunar á ríkisvíxlum.
Ríkisbréfin urðu þannig fýsilegri
kostir í samanburði við önnur ríkis-
tryggð bréf, þ.m.t. spariskírteini og
húsbréf. Þetta dró aftur úr eftirspurn
eftir verðtryggðum ríkisti'yggðum
bréfum sem tóku að hækka.
Hins vegar er bent á að áhugi á
verðtryggðum bréfum hafi aukist til
muna að undanförnu eftir lækkun á
ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. í útboði
Lánasýslu ríkisins á 20 ára spariskír-
teinum kom glögglega í ljós mikill
áhugi fjárfesta á 20 ára spariskírtein-
um, en alls var tekið tilboðum fýrir
tæplega 1 milljarð kr. ogmeðalávöxt-
un var 5,49% sem er 5 punkta lækk-
un frá síðasta útboði.
Landsbréf telja líklegt að ávöxt-
unarkrafa lækki á næstunni meðal
annars í ljósi þess að útlit er fyrir
minnkandi framboð ríkistryggðra
bréfa, ef dregur úr hallarekstri ríkis-
ins.
Ávöxtunarkrafa* húsbréfa
sept. 1995 til 9. des. 1996
6,2%
5,52‘X
1995
1996
5,43%
avöxtunarkrafa við kaup
5,67%
6,04%
5,78%
Dæmi uin mánaðarlegaralboiKaniraf
l .000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs*
Vt*xtír(%) lOár 15 ár 25 ár
Kynntii þér kosti
Fasteignalána
Fjárvangs hjá
ráðgjöfum Fjárvangs
í síma 5 40 50 60
Miðað cr við jafngrciðslulán.
*Auk vcrðbóta
Fjárvangur M
Laugavegi 170, 105 Reykjavík,
Sími 5 40 50 60, Fax 5 40 50 61