Morgunblaðið - 23.02.1997, Qupperneq 32
32 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
v Dagbók
Háskóla
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands 24. febrúar
til 1. mars. Allt áhugafólk er velkom-
ið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands.
Mánudagurinn 24. febrúar:
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrun-
arfræðingur hjá Landlæknisembætt-
inu, flytur fyrirlestur í málstofu í
hjúkrunarfræði í Eirbergi, Eiríksgötu
34, í stofu 6 á 1. hæð kl. 12.15-
13.00. Hún nefnir fyrirlestur sinn:
„Kynning á störfum Evrópuskrifstofu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar.“
Þriðjudagurinn 25. febrúar:
Prófessor Gunnlaugur A. Jónsson
flytur erindi í Skólabæ, Suðurgötu
26, kl. 16.00 og nefnir hann það:
„Gamla testamentið í boðun séra Frið-
riks Friðrikssonar.“
Miðvikudagurinn 26. febrúar:
Háskólatónleikar verða í Norræna
húsinu kl. 12.30. Sigurður S. Þorbergs-
son, básúna, Eiríkur Öm Pálsson,
trompet og Judith Þorbergsson, píanó,
leika verk eftir David Borden, Folke
Rabe, Vincent Persichetti og Boris
Blacher. Aðgangur 400 kr., ókeypis
fyrir handhafa stúdentaskírteinis.
Helgi Sigurðsson dýralæknir flytur
erindi á fræðslufundi Tilraunastöðvar
Háskóla íslands í meinafræði að Keld-
um kl. 12.30. Hann nefnir fyrirlestur
sinn: „Rannsóknir á spatti í íslenskum
hestum."
Fimmtudagurinn 27. febrúar:
Tryggvi Þór Herbertsson forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Háskóla
Islands og lektor í viðskipta- og hag-
fræðideild flytur fyrirlestur í rann-
sóknastofu í kvennafræði í stofu 201
í Odda kl. 12.00. Fyrirlestur sinn
nefndir hann: „Hagfræði mismunun-
ar. Eru tengsl milli hagvaxtarogjafn-
réttis."
Jón Daníelsson flytur fyrirlestur í
málstofu í hagfræði á kennarastofu
viðskipta- og hagfræðideildar 3. hæð
kk 16.00. Nefnir hann fyrirlestur sinn
„Áhætta og vágreining."
Framhaldsaðalfundur Aþenu, fé-
lags kvenna í félagi háskólakennara,
verður haldinn í Skólabæ og hefst kl.
20.30. Auk framhaldsaðalfundar-
starfa stofnfundar verða flutt tvö er-
indi. Sigrún Júlíusdóttir lektor mun
ræða um stöðu kvenna í háskólasam-
félaginu og Þorgerður Einarsdóttir
félagsfræðingur mun fjalla um störf
jafnréttisnefndar HÍ. Áuk þess mun
hún segja frá ráðstefnu sem haldin
var í haust um jafnréttismál við há-
skóla á Norðurlöndum.
Piers Beime afbrotafræðingur frá
University of Southern Maine heldur
fyrirlestur í stofu 201 í Odda kl. 20:30.
Erindið nefnir hann „Interspecies
Sexual Assault" og verður það flutt
á ensku.
Föstudagurinn 28. febrúar:
Sveinbjöm Gizurarson dósent í
lyfjafræði flytur fyrirlestur í málstofu
i líffræði kl. 12.20 í stofu G-6, Grens-
ásvegi 12. Fyririesturinn nefnir hann:
„Bólusetning um slímhúð."
„Hafréttur, viðskipti og vernd auð-
linda“ er yfirskrift á málþingi sem fer
fram í stofu 203 í Lögbergi kl. 15.00-
17.00. Að þinginu standa Sjávarút-
vegsstofnun og Alþjóðamálastofnun
Háskóla íslands. Fundarstjóri verður
Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri ut-
anríkisráðuneytis. Fyrirlesarar sem
þarna munu koma fram eru: Dr. Ro-
bert Friedheim, prófessor í alþjóða-
samskiptum, University of South
Carolina, mun tala um Alþjóðleg áhrif
Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð-
anna; Dr. Ted McDorman, prófessor
í alþjóðalögum við University of Tor-
onto, talar um Alþjóðlega viðskipta-
löggjöf og umhverfismál; Peter
Örebech, lögfræðingur og kennari í
lögfræði sjávarútvegs við_ háskólann
í Tromse, mun ræða Úthafsveiði-
samninginn og samkomulag um út-
hlutun úr flökkustofnum og loks mun
dr. Gunnar Schram, prófessor í stjórn-
skipunar- og þjóðarrétti, fjalla um
mikilvægi alþjþðlegra umhverfis-
samninga fyrir ísland.
Laugardagurinn 1. mars:
„Whaling in the North Atlantic,
economic and political perspectives"
er yfirskrift á ráðstefnu sem haldin
er á Hótel Loftleiðum frá kl. 9.00 til
18.00 og er á vegujn Sjávarútvegs-
stofnunar Háskóla íslands og High
North Alliance. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra setur ráðstefnuna,
en mikill flöldi innlendra og erlendra
fyrirlesara mun ræða ýmiss hagræn
og pólitísk sjónarmið sem máli skipta
þegar íslendingar gera upp hug sinn
hvort þeir hyggjast hefja aftur hval-
veiðar. Ráðstefnan er öllum opin, fyr-
irlestrar og umræður verða á ensku
en túlkað verður jafnóðum á íslensku.
Aðgangseyrir er 2.500 kr. með hádeg-
isverði.
Handritasýning Árnastofnunar í
Árnagarði verður opin á þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtudögum frá
kl. 14.00 til 16.00. Tekið er á móti
hópum á öðrum tímum þessa sömu
daga ef pantað er með dags fyrirvara.
Námskeið á vegum Endurmennt-
unarstofnunar HI vikuna 24. feb.-l.
mars.
24. og 25. feb. kl. 8:30-12:30. EKG
- túlkun (lífeðlisfræði, tækni og túlk-
un). Kennari: Christer Magnússon
hjúkrunarfræðingur á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
24.-25. feb. kl. 13-16. Námskeið
um upplýsingalög. Kennari: Páll
Hreinsson lögfræðingur, aðstoðar-
maður umboðsmanns Alþingis, en
hann átti sæti í nefnd þeirri er samdi
frumvarp til upplýsingalaga.
24. feb. 8-12 og 25. feb. kl. 8-15.
Skráning hjúkrunar - nýtt tölvukerfi
fyrir skráningu hjúkrunar. Umsjón:
Ásta Thoroddsen, lektor í námsbraut
í hjúkrunarfræði HÍ.
24. og 25. feb. kl. 12-16. Gæða-
kerfi í lyfsölu. Uppbygging og rekst-
ur. Kennarar: Jón Freyr Jóhannsson
ráðgjafi hjá Skrefi - í rétta átt ehf. o.fl.
24. feb. kl. 13-18. Hópvinnukerfi
(Groupware). Ný aðferð til að auð-
velda samstarf innan fyrirtækja og
yfirsýn stjórnenda. Kennarar: Ólafur
Daðason framkvæmdastjóri hjá Hug-
viti hf. og Jóhann P. Malmquist pró-
fessor í tölvunarfræði við Háskóla
íslands ásamt gestafyrirlesurum sem
hafa reynslu af notkun hópvinnu-
kerfa.
25. feb. kl. 8:30-13:00. Grunnur að
gæðastjómun og mótun gæðastefnu.
Kennari: Davíð Lúðvíksson verkfræð-
ingur, Samtökum iðnaðarins.
26. feb. kl. 13-17:30. Heilbrigðislög-
fræði fyrir stjórnendur heilbrigðis-
stofnana. Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl.
Mið. 26. feb.-19. mars kl. 8:15-12:
15, (4x), alls 16 st. Lífeðlisfræði
hjarta og blóðrásar. Kennari: Dr. Jón
Ölafur Skarphéðinsson prófessor.
Ericsson GH 388 er einn minnsti GSM
handsíminn á markaðnum og vegur aðeins
170 g með rafhlöðunni sem fylgir.
Rafhlaða endist í 1 klst. og 55 mín. í
stöðugu tali eða 33 klst. í biðstöðu.
Sendistyrkur er 2 W
99 nöfn í skammvalsminni
■ 10 númera endurvalsminni
- Innbyggð klukka, vekjari
og reiknivél m
— Möguleiki á tengingu við
i tölvu og faxtæki en til þess þarf
I aukabúnað (PCMCIA kort).
Ericsson 388 er
einnig til með flipa
Þetta er
raunstærð!
Hann er ekki
stærri en þetta.
Ericsson GH 388
POSTUR OG SIMI HF
Einn nettur
Söludeild Ármúla. 27, sími 550 7800 • Söludeild Kringlunni, simi 550 6690 Þjónustumiðstöð i Kirkjustræti, sími 800 7000 og á póst- og símstöðvum um land allt.
26. -27. feb. kl. 13-17. Unix 1.
Kennari: Helgi Þorbergsson, Ph.d.,
tölvunarfræðingur hjá Þróun ehf.
Mið. 26. feb.-23. apríl kl. 20:15-22:
15. (9x). Byrjendanámskeið í kín-
versku. Kennari: Hjörleifur Svein-
björnsson, nam við Pekingháskóla
’76-’81.
Fim. 27. feb.-17.apríl (frí 27. mars)
kl. 20:15-22:00 (7x). Ritlist - að
skrifa skáldskap I. Kennari: Rúnar
Helgi Vignisson rithöfundur og bók-
menntafræðingur.
27. feb. kl. 8:30-12:30 og 28. feb.
kl. 13-17. Stjórnun birgða og inn-
kaupa. Kennari: Páll Jensson prófess-
or í véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ.
27. feb. kl. 8:30-16:00. Stjórnun
nýsköpunar í fyrirtækinu (Innovation
in the Enterprise). Kennari: Dr. Sean
McCarthy frá írlandi sem þar hefur
með góðum árangri veitt ráðgjöf í
fjölda fyrirtækja, auk ráðgjafar við
stjórnvöld og stofnanir Evrópusam-
bandsins.
27. feb. kl. 13:30-18:30. Beinþynn-
ing: Hvað er unnt að gera í forvörnum
og meðferð,, Umsjón: Gunnar Sig-
urðsson prófessor.
Fimmtud. 27. feb.-20. mars kl.
16-20 (4x). Horft fram á við - Mark-
aðsmál, gæðastjórnun. Kennari:
Magnús Pálsson frkvstj. ráðgjafarfyr-
irtækisins Markmiðs.
18.-19. mars kl. 9-17. AutoCAD -
framhaldsnámskeið. Kennari: Magn-
ús Þór Jónsson prófessor HÍ.
1. mars kl. 10-14, 7. mars kl. 14-18
og 8. mars kl. 10-14. Áföll og missir
í grunnskóla. Kennarar: Margrét Arn-
ljótsdóttir og Margrét Ólafsdóttir báð-
ar sálfræðingar í Félagi um áfalla-
og stórslysasálfræði.
Skráning á námskeiðin er hjá End-
urmenntunarstofnun Háskóla íslands
í síma 525 4923 eða fax 525 4080.
Dagbókin er uppfærð reglulega á
heimasíðu Háskólans: http://www.
rhi.hi.is/HIHome.html
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
147 PR0NT0
154 PRESTO
316 REN0V0
Smiðiuuegur 72,20Q Kópavogur
Símar: S641 V40, 8924.170,
Fax: 5S41;7Wa
AUKIN
ÖKURÉTTINDI
- AUKIN
ATVINNA!
meir/ mm^rn
leigubifreið • vörubifreið
ðáuskétmn
E-mail: adaloku&ismcnnt.is • Netfang: www.ismcnnt.is/vefir/adalokuskolinn
Afangakerfi Aöalökuskólans gerir þér
mögulegt aö hefja nám aila mánudaga.
Veröiö veldur ekki vonbrigðum.
Hringiö og fáið upplýsingar.
hópbifreiö