Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 14

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 14
14 D ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ íbúðir f lágþéttri byggð æskilegur val- kostur fyrir aldraða JÓN Ólafur Ólafsson arkitekt á teiknistofu sinni, Batteríið arkitektar. FLESTAR íbúðir fyrir eldri borg- ara hér á landi eiga það sam- merkt að vera í háhýsum, þó að lægri hús með slíkum íbúðum séu vissulega til. Jón Ólafur Ólafsson arkitekt er eindreginn talsmaður íbúða í lágri en þéttri byggð fyrir þennan aldurshóp. Hann hefur skipulagt bæði íbúðir og íbúða- hverfi og hefur orð á sér fyrir mjög afdráttarlausar skoðanir í skipulagsmálum og hönnun íbúða. Jón Ólafur lauk námi í arkitekt- úr frá Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn 1983. Síðan hefur hann starfað sem arkitekt bæði hér á landi og í Danmörku. Frá árinu 1988 hefur hann rekið arki- tektastofuna Batteríið ásamt Sig- urði Einarssyni arkitekt. Jón Ólafur er einn af höfundum bókarinnar Aðgengi fyrír alla, sem kemur bráðlega út. Bókin er sam- in að tilstuðlan Öryrkjabandalags íslands og verður uppflettirit fyrir fagfólk, svo sem hönnuði, skipu- lags- og byggingaryfírvöld og þær stéttir innan heilbrigðisgeirans, sem vinna að málum fatlaðra og aldraðra. — Þessi vinna gerbreytti viðhorfum mínum til skipulags- og byggingarmála og þá einkum hvað varðar aðgengi, segir Jón Ólafur. Fyrir þremur árum gerðu þeir hjá Batteríinu tillögu að nýjum valkosti í byggingarmálum fyrir eldri borgara, sem hlaut heitið Sambyggð eldrí borgara í upp- sveitum Árnessýslu. — Byggðin átti að rísa í Laugarási í Biskups- tungum og var ætluð eldri borgur- um í uppsveitunum ásamt sumar- bústaðaeigendum, komnum á efri ár, sem gátu hugsað sér að eyða ævikvöldinu í friðsæld dreifbýlis- ins á gróðursælum stað, enda átti Eldri borgarar þurfa að eiga kost á að kom- ast í íbúðir í lághýsum, segir Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, en skoðanir hans stangast í mörgu á við ríkjandi viðhorf. Magnús Sig- urðsson kynnti sér hugmyndir hans. byggðin að heita Laufskálar, segir Jón Ólafur. Aukið öryggi mikilvæg ástæða — Ein mikilvægasta ástæða þess, að eldra fólk vill flytja í þjón- ustuíbúð er sú, að það það veitir meira öryggi, heldur Jón Ólafur áfram. — Þörfin fyrir öryggi er afar mikilvæg, ekki sízt þegar fólk eldist. Það er mikið öryggi fólgið í því, að einhver sé nærri, þegar þörf krefur t. d. vegna skyndilegra veikinda eða ef slys ber að höndum. Önnur ástæða er sú, að eldra fólk óttast félagslega einangrun í sínu eigin húsi eða íbúð, þegar hreyfigetan og vinunum fækkar og vill gjaman njóta elliáranna í samvistum við aðra, sem eru á lík- um aldri. Eins og heiti þjónustuíbúða fyrir aldraða ber með sér, þá væntir fólk þess, að það fái þjón- ustu í þessum íbúðum, umfram þá þjónustu, sem það getur vænzt í eigin húsi eða íbúð. Innra fyrir- komulag margra íbúða er með þeim hætti, að þær verða til ama, þegar fólk er komið á efri ár. Ibúðir eru oftar en ekki það stór- ar, að dagleg þrif verða þungur baggi. Stigar, þröskuldar, mjóar dyr og þröng baðherbergi gera lífið erfiðara. Ymis störf reynast eldra fólki erfið, sem áður voru létt. Það er erfiðara að slá grasflötina, að hugsa um garðinn og sópa inn- keyrsluna. Sama máli gegnir um viðhaid á húsinu eða íbúðinni. í þjónustuíbúð er sjálfsagt að gera ráð fyrir þjónustu í formi matseld- ar, þrifa, rekstrar og viðhalds, jafnvel umönnunar af einhveiju tagi. En hver er þá ástæðan fyrir því, að fólk kýs að fara í litla tveggja herbergja þjónustuíbúð fyrir eldri borgara, sem kannski er á sjöundu hæð í blokk? — Hún er súj að fólk á ekkert val, segir Jón Ölafur. — Háhýsi eru samt ekki bezti kosturinn og geta varla talizt góður kostur. Uti í hinum stóra heimi verður æ algengara, að háhýsi séu jöfnuð við jörðu vegna þess, að þau hafa reynzt slæmt sambýlisform. — Að sjálfsögðu eiga ekki allir að búa niður við jörð, heldur Jón Ólafur áfram. — Það er ekki eini valkosturinn. En framboð á þjón- ustuíbúðum verður að vera fjöl- breyttara en nú er, því að þarfir eldra fólks eru ólíkar, bakgrunnur þeirra, geta og heilsa getur verið mismunandi. Fjölbreytni í íbúðar- byggð er því nauðsyn. I nágrannalöndunum hafa eldri borgurum staðið til boða mun fleiri valkostir en hér á landi, hvort sem um er að ræða húsagerðir, íbúðar- form, mismunandi sambýlisform og þjónstustigið sjálft. Ég hef ekki orðið var við mikla umfjöllun um aðra kosti en þann eina, sem við þekkjum. Hjúkrunarheimili er forsenda fyrir búsetu aldraðs fólks. En það er ekkert óeðlilegt við, að eldra fólk búi áfram í sínum uppruna- legu híbýlum og í því umhverfi, sem hefur verið umgjörðin um allt þeirra líf í áratugi. En til þess að það verði framkvæman- legt, þurfa sveitarfélögin að efla heimaaðstoð og félagslega þjón- ustu við íbúana. Það væri líka hægt að bjóða upp á meiri blöndun t. d. með byggð, þar sem ungir og aldnir, heilsu- hraustir og veikburða, geta búið í nánari samvistum hver við aðra. Ennfremur væri hægt að bjóða upp á einhvers konar form af sam- býli aldraðra sbr. Sambýli fatlaðra. Loks er hægt að bjóða upp á byggingu þjónstuíbúða í nánum tengslum við þjónustu-, félags- og umönnunarmiðstöð. Notkun fé- lagsmiðstöðvarinnar þarf ekki ein- göngu að einskorðast við þarfir aldraðra. Aðrir íbúar í viðkomandi hverfi gætu líka nýtt hana. Þurfa að henta þörfum fatlaðra Jón Ólafur telur, að íbúðir, sem byggðar eru sérstaklega fyrir aldr- aða, verða að henta þörfum fatl- aðra. — Með byggingu þjónustu- íbúðar fyrir aldraða er verið að móta umgjörð um ævikvöld fólks, segir hann. — Þjónustuíbúðin er væntanlega síðasta íbúðin, sem viðkomandi býr í. Hún verður því að henta, þar til yfir líkur. Aldrað fólk á erfiðara með ýmsar hreyf- ingar og notkun ýmissa hjálpar- tækja hefur aukizt. Margir hinna eldri nota staf eða hjólastól og sumir þurfa sérstök sjúkrarúm. Líkurnar á nauðsyn aðhlynningar í formi hjúkrunar eykst með aldr- inum. Kröfumar til rýmis eru því meiri en ella. Byggingar endast yfirleitt lengur en eigandinn. Þess vegna má ekki einblína á þarfir eldra fólks í dag. Ný kynslóð þarf að búa í þessum húsum, þegar þar að kemur. Hún þarf líka að eiga val. Fjölmörg tæknileg vandamál fylgja háhýsagerð og sú umræða, sem hefur átt sér stað að undan- förnu um háhýsamengun, hefur farið framhjá fáum. Hávaðameng- un er ein ástæða þess, að ekki eru byggðar íbúðir í háhýsum í ná- grannalöndum okkar. Það er t. d. hægt að byggja mun nær vegum með þungri umferð, ef ekki er byggt hærra en 1-3 hæðir. Neikvæð áhrif bílastæða eru mun meiri við háhýsi. Að nokkru vegna fjölda þeirra og ef þau eiga öll að vera í nánd við inngang, sem LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sím. 533-1111 FAX: 533-1115 Opið virka daga frá kl. 9 -18. Opið laugardga frá kl. 11 -14. SAMTENGD SÖLU- Asbyrgi HBiffl =as 2ja herbergja BUSTAÐAVEGUR V. 5,7 M. Dæmalaust notaleg 63 fm íbúð á jarðhæð í þessu gróna hverfi. Sér inngangur. Hús í mjög góðu ástan- di, m.a. nýlegt gler. Verð 5,7 m. Áhv. B.sj. 3,5 m. KLEPPSVEGUR VIÐ BREKKU- LÆK Björt og vel umgengin 55 fm íbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli. Inngangur við Brekkulæk. Sólar- svalir. Mjög hentug fyrir par eða einstakling. Verð aðeins 4,950 m. SAMTÚNV. 3,9 M. Tæplega 50 fm íbúð í kjallara tvíbýlishúss. Nýmál- uð og snyrtileg íbúð, rúmgóð og vel nýtt. Áhvílandi ca 2,5 m. SKULAGATA V. 3,3 M. Mitt í mið- bænum er til sölu 35 fm risíbúð í nýlega viðgerðu fjölbýlishúsi. Park- et á gólfum, gler endurnýjað að hluta. Full lofthæð i stofu. Geymsla í sameign. 3ja herbergja ALFTAMYRIV. 5,9 M. Rúmiega 70 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Sérlega vel skipulögð. Gott að- gengi. Suðursvalir. Frábært verð. Húsbréf kr. 3,7 áhvílandi. BARÐAVOGUR NYTT Reglulega góð 80 fm íbúð á aðalhæð í þríbýl- ishúsi. Eldhúsinnrétting er nýleg svo og allar innihurðir. Skipt hefur verið um pósta og gler í flestum gluggum. Ibúðinni fylgir 30 fm bíl- skúr og lóðin er frágengin og í mjög góðu standi. VIÐ SUNDIN BLA Björt 77 fm íbúð í lyftuhúsi við Kleppsveginn. Stór stofa. Svalir snúa í suður. Stutt í alla þjónustu. Frábært útsýni i norður. Verð 5,8 m. ASGARÐUR m. bílsk. V. 6,6 M. URÐARHOLT SU RÉTTA FYRIR ÞIG? Mjög falleg risíbúð í Mos- fellsbænum, í Steni klæddu steinhúsi. Svefnherbergi mjög rúmgóð. Parket í stofu. Svalir snúa í austur, frábært útsýni. Verð að- eins 4,9 m. LYSUM EFTIR EIGNUM Lýsum eftir einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. BUGÐUTANGI. MOS.NYTT Neðri hæð i tvíbýlishúsi. Parket á gólfum. Innihurðir úr eik. Stofa snýr á móti suðaustri, verönd út af stofu. 4ra herbergja og stærri FISKAKVISL V. 11,4 M. Sérlega góð 5-6 herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað, 120 fm að stærð ásamt innbyggðum bilskúr. Beykiparket á gólfum. Allt nýtt í eldhúsi! Gott skápapláss í herbergj- um. Stórar suðursvalir. Ekki láta þessa fram hjá þér fara. HRAUNBÆR NYTT Rúmgóð fjög- urra herbergja íbúð á góðum stað í Árbænum. Franskar svalir eru i hjónaherbergi svo og plássgott fataherbergi. Stofa snýr í suður og er þar frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu, verslun, skóla og i sund- laugina. KLEPPSVEGURV. 6,4 M. Góð íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Stofa og svalir snúa í suður. Baðherbergi er ný- standsett. Vönduð eldhúsinnréting. Nýtt gler. Húsið er nýviðgert og málað. Góð staðsetning - stutt í alltl OFANLEITI NYTT Ein góð á frá bærum stað. Fjögur svefnherbergi, öll með fataskápum. Gott sjón- varpshol. Parket og dúkar á gólf- um. Þvottahús í íbúðinni. Góðar suðursvalir. Og bilskúr líka ... Raöhús - Einbýli HAALEITISBRAUTSKIPTI Einbýii/tví- býli á tveimur hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. íbúð með sér inn- gangi á jarðhæð. Vandaðar innrétting- ar. Stórar stofur, sex svefnherbergi. Verð 17,9 m í beinni sölu en 18,4 m í skiptum. ATH: Skipti á minni eða stær- ri eign. KR0KABYGGÐ NYnMjöggott endaraðhús í Mosfellsbænum. Það er 97 fm að stærð, á einni hæð, og svefnherbergi eru tvö. Ljós viðar- innrétting i eldhúsi. Parket á stofu og eldhúsi, loft tekið upp í stofu. DRAUMUR ST0RFJ0LSKYLD- UNNAR Þrjár kynslóðir í sama húsinu. Tvær íbúðir á fyrstu og annarri hæð, tæplega 100 fm hvor, og tæplega 80 fm íbúð á fyrstu hæð (ekkert niðurgrafin). Tvær þær stærri eru nú þriggja herbergja en auðvelt er að bæta fjórða svefnher- berginu við. Verð: 1. hæð 4,3 m. 2 hæð 6,9 m. og þriðja hæð 6,4 m. Mýbyggingar VÆTTAB0RGIR V. 11,060 Þ. Atvinnuhúsnæði HELLUHRAUNNYTT Tæplega 240 fm atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð ásamt ca 100 fm íbúð á millilofti. íbúðinni fylgir forstofuherbergi á fyrstu hæð. Selst í einu lagi. Eignaskiptayfirlýsingar Laufás ávallt i fararbrodtli - NÝ ÞJÓNUSTA Er til eignaskiptayfirlýsing um húsið þitt? Frá 1. júní 1996 þarf löggildingu til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Við á Laufási höfum slík réttindi og tökum að okkur gerð eignaskiptayfirlýsinga. æ Fjöldi annarra eigna á æ ** söluskrá okkar. " Hringið - Komið - Fáið upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.