Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 10.12.1996, Síða 13
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 D 13 AEIGENDUM í fjöleignarhús- um hvíla margvíslegar skyld- ur. Þegar eigandi brýtur þær skyldur sem á honum hvíla rís sú spurning hvaða afleiðingar það hafi fyrir hann og hvaða úrræði húsfélagið og einstakir eigendur hafa í því sambandi. Koma þá m.a. til álita ýmis ákvæði í fjöleign- arhúsalögunum. í þeim lögum er það einkum lögveðsréttur húsfé- lags og einstakra eigenda vegna fjárhagslegra vanefnda sem til greina kemur. Þá eru sérstök úr- ræði í fjöleignarhúsalögunum til handa húsfélagi eða einum eða fleiri eigendum, við brot og van- efndir eigenda almennt. Verður hér fjallað um hið síðar nefnda, en hafa verður í huga að ekki er unnt að gera efninu hér tæmandi skil. Krafa um brottflutning og sölu Úrræðin eru þess efnis að ef eigandi, annar íbúi húss eða af- notahafi gerist sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigend- um, einum eða fleirum, getur hús- félagið eða einstakir eigendur gert honum að flytja úr húsinu og kraf- ist þess að hann selji eignarhluta sinn. í lögunum eru fyrirmæli um það hvemig standa skuli að slíkri ákvörðun og hvernig henni skuli framfylgt. Þegar hinn brotlegi flyst ekki burt fúslega, er nauðsynlegt að eigend- ur hafí heimild til þess að fá hann á brott gegn vilja hans, segir Sandra Baldvinsdóttir, lög- fræðingur hjá Húseig- endafélaginu. Slíkt er ekki aðeins nauðsynlegt af mannlegum ástæðum heldur einnig af fjár- hagslegum ástæðum. Gróf eða ítrekuð brot á skyldum Það er skilyrði að viðkomandi hafi gerst sekur um gróf eða ítrek- uð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, einum eða fieirum. Brot þurfa ekki að fela í sér hvoru tveggja, vera gróf og ítrekuð. Því koma úrræðin til greina vegna brota sem eru í eðli sínu ekki gróf en eru hins vcgar ítrekuð. Ekki er skilgreint í lögunum hvað er gróft brot, enda væri langt mál að telja upp öll þau tilvik sem til greina kæmu. Þær skyldur sem hvíla á eiganda geta verið margvís- legar. Þessum skyldum má skipta í tvo flokka: Annars vegar íjár- hagslegar skyldur og hins vegar aðrar skyldur. Þegar eigandi efnir ekki fjár- hagslegar skyldur sínar er húsfé- Iaginu og öðrum eigendum tryggð- ur lögveðsréttur í eignarhluta skuldarans. Þeirri skoðun má halda fram að ákaflega ólíklegt sé að fjárhagslegar vanefndir virki á ofangreindar heimildir, þar sem hagsmunir sameigenda séu nægi- lega tryggðir í því sambandi á grundvelli lögveðsréttar þeirra. Þá er frambærilegt það sjónarmið að við mat þess, hvort beita eigi ákvæðinu, eigi m.a. að líta til þess hvort sameigendur geti notfært sér önnur úrræði, þannig að ekki eigi að beita því úrræði sem gengur lengst ef önnur úrræði sem ekki eru jafn íþyngjandi fyrir viðkom- andi ná sama markmiði. Hins veg- ar útilokar orðalag ákvæðisins ekki beitingu úrræðanna við þessar kringumstæður og því er unnt að beita þeim þegar um fjárhagslegar vanefndir er að ræða. Úrræði í fjöleignar- húsalögunum vegna brota eigenda Brot á öðrum skyldum en hinum fjárhagslegu geta verið með marg- víslegum hætti. Sem dæmi um brot má nefna ónauðsynlegt og óeðlilegt ónæði. Hins vegar er það háð mati í hverju tilviki fyrir sig hvað telst vera ónauðsynlegt og óeðlilegt ónæði. Dómstólar og venja verða að móta þann mæli- kvarða sem hér verður beitt. Gera verður þá kröfu að brot séu alvar- leg þar sem beiting þessara úrræða hefur mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir viðkomandi og hefur í för með sér mikla röskun á eignar- rétti hans. Það er hins vegar vafa- samt að það sé skilyrði að brot sé framið af ásetningi eða gáleysi. Sjónarmið að baki úrræðunum Að baki úrræðunum býr það sjónarmið að hið þrönga og nána sambýli í fjöleignarhúsi sé með svo sérstökum hætti að eigendum dugi ekki venjuleg úrræði nábýlisréttar, gerist íbúi sekur um gróf og ítrek- uð brot á skyldum sínum. Brot á skyldum geta verið svo gróf, að ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess af öðrum eigendum, að þeir uni slíku sambýli. Þegar slíkt ófremdarástand skapast í fjöleignarhúsum er oft aðeins um tvennt að velja til lausn- ar á málinu. Annaðhvort að hinn brotlegi flytjist á brott, sem er ill- mögulegt gegn hans vilja og hins vegar að þeir sem verða fyrir ónæðinu og geta ekki unað við það, flytjist á brott. Ljóst er að síðari kosturinn væri með öllu ósanngjarn. Ekki væri rétt að einn aðili geti bolað öðrum eigendum út úr húsinu. Þá er eðlilegra að hinn brotlegi verði fjarlægður. Hér verður að vega og meta hags- muni, annars vegar hins brotlega af því að fá að búa í húsinu og geta mögulega haldið áfram uppi sama ástandi eða hins vegar hags- munir sameigendanna af því að fá að búa áfram í eignarhluta sínum og tryggja verðgildi þeirra. Þegar hinn brotlegi flyst ekki á brott fúslega, er nauðsynlegt að eigendur hafi heimild til að fá hinn brotlega á brott gegn vilja hans. Slíkt er ekki aðeins nauðsynlegt af mannlegum ástæðum, heldur einnig af fjárhagslegum ástæðum. Ofriðarseggir í fjöleignarhúsum geta bæði beint og óbeint rýrt verð- gildi þeirra, því enginn vill slíka nágranna. Eignarhluta getur því orðið erfitt að selja eða fyrir þá fæst mun lægra verð en ef sam- býli í húsinu væri með eðlilegum hætti. Að baki úrræðunum búa fyrst og fremst grenndarsjónarmið og með þessu lagaákvæði hafa verið lögfest sérstök úrræði, sem byggj- ast á og réttlætast af hagsmuna- mati, þar sem minni hagsmunir víkja fyrir margfalt fleiri. Ekki er viðunandi að aðeins eignarréttur hins brotlega sé verndaður, heldur verður ekki síður að vernda rétt sameiganda hans til að nýta eignir sínar í friði og tryggja verðgildi þeirra. Með úrræðunum hefur eigandi í fjöleignarhúsi mun betri réttar- stöðu en t.d. eigandi einbýlishúss. Hann getur ekki undir neinum kringumstæðum svipt hinn brot- lega réttinum til að búa í eigin húsi og krafist þess að hann selji eign sína. Akvæðið hefur .þannig bæði í för með sér ríkari og rýr- ari rétt fyrir íbúðareiganda en eig- andi einbýlishúss hefur, allt eftir því frá hvoru sjónarhorninu er lit- ið. Auk þess að tryggja rétt eigenda til að þúa í friði og möguleika á að tryggja verðgildi eigna sinna má segja að ákvæðið hafi tvíþætt- an tilgang. Annars vegar skapar ákvæðið varnað í innbyrðis sam- skiptum íbúðareigenda. Hins vegar felur ákvæðið í sér öryggisventil, sem unnt er að grípa til í neyðartil- vikum. FASTEIGNAMIDLCIN SCIÐÖRLANDSBRAÍIT 46 (bláu húsin) SÍMI 568-5556 • FAX 568-5515 2ja herb. ÆSUFELL - SKIPTI Á BÍL Falleg 2ja herb. íb. 56 fm á 6. hæð í nýviögerðu lyftuhúsi. Suðursv. Fallegt útsýni. Áhv. 2,8 millj. Verð 4,5 millj. 2325 ENGIHJALLI - LAUS Falleg 2ja herb íb. á 1. hæð 63 fm Parket. Stórar suðursv. Þvottah. á hæðinni. Laus strax. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 4,9 millj. Skipti mögul. á bíl. Góðkjör. 2334 VESTURBERG Falleg 2ja herb. íb. 50 fm á 3ju hæð í nýlega viðgerðu húsi. Nýjar innr. Vestursv. Fallegt útsýni. Mögul. að taka bif- reið upp í kaupverð. Áhv. húsbr. og Irfsj. 2,5 millj. Verð 4,9 millj. 2324 Félag Fasteignasala MAGNÚS HILMARSSON ELFAR ÓLASON HAUKUR GUÐJÓNSSON EYSTEINN SIGURÐSSON lögg. fasteignasali. Sími 568 5556 Einbýli og raðhús KEILUFELL Fallegt 150 fm einb. sem er hæð og ris, ásamt 30 fm bílskúr. 4 svefnherb. Parket. Falleg ræktuð lóð. Nýmálað hús. Mjög snyrtileg eign. Verð 11,2 millj. 2359 SELBREKKA - KÓP. Fallegt endarað- hús á 250 fm á 2 hæðum með innb. bílskúr. 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Gott hús, vel staösett innst í botnlanga. Verð 12,3millj. 2391 HAMRATANGI Fallegt nýlegt 160 fm raö- hús á einni hæð, með innb. bílskúr. Fallegt eld- hús. Áhv. 6,2 millj. húsb. Verð 10,2 millj. 2392 RÉTTARHOLTSVEGUR Faiiegt mikið endurn. raðhús 110 fm sem er kj. og 2 hæðir. 3 svefnh. Nýtt rafm og fl. Áhv. 4,2 millj. húsb. 2370 I smíðum FUNALIND - KÓPAVOGI Vorum að fá í sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í glæsilegu 10 íbúða húsi, sem er að rísa á þessum eftirsótta stað. Skilast fullbúnar í maí nk. Frábær verð. Teikningar og uppl. á skrifstofu. 2440 TRÖLLABORGIR Mjög vel hönnuð rað- hús á einni og hálfri hæð 166 fm með innb. 30 fm bílsk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Frábær útsýnisstaður. Verð aöeins 7,5 millj. 2170 ÁLFTANES - PARHÚS Glæsilegt 200 fm parhús á einni hæð við Hátún á Álftanesi. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. að innan fljót- lega. Garðstofa ( miðrými hússins. 4 svefnh. Innb. 35 fm bilsk. Verð 7,9 millj. 2379 5 herb. og hæðir EFSTASUND - SÉRHÆÐ Faiieg nýstandsett 120 fm efri sérhæð í nýstand- settu tvíbýlishúsi. 30 fm bílskúr getur fylgt. Góðar innr. Parket og flísar. Stórar stofur. 3 svefnh. Nýlegt þak og fl. Grillverönd. Verö 10,6 millj. Verð 11,7 millj. m/skúr 2396 ÁLFATÚN - BÍLSKÚR Falleg efri hæð 121 fm í tvíb. með góðum stækkunarmöguleik- um og 26 fm bílskúr. Fallegt útsýni, timburver- önd, góður staöur. Áhv. byggsj. 2 millj. Hagst. verð. 2384 ASPARFELL - ÚTB. 1,9 m. Fai- leg 4ra herb íb. á 4. hæð í lyftublokk. Park- et. Suðursv. Laus fljótl. Áhv. byggingasj. ofl. 5 millj. Greiðslub. aðeins 34 þús. pr. mán. Verð 6,9 millj. 2303 HJALLAVEGUR - BÍLSKÚR Faiieg 4ra herb. rishæð á 2. hæð í 5 íbúða húsi ásamt bílskúr. Góð stofa. 3 svefnh. Sérhiti. Nýl. gler og gluggar. Verð 6,7 millj. Gott verð. 2395 4ra herb. HAMRABORG - LAUS Falleg 4ra herb. íb. 105 fm á 3. hæð. Nýlegt eldhús. Park- et á öllu. Þvottah. og búr inn af eldhúsi. Suður- sv. Fallegt útsýni. Laus strax. Verð 7,2 millj. 2387 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR - ÚTSÝNI Falleg og sérstök 110 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð. Fallegar innr. Rúmgóð herb. Parket. Fallegt út- sýni. Góður staður í hjarta borgarinnar. Áhv. 3,5 millj. byggingasj. til 40 ára. 2287 3ja herb. ÁSBRAUT - KÓPAVOGUR Faiieg 3ja-4ra herb. endaíbúö, 86 fm á 4. hæð í steni- klæddu húsi ásamt 25 fm bílskúr. 2 stofur með eikarparketi og 2 herb. Frábært útsýni. Suður- svalir. Áhv. byggsj. og húsbréf 3.0 m. Hagstætt verð. 2393 MARÍUBAKKI Falleg mjög rúmg. 73 fm 2ja til 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Suðursvalir. Nýtt eldhús o.fl. Góðar innrétting- ar. Áhv. húsbr. og byggsj. 3,6 millj. 2385 ARNARSMÁRI - BÍLSKÚR Fai- leg 3ja herb. íb. á 2. hæö 85 fm ásamt 25 fm bílskúr. Fallegar innr. Tvennar suðursv. Verð 8,5 millj. 2406 HRAUNBÆR Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæö 85 fm efst í Hraunbænum. Suðursvalir. Verð 6,1 millj. 2390 SÓLVALLAGATA Falleg 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð í fjórfc). Fallegt parket. Sérinngangur. Laus strax. Áhv. húsb. 3,5 millj. Verð 6,2 millj. 2365 KÓNGSBAKKI Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð 80 fm meö sérgarði í suður. Sérþvhús í íb. Húsið nýlega viðg. og málað að utan. Áhv. góð lán. Verð 6,1 millj. 2243 3ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuhúsi með frábæru útsýni yfir borgina. Þvottah. á hæðinni. Hús- vörður. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 5,8 millj. 2284 STÓRAGERÐI - BÍLSKÚR Fai- leg 3ja herb. (b. á 4. hæð, efstu, 90 fm ásamt aukaherb. í kj. og bílskúr. (b. er í neðstu blokkinni við Stórag. og er með frá- bæru fáséðu útsýni. Nýtt eldhús o.fl. Laus strax. Verð 7,5 millj. 2373 ENGIHJALLI - SJÁÐU VERÐIÐ Falleg 3ja herb. íb. 80 fm á 5. hæð í lyftuh. Stór- ar svalir. Nýlega viðgert hús. Þvhús. á hæöinni. VERÐ AÐEINS 5,5 MILLJ. 2367 KAMBASEL Falleg 3-4ra 84 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölbh. 3 svefnh. Suðursv. Stutt ( skóla. Hús í góðu lagi. Hagst. verð. 2292 DRÁPUHLÍÐ - RISÍBÚÐ Falleg 3ja herb. íb. í risi í fjórbýli. Nýlegar innr. Parket. Nýtt rafmagn, þakrennur o.fl. Áhv. byggsj. og hús- br. 4,1 millj. Verð 6,5 millj. 2368 LAUFRIMI - TILB. TIL INNR Höfum til sölu óvenju rúmg. 101 fm 3ja herb. endaíbúð í nýju fallegu fjölbýlish. með frábæru útsýni yfir borgina. Til afh. nú þegar tilb. til innr. Verð 6,6 millj. 2222 SÓLHEIMAR Falleg 3ja herb. íb. á jarð- hæð í fjórb. Sérþv. í (b. Parket. Nýlegt bað. Nýtt járn á þaki. Frábær staðsetning. Verð 5.950 þús. 2322 VESTURBÆR Falleg mikið endurn. 3ja herb. íb. 80 fm í kj. í þríbýli. á góðum stað í vesturbænum. Laus fljótl. Áhv. byggsj. 2,6 millj. Verð 5,3 millj. 2012 HAMRABORG - LAUS Falleg 3ja herb. íb. 80 fm á 2. hæð með stæði í bílskýli. Vestursv. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. Verð 5,9 millj. 2557 MIÐÐORGIN - ÁHV. 4,6 M. Giæsiieg 2ja herb. 66 fm íb. í risi á góðum stað í mið- borginni. Fallegar innr. Parket. Rúmgóð (b. Áhv. húsbr. 4,6 millj. Verð 5,5 millj. 2389 EFSTIHJALLI Falleg 2ja herb. íb. á 1. hæð á fráb. stað við Efstahj. í Kóp. Parket. Suðvestursv. Áhv. byggsj. 2 millj. 2245 JÖKLAFOLD - BÍLSKÚR Guiifaiieg 2-3ja herb. íb. 60 fm á 3. hæð í litlu fjölbh. ásamt bílskúr. Húsið er nýl. málað að utan. Lit- ið aukaherb. (vinnuherb.) fylgir. Vandaðar innr. Nýtt parket. Flísal. bað. Áhv. byggsj. 2,8 millj. Verð 6,3 millj. Laus strax. 2305 HRAUNBÆR Falleg 2ja herb. íb. 50 fm á 2. hæð. Suðursvalir. Góður staður. Verð 4,4 millj. 2255 ORRAHÓLAR Falleg 70 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. Parket. Vestursv. Góður staður. Nýviðgert hús. Áhv. 2,8 millj. byggsj. og hús- br. Verð 5,3 millj. 2237 HRINGBRAUT Mjög falleg 2ja herb. íb. 63 fm á 3. hæð. Nýlegar fallegar innr. Parket. Áhv. byggsj. og húsbr. 3,2 millj. Verð 5,5 millj 2252 Atvinnuhúsnæði SUNDABORG Höfum til sölu mjög gott 300 fm húsnæði sem hentar mjög vel fyrir heildsölu. Á götuhæð er 150 fm lager og á efri hæð er 150 fm skrifst. og sýningaraðst. Hús- vöröur og ýmis sam. Þjónusta er í húsinu. 2369 GULLENGI 21 - 27 REYKJAVÍK Frábært verð á fullbúnum íbúðum. 85% lánshlutfall. 3ja herbergja íbúðir kr. 6.550.000. 2ja herbergja íbúðir kr. 5.950.000. Allar íbúðirnar afh. fullbúnar án gólfefna. Flfsalögð böð. Komið á skrifst. okkar og fáið vandaðan upp- lýsingabækling. JÁRNBENDING ehf. byggir. Verðdæmi: 3ja herb. fullbúin íbúð. Húsbréf Lán frá byggingaraðila. Greiðsla við kaupsamning Kr. 6.550.000.- kr. 4.585.000.- Kr. 1.000.000,- kr. 300.000,- Vaxtalausar greiðslur til 20 mán. kr. 665.000.- Greiðslub. af húsbréfum og láni frá byggingaraöila kr. 31.400, miðað við hjón eða sambýlisfólk sem fær fullar vaxtabætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.