Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
ÞÓRHALLUR Einarsson þvær upp á meðan Sigmar Ólafsson,
Óskar Haukur Óskarsson og Sveinn V. Ríkarðsson fá sér kaffl.
Morgunblaðið/Ásdís
ur. Tæknimennimir eru rafeinda-
virkjar og þeir vinna við að halda
ratsjár- og fjarskiptabúnaðinum
við, í samræmi við mjög þróað við-
haldskerfi sem meðal annars geng-
ur út á það að skipta um hluti í
tækjunum áður en hætta skapast á
bilunum. „Undirbúningur undir hið
óvænta er stór hluti af vinnunni,
hér sitja menn ekki og bíða eftir
því að eitthvað gerist," segir Sigm-
ar. Menn þurfa að halda við þekk-
ingu sinni og em í stöðugri þjálfun
allt árið. Þeir þurfa að lesa
handbækumar reglulega og leysa
tiltekin verkefni fyrir ákveðinn tíma
til þess að vera fullfærir um að
bregðast við ef eitthvað ber útaf.
Tæknimennirnir ganga vaktir
allan sólarhringinn en stjómendur
og rekstrarmenn mæta til vinnu á
morgnana og fara heim á kvöldin.
Rekstrarmennimir annast viðhald
húsa og vegar og fleira. Þeir vom
í snjómðningi þegar okkur bar að
garði og hafa mikil verkefni við það
yfir vetrartímann. „Stöðin er vinnu-
staður okkar og heimili," segir í
reglunum og hluti af vinnutíma
manna fer þar af leiðandi í þrif,
eldamennsku og önnur heimilis-
störf. I stöðinni eru nokkur her-
bergi og sofa vaktavinnumennimir
þar á vaktatímabilinu yfír veturinn.
Einnig dagvinnumennimir þegar
óráðlegt er talið að fara niður vegna
veðurs eða færðar.
Hrlkalega fallegt
Vinnuumhverfið á Gunnólfsvík-
urfjalli er óneitanlega mjög sér-
stakt. Ratsjárstöðin er í 720 metra
hæð og er sá vinnustaður landsins
sem hæst stendur. „Mér finnst
skemmtilegt að vinna hérna. Þetta
er ekki ósvipað því að vera á sjó,
nema hvað veltingurinn er minni
og ekkert fiskirí," segir Sigmar.
Hann segir að enginn vinnudagur
sé eins og tekur þá ferðalagið frá
Bakkafírði með. „Ferðirnar em sí-
breytilegar og fjallið er þannig að
maður getur aldrei gengið að því
vísu að komast í vinnuna. Ég hef
verið hér síðan starfsemin hófst og
þegar ég þykist vera búinn að læra
allt gerist eitthvað nýtt. Hér fá
spennufíklar útrás og óþarfi að fara
í bíó,“ segir hann.
„Það er yndislegt að vera hér,“
segir Óskar sem áður vann í Reykja-
vík í þrettán ár, lengst af í Radíó-
búðinni. Hann segir að það hafi
verið ágætt en hann hafi viljað
prófa vaktavinnu eða vinnu í úthöld-
um. „Hér er unnið í skorpum og
svo löng frí á milli. Ég sé ekki eft-
ir því að hafa breytt til. Það var
stöðugt ónæði og stress í níu til sex
vinnunni, maður þurfti að hlaupa
úr vinnu til að sinna sínum erindum
í banka og víðar. Hér notar maður
heimabankann og afgreiðir banka-
stússið í tölvu heima hjá sér. Svo
er föstudagsumferðin miklu minni.“
Veður geta verið válynd á Gunn-
ólfsvíkurfjalli og þar er oft þoka.
Starfsmennirnir segja þó að það sé
þjóðsaga að þoka sé alla daga árs-
ins. Þeir segjast hafa verið upp-
næmir fyrir útsýninu í upphafi. Sig-
mar á ekki í erfiðleikum með lýsing-
arnar: „Það er stórkostlegt að vera
hér á sumarnóttu þegar sólin skín
í heiði, sérkennilega fallegt. Á góð-
um degi er fögur útsýn frá fjallinu.
Það er Iíka hrikalega fallegt á vetr-
arnóttum, þegar norðurljósin
hlaupa um himininn. Maður er svo
nálægt þeim. En veðrabrigðin eru
snögg og veðrið hér á fjallinu óút-
reiknanlegt svo maður verður alltaf
að hafa varann á við keyrsluna.
Og það er óhugnanlegt að vera hér
þegar stormurinn gnauðar á mann-
virkjunum dögum saman.“
Skyldaðir tll að búa
á Bakkaflrðl
Starfsmenn ratsjárstöðvanna
gengust undir það að búa í ná-
grenni stöðvanna þegar þeir réðu
sig til Ratsjárstofnunar. Er þetta
gert til þess að menn geti frekar
komist til vinnu í stöðvunum en ef
þeir væru búsettir íjær. Ratsjár-
stofnun ákvað að starfsmennirnir á
Gunnólfsvíkurfjalli byggju á Bakka-
firði og hefur hún verið að byggja
hús yfir þá þar. Margir af starfs-
mönnunum eru frá Akureyri eða
öðrum norðlenskum kaupstöðum.
Þeir hafa búið þar áfram og verið
heima í fríum. Á síðasta ári var
farið að ganga eftir því að menn
flyttu á Bakkafjörð og mæltist það
misjafnlega vel fyrir.
Oskar Haukur flutti til Bakka-
fjarðar í haust en hann var áður
búsettur á Akureyri. „Ég ákvað að
gefa þessu sinn tíma og reynslu-
tíminn er ekki liðinn,“ segir hann
þegar hann er spurður að því hvern-
ig gangi að aðlagast lífinu á Bakka-
firði. Ljóst er að það hafa verið við-
brigði fyrir marga starfsmennina.
Á Bakkafirði eru liðlega 100 íbúar
og næstu staðir, Þórshöfn og
Vopnafjörður, eru heldur ekki nein-
ar stórborgir. Fyrir utan það átak
að flytja með fjölskylduna á lítinn
stað og einangraðan eins og Bakka-
fjörð, þá er umhverfið mjög ólíkt
því sem menn hafa vanist á Akur-
eyri eða í Reykjavík. Á Bakkafírði
er trillukarlasamfélag, lífið snýst
um að veiða þorsk og salta. Megin-
hluti starfsmanna stöðvarinnar er
hins vegar tæknimenntaðir menn
úr allt öðru umhverfi.
„Þetta er ekki eins og menn
hefðu helst óskað sér en það fylgir
starfinu að búa á Bakkafirði. Við
höfum ekið á milli í mörg ár og er
breytingin því mikil. Menn eru með
börn í skóla og vont að rífa sig
upp. Ég er með börn í skóla á báð-
um stöðum og hef afdrep á Akur-
eyri, það bjargar mér,“ segir Óskar.
Sveinn er Dalvíkingur og ákvað
að flytja ekki. Hann hefur haft hluta
af húsi til afnota á Bakkafirði en
keyrt heim í vaktafríum. Segir hann
að það sé dýrt. Hefur Sveinn sagt
upp störfum hjá Ratsjárstofnun og
fengið sér aðra vinnu á Dalvík.
Aðlagast ágætlega
Starfsmenn ratsjárstöðvanna
réðu sig einnig upp á það að fær-
ast á milli stöðva. Sveinn segist
ekki hafa óskað eftir því að fara á
Gunnólfsvíkurfjall en það hafi hent-
að ágætlega í upphafi, á meðan
menn hafi ekki verið skyldaðir til
að búa á staðnum. Hann segir að
sér hafi líkað ágætlega við vinnuna.
„Ég kom af sjónum og hef alltaf
kunnað vel við úthaldavinnu," segir
hann.
Frekar hefur verið við því búist
að verra yrði að manna ratsjárstöð-
ina á Gunnólfsvíkurfjalli en aðrar
stöðvar vegna þess hve einangraður
staðurinn er og erfitt að komast
upp í hana. Sigmar segir að lítið sé
farið að reyna á þetta þar sem menn-
imir hafí búið annars staðar fram
undir þetta. „Starfsmennimir þurfa
að búa yfir ákveðinni þekkingu sem
ekki er til staðar hér á svæðinu. Það
er því ekki um annað að ræða en
fá menn að. Maður skilur vel hvað
það getur verið erfitt að rífa sig upp
og flytja, ekki síst út í strjálbýli.
Lífíð fer úr skorðum. Starfsmennim-
ir og ekki síður fjölskyldur þeirra
þurfa að laga sig að nýjum aðstæð-
um. Þetta á ekki bara við hér, held-
ur í öllum fjórum ratsjárstöðvunum,
en auðvitað er meira átak að flytja
til Bakkafjarðar en til dæmis Kefla-
víkur. En mér sýnist að menn hafi
fallið ágætlega inn í samfélagið og
orðið virkir þátttakendur í lífi og
starfí fólksins á nýja staðnum," seg-
ir stöðvarstjórinn.
Óraunverulegur
raunverulelkl
Inni í stöðvarhúsinu gleymir mað-
ur því fljótt hvar maður er, hugsun-
in um umhverfið dofnar. Maður
gæti alveg eins verið niðri í Hval-
fjarðargöngum. En raunveruleikinn
skýrist aftur þegar búið er skrifa
undir brottför úr stöð og skila að-
gangskortinu. Ekki er lengur hægt
að tala um „gestaveður“ og ísköld
þoka grúfir yfír hvítu kúlunni. Hún
deyfir tilfinningu manns fyrir því
að vera á flallstindi í 720 metra
hæð, með 600-700 metra þverhnípi
í kring um sig. Þokan og frostið
leggja þykkt hrímlag á hús, girðing-
ar og loftnet. Raunveruleikinn virð-
ist óraunvemlegur.
\lýjar gerðir sjónvarpsskápa
Svart / hvítt / beyki /fura / mahoni / kirsuber
Hirzlan
Auðbrekku 19 • 200 Kópavogur
S í m i 5 6 4 5 04 0 • Fax 5 6 4 5 0 4 1