Morgunblaðið - 23.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 23 Prentsmiður/ skeytingamaður Steindórsprent Gutenberg óskar eftir að ráða skeytingamann. Þarf að vera vanur lit- skeytingu á borði. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar hjá Ráðningarþjón- ustunni. m RAÐNINGARÞJONUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309. fax 588 3659 FJÓROUNQSSJÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Stjórnunarstöður - aðstoðardeildarstjórar Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð- ardeildarstjóra á lyflækningadeild 1 og á hjúkrunardeildinni Seli á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Um er að ræða 100% stöður. Stöðumar veitast frá 1. apríl nk. Aðstoðardeildarstjóri ber, ásamt deildarstjóra, fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun deildarinnar (verkefnaskipting). Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deild- arstjóra. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, frumkvæði og reynslu í stjórnun, ásamt hæfileikum á sviði samskipta, sam- vinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknarfrestur er til 12. mars nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendartil Ólínu Torfadótt- ur, hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, í síma 463 0273. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður- Heilsugæslustöðin Patreksfirði Hjúkrunarfræðingur á Bfldudal Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Patreksfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu við H-stöð á Bíldudal og innan Patreksfjarðarlæknisum- dæmis. Gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðing- urinn yrði búsettur á Bíldudal. Staðan veitist frá 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Heilsugæslustöðin á Pareksfirði þjónar íbú- um Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. íbúar eru um 1700. Umsóknarfrestur er til 12. mars 1997. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Viðari Helgasyni, fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar Patreksfjarðar, Stekkum 1,450 Pat- reksfirði. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Kol- finna Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 456 1110. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðið hefur verið. Heilsugæslustöðin á Patreksfirði. Reyklaus vinnustaður. Blómabúð Vanur starfskraftur óskast í blómabúð. Þarf að geta að geta unnið sjálfstætt við allar alhliða skreytingar. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „B - 1223“ fyrir 3. mars. Hjúkrunarforstjóri Laus er staða hjúkrunarforstjóra við Heilsu- gæslustöðina Kópaskeri. Húsnæði og staðarsamningur í boði. Upplýsingar í síma 465 1109, Heilsugæslu- stöðin Kópaskeri, og 465 1163 Birna stjórn- arformaður. Varnarliðið, tölvudeild, óskar að ráða tölvunarfræðing/ kerfisfræðing Um er að ræða starf í einni af stærri tölvu- deildum landsins, sem hefur yfir að ráða um 800 PC tölvum, 12 Novell staðarnetum og víðneti, sem tengir flest staðarnetin saman. Starfið er krefjandi og mjög fjölbreytt og fel- ur m.a. í sér að setja upp nýjan vél- og hug- búnað, greina bilanir í PC vélum og netum, og aðstoð við notendur. Kröfur Umsækjandi þarf að hafa sem víðtækasta þekkingu og reynslu á sviði vél- og hugbún- aðar og er þar um að ræða MS-DOS, Windows 3.11, 95 og NT, og Microsoft Office. Æskilegt er að viðkomandi hafi einn- ig þekkingu á NetWare 3.12 og 4.1 netkerfum og TCP/IP samskiptastaðli. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga gott með að umgangast fólk og hafa mjög góða enskukunnáttu. Starfið er tímabundið til 29. september 1997. Skriflegar umsóknir berist til Varnamálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 3. mars 1997. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er nauðsynlegt að væntanlegir umsækjend- ur lesi hana. Garðyrkjustjóri Hveragerðisbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu garðyrkjustjóra Garðyrkjustjóri vinnur náið með umsjónar- manni verklegra framkvæmda og bæjar- tæknifræðingi að skipulagningu opinna svæða. Auglýst er eftir garðyrkjumenntuðum einstaklingi. Starfssvið garðyrkjustjóra felst m.a. í eftirfarandi: • Tillögugerð að skipulagningu óræktaðra og óskipulagðra svæða. • Umsjón með opnum svæðum og skóg- rækt í landi bæjarins. • Umsjón með skrúðgarði, hveragarði og lóðum stofnana bæjarins. • Umsjón með vinnuskóla bæjarins og skólagörðum. Skilyrði fyrir umsókn er að umsækjandi hafi lokið verklegu og bóklegu námi frá Garðyrkju- skóla ríkisins eða öðru sambærilegu námi. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson á skrifstofu Reksturs og ráðgjafar ehf. og skal umsóknum skilað þangað fyrir 17. mars nk. Iffi Rekstur og Ráðgjöf ehf. Austurstræti 14, Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf, pósthólf 261,121 Reykjavík. áætlanagerð, verkefnaskipu- Sími 562 6530, fax 562 6532. lagning, réðningarþjónusta o.fl. Barnfóstra óskast Reyklaus barnfóstra óskast til að gæta 6 mánaða barns hluta úr degi 3 daga vikunnar. Upplýsingar í síma 561 9469 eða 511 3744. Aukastarf - sölustarf Óskum eftir duglegum sölumönnum um allt land til að selja vandaðar bækur um vinsælt efni. Góð sölulaun. Upplýsingar í síma 554 4958. Röntgentæknir Óskum að ráða röntgengtækni við Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja tíma- bundið í 1 ár eða skemur frá og með 1. apríl nk. Um er að ræða 75% starf auk afleysinga og bakvakta. Húsnæði á staðnum. Umsóknir sendist til: Sjúkrahús Vestmannaeyja, box 400, 902 Vestmannaeyjar. Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmda- stjóri í síma 481 1955. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja. Rafeindavirki -tæknimaður Ef þú ert þokkalega klár á eftirfarandi sviðum þá höfum við mikinn áhuga á að heyra frá þér. Töivuviðgerðir (PC), tölvuuppsetningar, sjónvarps- og útvarpsviðgerðir, netlagnir, hugbúnaður ásamt uppsetningum og hugs- anlega einhverja reynslu á sviði rafeinda- tækja í skipum og bátum. Við leitum að áhugasömum aðila í yngri kant- inum sem hefur sæmilegt vald á ofangreindu og er jafnframt vinnufús og með góða þjón- ustulund. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Meðeign hugsanleg. Sendið skriflegar umsóknir ásamt viðeigandi gögnum til: Tölvuþjónusta Húsavíkur ehf., Héðinsbraut 1, 640 Húsavík, eða með tölvupósti á: thhus@est.is Heilsugæslan í Reykjavík Stjórnunarsviö Barónsstíg 47,101 Reykjavík Sími 552 2400 Fax562 2415 Laus staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfor- stjóra við Heilsugæslustöðina í Efra-Breið- holti. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af störfum í heilsugæslu og við stjórnun. Nán- ari upplýsingar um starfið gefa Pálína Sigur- jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar í Efra-Breiðholti, í síma 567 0200, og starfsmannastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, sími 552 2400. Staðan veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá starfsmannahaldi Heilsugæslunnar í Reykja- vík, sendist Heilsugæslunni í Reykjavík. 14. febrúar 1997. Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.