Morgunblaðið - 23.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1997, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bjami Fel er meðal þekktustu sjónvarpsmanna landsins eftir að hafa fiutt áhorfendum íþróttafréttir í rúm 25 ár. Enska knattspyman hefur verið hugðarefni Bjama í sjónvarpinu en framundan em breytingar á skipan enska boltans sem næsta haust flyst yfír á Stöð 2. Fyrir nokkm fagnaði Bjami líka sextugsafmæli sínu svo að það var ærið tilefni fyrir Magnús Orra Schram að hitta hann að máli. Bjarni var áður fyrr vel þekktur sem knatt- spymumaður í sigur- sælu liði KR á 6. og 7. áratugnum. Lék Bjami í meistara- flokki KR 1956 - 1968 og á þess- um tólf árum urðu KR-ingar fimm sinnum íslandsmeistarar og sjö skipti Bikarmeistarar. „KR bar á þessum árum höfuð og herðar yfír önnur knattspymufélög á íslandi. Þama voru snillingar innan um og svo menn eins og ég sem þurftu að hafa mikið fyrir hlutunum. Ég hafði snemma álpast í stöðu vinstri bakvarðar og uppgötvaði það síðar að sá leikmaður þurfti að geta spyrnt með báðum fótum en ég gat varla meira en rétt stað- ið í þann vinstri. Þá tók ég það upp hjá sjálfum mér að æfa hann upp, fór einn útá Melavöll og spark- aði þar látlaust í stóra tréhurð. Síðar heyrði ég að Stanley Matt- hews, enski snillingurinn, hefði æft sig með tennisbolta, svo ég varð mér úti um tennisbolta og fór að sparka með honum. Mörg ár æfði ég þrisvar á dag, klukkan sjö á morgnana, íjögur á daginn og svo með liðinu um sjöleytið. Tvö mörk á ferlinum Ég náði því á endanum að verða hittnari með vinstri fætinum og gat nú notað hann í annað en að hlaupa. Samt þótti ég ekkert sér- stakur knattspyrnumaður og skor- aði til að mynda einungis tvö mörk á ferlinum. Síðara markið var með þeim hætti að ég hálfveg- is hljóp með boltann á maganum framhjá markverði Fram og inní markið. Þegar ég sneri við og bauðst til að fagna félögunum, heyrði ég markvörð Fram muldra við sjálfan sig: „Ég vissi að ég hefði átt að hætta í fyrra.!“ Þá er það minnistætt þegar KR lék gegn þýsku úrvalsliði 1960 og fengum við herfilega útreið. Dag- inn eftir skellti Alþýðublaðið upp fjögurra dálka mynd af mér og Uwe Seeler, einum helsta leik- manni Þjóðveija og sagði í texta myndar: „Hér má sjá Bjarna Felix- son og hinn snjalla Uwe Seeler“. Þetta þótti mér vitlaust orðað.“ Knattspyrnufélag Reykjavíkur var á þessum árum brautryðjandi í mörgu sem viðkom knattspyrnu. KR var fyrst liða til að keppa í Evrópukeppninni árið 1964 og lék gegn ensku meisturunum í Liver- pool. „Leikurinn á Anfíeld er einn af minnisstæðustu atburðunum frá ferlinum. Þar lékum við fyrir framan 42 þúsund áhorfendur sem röðuðu sér þétt upp við leikvöllinn. Þá var þetta fyrsti leikur íslend- inga í flóðljósum og viðbrigðin því mikil fyrir leikmenn okkar sem vanir voru að leika á Melavellinum. Við vorum einnig í fararbroddi á öðrum sviðum en leituðum snemma á náðir vísindanna við undirbúning en strax uppúr ára- mótum héldum við til Benedikts Jakobssonar íþróttakennara Há- skólans í sérstakar leikfímiæfing- ar. Hjá honum æfðum við þrek að nútímahætti en Benedikt var mjög fróður og fylgdist vel með hvað var að gerast úti í heimi.“ Þrír bræður í landsliðinu í liði KR á þessum árum voru meðal annarra bræður Bjarna; Hörður og Gunnar, og léku allir bræðurnir þrír saman í landsliði í tveimur landsleikjum gegn Eng- lendingum árið 1963. „Við vorum hjátrúarfullir og það þótti nauð- synlegt að mamma eldaði okkar uppháldsrétt fyrir hvern leik. Hins vegar átti hver sinn eftirlætisrétt og því þurfti mamma oft að elda þríréttað. Svo fórum við aldrei út úr húsi fyrr en hún hafði óskað okkur góðs gengis.“ Bræðumir ólust upp í vestur- bænum og bjuggu á horni Bræðra- borgarstígs og Ránargötu þar sem foreldrar þeirra, Felix Pétursson, bókari Hamars, og Ágústa Bjarna- dóttir, leigðu íbúðarkytru, tvö her- bergi og eldhús. „Þar uxum við úr grasi í nægjusemi og samheldni fátækra Reykvíkinga. Margir urðu svo ríkir í stríðinu en það fór fram- hjá okkur þarna í gamla vestur- bænum. Mín helsta minning úr stríðinu er þegar við guttamir nýttum tækifærið og stálum appelsínum og eplum af herflutningabílunum. Á leið sinni frá höfninni og suður á Haga í birgðageymsluna, þurftu þeir að fara fyrir þröngt hornið á Bræðraborgarstíg og Vesturgötu og síðan upp brekkuna. Þá var tilvalið að næla sér í ávexti. Ég hóf snemma að stunda íþrótt- ir og fyrst um sinn æfði ég hlaup en pabbi hafði verið meðal fyrstu víðavangshlaupara KR. Það var svo eitt sinn að ég hélt uppá Grímsstað- arholt að sækja vin minn sem var á knattspymuæfingu hjá KR undir stjóm Óla B. Jónssonar, en við fé- lagamir ætluðum í bíó saman. Óla vantaði mann í vinstri bakvörðinn og ég fór á æfingu. Eftir æfíngu bauð Óli mér að spila með næsta sunnudag í Reykjavíkurmóti. Þann- ig hófst knattspymuferillinn og ætíð var ég í bakverðinum.“ Snemma fékk Bjarni viðumefn- ið „Rauða ljónið“ sem hefur fylgt honum alla tíð síðan. Nafnið er tilkomið vegna háralits Bjama og þá þótti hann hafa vasklega fram- göngu á knattspyrnuvellinum. „Félagar mínir innsigluðu síðar nafngiftina með því að gefa mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.