Morgunblaðið - 23.02.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 7
MANNLÍFSSTRAUMAR
TÆKNI/ Verbur spumingunni um lífþar svarad á ncestu áratugum?
IMYNDAÐ farartæki, líkt einhveiju sem á að leggja Mars undir fót.
REIKISTJARNAN Mars hefur
alltaf höfðað til ímyndunarafls
manna. Vísindaskáldsögur gerast
þar. Marsbúinn á sér ákveðið útlit
í hugum okkar. Ummerki á yfir-
borði og síbreytilegt útlit voru fyrr-
um talin merki siðmenningar. Nú
er vitað að breyting útlits stafar
af sandstormum í þunnum loft-
hjúpi hnattarins. Mörg geimför,
bandarísk og rússnesk eða sovésk,
hafa lent, mjúklega eða brotlent,
eða endað á braut um hnöttinn.
Margt er vitað um landslagið. Við
höfum séð myndir þaðan af lands-
lagi sem í engu er frábrugðið nær-
myndum úr Köldukvíslarbotnum.
Enn þarf að kanna landslag miklu
nánar til að finna góða lendingar-
staði fyrir mjúkar lendingar næstu
ára og áratuga og land undir sjálf-
virk ökutæki sem fara í könnunar-
leiðangra. NASA, geimferðastofn-
unin bandaríska sendir á næstu
árum mörg könnunargeimför sem
er ætlað m.a. að hæðarmæla land
mjög nákvæmlega með leysitækni.
Árið 2003 er stefnt að því að
Marsfarartæki geti farið í margra
kílómetra könnunarferðir.
að sem reynt hefur verið að
svara fyrst og fremst með
könnununum er hvort líf hafi verið
(eða sé) til í einhveiju formi. Marsf-
arið Víkingur annar frá 1976 náði
að gera merkar
athuganir, þar á
meðal tilraunir er
áttu að leiða í ljós
hvort líf þrifist á
lendingarstaðn-
um, en niðurstað-
an var neikvæð.
Eitt þess er at-
huga þarf í Mars-
ferðum næstu áratuga er hvort
þetta neikvæða svar sé endanlegt
og eigi við hnöttinn sem heild. Enn
önnur spurning er sú hvort líf hafi
þrifist þar áður. En smæð hnattar-
ins veldur þyngdarafli sem er einn
þriðji af þyngdarafli jarðar. Því
fylgir aftur að hnettinum helst
verr á lofthjúpi sínum, og er þrýst-
ingurinn innan við hundraðshluta
af loftþrýstingi jarðar. En hafi loft-
hjúpur, þ.á m. vatnsgufa verið að
hverfa, merkir það einmitt að loft
hafi verið þéttara áður og raki
meiri. Vísindamenn sem eru að
kveða á um markmið ómannaðra
geimferða til Mars leggja þannig
áherslu á þetta tvennt: Annarsveg-
ar hvort líf sé nú fýrir hendi og
hins vegar á hugsanlega fornleifa-
fræði reikistjörnunnar, ekki síst í
ljósi þess að hnötturinn er miklu
óvirkari í jarðfræðilegum skilningi
en jörðin, og ætti því miklu fremur
að varðveita vel ummerki fyrra lífs.
Mars virðist vera með eina heila
stöðuga ,jarð“-skorpu, þar sem
hins vegar margir flekar jarðskorp-
unnar fljóta um ofan á misseigum
jarðmöttli. Á tíu ára langri áætlun
NASA um að senda mörg ómönnuð
geimför, er ein ferð, árið 2005,
sérlega mikiivæg. En í henni á að
safna jarðfræðisýnum og ná þeim
til jarðar. Heyrst hefur undanfarin
ár í fjölmiðlum að mönnuð geim-
ferð til mars verði næst á dagskrá
innan allnokkurra ára. En stefna
virðist tekin á núverandi áætlanir
með margvíslegum ómönnuðum
könnunargeimförum sem fara á
braut eða lenda mjúkri lendingu.
Þeim verði ætlað að skýra ástand
mála, svo að betur sé vitað en nú
hveiju verið sé að lenda á, auk
þess sem margar ráðgátur er hægt
að varpa ljósi á með sjálfvirkum
fjarstýrðum tækjum án þess að
hætta til mannslífum.
Ragnheiður
Óladóttir
NÁMSKEIÐ UM MEÐVIRKNI
verður haldið í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30 í Kópavogi
4. mars kl. 20 og næstu þrjú þriðjudagskvöld.
Fyrirlestrar, umræður, hugleiðsla, samskiptaæfingar.
Framhaldsnámskeið um meðvirkni verður haldið um
helgina 1. og 2. mars.
Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Óladóttir
í símum 897 7225 og 561 5035.________
Enn 3 laus pláss! Flýtið ykkur!
Takið þátt í mannúðarstarfi
í Zambíu!
The Travelling Folk High School í Noregi þjálfar sjálfboðaUða hvaðanæva að tii að sinna
tnannúðarstörfum í Afríku. Byrjað 1/4 (og 1/10). 6 ntánaða þjálfun í Noregi, 6 mánaða starf
í Zambíu við að kenna bömun í þorpunum, setja upp hreinlætisaðstöðu og skóla, koma á
laggimar HOPE-verkefninu til að hindra útbreiðslu alnæmis, koma upp verknámsskólum.
2ja mánaða upplýsingaúrvinnsla. Kröfur: Áhugi, vinnusemi, aðlögunarhæfni og vilji til að læra
og vinna með öðmm. Uppihaldskostnaður við skóiann. Námsstyrkir mögulegir. Haflð samband
við: TFHS, Homsj, 2636 0yer Iillehammer MB, Noregi. Fax: 00 47 6126 4017, E-mail: oneworld
@online.no. Vefslóð http://home.sol.no/oneworld.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarai málsins!
Viðskiptastofu íslandsbanka hefur verið falið að selja
hlutabréf í Glóbus-Vélaver hf., samtals að nafnverði
26.200.000 kr. sem er 26,3% af heildarhlutafé félagsins.
Stefnt er að því að selja hlutabréfm í einu lagi.
Tilboðum ber að skila til Vilhjálms Vilhjálmssonar
forstöðumanns Viðskiptastofu Íslandsbanka
eigi síðar en 6. mars 1997 kl. 16.00.
Varðandi upplýsingar um
Glóbus-Vélaver hf. er vísað til
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Reykjavík, 23. febrúar 1997.
íslandsbanki hf. - Viðskiptastofa
Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
ISLANDSI3ANKI
SVIPMYNDIR
Hverfisgötu 18, s. 552 2690
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrir WIND0WS
Sjáðu nýjan frábæran
hugbúnað:
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Simi 568 8055
www.treknet.is/throun
j
3af rótgrónustu byggingavöruverslunum
landsins Málarinn, Veggfóðrarinn og Málning
og járnvörur hafa verið sameinaðar af nýjum
eiganda M.M.V. ehf. Nýja verslunin er til húsa í
Skeifunni 8. Þar er í boði
úrval vegg- og gólfefna
ásamt málningarvörum
á einum stað. !
SÆNG
ÚTSALA
ALLT AÐf7fiO/
AFSLÁTTUR / U /O
MÁL&RINN
SKEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171
EINA
METRÓ
VEGGFÓÐRARINN