Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 33
HELGA GUÐRUN
ÞÓRÐARDÓTTIR
-U Helga Guðrún
' Þórðardóttir
var fædd á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 21. september
1903. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Eir 18. janúar
síðastliðinn. Móðir
hennar var Sigríður
Elín Einarsdóttir,
húsmóðir, f. á
Meiri-Bakka í
Skálavík 9. maí
1877, d. 29. nóvem-
ber 1967. Faðir
hennar var Þórður
Þórðarson, hreppstjóri og sím-
sljóri, f. á Suðureyri við Súg-
andafjörð 8. nóvember 1875,
d. 23. nóvember 1964. Systkini
hennar voru Þórðurj Agústa
Kristín, Einar Óskar Astráður,
Fríðjums
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík * Sími 5531099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - cinnig um hclgar.
Slcrcytingar fyrir öll tílc.l'ni.
Gjafavörur.
Þórður Einir og
Sigríður Ásta.
Uppeldisbróðir
hennar var Jón
Guðni Lúðvíksson.
Eiginmaður
Helgu var Kristján
Bergur Eiríksson,
trésmiður, f. á Stað
í Súgandafirði 26.
nóvember 1894, d.
9. september 1973.
Börn Krisljáns og
Helgu eru Þórður
Þórðar, Sturlína
Vigdis, d. 8.7.1936,
Sigríður Þórveig,
Guðfinna Kristín, Eyrún Ósk
og Ásdís Jóna.
Útför Helgu fer fram í Lang-
holtskirkju á morgun, mánu-
daginn 27. janúar, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Helga amma er dáin. Hún dó á
hæglátan og hljóðlausan hátt í
samræmi við líf sitt. Okkur syst-
urnar langar að minnast hennar
þar sem hún var ótjúfanlegur hluti
af tilveru okkar systkinanna. Hún
bjó í sama húsi og átti sinn þátt í
að móta lífsviðhorf okkar í upp-
vextinum. Að alast upp með henni
gaf okkur innsýn og tengsl inn í
liðna tíð. Hún var hluti af kynslóð
sem er að hverfa, þar sem í mörgu
ríkti annað gildismat og viðhorf til
lífsins en nú.
Hún talaði ekki mikið um fortíð-
ina og framtíðin olli henni oft á
tíðum kvíða. Heimur hennar af-
markaðist af heimilinu og garðin-
um og þar sem við vorum innan
þess svæðis gætti hún okkar eins
og sjáaldurs augna sinna.
Amma var smávaxin og létt á
sér, með dökk augu, húð og hár.
Hún lifði látlausu lífi og barst ekki
á. Hún sagði að það væri góðsemin
og trúin á guð sem gæfu gott líf.
Hún vaknaði alltaf eldsnemma
og oft vöknuðum við systkinin við
að hún var komin á stjá með tusku
og kúst, raulandi sálma fyrir munni
sér. Þegar verkunum var lokið
dvaldi hún oftast í eldhúsinu, sett-
ist niður með pijóna, því hún átti
stóran hóp barnabarna, sem þurftu
sokka og vettlinga. Kaffið sauð á
könnunni, kleinur voru í boxi og
kandís í skál. Allt til reiðu ef ein-
hver liti inn og fengi sér sopa.
En á sunnudögum klingdi ekki
í pijónunum, því þá var farið til
kirkju. Amma var kirkjurækin,
trúði skilyrðislaust á guð og mátt
bænarinnar og þurfti ekki að spyija
neinna spurninga þar að lútandi.
Þegar heim var komið að lokinni
messuferð, var tekin upp fínni
handavinna, útsaumur eða hekl.
Prá unga aldri hrifumst við syst-
urnar af hannyrðum og hún kenndi
okkur snemma að pijóna. Við sát-
um oft með pijónana og reyndum
að láta klingja í þeim að hætti
ömmu. Því aðgerðarlaus skyldi
enginn vera.
Amma naut eins öðru fremur:
Að sitja í blessaðri sólinni. Þá gat
hún setið tímunum saman aðgerð-
arlaus og notið hitans, enda var
enginn eins fljótur að verða brúnn
og hún. Og þegar sólin fór að lækka
á lofti hvarf hún undir skugga
tijánna og hlúði að garðinum.
Hún var gift góðum manni, hon-
um Kristjáni afa, sem sá vel um
hana. Þegar hans naut ekki lengur
við, tók mamma okkar við. Hjá
henni naut hún sama öryggis og
setti allt sitt traust á hana. Það
var því erfitt fyrir þær báðar þegar
amma þurfti fyrir tveimur árum
að flytja af heimili sínu á Hjúkr-
unarheimilið Eir.
Það var svo að kvöldi 18. janúar
að hún kvaddi þennan heim með
móður okkar sér við hlið, örugg
og róleg. Við munum sakna ömmu
og biðjum guð að passa vel upp á
hana þar sem hún dvelst núna.
Megi hún hvíla í friði.
Ásgerður, Kristín og Helga.
Engill Drottins laut þér
og leysti þig úr böndum
og leiddi þína sál
inn í Drottins helgidóm.
(Davíð Stef.)
Hæglát, prúð og hrekklaus kona
hefur nú lokið sinni lífsgöngu með-
al okkar. Eftir lætur hún minningu
góðra kynna.
í minningu æskuára minna var
Helga frænka mín hin ljúfa og
góða kona sem var sívinnandi. Bar
heimili hennar þess merki hve þrif-
in hún var. Aldrei sást neins staðar
ryk eða kusk þrátt fyrir að smíða-
verkstæði eiginmanns hennar væri
með sama inngang og heimili þeira
og alltaf man ég hvað koparlistarn-
ir á stiganum voru vel fægðir.
Það var svo ótrúlega margt sem
þessi hægláta kona kom í verk.
Hún var virkur félagi í Kvenfélag-
inu Ársól í Súgandafirði þar til hún
flutti til Reykjavíkur árið 1951 en
þá hafði hún verið ritari félagsins
í 27 ár. Það er öllum félögum mik-
ils virði að hafa góða fundaritara
og þegar það kom í minn hlut að
taka saman 50 ára sögu Ársólar
fann ég hvað hún hafði lagt mikla
alúð í þetta embætti sitt.
Eftir að Helga kom til Reykja-
víkur starfaði hún í Félagi fram-
sóknarkvenna og var hún heiðurs-
félagi þess. Þar átti ég þess kost
að starfa með henni og vil ég fyrir
hönd okkar sem með henni störfuð-
um þar þakka henni hjartanlega
fyrir hennar framlag til félagsins
og alla þá miklu vinnu sem hún
lagði í hinn árlega basar okkar.
Við minnumst hennar með virðingu
og jiökk.
Eg og fjölskylda mín höfum átt
þess kost að hafa gott samband
við fjölskyldu Helgu eftir að við
fluttumst á Reykjavíkursvæðið.
Alltaf dáðist ég að því hvað hún
var minnug á alla afmælisdaga og
á nöfn barna minna og bama-
barna. Hún fylgdist líka vel með
því sem var að gerast í þjóðlífinu
fram á síðustu ár.
Helga átti barnaláni að fagna
og öll eru þau vel gefin og mikið
mannkostafólk, sannir vinir vina
sinna. Þau umvöfðu hana ástúð og
hlýju til hinstu stundar.
Eg og fjölskylda mín vottum
börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð og
þökkum ómetanleg kynni af góðri
konu og tökum undir með Theod-
óru Thoroddsen:
Ljáðu mér, Drottinn, líknarmund,
lof mér hér að festa blund,
vaktu hjá mér stutta stund,
strjúktu mein úr hjarta.
Ljúft er að sofna í logaskininu bjarta.
Vertu kær kvödd og góðum Guði
falin.
Sigrún Sturludóttir.
t
Útför ástkærrar móður minnar, tengda-
móður, fósturmóður og ömmu,
AUÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Sæborg,
Skagaströnd,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akur-
eyrar hinn 21. jan. sl., fer fram frá Ás-
kirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.
Guðlaugur Örn Hjaltason, Kristjana Laufey Jóhannsdóttir,
Matthías Hjaltason,
Atli Þór, Laufey Sunna og Huginn Frár Guðlaugsbörn.
t
ELskulegur vinur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR ÁGÚST GUNNARSSOIM,
frá Súgandafirði,
Lindargötu 61,
Reykjavik,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 23. janúar.
Anna Stfgsdóttir,
Auður Halldórsdóttir,
Helga Halldórsdóttir,
Hugrún Halldórsdóttir,
Halla Halldórsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir,
Gunnar Halldórsson,
Sævar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Halldór Guðmundsson,
Auðunn Hinriksson,
Andrés Garðarsson,
Óskar Valgeirsson,
Hilmar Kristensen,
t
Systir mín,
GUÐFINNA STEINSDÓTTIR,
Ránargötu 3a,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. janúar. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Sigurgeir Steinsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Stangarholti 36,
Reykjavfk,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Magnús Örn Haraldsson,
Haraldur Haraldsson,
Guðrún Haraldsdóttir,
Sigurður Haraldsson,
Einar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Dóra Bryndís Ársælsdóttir,
Laufey Sigurfinnsdóttir,
Sigriður Hannesdóttir,
Dagmar Rhogius,
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Bakkavegi 23,
Þórshöfn,
sem lést þann 21. janúar, verður jarð-
sungin frá Sauðaneskirkju laugardaginn
1. febrúar.
Haraldur Magnússon,
Helgi Frímann Magnússon,
Ólöf Magnúsdóttir,
Guðbjörn Magnússon,
Jón Magnússon,
Magnús S. Magnússon,
Matthias Magnússon,
Reynir Guðmannsson,
Guðrún Lilja Norðdahl,
Steinunn Gísladóttir,
Sigurlina Sigurjónsdóttir,
Þórunn Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að Njörvasundi 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 28. janúar kl. 13.30.
m
Örn Ingólfsson,
Guðmundur Ingólfsson,
Sigþór Ingólfsson,
Jósef G. Ingólfsson,
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir,
Gerður Baldursdóttir,
Kristín Júlíusdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir,
Snorri Steindórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HELGA GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laug-
ardaginn 18. janúar, verður jarðsungin
frá Langholtskirkju mánudaginn 27. jan-
úar kl. 13.30.
Þórður Þ. Kristjánsson,
Sigríður Þ. Kristjánsdóttir,
Guðfinna K. Kristjánsdóttir,
Eyrún Ó. Kristjánsdóttir,
Ásdís J. Kristjánsdóttir,
Unnur Haraldsdóttir,
Hilmar Leósson,
Einar Ólafsson,
Helgi J. Ólafsson,
Valdimar M. Pétursson.
t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ( y
TÓMAS SIGURÞÓRSSON,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli, V,y| vv*-** ■ J
áðurtil heimilis
í Skipholti 26, Jk ík Ægm,
Reykjavík, sES&sí v.
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða
Safnaðarins við Háteigsveg þriðjudag-
inn 28. janúar kl. 13.30.
Guðjón Tómasson, Kristin Isleifsdóttir,
Sigurþór Tómasson, Ruth Ragnarsdóttir,
Tómas Tómasson, Guðrún Elín Kaaber,
barnabörn og barnabarnabörn.