Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MYIMDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP Djöfulleg’ véla- brögð Urquharts HINN ÁSTSÆLI forsætisráðherra Francis Urquhart. ÆTTIRNIR Síðasta spil hófu göngu sína í Sjón- varpinu síðastliðið mánudagskvöld og verð- - ur annar þáttur af fjórum sýndur annað kvöld. Áður hefur sjónvarp- ið tekið til sýninga tvær þáttarað- ir í sama flokki, Spilaborg og Kóngur í uppnámi. Þættirnir eru gerðir eftir samnefndum skáldsög- um Michael Dobbs og fjalla um klækjarefmn Urquhart sem seilist langt í breskum stjórnmálum. Höfundurinn, Dobbs, er enginn nýgræðingur á sviði stjórnmál- anna. Hann vann við frétta- mennsku í Bandaríkjunum þegar Watergate-hneykslið komst í há- — -mæli, fýlgdi Margréti Thatcher eftir við hvert fótmál þegar hún steig sín fyrstu skref sem forsætis- ráðherra, slapp naumlega í sprengjutilræði við bresku ríkis- stjómina í Brighton og var starfs- mannastjóri Normans Tebbits í þingkosningunum 1987. Síðast en ekki síst var hann um skamma hríð varaformaður í breska íhalds- flokknum, skipaður af John Major. Urquhart seilist til áhrifa Spilaborg, fyrsta þáttaröð í þrí- leiknum um Urquhart, hefst á af- sögn Margrétar Thatcher. Sjónir okkar beinast því næst að Urqu- ~-vhart á skrifstofu sinni, sem segir: „Einhvern tíma tekur allt enda. Jafnvel sú stjórn sem lengst og farsælast ríkir líður einhvern tíma undir lok.“ Leitin að eftirmanni hefst þegar og eru margir kallað- ir. Urquhart bíður átekta og heitir þeim fullri hollustu sem ber sigur úr býtum. Sem eru auðvitað bara orðin tóm. Urquhart seilist til áhrifa með því að beita upplýsingum sem hann kemst yfir sem flokksvörð- ur. Hann nær trúnaðartrausti Collingridge, forsætisráðherra, með vélabrögðum sem eru svo djöfulleg að þegar Collingridge neyðist loks til að segja af sér þakkar hann aðeins einum manni fyrir að hafa staðið við bakið á sér, Urquhart. Þegar svo er komið sögu er Urquhart búinn að sverta mannorð allra þeirra sem taldir voru líkleg- ir til að hreppa stöðu forsætisráð- herra, þannig að hann einn stend- ur eftir með pálmann í höndunum. í lokaatriði þáttanna kemur blaða- maður til hans og spyr hvort hann hafí drepið til að ná völdum. Hann viðurkennir það og kastar henni fram af húsþaki. Þegar myndavél- in beinist að líkinu sést hendi seil- ast í segulbandið, sem augljóslega er enn að taka upp. Það er síðasta spilið í Spilaborginni. Urquhart knésetur kónginn Kóngur í uppnámi, önnur þátta- röðin í þríleiknum hefst á krýningu nýs konungs. Urquhart hefur treyst stöðu sína á þinginu og þarfnast samkvæmt konu sinni, Elizabeth, „nýrra krefjandi verk- efna“. Ekki líður á löngu þar til henni verður að ósk sinni. Rót vandans liggur í Buckingham-höll. „Vandamálið er að hann [kóngur- innj hefur hugmyndir,“ segir Urquhart önugur við aðstoðar- mann sinn og það er sem orðunum hafi verið dýft í eitur. „Hann hef- ur samvisku. Hann vill leggja eitt- hvað af mörkum.“ Kóngurinn er ötull við að benda á hvað virðist fara úrskeiðis í sam- félaginu og nýtur sívaxandi hylli almennings á meðan Urquhart dalar í vinsældum. Einnig steðjar Urquhart ógn af flokksbróður sín- um og aðstoðarkonu sinni sem einnig verður ástkona hans. Þau reynast hafa segulbandið undir höndum sem hvarf í lok fyrstu þáttaraðarinnar og ætla að ljóstra upp leyndarmálinu. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir hrun spila- borgarinnar. En Urquhart veit sínu viti og svífst einskis. Til að klekkja á kónginum, sem hefur efnt til úti- funda, lætur hann ræna honum. Hann kemur síðan fram sem ör- yggið uppmálað og lætur herinn bjarga kónginum aftur. Auðmýk- ing kóngsins er algjör. Hvað varð- ar leyndarmálið á segulbandinu kemur hann því, að því er virðist, undir græna torfu með því að koma samsærismönnunum fyrir kattarnef. Þáttaröðinni lýkur á því að kóngurinn segir af sér, sonur hans tekur við og Urquhart syngur við krýninguna: „God Save the King“. Reiðubúinn að færa fórnir I Síðasta spili, lokaþáttaröð þrí- leiksins, stendur Urquhart frammi fyrir sinni stærstu áskorun. Hann hefur setið sem forsætisráðherra í rúman áratug og er á þröskuldi þess að slá met sem sá forsætis- ráðherra sem lengst hefur setið á valdastóli á öldinni. En þjóðin virð- ist orðin þreytt á honum og flokks- bræður hans er farið að lengja eftir nýjum forsætisráðherra. Urquhart lætur hins vegar eng- an bilbug á sér fínna. Hann er reiðubúinn að færa ýmsar fórnir til að lífga almenningsálitið við. Hann er reiðubúinn að fórna öllum nema sjálfum sér - jafnvel eyja- skeggjum á Kýpur. Hann hættir öllu til að komast í metabækurnar og hvernig sem fer er ljóst að nafn hans gleymist aldrei. Ný Bond- stúlka valin ► NÆSTA Bond-stúlka, Michelle Yeoh, leikkona frá Hong Kong, verður líklega ekkert lamb að leika sér við fyrir Pierce Brosnan. Yeoh er nefnilega sérfræð- ingur í kung fu. Ekki þarf hún heldur að skammast sín fyrir útlitið þvi hún var áður ungfrú Malaysia. Hún mun þar með fylla flokk þokkagyðja á borð við Ursulu Andress, sem lék Honey Rider í „Dr. No“, Honor Blackman, sem lék Pussy Galore í „Gold finger“, og Famke Janssen, sem lék Xeniu Onatopp í „Goldeneye". Yeoh er best þekkt fyrir að leika á móti Jackie Chan í „Supercop", en hefur einnig leikið í hasarmynd- um frá Hong Kong á borð við „Yes“, „Madam“ og „Royal Warriors". Næsta mynd með henni nefnist „The Soong Sisters". Ekki hefur ennþá verið valinn titill á nýju Bond- myndina, en tökur á henni hefjast fljótlega. Leikstjóri verður Roger Spottiswo- ode og er áætlað að hún verði frumsýnd um jólin. FAMKE Janssen lék síð- ast á móti Brosnan. BRUGÐIÐ á leik í Ulu eðli. Lítill gullmoli sem ekki má gleymast Holur reyr (Hollow Reed)_______ D r a m a ★ ★ ★ Leikstjóri: Angela Pope. Framleiðandi: Elizabeth Kalser. Handrit: Paula Milne. Kvikmynda- taka: Reni Adefarasin. Tónlist: Anne Dudley. Aðalhlutverk: Martin Donovan, Joely Richardson, Ian Hart, Jason Flemyng, Sam Bould. 90 mín. Bresk. Scala, Senator Film and Channel Four Films/ Myndform. 1996. MÓÐIR Olivers ásamt hinum ofbeldisfulla sambýlismanni sínum. Fyrirsjáanleg en viðunandi afþreying lllt eðli (Natural Enemy) Spennumynd ★ '/2 Leikstjóri: Douglas Jackson. Hand- rit: Kevin Bernhardt. Kvikmynda- taka: Rodney Gibbons. Aðalhiut- verk: Donald Sutherland, William McNamara, Leysley Ann Warren. 89 mín. Bandarísk. Filmline Inter- national/Bergvík. 1996. Bönnuð börnum innan 16 ára. VERÐBRÉFASALINN Ted Ro- barts (Donald Sutherland) á í fjár- hagserfíðleikum. Fyrirtæki hans stendur höllum fæti og hann er við það að missa rándýrt stórhýsi sem er nýbyggt. Til þess að rétta úr kútnum hefur hann fengið sér til aðstoðar Jeremy Harper (William McNamara), ungan og bráðefnileg- an verðbréfasala, og er markmiðið að nýta þekkingu hans til þess að geta gengið frá hinum stóra samn- ingi, sem leysa á allan vanda. Til þess að halda í þennan eftir- sótta starfskraft býður hann hon- um hluta af hagnaði fyrirtækisins auk afnota á þriðju hæð húss síns. Eiginkonu hans Sandy, (Lesley Ann Warren), mis- líkar ráðstöfun þessi en sættir sig við hana fyrirtæk- isins vegna. Har- per hefst þegar handa við að vinna traust Sandyar, sem hinsvegar fer að gruna hann um að hafa óhreint mjöl í pokahorn- inu. Hér er á ferðinni nokkuð viðun- andi afþreying. Helsti galli myndarinnar er þó hve söguþráður- inn er fyrirsjáanlegur en leikstjór- inn Jackson nær þrátt fyrir það á stundum að skapa spennu. Hann hefði þó að ósekju mátt leika á fleiri sálfræðilegar nótur á kostnað of- beldisatriða, sem í mynd sem þess- ari eru að sumu leyti óþarfi. Don- ald Sutherland og Lesley Ann Warren eru fagmenn sem að vanda skila sínu en þrátt fyrir ágætis takta tekst William McNamara ekki að bera myndina uppi. Skarphéðinn Guðmundsson ÞRÁTT fyrir lof erlendra gagnrýn- enda rataði Holur reyr ekki í bíóhúsin hér á landi, sem að einhveiju leyti má réttlæta með of miklu framboði á myndum. Það er þó því miður ekki nægilega mikið framboð af myndum sem þessari og hefði hún því fyllilega átt það skilið að fá að njóta sín í bíó. Myndin segir á afar næman hátt frá andlegum raunum Olivers, 9 ára drengs, sem hefur átt erfitt með að sætta sig við skilnað foreldra sinna. Þegar faðir hans, sem er sam- kynhneigður og á sambýlis- mann, kemst að því að sam- býlismaður móður Olivers beitir hann líkamlegu ofbeldi þá fer hann fram á forræði yfir honum. Þessir viðkvæma saga, sem byggð er á sönnum atburðum, er rakin af mikilli alúð og tillitssemi við hinn unga Oliver og þær ömurlegu aðstæð- ur sem hann er í. Leikstjóranum Ang- elu Pope tekst undra vel að lýsa hugar- angri og laða fram samkennd með Oliver, sem leikinn er hreint frábær- lega af Sam Bould. Aðrir leik- arar standa sig einnig með prýði, auk þess sem öl! tækni- vinna er óaðfinnanleg. Vegna þess að Holur reyr var ekki sýnd í bíó á hún á hættu að hverfa í skugga annarra mynda og týnast, eins og oft hendir slík mynd- bönd. Það væri hinsvegar synd ef slíkt henti þessa mynd því hún er lítill og skínandi skær gullmoli sem enginn unnandi vand- aðra og mannlegra mynda má láta fram hjá sér fara. Skarphéðinn Guðmundsson Fargo (Fargo) ★ ★ ★ Tungllöggan (Lunar Cop) 'h Fresh (Fresh) ★ ★V2 Af hundum og köttum (The Truth About Cats and Dogs) ★ ★ Stepford elginmennirnir (The Stepford Husbands) '/1 Elst vlö dreka (Chasing the Dragon) ★V2 Njósnað mikið (Spy Hard) ★ Hvítur maður (White Man) ★ ★‘/2 Barnfóstruklúbburinn (The Baby-sitters Club) ★ ★ Geggjuð mamma (Murderous Intent) ★‘/2 Bert (Bert) ★ ★‘/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.