Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair virðist eiga forsætisráðherrastólinn vísan en hann getur ekki þakk- að sér einum þennan árangur. Hann hefur notið öflugs stuðnings margra og ekki síst Johns Majors, forsætisráðherra og þeirra íhaldsmanna. Fíkn í breska pólitík Fyrir sérvitringaliðið sem þarf pólitík í æð eins og fíkniefni eru breskar þingkosningar ein samfelld víma. Guðmundi Einarssyni þykir skammturinn nú sterkari og hreinni, þegar allar heimsins fréttasjónvarpsrásir fylgja okkur daginn út og inn; allt frá morgunmatartímanum þegar þær speglast í gljáfægðri brauðristinni á eldhúsborðinu og fram á rauða nótt. Hvað er það sem kemur a.m.k. á fimm ára fresti, lýsir upp hvers- dagsleikann og gleður sérvitrar sálir? Nú eru auðvitað ailir búnir að svara áður en þeir vita: Halastjarna! Nei. Það er ekki halastjarna. Halastjörnur er ekki hægt að treysta á að birtist á fímm ára fresti frekar en leikrit sem Jón Viðar er ánægður með. Er svarið kannski nýr ritstjóri á Aiþýðublaðinu? Gæti verið. Sjáum til hvort Össur verður jafnskemmtiiegur og Hrafn. En rétta svarið er auðvitað þetta: Bresku kosningarnar. Fyrir sérvitringaliðið sem þarf pólitík í æð eins og fíkniefni eru breskar þingkosningar ein samfelld víma. Og nú er skammturinn sterkari og hreinni, þegar allar heimsins fréttasjónvarpsrásir fylgja okkur daginn út og inn; allt frá morgunmatartímanum þegar þær speglast í gljáfægðri brauðristinni á eldhúsborðinu og fram á rauða nótt. En hvers vegna fær venjulegt fólk uppi á ísland breska pólitík á heilann? Við þeirri spurningu er ekkert einhlítt svar frekar en spurningunum í Aravísum. En hér eru nokkur hugsanieg svör. Kosningafyrir- komulagið í Bretlandi með einmennings- kjördæmum framleiðir ef svo mætti segja litríkari stjórnmálamenn en listakosningar gera. í kjördæmunum 659 er barist maður á mann og í hveiju þeirra stendur aðeins einn sigurvegari að lokum. Og þótt allir flokkar eigi næg örugg sæti í kjördæmum með nægilega rótgrónum meirihluta til að þeir geti fengið dauðyflin sín kosin, eins og öllum flokkum er nauðsynlegt í bland, kemur svona kerfi fleiri og öflugri kjaftösk- um á þing en listalognmollan sem við- gengst í flestum nærliggjandi iöndum. Umræða um stjórnmál verður líka með skemmtilegra móti þegar þessum karakterum er sleppt lausum í fjölmiðlum, sérstaklega þegar þeir mæta þar fréttafólki sem er búið að vera nægiiega lengi í bransanum til að kunna sitthvað fyrir sér. En breskir stjórnmálamenn hafa líka orðið vinsælir í fjölmiðlum á seinni árum fyrir annað en orðsins list og umræður um pólitik. Þeir eru nefnilega snillingar í að koma sér í þvílík veraldarinnar klandur í kynferðismál- um að það hálfa væri nóg. í áratugi las breska þjóðin djörfu kaflana í heimsbók- menntunum í laumi í daufu skini vasaljóss- ins undir sæng í heimavistarskólunum og slökkti ljósið í hjónaherberginu bæði af blygðunarsemi og til að spara. Nú vill þessi þjóð allt fram í dagsljósið. Og þarna hafa þingmennimir ekki brugðist frekar en ann- ars staðar. Undanfarin ár hefur ekki linnt uppljóstrunum um athafnasemi þeirra í kyniífinu. Enn ein ástæðan fyrir því hvað gaman hefur verið að fylgjast með bresku pólitík- inni er að henni hefur verið svo þægilega skipt í lið eins og í fótboltanum, vinstri og hægri, Fram og Valur, vondu karlarnir og góðu karlarnir, Verkamannaflokkurinn og Ihaldsflokkurinn. Fijálslyndi flokkurinn, sem að mörgu leyti er sjarmerandi og nota- legur, hefur ekki talist með í valdahlutföll- unum á þingi þótt hann hafi fengið 18% í síðustu kosningum. Vegna einmennings- kjördæmanna fékk flokkurinn, sem heitir reyndar Fijálslyndir demókratar, aðeins 20 sæti. í hlutfallskosningakerfi eins og á Is- landi hefði hann getað fengið 120-130 sæti. Vinstri-hægri skiptingin í bresku póli- tíkinni var unaðslega einföld. Verkamanna- flokkurinn var svo langt til vinstri að það var hægt að ganga að honum blindandi yst úti á kanti og á hengifluginu hægra megin stóð Margaret Thatcher með sinn flokk, íhaldsflokkinn. En nú hefur þetta allt ruglast. Nú eru báðir þessir stóru flokkar komnir inn á miðjuna og þar er orðið þröngt eins og á laugar- dagskvöldi gamla Glaumbæ. Og í kösinni sést ekkert hvort menn taka vinstri eða hægri snúning á dans- gólfinu. Lengst hefur lík- lega Verkamannaflokkur- inn flutt sig til. Sá flutning- ur byijaði fyrir kosningarn- ar 1992. Neil Kinnock, sem þá var formað- ur flokksins, gerði verulegt átak til að losa hann úr vinstri villunum og var spáð sigri í kosningunum fram á síðustu stund. En hann tók aldrei stóra slaginn við vinstri vænginn. John Smith sem tók við af Neil Kinnock eftir kosningar hélt áfram endur- reisnarstarfinu, tókst að skapa traust á flokknum en var ekki búinn að taka slaginn þegar hann lést. Þann slag tók hinsvegar Tony Blair. Hann og hans fólk stjórnar með harðri hendi, völdin hafa færst frá kjörnum stofn- unum flokksins til formannsins, umræður á flokksþingum fara meira og minna eftir forskriftum og handritum formannsins, sem hefur leynt og ljóst fjarlægt arf fortíðarinn- ar úr flokksplöggunum og lét til dæmis fella niður þjóðnýtingarákvæðið fræga úr stefnuskránni. Honum hefur tekist á tiltölu- lega stuttum tíma, frá því að hann tók við í júlí 1994, að breyta ásýnd flokksins svo rækilega að jafnvel hinn svokallaði AB hluti bresku þjóðarinnar, þ.e. vel efnað viðskiptafólk í stjórnunarstöðum, sem fram að þessu hefur fylkt sér um íhaldsflokkinn, ætlar nú að kjósa Verkamannaflokkinn. En Tony Blair getur ekki þakkað sér þennan árangur einn. Hann hefur notið öflugs stuðnings margra og ekki síst Johns Majors, forsætisráðherra og þeirra íhalds- manna. Varla hefur liðið sá dagur frá kosn- ingunum í apríl 1992 að íhaldsflokkurinn hafi ekki komið sér í klandur. Innbyrðis deilur um Evrópumál og sífelldar vangavelt- ur um hæfni formannsins, hafa ásótt John Major og dregið athyglina frá árangri á mörgum sviðum. Oheppnin hefur ekki riðið við einteyming. Og ef til vill hafa ráðgjafar Johns Maj- ors ekki reynst honum heilladijúgir; a.m.k. ekki ástarsagnahöfundurinn Barbara Cart- land. Hún stakk því að honum fyrir nokkr- um árum að hann skyldi gera England aft- ur að því sem það var þegar gömlu gildin réðu svo sem siðprýði og fáguð framkoma. John Major þótti hugmyndin svo góð að hann hrinti á flot herferð fyrir gömlu gild- unum. En ekki hafði hann fyrr gerst þann- ig opinber siðgæðisvörður þjóðarinnar en hneyksli vegna framhjáhalds og meintrar mútuþægni þingmanna flokksins dundu yfir hann. Síðan hefur lítið heyrst um gömlu gildin. En Barbara Cartland styður áfram sinn mann og segir nýlega í breska blaðinu Guardian að hann sé smám saman að verða sterkari og sterkari forystumaður alveg eins og Winston Churchill, sem hún hafi þekkt þegar hann, þ.e.a.s. Churchill, var lítill drengur. Það segir okkur hvað Bar- bara Cartland er orðin gömul. í viðtalinu í Guardian segist hún líka vilja Breta utan Evrópubandalagsins því þeir eigi ekkert erindi með þjóðum sem þeir séu búnir að vinna. Evrópumálin eru einn erfiðasti málaflokkurinn í kosningun- um. Arfurinn frá Margréti Thatcher, sem var treg í Evróputaumi, hefur fyllt Breta efasemdum um hve sterkt þeir eigi að tengj- ast þjóðunum á meginlandinu. Innan íhalds- flokksins eru efasemdirnar raunar meiri en efasemdir; þar er sterk andstaða gegn Evr- ópusambandinu. Og á tímabili lét Verka- mannaflokkurinn eins og hann vildi allt það í Evrópumálum sem Íhaldsflokkurinn vildi ekki. En vegna Evrópuefans, sem sáð hefur verið til í bresku þjóðarsálinni, reynir Verkamannaflokkurinn bæði að sleppa og halda þar, fara bil beggja eins og það heit- ir á góðu kosningamáli. En það er enginn vafi að hann er jákvæðari fyrir Evrópu en íhaldsmennirnir. Verkamannaflokkurinn ætlar sér að vinna völdin í þetta sinn. í heilt ár hefur hinn eiginlegi kosninga- undirbúningur staðið. Baráttan er skipulögð út í ýtrustu smáatriði. Allt fótgönguliðið í flokknum hefur fengið ná- kvæm fyrirmæli um hvað má segja við kjós- endur og hvað ekki má. Tony Blair er lagð- ur af stað um landið í stórri rútu. Fremst í henni eru 14 sæti fyrir bílstjóra og lög- reglumenn. Síðan kemur sá hluti sem hýsir ráðgjafa, blaðafulltrúa og Ijósmyndara flokksins og fullkomin tölvu- og fjarskipta- kerfi með sjónvörpum, myndböndum, ljós- ritunarvélum, myndsendum og öllu sem þarf á venjulegum kontór. Aftast í rútunni er stofa með hægindastólum fyrir Tony og konuna hans, Cherie. Rúta Johns Majors er svipuð nema þar er pláss fyrir fleiri lög- reglumenn af því hann er auðvitað forsætis- ráðherrann og á hliðinni er leynivopn íhaldsflokksins í þessum kosningum, hleri sem opnast og út skýst vélknúinn ræðupall- ur fyrir Major. I síðustu kosningum sló hann í gegn með sligaðan sápukassa fyrir ræðustól. En hann er ekki með nú frekar en gömlu gildin. HUGSAÐ upphátt FLUG, & BILL í EINA VEKU É ÞÝSKALANDI HAMBORG DÚSSELDORF MÚNCHEN kr 23*200 Verð pr. mann, miðað við 4 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára Innifalið í verði er leiga á bíl í C-flokki í eina viku, ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar. Flug Keflavlk-Dusseldorf eða Hamborg-Keflavík með LTU, flugvallagjöld innifalin. Ef flogið er fii Munchen er sambærilegt verð kr. 23.200. 17 A T /T. I JFERÐASKRIFSTOFA Stangarhyl 3a, Reykjavík - Súni 567-8545 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib ftcst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu fllÞripiitilUibib -kjarni málsios!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.