Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 21
Heim í Borgarbókasafn
En ég sótti aldrei um stöðuna úti
af því að mér bauðst á íslandi nýtt
starf, sem ekki hafði verið til áður.
Þá hófst nýr áfangi. í Borgarbóka-
safni hitti ég fýrir mikinn sóma-
mann, Eirík Hrein Finnbogason
borgarbókavörð. Honum hafði tekist
að útvega fé til að byija nýja þjón-
ustu, sem var upphafíð á Hljóðbóka-
safninu og Bókinni heim. Það hljóð-
bókasafn er forveri Blindrabóka-
safns íslands. Þá var bara til einn
hiUumetri af hljóðbókum í Borgar-
bókasafni. í þessu byijaði ég 1. maí
1974. Það vakti heilmikla athygli
þegar þessi litla stelpa í stuttri hvítri
kápu fór að keyra í rúgbrauði bækur
heim til þeirra sem ekki komust í
safnið. Birtar myndir og viðtöl í blöð-
um. Nú er þjónustan „Bókin heim“
í öllum deildum Borgarbókasafnsins.
Þegar ég byijaði var hún bara í einni
deild í Sólheimasafninu. Ég hafði á
hendi þessa tvenns konar starfsemi.
Hljóðbókaþjónustuna byggðum við
upp frá grunni, þurftum að finna
upp heiti á henni. Ég vildi gjaman
vinna þetta með Blindafélaginu og
Blindavinafélaginu, og reyndi sam-
vinnu við bæði félögin um að koma
á sérstöku blindrabókasafni fyrir
blinda, sjónskerta og aðra þá sem
ekki geta notað venjulegt letur. Og
1975 var gerður samningur milli
Blindafélagsins og Borgarbókasafns
um hljóðbókasafn félagsins og borg-
arbókasafns. Hann gilti þar til
Blindabóksafn íslands var stofnað
vegna nýrra laga. Nú hefur þessi
starfsemi aukist mikið og farið að
framleiða hljóðbækur líka fyrir okk-
ur hin, sem höfum sjónina.“
í þessu hélt ég að ég yrði lengi,
en það breyttist heldur betur, því
ég var orðin borgarbókavörður hálfu
öðru ári síðar. Tók við af Eiríki
Hreini 1. desember 1975.
Bókasafn í nútímaþjóðfélagi
Elfa-Björk var aðeins 32ja ára
gömul, þegar hún tók við þessu
ábyrgðarstarfi.
„Það var gríðarlega erfítt og gíf-
urlega skemmtilegt," segir hún. „Þá
var í gangi mikil umræða um al-
menningsbókasafnið í nútímaþjóðfé-
lagi. Hvemig það ætti að vera, opið
og litríkt. Þar ættu að sitja bóka-
safnsfræðingar. Við byijuðum með
upplýsingaþjónustuna. Vitanlega er
almenningsbókasafnið mikið ævin-
týri. Að maður skuli fyrir andvirði
eins bíómiða geta lesið eins og mað-
ur getur í sig látið á einu ári. Skír-
teinið í safninu kostar á ári 600
krónur fyrir 17-67 ára og ekkerí
fyrir börn og eldri borgara. Og nú
er þetta orðið meira en bókin, það
er tónlist líka, bönd og hljóðbækur.
Ef þessar stofnanir væm ekki til og
fólk ætti að fara að kaupa sér þetta
allt, þá væri það mörgum ijárhags-
lega ómögulegt. í öðm lagi þarf
maður ekki að eiga alla hluti og
þurrka svo af þeim rykið það sem
eftir er ævinnar.
Þegar Elfa-Björk var búin að vera
borgarbókavörður í 8 ár og erfiðasti
hjallinn búinn segir hún að þetta
hafi farið að koma upp í henni, að
langa til að breyta til. „Af því ég
hafði verið í Svíþjóð datt mér í hug
hvort eitthvað væri fyrir mig í sam-
bandi við norræna samvinnu," segir
hún. „En þá var auglýst starf fram-
kvæmdastjóra Ríkisútvarps/hljóð-
varps og ég fékk hana frá 1. mars
1985. Guðmundur Jónsson var að
hætta. Þetta var ekki eins mikil
áhætta fyrir mig því borgarstjóri
bauð mér ársleyfi og ég var ráðin í
Útvarpið til eins árs. Þórdís Þor-
valdsdóttir fékk ársleyfi frá bóka-
safni Norræna hússins til að leysa
mig af. En við héldum svo báðar
áfram í þeim stöðum.
Þjónustustofnanir
Þetta var gjörólikt starf. Útvarpið
er þannig upp byggt að næstir út-
varpsstjóra em 4 framkvæmdastjór-
ar, Útvarps, Sjónvarps, fjármála og
tækni. Elfa-Björk var framkvæmda-
stjóri Útvarps í rúm 10 ár. „Þetta
var gífurlega mikið verk og
skemmtilegt og frábærir starfsmenn
að vinna með,“ segir hún. „En mér
fannst fyrst og fremst áhugavert
að ég fer þarna úr einni menningar-
stofnuninni í aðra. Hvorttveggja em
þetta þjónustustofnanir sem þjóna
almenningi og margt líkt með þeim.
Bæði almenningsbókasöfnin og út-
ÞAÐ vakti heilmikla athygli þegar þessi unga stelpa fór að keyra
á rúgbrauði bækur heim til fólks. En hún kom heim frá Svíþjóð til
að byrja nýja þjónustu, sem var upphafið að Bókin heim og
Hlj óðbókasafninu.
MYNDIN var tekin utan við aðalsafnið þegar Elfa-Björk varð borgar-
bókavörður undir árslok 1975, þá aðeins 32ja ára gömul.
varpið eigum við saman. Báðar þess-
ar stofnanir em að auðga líf okkar
alla daga þó aðferðin sé dálítið ólík.
Við byijum á því á morganana að
opna útvarp og það fylgir okkur alla
ævi. í þessu starfi kunni ég mjög
vel við mig.“
Er hún ánægð með Útvarpið eins
og það hefur þróast?
„Ég er nokkuð ánægð með Útvarp-
ið eins og það er núna. Rás eitt sinnir
sínu menningarhlutverki mjög vel.
Auðvitað má allt af gera betur og
þar koma peningamálin inn í. Mér
finnst mjög mikilvægt að Útvarpið
reki báðar rásimar, lít þá bæði á fjár-
hagslegu og dagskrárlegu hliðina.
Ég er þeirrar skoðunar að rás 1 komi
alltaf til með að standa upp úr sem
mjög mikilvæg menningarás, því með
allri virðingu fyrir léttari rásum þá
leitum við alltaf aftur þangað. Fömm
frá henni og komum svo aftur, eins
og í öllu sem er mikils virði og mikið
er lagt í. Á sama hátt finnur maður
núna hve fólk sópast að bókasöfnun-
um, kemur alltaf aftur til bókarinn-
ar. Nýjabmm og ýmis ný tækni er
góð og ágætt að fólk hafí um margt
að velja. Sérstaklega íslendingar sem
em svo mikið fyrir allt nýtt. Hópast
að því. Síðan koma þeir alltaf til
baka, eins og nú að bókinni og að
rás 1 í Útvarpinu.
ELFA-BJÖRK lék í Herranótt
aðalhlutverkið í Beltisráninu á
móti Markúsi Erni Antonssyni,
sem var útvarpsstjóri þegar hún
löngu seinna kom sem fram-
kvæmdastjóri að Ríkisútvarpinu.
Út í frelsið
Af hverju hætti hún hjá Ríkisút-
varpinu?
„Af nákvæmlega sömu ástæðu
sem fyrr í Borgarbókasafninu. Ég
ætlaði ekki að verða ellidauð þama.
Það hafði ég ákveðið fyrir nokkmm
ámm. Ég sagði upp eftir 10 ár, 1.
janúar 1995, og hætti 1. apríl.
Kvaddi með kurt og pí mína góðu
vini. Það var ekki út af neinum leið-
indum eða slíku. Þetta var mín
ákvörðun og ýmsar ástæður fyrir
því.“
Hvað ætlaði hún þá að fara að
gera?
„Það hafði ég ekki hugmynd um,
ég tók mér bara ársleyfi til að ferð-
ast og gera ýmislegt sem mig hafði
lengi langað til. Það liggur í hlutar-
ins eðli að í starfi framkvæmda-
stjóra Útvarpsins gerir maður lítið
annað. Það tekur mann allan. Og
mig langaði ekki til að vera ævina
á enda í starfi sem tekur mig alla.
Ég á mörg áhugamál og mikið af
góðum vinum og ættingjum og lang-
ar að gera svo margt. Vildi því
breyta til þannig að ég hefði ofurlít-
ið meiri tíma fyrir sjálfa mig.
Svo er önnur ástæða. Það er mín
persónulega skoðun að svona stöður
innan Ríkisútvarpsins og svipaðra
stofnana eigi að vera tímabundnar
ráðningar og 10-12 ár sé hæfilegur
tími. Þetta eru erfíð störf sem mér
finnst að maður eigi að koma að,
vinna eins og vitleysingur í nokkur
ár, og hætta svo. Ég vann að sjálf-
sögðu mikið með erlendum kollegum
mínum sem eru flestir ráðnir tíma-
bundið. Ég hefi sterkan grun um
að svona verði því hagað hér þegar
útvarpslögin verða endurskoðuð.
Hitt er annað mál að þegar fólk er
ráðið tímabundið á það að vera á
hærri launum af því það er óvissa
falin í ráðningunni. Auðvitað er erf-
iðara að hreyfa sig til í íslensku
samfélagi af því að færri stöður bjóð-
ast. í stórum útvarpsstöðvum er-
lendis er meira um að bjóðist störf
innan sömu stofnunar."
Þegar Elfa-Björk var orðin fijáls
sem fuglinn byijaði hún á að fara
til útlanda. Var nokkuð lengi í Lond-
on og fór hringferð með Laxfossi til
Þýskalands, Hollands og Bretlands.
Svo fór hún að vinna fyrir Blindra-
bókasafn íslands við að lesa inn á
hljóðbækur. Þegar kom fram í nóv-
ember fór hún á eigin vegum að
kynna jólabækumar í þjónustumið-
stöðvum aldraðra í Reykjavík.
„Það var mjög gaman. Þetta var
gamall draumur. Með fullri virðingu
fyrir tækninni og tölvunum, hljóð-
bókum og snældum og öllu þessu,
sem er mikils virði finnst mér skipta
svo miklu máli þessi tengsl á milli
fólks, að við gleyinum því aldrei að
vera manneskja. Manni verður hugs-
að til gömlu baðstofumenningarinn-
ar. Mér finnst myndast sérstök
stemmning þegar einn les og aðrir
sitja jafnvel með handavinnu. Þetta
upplifði ég til dæmis í nóvember og
desember 1995 þegar ég var að
kynna jólabækumar í þjónustumið-
stöðvum aldraðra og í dagvistun hjá
Sjálfsbjörgu, þar sem ég kom oft.
Þarna myndast þessi yndislegu
mannlegu tengsl. Vegna þess að að
lestrinuirf loknum ræðir maður auð-
vitað efnið.
Það var óskaplega gaman að geta
veitt sér þetta að taka sér launa-
laust leyfi í eitt ár á ævinni og gera
það sem mann langaði til. Það urðu
raunar ekki nema níu mánuðir. Auð-
vitað þurfti ég svo að finna mér eitt-
hvað að gera og fór að líta í kringum
mig. Fór því að sitja kúrsa í bóka-
safnsfræði við Háskólann í Þjóðar-
bókhlöðunni. Hugsaði að lang-
skemmtilegast yrði að fara aftur í
bækumar, í gamla fagið mitt. Síðan
vildi svo til að staða opnaðist í Borg-
arbókasafni, að sjá um Sólheimaúti-
búið, og ég tók við því sl. vor. Það
var geysilega gaman að koma aftur
og fara að fást við bækumar."
Nú er þetta lægri staða en Elfa-
Björk var í sem borgarbókavörður.
Stefnir hún kannski á það aftur?
Því tekur hún íjarri.
„Nú hefi ég meiri tíma fyrir sjálfa
mig. Þetta er reyndar þó nokkuð
mikil vinna, en ekki eins mikið álag
og að vera framkvæmdastjóri Út-
varpsins. í þessi 11 ár hafa orðið
miklar breytingar, svo sem tölvu-
væðingin og heilmikið nýtt sem ég
þurfti að læra. Bókasafnsfræðingar
lifa og hrærast í upplýsingagjöf."
Hún kveðst þó ekki hrædd um
að menn sæki þetta bara á alnetið.
„Mannshöndin verður alltaf að koma
að líka, þó tæknin sé mikilsvirði. Það
væri laglegt ef við ættum að sitja
bara einhvers staðar milli flögurra
veggja og hitta aldrei fólk,“ segir
hún.
Óneitanlega var nokkuð djarft af
Elfu-Björk að stokka upp spilin 53
ára gömul og leggja út í óvissuna.
„Annaðhvort var að gera það þá eða
ekki, því hæpið er að skipta alveg
um eftir sextugt," segir hún. Mér
hefur verið tekið afskaplega vel í
Borgarbókasafni, bæði af gömlum
félögum sem ég þekkti áður og þeim
sem hafa komið nýir.
Gestir á öllum aldri
Við víkjum talinu að nýja starfinu
og Sólheimaútibúi. Hún segir þetta
gróið safn sem mörgum þyki vænt
um. Það var stofnað 1948 en opnað
í núverandi húsnæði 1963. Þama
starfa 8 manns og safnið er opið
61 tíma á viku. Nú er bömum aftur
að íjölga mikið í þessu gróna hverfi.
„Við erum með sögustundir fyrir
3-6 ára böm einu sinni í viku. Það
skiptir miklu máli að ala bömin upp
í bókasafninu því það er mikils virði
að bamið læri frá því það er mjög
ungt að hlusta og einbeita sér. Þótt
myndin sé góð þá skiptir máli að
þroska eigið ímyndunarafl. Þegar
ég var barn fannst mér alltaf gaman
í myndalausu bókunum að skapa
myndina af því sem ég var að lesa
í huganum. Myndir áttu það til að
tmfla mig, pössuðu ekki við mínar
ímynduðu myndir.
Þó maður finni hve bömunum er
að íjölga þá er líka mikið af eldri
borgumm í hverfinu. Ég gerði til-
raun í vetur með upplestur fyrir
eldra fólkið í safninu. Þeir sem komu
vom hrifnir en vegna mikillar hálku
var það ekki nógu vel sótt. Ef fólk
vill mun ég taka þetta upp á ný og
taka tillit til óska þátttakenda um
efni. Svo höfum við safnkynningu
fyrir skólabömin. Þá er safnið kynnt
og bömin fá lánsskírteini. Það er
eitt af því sem er svo heillandi við
bókasafnið að gestirnir em allt frá
smábömum til háaldraðra."
Við ræðum aðeins um húsnæðið.
Safnhúsið er orðið 33ja ára gamalt
og allt of lítið. Það er þannig hann-
að að mjög aðgengilegt er að byggja
við það. Meira að segja til teikning
af viðbótarbyggingu, sem einu sinni
var ætlunin að byggja en því miður
gerðist ekki. Ég vona að það verði
því svo illa eram við sett að við emm
komin með tvær geymslur i næsta
húsi á leigu og álag á starfsfólkið
að bera bækur á milli húsa. En það
húsnæðismál sem auðvitað liggur
mest á að leysa er aðalsafn Borgar-
bókasafns. Það verður að komast í
nýtt húsnæði, sem reyndar er stefnt
að núna í Tryggvagötu 15. Aðalsafn-
ið er í þremur húsum í Þingholts-
stræti, samtals 1.050 fermetram, og
þar ríkir neyðarástand. Þarf að
minnsta kosti þrisvar sinnum meira
húsnæði til að komst af. Og varla
er hægt að tala um þetta nema nefna
ástandið í Bústaðasafni, sem er í
gluggalausu og alltof litlu húsnæði.
Þar er útibú og þaðan em bókabfl-
amir Höfðinginn og Stubbur reknir."
Fag framtíðarinnar
Við víkjum talinu að nýjungum í
söfnum. Hvort ekki þurfi með nýrri
tækni minna rými og færra fólk.
„Tölvuvæðingin hefur breytt miklu
því með henni getum við veitt betri
þjónustu. Við höfum miklu meiri
upplýsingar um bókina, tímaritið eða
greinina. Ef komið er í eina deildina
getum við þar séð hvað er til í öðrum
deildum og hvort bókin er þar inni.
Svo er sú viðbót að við fömm að
hafa gögn í fleiri myndum en bókina
eina. Þá kemur til hljóðbókin, mynd-
bandið, geisladiskurinn og snæidan.
Mismunandi þjónusta er í mismun-
andi deildum. Við stefnum að þvi í
ár að fara að lána út myndbönd í
Sólheimaútibúi. Svo er auðvitað að-
gangur að alnetinu hjá þeim bóka-
söfnum sem em með nýjar tölvur. í
Sólheimunum fáum við endumýjun
á tölvukerfínu í ár og verðum þá
með margmiðlun og aðgang að al-
netinu, eins og aðrar þær deildir
borgarbókasafns sem em komnar
með nýjar tölvur Þetta er mjög
spennandi."
Elfa-Björk kveðst hæstánægð í
sínu starfi. „Vegna þess að ég er
menntuð í fagi sem á framtíðina
fyrir sér af því að það snertir beinlín-
is þá öld sem við lifum á,“ segir hún
að lokum.