Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
■■^■■■^■ramhaldsmynda-
^ flokkar eða sápuó-
J I perur eru undar-
WUA legt fyrirbæri, þeir
^ segja sögu sem
ekki er séð fyrir
endann á, oftast
eru þetta samtíma-
sögur af einstaklingum og fjölskyld-
um þeirra sem hinn almenni maður
getur heimfært upp á eigið líf.
Neil Clark er ungur leikari sem
hefur undanfarið ár leikið í East-
enders-þáttaröðinni. Við mæltum
okkur mót við Thames, við Ham-
mersmith-brúna sem er ekki langt
frá Putney-hverfinu þar sem Neil
býr með íslenskri sambýliskonu
sinni, Eyrúnu Hafsteinsdóttur,
ásamt tveimur dætrum þeirra.
Hann samþykkti að spjalla og segja
mér aðeins frá og hlutverki sínu í
Eastenders.
Eastenders hefur gengið í rúm-
lega ellefu ár á Bretlandseyjum við
gífurlegar vinsældir. Á bilinu
19-22 milljónir manna fylgjast
reglulega með þáttunum og það er
sagt að það verði spennufall á
dreifikerfi rafveitunnar þegar allir
stinga hraðsuðukatlinum í samband
til að hita sér hinn ómissandi te-
bolla til að skola niður einum
skammti af Eastenders. Þættimir
eru sýndir þrisvar í viku og síðan
eru allir þættimir endursýndir í
einni syrpu á sunnudögum. Auk
Eastenders er boðið upp á tvo aðra
breska framhaldsmyndaflokka sem
fjalla um daglegt líf fólks, Brook-
side og Coronation Street, fyrir
utan allar áströlsku seríurnar og
síðan eru sérhæfðari þáttaraðir sem
gerast á ákveðnum vinnustöðum,
spítölum, lögreglustöðvum, slökkvi-
stöðvum og þar fram eftir götunum,
þannig að samkeppnin er hörð.
En hvernig er það fyrir leikara
að vinna við svona þáttaröð?
„Það var erfitt til að byija með,
það er svo mikið um að vera í
myndverinu, hávaði og læti. Það
er eitt textarennsli fyrir upptöku á
hveiju atriði fyrir sig, síðan er ann-
að rennsli fyrir myndavélarnar,
uppá staðsetningu og annað, og svo
er farið beint í upptöku, þannig að
það em engar umræður um leikræn
tilþrif eða annað. Maður verður að
þekkja sitt hlutverk vel og bregðast
við eins og maður heldur að eigi
við. Það getur verið erfitt að halda
einbeitingunni þegar verið er að
færa til og smíða leikmyndir, setja
upp ljós og myndavélar, færa leikar-
ana til og frá og fara síðan beint
í upptöku. Þetta venst, en sem leik-
ari getur það verið erfitt að skapa
geislandi góðar senur við þessar
kringumstæður."
Hvern leikur þú?
Eg leik Alistair Mathews sem er
framkvæmdastjóri í stórverslun
Þegar hann kom fyrst til skjalanna
stóð hann unga stúlku að verki við
að hnupla í búðinni og messaði yfir
henni inni á skrifstofu. Hann aumk-
aði sig síðan yfir hana, sleppti henni
og sagði henni að koma heim til sín
í spjall. Þá átti að líta út sem hann
ætlaði sér að tæla hana í næsta
þætti. Síðan kom í ljós að þetta var
trúaður ungur maður sem var bara
að reyna að beina stúlkunni til betri
vegar með biblíulestri og bæna-
haldi. Þetta er ekki einn af hinum
hversdagslegu og venjulegu karakt-
erunum í þáttaröðinni. Þegar hann
mætir til leiks er tekið eftir honum,
hann mætir ekki á krána eða þvæl-
ist um í bakgrunninum, heldur er
hann stór hluti af lífi einnar af
aðalpersónunum í þáttaröðinni,
þegar hann reynir að snúa henni
til kristni og sértrúarsafnaðarins
sem hann er í. Þetta er mjög um-
deilt hlutverk sem verður að öllum
líkindum ekki langlíft í þáttaröð-
inni, ég held að ég verði að fara
að leita mér að nýrri vinnu í mars
þegar árssamningurinn rennur út.“
Myndirðu vilja lengri samning?
„Nei, ég held ekki, það eru sterk
rök gegn því að verða of samdauna
einu hlutverki, einum karakter. Það
eru 22 milljónir manna sem fylgjast
með þáttaröðinni sem veldur því,
að það er of auðvelt að festast gjör-
samlega í hlutverkinu og þá fær
maður ekki að leika neitt annað en
AUSTURBÆINGURINN
Neil Clark
Sjónvarpsmyndaflokkurinn Eastenders hefur
gengið í rúmlega ellefu ár á Bretlandseyjum
við gífurlegar vinsældir, en áætlað er að á
bilinu 19-22 milljónir manna fylgist reglu-
lega með þáttunum. Dagur Gunnarsson
komst að því að ungur leikari, Neil Clark,
sem fer með eitt af hlutverkunum í þættin-
um, hefur traust íslandstengsl, því að sam-
býliskona hans er íslensk og dætur þeirra
tvær heita Sólveig og Sigrún.
trúarofstækismenn, breska þjóðin
myndi ekki trúa á mig í neinu öðru
hlutverki ef ég héldi áfram í mörg ár.
Einstaka leikarar
sem hafa leikið í
mörg ár í East-
enders hafa hætt
og farið að gera
aðra hluti, eins
og Niek Berry
sem fékk aðal-
hlutverkið í nýrri seríu sem heitir
Heartbeat. Hann var fimm ár í
Eastenders og þegar fólk horfir á
hann í hlutverki löggunnar í He-
artbeat sér það bara persónuna sem
hann lék i Eastenders; hann hættir
að vera leikari í huga fólks og verð-
ur að persónuleika. Ég er leikari
og vil ekki vera neitt annað, ég vil
leika Hamlet einhvern tímann og
fá hlutverk í góðum bíómyndum,
svo hefði ég náttúrulega alls ekkert
á móti því að verða fræg og rík
kvikmyndastjarna ...“
Neil gat ekki klárað setninguna,
hláturinn náði yfirhöndinni.
Hefurðu fengið einhver bió-
myndatilboð?
„Sem stendur er ég náttúrulega
samningsbundinn við Eastenders,
en ég lék í norskri unglingamynd
í hitteðfýrra sem heitir Aldrig mer
tretton, eða Aldrei aftur þrettán,
þar sem eitt hlutverkið var fyrir
Englending. Myndin gengur mjög
vel í Noregi og vann til verðlauna
á þýskri kvikmyndahátíð, ég held
að það hafi verið í Frankfurt. Það
er aldrei að vita nema hún verði
sýnd á íslandi. Þar áður lék ég eitt
af fjórum hlutverkum í skoskri
mynd sem heitir Safe haven og var
gerð af litlum efnum, það var fyrsta
mynd leikstjórans, en ég hef trú á
henni. Donald Plescance leikur eitt
hlutverkið. Sú mynd verður líkleg-
ast ekki sýnd í bíóhúsum í Bret-
landi, en Channel Four sjónvarps-
stöðin keypti hana og hún er mikið
sýnd í Austur-Evrópu einhverra
hluta vegna.“
Verðurðu var við að fólk þekki
þig úr sjónvarpinu?
„Á hveijum einasta degi er ein-
hver sem_ þekkir mig á götu hér í
London. Ég hélt að ég væri óhultur
á íslandi, en jafnvel á ferðalagi um
óbyggðir íslands rakst ég á íslenska
konu sem vinnur í Hull og hún
þekkti mig úr Eastenders.“
Finnst þér gott eða vont að vera
þekkt andlit?
„Yfírleitt er það bara fínt og það
getur verið gaman að spjalla við
fólk sem er kurteist og áhugasamt,
en það getur líka verið leiðinlegt
þegar fólk æpir nafn persónunnar
sem ég leik í Eastenders á eftir
mér úti á götu eða galar hei, þú
þarna! eða þegar drukkið fólk á
skemmtistöðum heimtar að maður
komi og tali við það. Alla jafna er
þetta ekki vandamál, maður verður
bara að vera kurteis og glaður,
sætta sig við að fólk þekkir andlitið
og því finnst spennandi að sjá ein-
hvern sem það þekkir úr sjónvarp-
inu. Það kemur fyrir að fólk vill
ræða við mig um trúmál, en þá
reyni ég að útskýra að það séu
ekki mínar eigin skoðanir sem ég
sé að túlka eða tjá í sjónvarpinu."
Er kristnu fólki í nöp við persón-
una sem þú leikur?
„Ég verð ekki mikið var við það
persónulega, en ég veit að framleið-
endurnir hafa fengið kvörtunarbréf
frá fólki. Hlutverkið hefur breyst
töluvert frá upphafi. í byijun var
ákveðið að þetta væri jákvæð per-
sóna sem vildi vel og að með þessu
hlutverki ætti að sýna góðu hliðarn-
ar á kristnum manni. Síðan var
skipt um framleiðanda og konan
sem framleiðir þættina núna hefur
því miður skipt um stefnu og sýnir
núna frekar neiknæðar hliðar á of-
stækismanni sem er heltekinn af
sértrúarsöfnuðinum sem hann er í.
Núna er ég að leika mann sem
telur að samkynhneigð sé af hinu
illa og er á móti ýmsum skemmtun-
um sem ungt fólk tekur þátt í
o.s.frv. Þetta veldur mér vonbrigð-
um, þetta er ekki það sem ég tók
að mér að leika þegar ég byijaði í
þáttaröðinni og mér finnst þetta
takmarka hlutverkið við neikvæða
hluti. Leikararnir hafa hins vegar
ekkert vald yfir hvaða stefnu per-
sónumar taka innan þáttaraðarinn-
ar; að vísu er þetta aðeins að breyt-
ast aftur til betri vegar.“
Er þetta ekki það sem svona
endalausar sjónvarpsþáttaraðir
ganga út á?
„Jú, nákvæmlega, þetta er dálítið
tvíeggjað, því það er spennandi að
fást við verkefni eða handrit sem
enginn veit hvernig endar. Ég legg
kannski einhverja áherslu á persón-
una og framleiðendurnir sjá það og
hugsa með sér „prófum meira af
þessu“, en á hinn bóginn getur það
líka skapað óvissu hjá leikurunum,
hvert er persónan þeirra að stefna,
hvað gerist næst? Höfundarnir vita
ekki sjálfir hvað gerist næst, þeir
plana sex mánuði fram í tímann
og við fáum handritin þremur vik-
um fyrir upptöku. Þetta er ekkert
ósvipað og hjá Dickens, hann skrif-
aði sínar sögur í vikulegum
skömmtum sem birtust jáfnharðan
í blöðunum eða tímaritum."
Hvað er það sem heillar við East-
enders, hvers vegna horfa svona
margir á venjulegar persónur gera
hversdagslega hluti?
„Það er vegna þess að fólk sér
þarna sögur af fólki sem er að fást
við samskonar hluti og það sjálft
er að gera eða það þekkir einhvern
sem er að ganga í gegnum sömu
hlutina. Þetta er raunverulegt og
Eastenders sýna þversnið af fólki í
verkamannastétt, þar eru fulltrúar
fýrir flesta minnihlutahópa, kyn-
stofna og aldurshópa. Það er með-
vituð stefna að reyna að hafa alla
með, þess vegna er trúaði karakter-
inn minn með, vegna þess að kristn-
ir þrýstihópar voru farnir að kvarta
yfir því að hafa ekki fulltrúa úr
sínum röðum í Eastenders.“
Heldurðu að það væri hægt að
framleiða svona þætti á íslandi?
„Það held ég varla, þess þarf
heldur ekki, því það vita allir allt
um alla á íslandi hvort eð er, samfé-
lagið er svo lítið að þið vitið alltaf
hvað nágranninn er að brasa, þið
eruð með lifandi þáttaröð stanslaust
í gangi. Fólk í Bretlandi fylgist líka
með náunganum, en það er örugg-
ara og þægilegra að horfa á sjón-
varpið.“
Finnst þér þetta skemmtilegra
en að vera á fjölunum?
„Þetta er skemmtileg reynsla,
mér fínnst skemmtilegt að vinna
sem leikari, það er aðalmálið, og
að hafa nóg að gera. Það skiptir
mig ekki máli hver miðillinn er,
mér fínnst skemmtilegast að gera
góða hluti með góðu fólki. Yanda-
málið er að eftir því sem maður
verður eldri skipta peningar meira
máli, það verður mikilvægara að fá
vel launaða vinnu svo maður geti
farið oftar með fjölskylduna í heim-
sókn til íslands."
Segðu mér nánar af tengslum
þínum við ísland.
„Við Eyrún kynntumst í leiklist-
arskólanum 1985, hún var að læra
sýningarstjórn og ég leiklist og við
(höfum búið saman síðan. Við eigum
tvær dætur, Sólveigu sem er sex
ára og Sigrúnu sem er eins og hálfs
árs. Við höfum reynt að fara einu
sinni á ári til íslands, bæði á sumr-
in og veturna, og mér finnst gaman
að vera á íslandi yfir jól í alvöru
vetrarstemmningu.
Eyrún kenndi mér á skíðum í
Bláíjöllum, það var gaman, gekk
vel til að byija með. Eg gat rennt
mér niður barnabrekkuna án þess
að detta, en svo fór ég í stólalyft-
una og þá leist mér ekki á blikuna,
fór samt niður gilið án þess að
kunna að beygja eða stoppa eða
neitt, þannig að ég datt á hausinn
hálfnaður leiðina niður og fór svo
restina af fjallinu á maganum. Ég
hélt aftur af tárunum og fór aftur
í barnabrekkuna og lærði að bremsa
°g beygja.
Við höfum ferðast töluvert um
landið, við höfum farið til Egils-
staða og Akureyrar, suður Kjöl,
skoðað Þórsmörk og Skaftafell og
síðastliðið sumar fékk ég að upplifa
þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og
prófaði að drekka landa inní tjöldum
með parkettgólfí og sófasettum."
Heldurðu að þið flytjið einhvern
tímann til Islands?
„Tæplegast, það yrði nánast
ómögulegt fyrir mig að fá vinnu;
við útskýrðum þetta einu sinni fyrir
Sólveigu, því henni fínnst svo gam-
an að vera á íslandi. Hún var að
bijóta heilann um þetta þegar við
ókum inn á bensínstöð og hún sá
mann vera að dæla á bílana og
sagði: „Mamma, pabbi gæti unnið
við þetta, það þarf ekki að kunna
neina íslensku til að gera svona.“
Ég lofaði að hugsa málið eftir að
Eastenders-vinnunni lýkur.“
Hefur þú lent eitthvað milli tann-
anna á „gulu pressunni" hér í Bret-
landi, eins og svo margir samstarfs-
manna þinna í Eastenders?
„Nei, ekki enn, ég held að þeir
viti ekki alveg hvar þeir hafa þessa
týpu sem ég Ieik, en það stefnir allt
í það í lok febrúar. Þá gerast hlutir
í handritinu sem ég held að muni
hrista verulega upp í fólki og þá
er alveg eins víst að það verði
fjaðrafok í pressunni. Það hefur
ekki verið fjallað um mig eða mína
„dökku“ fortíð, sem betur fer, því
það er svo langt frá því að ég hafi
hlotið kristilegt uppeldi."
Mér finnst að Morgunblaðsles-
endur ættu að verða fyrstir til að
heyra um þína „dökku“ fortíð, hvað
gerðist?
„Uppúr 1970 sögðu foreldrar
mínir skilið við leiklistina (pabbi var
og er leikari) og lífsgæðakapp-
hlaupið í London og gerðust villtir
hippar. Við bjuggum lengst af í
kommúnu um borð í sænsku segl-
skipi sem hét Solveig sem var stórt
tjargað skip úr timbri og hafði ver-
ið verslunarskip í Eystrasalti á sín-
um tíma. Við sigldum útum allt,
en svo kom að því að við urðum
skipsbrotsmenn á eyjunni Forment-
era í Miðjarðarhafinu nokkrum dög-
um eftir að ég varð ellefu ára. Ank-
erisfestin slitnaði í miklum stormi
og Solveigu rak yfir sker, þar sem
skipsbotninn varð eftir í heilu lagi
en restina af skipinu rak uppí fjöru-
steina. Þaðan komumst við öll eftir
björgunarlínu óhult i land.
Skipið hafði verið
aleigan, pabbi hafði
selt húsið og Bent-
leyinn til að kaupa
það og það hafði
enginn viljað
tryggja áttrætt
seglskip, en pabbi
bjargaði seglabúnaðinum og fleiru
nytsamlegu af Solveigu og tókst
að selja það og keypti gamlan hús-
bíl. Á honum fórum við á feiju yfir
til Spánar og þaðan suður til Mar-
okkó yfir Saharaeyðimörkina til
Alsír og enduðum í Nígeríu. Mark-
miðið var að fara til Suður-Afríku
til föðursystur minnar og ömmu
sem bjuggu þar. Pabbi vildi ekki
gefast upp og fara heim til Eng-
lands, hann vildi halda áfram í sinni
ævintýraleit.
Á ferð okkar yfir Norður-Afríku
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 11
höfðum við bara sekk af hrísgijón-
um, sekk af þurrkuðum fíkjum og
einn sekk af möndlum, næstum því
enga peninga. Það hafði enginn
verið bólusettur gegn neinum sjúk-
dómum og bíllinn var alveg að
hrynja. í Nígeríu fékk pabbi senda
peninga sem hann átti inni hjá
umboðsmanni sínum í London, þac
rétt dugði fyrir farinu aðra leið ti
Suður-Afríku. Þegar þangað vai
komið vildu þeir ekki hleypa okkui
inn í landið, við vorum bara skítug-
ir hippar sem áttu ekki krónu og
við höfðum engin vottorð um bólu-
setningar eða tryggingar. Það átti
að setja okkur um borð í flugvélina
aftur, en vélin var á leiðinni til
Bandaríkjanna þar sem okkur yrði
örugglega ekki hleypt inn í landið,
þannig að við vorum eiginlega föst
í háloftunum. Það endaði með því
að okkur var hleypt inn í Suður-Afr-
íku af því að einhver kom og borg-
aði tryggingu fyrir miða heim til
Englands. Við bjuggum þar í eitt
og hálft ár áður en við fluttum aft-
ur heim til Englands. Ég missti
heilmikið úr skóla, næstum því fjög-
ur ár, en það var náttúrulega heil-
mikil skólun fólgin í þessari lífs-
reynslu."
Hefur Eyrún skólað þig eitthvað
í íslensku?
„Já, já,“ segir Neil og segir á
fínni íslensku: „Ég tala íslensku
mjög vel.“ Hann heldur nú samt
áfram á ensku og bætir við: „ Ég
tala mun betri íslensku þegar ég
drekk landa, en svona í alvöru talað
þá skil ég smávegis og get talað
pinulítið. Sólveig, dóttir mín, talar
mun betri íslensku en ég, hún talar
íslensku við mig og ef ég skil hana
ekki hristir hún höfuðið og skiptir
yfir í enskuna."
Að lokum. Finnst þér vera mikill
munur á íslendingum og Bretum?
„Já, töluverður. Á íslandi vakti
það athygli mína hvað fólk var hlé-
drægt og nánast kuldalegt. Við fór-
um í leikhúsið og það voru allir svo
draugfínir og penir, íslendingar hafa
voða gaman af því að vera fínir til
fara, en svo um leið og það var
kominn alkohóldropi í fólkið þá var
fjandinn laus og einhver innri ástríða
gaus eins og eldfjall. Þegar ég var
í Noregi var fólkið svona almennt
talað álíka kuldalegt, en það var
engin ástríða, ekkert eldgos. Ég
held að þetta sé keltneska blóðið í
íslendingum, einhver írsk arfleið."
Ég þakkaði „kuldalega" fyrir við-
talið og sagðist hlakka til að sjá
hann á næsta þorrablóti.
Rannsóknastofnun Landbúnaðarráöuneytið Landgræðsla
landbúnaðarins rikisins
JARÐVEGSROF Á ÍSLANDI
Ráðstefna, Hótel Loftleiðum, bíósal
25. febrúar1997
Dagskrá Ávarp ráðherra - Guðmundur Bjarnason
Kl. 13.00
Kl. 13.10 Aðdragandi verkefnis - Þorsteinn Tómasson.
1. Jarðvegsrof á íslandi
Kl. 13.20 Rannsóknir á jarðvegsrofi, yfirlit og aðferðir - Ólafur Arnalds.
Kl. 13.35 Gagnabanki um jarðvegsrof - Sigmar Metúsalemsson.
Kl. 13.45 Jarðvegsrof á íslandi, helstu niðurstöður - Ólafur Arnalds.
Kl. 14.30 KVASIR: Gátt almennings að gagnabanka RALA og L.r. um jarðvegsrof - Einar Grétarsson og Ólafur Arnalds.
Kl. 14.45 Untræður.
Kl. 15.10 Kaffihlé.
II. Jarðvegsrof og landnýting
Kl. 15.30 Landgræðsla í ljósi nýrrar þekkingar - Sveinn Runólfsson.
Kl. 15.45 Stjórn landnýtingar og verndun vistkerfa - Halldór Þorgeirsson.
Kl. 16.00 Náttúruvernd og skipulagsmál - Magnús Jóhannesson.
Kl. 16.15 Verndun landkosta, alþjóðleg viðhorf - Andrés Arnalds og Ketill Sigurjónsson.
Kl. 16.30 Umræður.
Kl. 16.55 Ráðstefnuslit - Björn Sigurbjörnsson.
Ráðstefnustjórar: Sveinn Runólfsson og Þorsteinn Tómasson. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.
blabib
-kjarnimálsins!
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag SÁÁ
ÞRIÐJUDAGINN 11. febrúar var
spilaður eins kvölds Mitchell tví-
menningur. 15 pör spiluðu 7 umferð-
ir, 4 spil á milli para. Meðalskor var
168 og lokastaðan varð eftirfarandi.
NS
JónHilmarsson-JónBaldvinsson 186
Indriði Guðmundsson - Pálmi Steinþórsson 17 6
AV
Páll Þór Bergsson - Hjálmar S. Pálsson 205
Nicolai Þorsteinsson - Sigurður Þorgeirsson 184
Þriðjudaginn 18. febrúar var
spilaður eins kvölds Mitchell tví-
menningur. 19 pör spiluðu 9 umferð-
ir, 3 spil á milli para. Meðalskor var
216 og lokastaðan varð eftirfarandi:
NS
GuðbrandurGuðjohnsen - MagnúsÞorkelsson 262
Guðlaugur Sveinsson - Unnsteinn Jónsson 239
AV
Halldór Ármannsson - Gísli Sigurkarlsson 286
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 234
Keppnisstjóri var Matthías Þor-
valdsson og mun hann stjórna hjá
félaginu út þetta tímabil. Áfram
verður haldið með eins kvölds tví-
menningskeppni þar sem notuð verða
forgefin spil. Spilað er { húsnæði
Úlfaldans, Ármúla 40.
Bridsfélag Reykjavíkur
5. kvöldið af 6 í Aðalsveitakeppni
félagsins var miðvikudaginn 19.
febrúar. Efstu sveitir að loknum 10
umferðum eru:
Sv. Roche 177
Sv. Gylfa Baldurssonar 177
Sv. Euroeard 176
Sv.VlB 174
Sv. Samvinnuf. Landsýn 171
í 11. umferð eigast meðal annars
við: S/L - Roche, Eurocard - Gylfi
Baldursson, VÍB - Sigmundur Stef-
ánsson.
Þriðjudagsspilamennska BR
Ekki var spilað þriðjudaginn 18.
febrúar vegna Bridshátíðar. Þráður-
inn verður tekinn upp að nýju 25.
febrúar með Mithchell tvímenningi.
Minnt er á að spilarar sem eru 20
ára og yngri geta spilað endurgjalds-
laust. Éinnig er vert að muna eftir
verðlaunapottinum sem spilarar geta
verið með í.
Þriðjudagsspilamennska BR er á
þriðjudagskvöldum í húsnæði Brids-
sambandsins. Spilaðir eru einskvölds
tölvureiknaðir tvímenningar með for-
gefnum spilum, Mitchell og Monrad
Barómeter til skiptis. Spilamennska
byijar kl. 19.30.
Bridsfélag
Breiðfirðinga
Fimmtudaginn 20. febrúar var
spilaður eins kvölds Howell-tví-
menningur með þátttöku 16 para.
Spiluð voru forgefin spil og keppt
um kvöldverðlaun. í lokin stóðu
hjónin Ingibjörg Halldórsdóttir og
Sigvaldi Þorsteinsson uppi sem sig-
urvegarar með 248 stig, en meðal-
skor var 210. Lokastaða efstu para
varð þannig:
Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinss. 248
Ólöf Þorsteinsdóttir - Sveinn R. Eiríksson 242
Una Ámadóttir - Jóhanna Sigurjónsdóttir 233
Páll Þór Bergsson - Hjálmar S. Pálsson 233
Næstu tvö fimmtudagskvöld verð-
ur einnig spilaður eins kvölds forgef-
inn tvímenningur en fimmtudaginn
13. mars hefst hraðsveitakeppni fé-
lagsins sem jafnframt er firma-
keppni. Skráning er þegar hafin og
skráningarsímar eru 550 5821 (ísak)
og 587 9360 (BSÍ).
íslandsmót kvenna og yngri
spilara í sveitakeppni 1997
Mótin verða haldin í húsnæði BSÍ
að Þönglabakka 1 um næstu helgi.
Spilamennska hefst kl. 11 laugar-
daginn 1. mars og ræðst fjöldi spila
nokkuð af þátttöku, en þau verða á
bilinu 100-120. Þátttökugjald er kr.
10.000 á sveit. Yngri spilarar eru
þeir sem fæddir eru 1972 og síðar.
Skráning og nánari upplýsingar hjá
BSÍ í síma 587 9360.
verður sett í Súlnasal Hótel Sögu
í dag, sunnudaginn 23. febrúar,
kl. 15.00 stundvíslega.
Tekið verður á móti gestum
frá kl. 14.20.
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands,
setur þingið. /
Ávöip flytja:
Guðmundur Bjamason, landbúnaðarráðherra, og
Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagasambands
íslands.
Samkórinn Björk úr A-Húnavatnssýslu syngur
nokkur lög undir stjórn Peters Weelers,
Sólrún Ólafsdóttir, bóndi, flytur ljóð.
Síðdegiskaffí og meðlæti.
Fatakynning:
Módelsamtökin sýna pelsa frá Eggerti feldskera og
✓
ullarfatnað frá Istex.
Tríó Ólafs Stephensen leikur undir.
Landbúnaðarráðherra veitir nokkrum bændum
viðurkenningar fyrir vel unnin störf.
Kynntar verða landbúnaðarafurðir frá:
Mjólkursamsölunni, Osta og smjörsölunni, Goða,
SS, Höfn-Þríhymingi, Blómasölunni,
Blómamiðstöðinni, Ferðaþjónustu bænda og
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Þingið er opið almenningi og allir velkomnir.
Bændasamtök íslands