Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 14
14 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ STJORNU- STRÍÐ ENN Á NÝ Stjömustríðsmyndimar þijár verða endur- sýndar hér á landi um páskaleytið að sögn Amalds Indriða- sonar en fyrsta myndin í flokknum setti aðsóknarmet þegar hún var end- ursýnd í Bandaríkj- unum fyrir skemmstu. Tuttugu ár em liðin frá því Stjömustríð var fmmsýnd og braut blað í sögu ævintýramynda. HLUTI af bandarísku þjóðarvitundlnni; Mark Hamill, George Lucas, Carrie Fisher og Harrison Ford við tökur á Stjörnustríði árið 1977. NYTT atriði; Han Solo (Ford) hittir Jabba the Hut. AUKIÐ og endurbœtt; utan við geimstöðina Mos Eisley ENGINN vissi hver útkom- an yrði frekar en venju- lega en nú var erfiðara en oft áður að gerast spámannlegur. Þetta var engin venjuleg sýning heldur endursýn- ing á geimævintýramyndinni Stjörnustríði frá árinu 1977. Hún var lítillega endurbætt og það var mál manna að annaðhvort mundi hún kolfalla í miðasölunni eða hljóta metaðsókn. Síðari spádóm- urinn rættist. Herbragð George Lucas, höfundar myndanna þriggja í Stjörnustríðsbálknum, hafði heppnast. Hann hafði veðjað á að nýjar kynslóðir væru komnar á legg sem fýsti mjög að sjá ævin- týramyndir hans á hvíta tjaldinu og það reyndist rétt. Stjörnustríð tók inn 2,5 milljarða íslenskra króna fyrstu sýningarhelgina eða rúmar 36 milljónir bandaríkjadoll- ara og var aðsóknarmesta myndin vestra þijár helgar í röð. Vinsælasta kvikmynd sögunnar Stjömustríð verður endursýnd hér á landi í kringum páskana, talað er um annaðhvort 21. eða 28. mars, og síðan fylgja hinar tvær, „The Empire Strikes Back“ og Jedinn snýr aftur, á eftir. Óvíst er hvort vinsældir Stjörnustríðs verði þær sömu utan Bandaríkj- anna en þar í landi slær hún út „ET“ sem vinsælasta kvikmynd sögunnar og fer langt yfir 400 milljónir dollara í tekjur þegar aðsóknin árið 1977 er lögð saman við aðsóknina núna. Það orðspor mun sjálfsagt auka enn áhuga fólks á að sjá myndina í endursýn- ingu utan Bandaríkjanna og einnig hér á íslandi. Þegar Stjörnustríð var frum- sýnd vorið 1977 vissi enginn hvað hún nákvæmlega var og því síður hvað hún átti eftir að verða. Höf- undurinn, George Lucas, sem síð- an hefur reist sitt eigið kvik- myndaheimsveldi, Lucasfilm og Industrial Light and Magic, óskaði þess eins að hann fengi inn fyrir kostnaðinum sem var 16 milljónir dollara. Myndin halaði inn 322 milljónir dollara. Leikarinn Harri- son Ford vissi um leið og myndin byijaði að þarna var eitthvað sér- stakt á ferðinni: „Þegar ég sá endanlegu myndina með áhorfend- um og stóra geimskipið líða yfir tjaldið í byijuninni varð ég í fyrsta skipti sannfærður um að myndin var einstök." Hann vann þá mest- megnis við smíðar og kom í prufu- töku fyrir hlutverk Han Solo beint úr smíðaverki með verkfærabeltið um sig miðjan og spurði:„Hvað er nú þetta?“ Engan grunaði hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hið illa heimsveldi Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá frumsýningu fyrstu mynd- arinnar hefur Stjömustríðsbálkur- inn orðið partur af bandarísku þjóðarvitundinni. Smithsonian- stofnunin hyggst setja upp sýn- ingu í nóvember nk. sem standa mun yfír í heilt ár og heitir Stjörnustríð: Töfrar goðsagnanna. Lucas barðist gegn því á níunda áratugnum að geimvarnaráætlun Ronald Reagans bandaríkjaforseta yrði kölluð Stjörnustríðsáætlunin, fjölda tilvísana í myndirnar má fínna í sjónvarpi og bíómyndum en hún hefur getið af sér óteljandi eftirlíkingar. Þegar danski kvik- myndasagnfræðingurinn Karsten Fledelius var hér á ferð fyrir skemmstu hélt hann erindi þar sem hann fann fróðlega samlík- ingu í lýsingu bandarískra bíó- mynda á hinu illa heimsveldi Róm- ar og hinu illa heimsveldi Svart- höfða eða Darth Vaders í Stjörnu- • stríði og hvernig hún kristallaðist svo í máli Reagans, sem sífellt vitnaði í bíómyndir, þegar hann notaði orðin „hið illa heimsveldi" úr Stjörnustríði um fyrrum Sovét- ríkin. Sagt er að gróðinn af I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.