Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 23.02.1997, Síða 26
26 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bandarískur flugmaður sem býr í seglbáti við sólríka strönd í Fort Lauderdale í Flórída óskar eftir að kynnast myndarlegri, reyklausri, ungri konu til að búa hjá sér um borð, með framtíðarsamband í huga. Sendið uppl. og mynd til 4420 N. University Dr., Ft. Lauderdale, Flórída, U.S.A. Handverksfólk - Garðatorgi Þeir, sem hafa áhuga á að sýna og selja handverk, hafi samband við Þóri Björnsson í síma 898 0885 milli kl. 15.00 og 22.00. Fyrsta sýning verður 8. og 9. mars. Jörð óskast Hjón óska eftir jörð til ábúðar. Má vera án kvóta og hús mega þarfnast við- gerðar. Einnig kemur til greina að taka að sér rekstur á búi. Upplýsingar í síma 561-5727. Tíska - tækifæri Við höfum - Mjög góð eftirsóknarverð klassísk fataum- boð. - Mikla hæfileika og reynslu af innkaupum. - Fastan gamalgróinn viðskiptahóp. Ef þú hefur (það sem okkur vantar) - Vit á viðskiptum og fjármálum. - Fjármagn til þess að gerast meðeigandi. - Drifkraft til að byggja upp fyrirtæki með góða möguleika, vinsamlegast leggðu þá inn nafn og síma- númer inná afgreiðslu Mþl. fyrir 21. mars merkt: „Ungir taka við.“ MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOL OF.ART í REYKJAVÍK TRYGGVAGÖTU 15 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 Fyrirlestrar Landslagssýn íslenskra myndlistarmanna Þróun ísl. myndlistar á 20. öld er iðulega lýst sem víxlverkan, þar sem hugarheimur eylendinga tekst á við erlend viðhorf og stefnur. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mun í 4 fyrirlestrum lýsa hvernig þessi víxl- verkan endurspeglast í meginverkefni ísl. myndlistar, sem er íslenskt landslag frá 1880 til dagsins í dag. 1. Viðhorf erlendra listamanna til ísl. lands- lags áður en fram koma fyrstu íslensku landslagsmálararnir. Sömuleiðis viðhorf þeirra til myndgerðar landslags á árunum 1880-1920 og hvernig þau falla að lands- lagsdýrkun sjálfstæðisbaráttunnar. 2. Áherslubreytingar í landslagsmálverki eft- ir 1920 til síðara stríðs og fylgni við aðra þjóðfélagssýn. 3. 1945 og næstu áratugir. Landslag í með- förum modernistískra myndlistarmanna þess tíma. 4. 1980 og síðar. Afneitun hefðar til náttúru- sýnar. Ný metafysisk landslagssýn 9. ára- tugarins. Áhrif landslags á skúlptúr yngri myndlistarmanna á íslandi. Fyrirlestrarnir verða 28. feb. 7, 14., og 21. mars kl. 17.30-19.00. Skráning fer fram á skrifstofu Myndlistaskól- ans virka daga kl. 14-19. Leitið upplýsingar .* í síma 551-1990. A KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar lóðir lausar til úthlutunar: 1. Einbýlishúsalóðir við Fjallalind. Um er að ræða 8 lóðir (Fjallalind 92, 94, 98, 106, 137, 141, 147 og 149) undir einbýlishús á einni og hálfri til tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Grunnflötur 120 fm. Lóð- irnar eru byggingarhæfar. 2. Einbýlishúsalóðir f Digraneshlíðum. Um er að ræða 4 lóðir (Hólahjalli 7 og 11 og Digranesheiði 30 og 34) á einum besta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Á lóðun- um má byggja tveggja hæða einbýli með innbyggðum bílskúr um 200 fm grunnfleti. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 3. Raðhúsalóðir í Digraneshlíðum. Um er að ræða fjórar lóðir (Blikahjalli 12-18) undir tveggja hæða raðhús um 120 fm að grunnfleti með innbyggðum bílskúr. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 4. Einbýlishúsalóðir við Krossalind. Um er að ræða 6 lóðir (Krossalind 21, 23, 25, 27, 29 og 31) undir tveggja hæða einbýl- ishús með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júlí 1997. 5. Einbýlishúsalóðir við Laxalind. Um er að ræða 6 lóðir (Laxalind 2, 4, 6, 8, 10 og 12) undir tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júlí 1997. 6. Einbýlishús við Mánalind. Um er að ræða 6 lóðir (Mánalind 2, 4, 6, 8, 10 og 12) undir tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 180 fm. Lóðirnar verða byggingarhæfar í júlí 1997. 7. Einbýlishús við Múlalind. Um er að ræða 3 lóðir. Við Múlalind 2 og 4 þar sem ráðgert er einnar til tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Grunn- flötur um 180 fm. Við Múlalind 8 þar sem ráðgert er einnar hæðar einbýlishús að grunnfleti um 200 fm. Lóðirnar verða bygg- ingarhæfar í júlí 1997. 8. Parhúsalóð við Kársnesbraut. Um er að ræða lóð undir tveggja hæða par- hús (Kársnesbraut 62 og 64) um 90 fm að grunnfleti með innbyggðum bílskúr og að- komu frá Vesturvör. Lóðin er byggingarhæf. Skipulagsuppdrættir, skipuiags- og bygging- arskilmálar og kynningarbæklingar ásamt umsóknareyðublöðum fást afhent á tækni- deild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga. Bæjarstjórinn í Kópavogi. W' TJÓNASKOÐUNARSTÖÐ Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur Sími 567 0700 - Símsvari 587 3400 - Telefax 567 0477 Tilboð óskast í bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 24. febrúar 1997, kl. 8-17. Tilboðum sé skilað samdægurs. Vátryggingaféiag íslands hf. - Tjónaskoðunarstöð - Útboð Húsfélagið á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík óskar eftir tilboðum í að fjarlægja skvett- hraun, framkvæma steypuviðgerðir og draga steiningu upp á alla útveggi hússins, ásamt hreinsun og málun á gluggum og öðru tré- verki, auk annarra verka sem lýst er nánar í útboðsgögnum. Helstu verkþættir og áætlaðar magntölur: Fjarlægja allt skvetthraun u.þ.b. 13Ö0m2 Sléttpússa og steina veggfleti u.þ.b. 1300 m2 Leggja steinhellur á vatnsbretti u.þ.b. 350 m Hreinsa og mála glugga o.fl. u.þ.b. 3400 m Annað sem nánar er tiltekið í verklýsingu Sala útboðsgagna hefst fimmtudaginn 27. feb 1997 í Línunni hf., húsgagnaverslun, á Suðurlandsbraut 22. Útboðsgögn verða seld á 2.000 kr. Opnun tilboða fer fram kl. 15.00 þriðjudaginn 11. mars 1997 í fund- arsal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Suðurlandsbraut 22 (4. hæð). Verkinu skal lokið 31. júlí 1997. T.R. - Ráðgjöf Jón Rafns Antonsson, Knarrarvogi 4. Verkfræðistofa Aðalsteins Þórðarsonar, Suðurlandsbraut 10. SIGLINGASTOFNUN Útboð Skagaströnd Grjótvörn Vesturgarði og sjóvarnargarður Hafnarstjórn Höfðahrepps og Siglingastofn- un íslands óska eftir tilboðum í grjótvörn við enda Vesturgarðs og gerð sjóvarnargarðs. Helstu magntölur: Um 7.000 m3 flokkað grjót af stærðinni 0,4 - 12,0 tonn og um 2.100 m3 óflokkuð kjarnafylling. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Höfða- hrepps og skrifstofu Siglingastofnunar, Vest- urvör 2, Kópavogi frá þriðjudeginum 25. febr- úar, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðvikudaginn 12. mars 1997 kl. 11.00. Siglingastofnun íslands Hafnarstjórn Höfðahrepps. C Landsvirkjun Útboð Sultartangavirkjun Vélar, rafbúnaður og lokubúnaður Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu og uppsetningu á vélum, rafbúnaði og lokubúnaði fyrir Sultartangavirkjun við útboðsgögn SUL-30. Verkið nær til hverfla, rafala, spenna, rofa- búnaðar, stjórnbúnaðar, þrýstivatnspípna, lokubúnaðar og annars tilheyrandi búnaðar fyrir Sultartangavirkjun, sem er 120 MW virkjun í Þjórsá við Sandafell. Verkinu skal Ijúka í janúar árið 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 2. maí, 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkj- unar að Bústaðavegi 7, Reykjavík sama dag, 2. maí 1997, klukkan 14.00. Fulltrúum bjóð- enda er heimilt að vera viðstaddir opnunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.