Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Fastir í farinu? FASTIR í gamla farinu, segir Sigurður Grétar Guðmundsson um þá sem hafa um árabil og vilja enn múra baðkerin inm veggi. Telur hann þetta óþarfa hefð sem eigi að snúa frá enda sé einfaldara að ráðast í endur- nýjun baðherbergja./ 10 ► Þagna raddirnar? tJÐUN garða með eiturefnum til að vinna á skordýrum er um- talsefni Bjarna Olafssonar í Smiðjunni. Minnir hann á bók- ina Raddir vorsins þagna sem út kom 1966 hvernig þar er lýst afleiðingum þess að nota eitur- efni í náttúrunni. / 26 ► Ú T T E K T Þrettán til- lögur um Hraunsholt ILOK vikunnar verða sýnd- ar í Garðabæ 13 tillögur sem bárust í samkeppni um Hraunsholt þar sem rísa á um 1.800 manna byggð á næstu árum. Verður þar framtíðar- byggingarland Garðbæinga. Urslit samkeppninnar voru gerð opinber nýlega og vann Gestur Ólafsson arkitekt til fyrstu verðlauna en ásamt honum unnu hana þau Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir lands- lagsarkitekt, Haukur A. Vikt- orsson arkitekt og ráðgjafi þeirra var Þorsteinn Þor- steinsson verkfræðingur. Hraunsholt markast af Hafn arfj aröarvegi, Lyngási, Álftanesvegi og hraunbrún Garðahrauns. Dómnefnd sam- keppninnar mat allar tillög- urnai-13 hæfar til mats og segir í umsögn sinni að þær gefi sérkennum svæðisins gaum, tenging íbúðabyggðar við iðnaðarsvæði sé rofin og að í þeim felist viðunandi og oft ágætar lausnir er snerti stígakerfi um byggðina og tengingar við opin svæði inn- an hverfis sem utan. í umsögn dómnefndar um verðlaunatillöguna segir meðal annars að gatnakerfi sé gott og tillögur að frá- gangi gatnamóta athyglis- verðar. Megin einkenni tillög- unnar sé vel útfært byggða- skipulag með litlum sérbýl- um, miðlægri þjónustu og skýru samgöngukerfi. Sagt er einnig að nýting lands sé góð en í efri mörkum og að fjölbreytni skorti í fjöleignar- húsum. /18 ► Mismunandi eign arhald á íbúðum í Evrópulöndum EIGNARHALD á íbúðarhúsnæði er nokkuð misjafnt frá einu landi til annars eins og sjá má af tölum frá nokkrum Evrópulöndum sem Jón Rúnar Sveinsson hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins hefur tekið saman. Kemur þar fram að hlutfall félags- legra leiguíbúða fer minnkandi í Bretlandi og Hollandi en eykst í Sví- þjóð, Frakklandi og Þýskalandi en í Svíþjóð er einnig mikið um búsetu- réttaríbúðir í eigu húsnæðissam- vinnufélaga. Að sama skapi eykst hlutfall eignaríbúða í Bretlandi og Hollandi og alls staðar minnkar hlutdeild annarra íbúða, þ.e. leiguíbúða á frjálsum markaði. Eins og sjá má af töflunni hér til hliðar eru um 24% íbúða í Bretlandi félagslegar leiguíbúðir, 67% eignarí- búðir og 9% annað en þar er einkum átt við leiguíbúðir á frjálsum mark- aði. Hefur hlutfall eignaríbúða hækkað úr 55% frá árinu 1980 til ársins 1994. Eignaríbúðum fjölgaði einnig í Hollandi á sama tíma en þó mun minna og þar eru þær aðeins 47% en félagslegu íbúðirnar 36%. I Svíþjóð hefur hlutfallið einnig hækkað en aðeins um 1%. Þar er hlutfall annarra íbúða 16% en þar er aðallega um að ræða búsetturéttarí- búðir í eigu húsnæðissamvinnufé- laga. Onnur þróun hefur verið í Frakk- landi og Þýskalandi vai'ðandi félags- legar leiguíbúðir. Hlutur þeirra hef- ur vaxið í Þýskalandi úr 18% í 26% og eiga þessar tölur eingöngu við fyrrum Vestur-Þýskaland. í Frakk- landi jókst hlutur félagslegra leiguí- búða úr 14% í 17% og í í Svíþjóð úr 39% í 41%. í öllum löndunum hefur íbúðum með öðru eignarhaldi fækkað, mest í Frakklandi um 10% og um 8% í Þýskalandi. I Bretlandi fækkar þeim á tímabilinu um 1%, um 2% í Hollandi og 3% í Svíþjóð. Breytingar á eignarhaldi húsnæðis í nokkrum Evrópuiöndum 1980-94 Félagsl. leiguíb. 1980Í 35% 24% -11% Eignaríbúðir Annað* 55% 67% +12% 10 9°/« -1% 9 $ 1980 1994 Breyting: -3% +5% 39% 42% 19% 36% 47% I 17% -2% ^5>1980[ 1994| Breyting: +3% 29% +7% -Í0% B 1980 ! 1994 <sr Breyting: 39% 42% 19% 41% 43% 16% +2% +Y% -3% * Að mestu leiguíbúðir á frjálsum markaði, nema í Svíþjóð, þar búseturéttaribúðir í eigu húsnæðissamvinnufélaga ** Tólur frá Þýskalandi eru bara fra V-Þýskalandi fyrrverandi ~1 44% 36% -8% Heimild: Húsnæðisstofnun ríkisins ITTn- FJÁRVANGUR lOGGIU VEROBBtFAFVRIHIfll Laugavegi 170,105 Reykjavlk, simi 540 50 60, símbréf 540 50 61. www.fjarvangur.is Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs í sima 5 40 50 60 Dæmi uin mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* Vi;xtír(%) lOár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.