Morgunblaðið - 23.02.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997
DÆGURTÓIULIST
FÉLAGARNIR í U2 hyggjast ekki setjast í helgan stein,
þó þeir þyrftu ekki að dýfa hendi í kalt vatn framar. í
næstu viku kemur út breiðskífan Pop og í kjölfarið fylgir
mikil heimsreisa með tilheyrandi hamagangi
eir félagar í U2 stefna á
tónleikahald frá því í
apríl og vel fram á næsta
ár. Á þessu ári eru á dag-
skrá tónleikar í 62 borgum
í tuttugu löndum, en í des-
ember verður tekið jólafrí og
svo haldið af stað aftur eftir
áramót. Tónleikaförin hefst
í Bandaríkjunum, en með í
för verður heljamikið batterí
af tólum og tækjum, þar á
meðal stærsti sjónvarpsskjár
heims, gerður úr 35 kíló-
metrum af rafmagnsvír,
21.000 rafrásaspjöldum,
120.000 tengjum og
150.000 ljóseiningum sem
gerðar eru samtals úr
1.000.000 ljósdíóðum.
Skermurinn verður 700 fer-
metrar og þtjátíu tonn.
Morgunblaðið/Golli
MÚLDÝRIÐ gaf upp öndina fyrir skemmstu og kvaddi með
sjötommu. Hópurinn sem skipaði sveitina var ósamstæður
og að sögn Svavars P. Eysteinssonar, eins Múldýra, var
hún skipuð fólki sem hefði aldrei átt að vera í hljómsveit
saman.
Svavar leikur á gítar á sjötommunni, Kristinn Gunnar
Blöndai leikur á trommur, Kristín Jónsdóttir syngur,
Helgi Örn Pétursson leikur á bassa og Einar Þór Kristjáns-
son á gítar. Þannig skipuð var Múldýrið í lok árs 1995, en
upptökurnar biðu síðan mjög lengi þar til útgáfan Skakka-
manage tók sveitina upp á sína arma og gaf út. Að sögn
Svavars var framtíð Múldýrsins óljós þegar platan kom út,
skömmu fyrir jól, en eftir ára-
mót var síðan ákveðið að nóg
væri komið og hljómsveitar-
menn fóru hver í sína áttina.
„Það gekk ýmislegt á við upp-
tökurnar á sinum tíma og þvi
fannst okkur rétt að koma
plötunni út. Þó Múldýrið sé
búið að vera er ný hljómsveit í bígerð, skipuð nokkrum félögum úr Múldýrinu og Bag of
Joys,“ segir Svavar en leggur áherslu á að sú sveit sé varla komin af stað, rétt verið
teknar nokkrar æfingar. Múldýrið var ríflega þriggja ára þegar það þraut örendi, byijaði
sem pönktríó 1993, „en vegna þess að við kunnum ekki að spila almennilega, breyttum
við um stefnu", segir Kristinn Gunnar og Svavar bætir við: „Síðan höfum við spiiað gamal-
dags kerlingapopp og þar er á þessari plötu okkar.“
Þeir félagar segja að hópurinn sem þátt tók í upptökum hafa verið mjög svo ósamstæð-
ur og reyndar fólk sem hefði ekki átt að vera í hljómsveit saman. „Nýja hljómsveitin er
samstæðari og kannski hægt að reka hana meira áfram og þá gefa meira út en Múldýrið
gerði.“
Gamaldags
kerlingapopp
Grípandi
háspennurokk
BANDARÍSKA pönk-
sveitin The Offspring
sló óforvarandis í gegn
um allan heim á síð-
asta ári með breiðskíf-
unni Smash. Þegar
upp var staðið hafði
skífan selst í hálfri
níundu milljón eintaka
og Offspring orðin
helsta hljómsveit
heims sem var á mála
hjá óháðri útgáfu.
Bravúr Pönkaðir milljón-
ungar í Offspring.
Pop um
allan heim
Níulíf
Aerosmith
Ikjölfar vinsælda
Smash gerðust
Offspring-liðar svo
ópönklegir að ganga á
hönd risafyrirtæki,
gerðu langtímasamn-
ing við Columbia-
útgáfuna, og sendu
fyrir stuttu frá sér
íýrstu breiðskífuna á
vegum Columbia. Sú
skífa heitir Ixnay on
the Hombre, telst
fjórða breiðskífa Offs-
pring og öllu meira er
í hana lagt en plöturn-
ar á undan. Tónlistin
er þó óbreytt, grípandi
háspennurokk sem
Bandaríkjamenn kalla
gjaman pönk. Yrkis-
efni þeirra Offspring-
liða er og álíka og
forðum, firring og
uppgjöf vegna
markaðshagkerf-
ishremminga. Ný út-
gáfa sveitarinnar ger-
ir sér vonir um að end-
urtaka Smash-ævin-
ÞAÐ VERÐUR ekki af
bandarísku rokksveitinni
Aerosmith skafið að hún
hefur haldið velli betur og
lengur en nokkur hefði spáð
fyrir tveimur áratugum eða
svo. Þá var málum svo kom-
ið að liðsmenn voru ör-
þreyttir á rokklíferni og
hverjum öðrum; sérstak-
lega gekk illa samstarf leið-
toganna Stevens Tylers og
Joes Perrys. Eftir nokkurra
ára eyðurmerkugöngu náðu
þeir félagar áttum að nýju
og sneru aftur í sviðsljósið.
Helsti djöfull Aerosmith
var dópið; það eitraði
líf liðsmanna og spillti. Þá
var það að Tyler og Perry
fóru í meðferð og síðan
félagar
þeirra í
sveitinni,
og tóku til
við að
byggja
upp sveit-
ina að
eftir Árna nýju, byij-
Motthíasson uðu á núlli
ef svo má segja eftir að
hafa leitt vinsælustu hljóm-
sveit Bandaríkjanna í ára-
tug. Enn heldur Aerosmith
velli og merkilegt hvernig
sveitinni hefur tekist að
halda vinsældum og heldur
auka við þær þrátt fyrir
miklar og örar breytingar
í tónlistarmálum víða um
heim.
Þeir Tyler og Perry
kunna formúluna; blús-
grunnað léttþungarokk
með karlagrobbtextum í
bland við alvarlegra efni,
og vita af langri reynslu
að á meðan þeir halda sig
við hana er þeim borgið.
Fyrir skemmstu kom út
breiðskífa Aerosmith sem
kallast Nine Lives, eða níu
týrið og leggur mikið
fé í auglýsingar og
kynningar, aukinheldur sem þeir Offspring-liðar
leggja upp í heljarinnar heimreisu með miklum brav-
úr. Hvort það eigi eftir að tryggja vinsældir sveitar-
innar er ekki gott að segja; þvi ræður tónlistin.
■ Hróarskelduhá tíðin
er helsta rokkhátíð Evr-
ópu og jafnan fjöl-
menna íslendingar á
hátíðina. Undanfarin ár
hafa verið skipulagðar
ferðir til Hróarskeldu
og margir verið um hit-
una. í sumar býður
Ferðaskrifstofa stúd-
enta ferðir á Hróar-
skeldu, fjórar alls, en
lagt verður upp 23., 24.
eða 25. júní, og ýmist
komið heim 30. júní eða
1. júlí. Þess má geta
að uppselt var á síðustu
Hróarskelduhátíð nokk-
uð löngu áður en hún
fór fram. Ferðaskrif-
stofa stúdenta býður
einnig ferðir á tvær
helstu tónlistarhátíðir
Breta, Tribal Gather-
ing, sem er mikil dans-
hátíð 24. maí og Read-
mg-rokkhátíðina, sem
haldin verður 26. júní.
UÞEIR SEM ekki hafa
efni á að bregða sér til
útlanda fá sitt hér
heima, þó nú sé Ijóst
að fyrirhugaðir tónleik-
ar Suede á skírdag
verði ekki. Ekki er ljóst
hvort sveitin kemur síð-
ar á árinu, en vinsældir
hennar í heimalandinu
komu í veg fyrir að hún
ætti heimangengt. Tón-
leikahaldarar haf leitað
til ýmissa sveita og tón-
listamanna annarra um
að heimsækja land og
þjóð, þar á meðal Pave-
ment, Fat Boy Slim,
Cypress Hill, Sting,
The Prodigy og Prop-
ellerheads, og svo
mætti telja. Fregnir
hafa einnig borist af því
að verið sé að undirbúa
útitónleika eða jafnvel
einhverskonar rokkhá-
tíð í sumar og þá frekar
þrjár en eina.
líf. Sú sver sig í ætt við
aðrar Aerosmith-skífur;
upp full af rokki og
rytmablús, cajungrodda og
þungapoppi, en að sögn
Tylers vísar heiti plötunnar
til þess að skammt er síð-
anÁerosmith var á heljar-
þröm, einu sinni enn, og
að þessu sinni vegna véla-
bragða váskeytts umboðs-
manns. Á endanum var
umbanum sparkað, en
hann hafði lapið í eyrun á
félögum Tylers að hann
væri enn kominn á kaf í
heróín og legði á ráðin um
að reka þá einn af öðrum.
Tyler segist mest hafa
sárnað að hljómsveitarfé-
lagar hans til tveggja ára-
tuga hafi lagt trúnað á lygi-
málið, en þegar greitt var
úr vefnum urðu þeir allir
vinir að nýju og hálfu meiri
vinir er áður. Þannig segir
hann ljóst að Nine Lives
sé fráleitt einhver enda-
punktur, Aerosmith hafi
verið að í á þriðja áratug
og eigi eftir að halda áfram
lengi enn, því allir unni
þeir félagar rokkinu eins
og sjálfum sér.