Morgunblaðið - 25.02.1997, Blaðsíða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Fastir í gamla
farinu
Lagnafréttir
Þeirri íslensku hefð að múra inn baðker ætti að
vera búið að útrýma fyrir löngu, segir Sigurður
Grétar Guðmundsson. Segir hann þetta óþarfa,
greinargóð útboðslýsing frá virtri
verkfræðistofu. Innifalið í verkinu
var uppsetning allara hreinlætis-
tækja og var nákvæm lýsing á
hvernig hvert tæki skyldi vera og
hvernig upp sett. Um baðkerið sagði
þetta:
„Baðker verður 700 x 1600 mm
innmúrað á venjulegan hátt.“
Þarna birtist í hnotskurn vandinn
sem við er að eiga; þetta hefur allt-
af verið svona og því er einfaldast
að gera eins og alltaf hefur verið
gert.
Væntanlegir húsbyggjendur ættu
að athuga þetta; ef svo illa kann
að fara að nauðsynlegt reynist að
skipta um innmúrað baðker verður
551 2600
552 1750
Símatími laugard. kl. 10-13
Vegna mikillar eftirspurn-
ar vantar allar gerðir fast-
eigna á söluskrá.
Miðstræti - 2ja
Snyrtileg 2ja herb. íb. á jarðh. Sérinng.
Verð 2,4 millj.
Bergþórugata - 2ja
Falleg mikið endurn. íb. á jarðh. Áhv.
ca 2,5 m. byggsj. og húsbr. V. 4,2 m.
Eiríksgata - 2ja
Falleg íb. á jarðhæð á frábærum stað.
Gnoðarvogur - 4ra
4ra herb. 90 fm falleg íb. á 3. hæð í
fjórbhúsi. Suðursv. Laus. V. 6,9 m.
Hlíðar - 4ra
106 fm falleg endaíb. á 4. hæð f
fjölbhúsi neðst við Skaftahlíð. V. 7,9 m.
Eldri borgarar
Óvenju falleg 4ra herb. 115 fm ib. á
8. hæð v. Grandaveg. Bflskýli. V.
12,5 m.
Sérhæð - vesturbæ
5 herb. 123,7 fm falleg íb. á 1. hæð
v/Hringbr. Sérhiti. Sérinng. Bílsk.
Skipti á minni eign mögul.
Skrifstofuh. - Einholt
190 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð. Mjög
vel staðsett eign í hjarta bæjarins.
SÖIutumv. Laugarásveg i fullum
rekstri. V. 2,0 m.
Agnar Gústafsson hrl
Eiríksgötu 4
Málflutnings-
og fasteignastofa
TRYGGÐU
PENINGANA
— KAUPTU
FASTEIGN
íf
Félag Fasteignasala
hætta sé á tæringn í lögnum og mun dýrara sé
að skipta um slíkt baðker ef eitthvað kemur uppá.
MYNDIR úr nýju einbýlishúsi á íslandi, handlaugarskápur með
tengdri handlaug og búið að sefja upp blöndunartæki fyrir bað-
ker sem verður nú rennt inn í hornið, tengt og frágengið, jarð-
tengingarkapall tilbúinn.
ÞAÐ getur ýmislegt komið fyrir
tækin í baðherberginu, handlaugin
getur brotnað, sömuleiðis salernis-
skálin. Ýmsir þungir hlutir geta
fallið í baðkerið eða sturtubotninn
og brotið glerjunginn, já það getur
ýmislegt gerst sem orsakar að ekki
verður hjá því komist að skipta um
tæki.
Það er tiitölulega einfalt að
skipta um handlaug eða salerni en
öðru máli gegnir ef það er baðker
eða sturtubotn.
Það kemur til af „hefðinni", að
innmúra baðkerið og sturtubotninn,
íslenskri hefð sem ætti fyrir löngu
að vera búið að útrýma.
Það er einmitt þessi aðferð, að
innmúra þessi tæki, sem oft á tíðum
veldur tæringu á vatnslögnum og
hefur í för með sér gífurlegan
skaða. Það er eitt víst, engum dett-
ur í hug að setja upp önnur tæki
svo sem handlaug eða salerni fyrr
en búið er að ganga frá baðherberg-
inu í hólf og gólf, flísaleggja, dúk-
leggja, mála eða hvað það nú er.
Þessvegna er einfalt mál að skipta
um þessi tæki og þess gerist oft
þörf.
Innmúrun er óþörf
En er ekki nauðsynlegt að inn-
múra baðker og sturtubotn, einhvar
ástæða er til að þetta er gert, kann
einhver að spyrja.
Nei, það er engin ástæða til þess,
þetta er aðeins gamall vani.
Hinsvegar er ekki auðvelt að
breyta gömlum hefðum og gömlum
vana og þeir sem ættu að hafa for-
ystu um að breyta þessu hafa
brugðist og þeir eru fyrst og fremst
hönnuðir, innflytjendur og seljendur
hreinlætistækja og kannske eiga
iðnaðarmenn nokkra sök á þó þeir
fái sjaldnast mikið til málanna að
leggja.
Fyrir skömmu var boðin út bygg-
ing á einbýlishúsi og fylgdi því
BÚIÐ að tengja salerni og
selja upp blöndunartæki fyrir
sturtu, næst er að tengja
sturtubotninn og loka honum
með svuntu.
að brjóta frá því rammgerðan vegg
að framan, brjóta frá innmúruðum
köntum með tilheyrandi skemmdum
á flísum og þegar baðkerið er horfið
er eftir gapandi sár í gólfí og veggj-
um. Pípulagningamaður tengir nýtt
baðker, síðan verður að fá múrara
til að byggja upp nýjan vegg og
múra að baðkeri, flísaleggja yfír
sárin og þá er spurningin: fást sams-
konar flísar og ég keypti í upphafí?
Svona gerum við
Það er komið að því að ganga
endanlega frá baðherberginu í nýja
húsinu, það er stutt í að sú stóra
stund renni upp að hægt sé að flytja
inn. Húseigendur hafa valið öll
hreinlætistæki með góðum fyrirvara
og múrarinn kemur á staðinn og
flísaleggur alla veggi og gólf áður
en nokkurt tæki er tengt. Síðan
kemur pípulagningamaðurinn og lík-
legt má telja að það sé nýjung fyrir
hann að koma að baðherbergi þann-
ig frágengnu, ekki ætlast til að hann
bijóti neitt, hvorki í gólfí eða veggj-
um.
Baðkerið og sturtubotninn eru
með svuntum úr sama efni og tæk-
in, með þeim köntum sem liggja að
flísalögðum veggjum er þétt með
völdu akrylkítti, allir fætur festir
með festifrauði og svuntumar settar
á.
Ekkert einfaldara en að fjarlægja
baðkerið eða sturtubotninn ef eitt-
hvað kemur upp á eftir eru flísalagð-
ir veggir og gólf, nýtt tæki inn og
málið er leyst.
En hönnuðir fyrirskipa „innmúrað
á venjulegan hátt“ og innflytjendur
eiga ekki á lager baðker með svunt-
um, segja að enginn spyiji eftir þeim.
Þetta er vítahringur sem verður
að ijúfa, húsbyggjendur eiga ekki
að láta bjóða sér þessa „hefð“ leng-
ur.