Morgunblaðið - 23.02.1997, Side 2

Morgunblaðið - 23.02.1997, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI aðvörunarskilta mætir fólki sem ekur veginn að ratsjárstöðinni á Gunnólfs- víkurfjalli. Einkavegur, óviðkom- andi bannaður aðgangur. í fjallsrót- unum er veginum lokað með keðju og hengilás, vegna slysahættu að því er segir á skilti. Enginn fer þar í gegn nema í fylgd starfsmanna stöðvarinnar og enginn fær að fara inn í ratsjárstöðina nema hann eigi þangað erindi. Vegurinn „okkar“ Sigmar Ólafsson stöðvarstjóri sækir blaðamenn niður fyrir hliðið. Á meðan ekið er eftir veginum sem hlykkjast upp snar- bratta fjallshlíðina skýr- ir Sigmar út reglur Rat- sjárstofnunar um gesta- komur í ratsjárstöðv- arnar. Hann segir að veginum upp fjallið sé lokað vegna hættu á slysum og skemmdum. Hann segir að Ratsjár- stofnun eigi veginn og geti ekki tekið á sig ábyrgð vegna almennr- ar notkunar hans. Þess vegna sæki starfsmenn stöðvarinnar gesti niður fyrir hlið. Þeir hafi sínar öryggisreglur og þekki aðstæður í fjallinu, með- al annars sviptingar í veðri. Talstöð er í bíln- um og Sigmar lætur félaga sína uppi á fjall- inu vita reglulega af sér. Segir að ef maður svari ekki kalli sé björg- unarsveit kölluð út eftir ákveðinn tíma. Það fyr- irkomulag að sækja menn niður segir Sig- mar að dragi einnig úr hættu á skemmdum á veginum sem geti orðið þegar óvanir fari þar um. Þegar við erum á ferðinni eru tæki að störfum við að moka veginn og ýta út ruðn- ingum og það leynir sér ekki að vegurinn er erfiður á vetrum. Fj ármálaráðuneytið hefur keypt jörðina Gunnólfsvík og þar með Gunnólfsvíkurfjall. Sigmar segir að ferðafólk kvarti stundum undan því að fá ekki að fara um fjallið „sitt“. Hann segir að það sé á misskilningi byggt. Þó fólk geti ekki notað veg- inn „okkar“ eins og hann tekur til orða megi það fara að vild um fjall- ið, utan við girðingu ratsjárstöðvar- innar efst í fjallinu. Uppi á fjallinu, í 720 metra hæð yfir sjávarmáli, er ratsjárstöðin. Hún er í steinsteyptri byggingu með stórri hvítri kúlu ofan á. Girðing er í kringum stöðina og loftnet þar fyrir utan. Þegar við komum er bjart veður og gott útsýni, „gesta- veður“ eins og Sigmar tekur til orða. Fellur vel vlð agann Strangar reglur eru um aðgang að stöðinni, samkvæmt samningi Ratsjárstofnunar við bandaríska flugherinn. Mun það vera gert til þess að hægt sé að grípa hindrunar- laust til þessa verkfæris sem rat- sjárstöðin óneitanlega er, þegar á þarf að halda, og kaupendur þjón- ustunnar fái hana refjalaust. Þeir sem eiga erindi í stöðina fá að fara inn en þá með fyrirframfengnu leyfi og undir eftirliti starfsmanna stöðv- arinnar. Komin var „aðgangsheim- ild“ frá Ratsjárstofnun og vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir blaðamann. Vegna misskilnings var nafn ljósmyndarans ekki á að- gangsheimildinni og ekki þýddi að nota „íslensku aðferðina" gegn skrifræðinu, það er að fara fram á að málinu yrði bjargað á staðnum. Það tæki að minnsta kosti einn eða tvo sólarhringa. Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari þurfti því að sitja úti í bíl á meðan á heimsókninni stóð. Sigmar opnar inn í húsið með lykli. Blaðamaður þarf að kvitta fyrir komu og festa á sig gestaskír- teini. Þegar komið er inn í setu- stofu eru staðarreglurnar innramm- aðar uppi á vegg. Allt er þetta ís- lendingnum framandi. En starfs- mennirnir eru því vanir að vinna eftir reglum og neita því að þær séu þrúgandi. „Mér fellur það vel að hafa aga á vinnustað. Við íslend- ingar höfum of neikvæða afstöðu til þessa hugtaks, það hljómar eins og refsing í okkar huga,“ segir Sig- mar Ólafsson, en hann hefur verið stöðvarstjóri frá því starfsemi hófst þar árið 1991. Ekki íslenskir hermenn Hann neitar því að starfsmenn ratsjárstöðvarinnar líti á sig sem íslenska hermenn eða að þeir lúti heraga. „Ratsjárstofnun er íslenskt fyrirtæki sem veitir hernum þjón- ustu. Það eina sem tengir okkur við hermennsku eru samskiptin við hermennina," segir Sigmar. „Okkur hefur tekist að móta vinnureglur út frá reglum hersins. Til eru skráðar reglur um flest sem gera þarf. Maður veit til hvers er ætlast af manni og hvað maður má. Sjálfum finnst mér auðveldara LOKAÐ vegna slysahættu. Sigmar Ólafsson stöövarstjórl hreinsar hrím af aövörunarskilti. Góð lífsreynsla að prófa þetta „ÉG SÓTTIST ekkl eftir að flytjast hingað, það gefur auga leið að það gera ekki margir,“ segir Stefán Brandur Jónsson, tæknimaður í ratsjárstöð- inni á Gunnólfsvíkurfjalli. Hann kemur úr Reykja- vík og flutti með fjölskyldu sinni í hús Ratsjárstofn- unar á Bakkafirði haustið 1994. Stefán hefur starfað hjá Ratsjárstofnun frá 1988, lengst af á Stokksnesi og var fluttur á Gunnólfsvík- urfjall árið 1992. „Þegar tilkynningin kom stóð ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég ætti að flytja til Bakkafjarðar eða finna mér eitthvað annað að gera. Ég valdi fyrri kostinn," segir Stefán. Hér þurfa einhverjlr aö vera Hann segir að það sé ansi mikil röskun á högum fjölskyldunnar að flytja á milli stöðva og það vefj- ist fyrir mönnum. „Én við réðum okkur upp á þetta og hér þurfa einhveijir að vera,“ segir hann. „Ég ákvað að vera hér í nokkur ár. Hugsa reynd- ar að ég fái að vera hérna þangað til ég sæki um flutning!" Kona Stefáns, Sigríður Kristinsdóttir, er frá Hornafirði og hún fékk vinnu við leikskólann sem stofnaður var þegar ratsjárstöðvarmennirnir komu til Bakkafjarðar og vinnur nú á skrifstofu fisk- vinnslufyrirtækisins Gunnólfs hf. Þau eiga tvö börn, Heiðar Kristin Rúnarsson og Guðjón Bjarna Stefánsson. „Ég vissi af flutningsskyldunni en trúði því þó ekki að við yrðum send hingað," segir hún. Segir Sigríður að dvölin á Bakkafirði hafi verið ágæt. „Það er góð lífsreynsla að prófa þetta,“ seg- ir hún. „Okkur hefur báðum líkað betur að búa úti á landi en í borginni," segir Stefán Brandur, þeg- ar hann er spurður að því hvernig honum líki í dreifbýlinu. „En þetta er auðvitað einn mesti út- nári landsins. Það er langt í allt, sumt er hægt að fá á Þórshöfn og Vopnafirði en margt þarf að sækja til Akureyrar eða Reykjavíkur." Hann segir að þeim hafi gengið ágætlega að aðlagast lífinu á Bakkafirði. „Þetta er fyrst og Morgunblaöið/Ásdís SIGRÍÐUR Krlstlnsdóttlr og Stefán Brandur Jónsson með synlna, Heiöar Kristln Rúnars- son og Guöjón Bjarna Stefánsson. fremst spurning um hugarfar. Ef maður kemur hingað til að láta sér leiðast leiðist manni en ann- ars getur manni liðið vel.“ Stefán segir að þó samfé- lagið hafi verið ólíkt því sem hann hafi vanist séu allir á sama báti í samgöngum og öðru. Segist hann hafa lært það að hér yrðu menn að bjarga sér sjálfir. Hann keypti sér jeppa og reyndi að láta einangrunina ekki hafa of mikil áhrif á sig. „Ég vildi ekki sætta mig við það að komast ekki í burtu allan veturinn. Þetta þótti sumum skrítið en síðan hefur jeppunum fjölgað og fleiri tekið þessa stefnu.“ Langt til ættingjanna Segir Stefán að ef menn þurfi að skjótast á stærri staði taki ferðalagið þijá til tólf tíma og Sigríður bæti r því við að yfir veturinn þurfi alltaf að velta því fyrir sér hvort taka þurfi kuldagallana með, því ferðalögin geti orðið lengri en upphaflega var áformað og veðrið breyst. Verst þykir Stefáni hvað langt er til ættingjanna. Allt hans fólk er á suðvest- urhorninu en hennar á suðausturhorninu. Sigríður segir að vissulega sé erfitt að vera ein með börnin í marga sólarhringa á meðan Stefán er á vakt uppi í fjalii. Hins vegar séu góð frí á milli og þá geti þau skroppið í burtu, að minnsta kosti á sumrin. Morgunblaðið/Ásdís að vinna þannig og held að flestir okkar kunni því vel. Maður áttaði sig fljótlega á því að reglurnar eru rammi utan um starfsemina frekar en þröskuldar til að hnjóta um,“ segir Sigmar. Aðrir starfsmenn sem ég hitti í stöðinni eru svipaðrar skoðunar. „Það má að vísu ofgera öllu en á heildina litið tel ég að þetta sé gott kerfí,“ segir Óskar Haukur Óskars- son tæknimaður. „Hér er margt sem aðrir vinnuveitendur á íslandi mættu taka sér til fyrirmyndar," segir Óskar. „Með því að hafa allt í röð og reglu gerum við stöðina að betra fyrirtæki og reksturinn markvissari. Mörg íslensk fyrirtæki gætu bætt hjá sér reksturinn með því að koma sér upp hliðstæðum reglum," segir Sigmar. Hann nefnir aðgangshömlur, fyrirframmótaðar vinnureglur um alla hluti, þjálfun og öryggi á vinnustað. Mörgum ís- lenskum fyrirtækjum gengur illa að fara að gildandi reglum um ör- yggi á vinnustað. Þeim málum er mjög vel fylgt eftir á Gunnólfsvíkur- Qalli og enginn starfsmaður kemst upp með það að nota ekki viðeig- andi öryggistæki. Óskar nefnir einnig umhverfis- mál, segir þau í mjög góðum far- vegi. Brennarar eru í klósettskálum og allt skolp leitt út í tank sem er losaður reglulega í á niðri á láglend- inu. Sorp er flutt í sorpeyðingarstöð á Þórshöfn og engin spilliefni fara út í umhverfið, að sögn Óskars. Það lítur út fyrir að menn hafi lært af mistökum fyrri ára. „Eftir að hafa verið um tíma í þessu umhverfi finnst manni margt hneykslanlegt á mölinni. Ekki þarf annað en að ganga inn á bílaverkstæði til að sjá muninn," segir Óskar. „Skipstjórinn ræöur“ Óskar segir að vinnuandinn sé ágætur. „Þetta er ennþá íslenskur vinnustaður," segir hann. Félagi hans, Sveinn V. Ríkarðsson tækni-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.