Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 B 17
Tónlistarskólinn á Akureyri
UIQD
T ónlistarkennarar
Tónlistarskólann á Akureyri vantar kennara
skólaárið 1997-1998 til að kenna eftirtaldar
greinar:
• Kennsla á hljómborð í alþýðutónlistardeild
(djass, rokk).
• Fiðlukennsla.
• Söngkennsla.
Laun skv. kjarasamningi STAK/Félags tón-
listarkennara og launanefndarsveitarfélaga.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma 462 1788
og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma
462 1000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknar-
frestur er til 10. mars.
Starfsmannastjóri.
(P
Reynsluhverfi í Grafarvogi
Framkvæmdastjóri
Innan ramma laga nr. 82/94 um reynslusveit-
arfélög mun Reykjavíkurborg stofna þjón-
ustumiðstöð er annist samþætta íbúaþjón-
ustu á sviði félags-, dagvistar- og skólamála,
menningar-, tómstunda- og íþróttamála við
íbúa í Húsa-, Hamra-, Folda-, Rima-, Engja-,
Víkur-, Borgar- og Staðarhverfi, hér nefnd
einu nafni Grafarvogshverfi.
Þjónustumiðstöðin í Grafarvogi verður undir
stjórn hverfisnefndar sem íbúasamtök Graf-
arvogs eiga aðild að.
Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir framkvæmda-
stjóra til að stýra þjónustumiðstöðinni.
Kröfur til umsækjanda:
- Stjórnunarhæfileikar og stjórnunarreynsla.
- Staðgóð þekking á og reynsla af sveitar-
stjórnarmálum.
- Þekking á og reynsla af þjónustugreinum
miðstöðvarinnar.
- Menntun á háskólastigi.
- Lipurð í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að setja fram hugmyndir í ræðu
og riti.
Næsti yfirmaður erframkvæmdastjóri menn-
ingar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavík-
urborg. Undirmenn eru fagfólk og starfslið
þjónustumiðstöðvarinnar, sem í upphafi
verða 6-7.
Umsóknarfréstur er til 21. mars nk.
Kjör verða samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
í umsókn þarf að gera grein fyrir hversu um-
sækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum.
Vakin skal athygli á því, að hér er um tíma-
bundna stöðu að ræða, þar eð reynsluverk-
efninu lýkur í árslok 1999, en fyrir þann tíma
verður tekin ákvörðun um hvort og þá hvern-
ig framhald verður á starfsemi þjónustumið-
stöðvarinnar. Æskilegt er að framkvæmda-
stjóri hefji störf 1. apríl nk.
Borgarráð Reykjavíkur mun ráða í stöðuna
að fenginni umsögn hverfisnefndar.
Skriflegar umsóknir skulu sendar fram-
kvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og fé-
lagsmála, skrifstofu borgarstjóra, Ráðhúsi
Reykjavíkur, en hann veitir jafnframt nánari
upplýsingar.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
23. febrúar 1997.
Rétt er að vekja athygli á að það er stefna
borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórn-
unar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar-
innar, stofnana hennar og fyrirtækja.
Laun samkv. gildandi samningi viökomandi stéttarfélags og
fjármálaráöherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala,
Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspftala.
Öllum umsóknum veröur svaraö þegar ákvöröun um
ráðningu hefur verið tekin.
lEIISIEiIiniII
[iiiiiEceiii
Limmim
Háskóli íslands
Rannsóknir ílæknisfræði
Við læknadeild Háskóla íslands er laust til
umsóknar sérfræðingsstarf. Gert er ráð fyr-
ir að ráðið verði í starfið til tveggja ára frá
og með 1. júní 1997.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
og er læknismenntun ekki skilyrði. Með
umsókn skal fylgja starfsáætlun á sviði rann-
sókna í læknisfræði og umsögn þess kenn-
ara innan læknadeildar/læknisfræði sem
umsækjandi hyggst starfa með. í umsögn-
inni þarf að koma fram staðfesting á því að
starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar
kostnaður en laun sérfræðings verði greidd-
ur af viðkomandi stofnun eða deild. Ennfrem-
ur skal rækileg skýrsla um vísindastörf, rit-
smíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
fyrri störf fylgja umsókn. Starfskjör eru skv.
kjarasamningi Félags háskólakennara og
fjármálaráðherra eða kjarasamningi Félags
íslenskra náttúrufræðinga og fjármálaráð-
herra. Nánari upplýsingar um starfið veitir
Einar Stefánsson, deildarforseti, í síma
525-1800.
Umsóknum skal skila til starfsmannasviðs
háskólans, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101
Reykjavík, fyrir 1. apríl næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað og greint
frá því hvort og þá hvernig starfinu var ráð-
stafað.
Störf ráðgjafa
Vegna aukinna ráðgjafarverkefna á ýmsum
sviðum fyrirtækjarekstrar leitar KPMG Sinna
ehf. eftir hæfileikaríkum tarfsmönnum til ráð-
gjafarstarfa fyrir viðskiptamen félagsins.
Sta rf s vett va ng u r
Verkefni ráðgjafa geta m.a. verið á eftirtöldum
sviðum:
• Stjórnunar- og skipulagsmál
• Gæðastjórnun
• Endurgerð vinnuferla
• Árangursmælingar
• Stefnumótun
• Stjórnun skipulagsbreytinga
• Gerð hæfnisstaðla (competencies)
• Viðhorfsmælingar
Kröfur um hæfni
Æskilegt er að viðkomandi hafi MBA, cand.
merc., cand. oecon. eða aðra sambærilega
gráðu í viðskiptagreinum eða í félagsvísind-
um. Reynsla í stjórnun innan fyrirtækja eða
stofnana er æskileg.
Við leitum eftir einstaklingum sem eru sjálf-
stæðir í vinnubrögðum, frjóir í hugsun og
tilbúnir að leggja sig alla fram til að uppfylla
væntingar viðskiptavinarins. Þeir þurfa að
vera þægilegir í öllum samskiptum, vel skipu-
lagðir og áreiðanlegir.
KPMG Sinna ehf. er rekið í nánum tengslum
við KPMG Management Consulting sem er
eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum
í dag.
I umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið
verður með allar upplýsingart sem trúnaðar-
mál og öllum umsóknum verður svarað.
Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem
að ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn
til KPMG Sinnu ehf., fyrir 8. febrúar 1997.
iinna ehf.
Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf
Vegmúli 3 Slmi 588-3375
108 Reykjavík Fax 533-5550
KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og
starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu.
KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Managcment
Consulting.
REYKJALUNDUR
Iðjuþjálfun
Óskum að ráða iðjuþjálfa til afleysingastarfa
frá apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsson,
yfiriðjuþjálfi, í síma 566 6200.
Heilsugæslan í Reykjavík
Stjórnunarsvið
Barónsstíg 47,101 Reykjavík
Sími 552 2400 Fax562 2415
Laus staða
hjúkrunarforstjóra
við Heilsugæslustöðina íÁrbæ
Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfor-
stjóra við Heilsugæslustöðina í Arbæ. Æski-
legt er að umsækjandi hafi reynslu af störfum
í heilsugæslu og við stjórnun.
Nánari upplýsingar um starfið gefa Sigríður
Þorvaldsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Árbæ, í síma 567 1500
og starfsmannastjóri Heilsugæslunnar í
Reykjavík í síma 552 2400.
Staðan veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 17. mars nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist starfsmannastjóra á
þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá
starfsmannahaldi Heilsugæslunnar í Reykja-
vík, sendist Heilsugæslunni í Reykjavík.
14. febrúar 1997.
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla,
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík.
Staða forstjóra við
Norrænu stofnun-
ina á Álandseyjum
Norræna stofnunin á Álandseyjum (NIPÁ)
er menningarstofnun sem heyrir undir Nor-
rænu ráðherranefndina. Hlutverk NIPÁ er
að efla menningarlíf á Álandseyjum í sam-
vinnu við menningarfélög á staðnum, önnur
Norðurlönd og grannsvæði Norðurlanda.
Auk forstjóra starfar fastráðinn fulltrúi við
NIPÁ. Forstjóri skipuleggur starfsemi stofn-
unarinnar í samstarfi við stjórn NIPÁ, sér
um daglegan rekstur og ber ábyrgð á fjármál-
um og stjórnun stofnunarinnar. Reynsla af
fjármálum, fjármögnun, stjórnun og góð
sambönd í menningargeiranum er sækileg,
skapandi hugsun og menningarleg tengsl
telst til tekna.
Starfið krefst góðra samvinnuhæfileika.
Laun og kjör eftir samkomulagi. Staðan er
laus frá og með 1. júní. Staðan er veitt til
fjögurra ára. Ríkisstarfsmenn eiga sam-
kvæmt samningum rétt á leyfi frá störfum
til að vinna við norrænar stofnanir og halda
réttindum sínum í heimalandinu allan starfs-
tímann.
Nánari upplýsingar um stöðuna er að finna
á alnetinu (http://www.nordinst.aland.fi),
einnig veita upplýsingar um stöðuna Kirsi-
Marja Lehtelá hjá Norrænu ráðherranefnd-
inni, sími 00 45 33960377, núverandi for-
stjóri NIPÁ Marianne Ween, sími 00 358
1825242 og Lasse Lindhard, sími 00 45
33923370.
Umsóknir sendist til: Nordens Institut pá
Áland, Strandgatan 25, FIN-22100 Marie-
hamn, Áland, og berist fyrir 8. mars.