Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 10

Morgunblaðið - 13.04.1997, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING. Hjúkrunarfræðingar 13. júlí — 23. ágúst Okkur á handlækingadeild Sjúkrahúss Akraness bráðvantar hjúkrunarfræðing til starfa frá 13. júlí—23. ágúst, allt tímabilið eða hluta af því. A deildinni ferfram mjög fjölbreytt starfsemi. Allar upplýsingar um deildina og launakjör gefa Guðjóna Kristjánsdóttir, deildarstjóri, og Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 2311. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Röntgentæknir óskasttil sumarafleysinga á röntgendeild FSA í júlí og ágúst 1997. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK. Upplýsingar veitir Jónína Þorsteinsdóttir, yfir- röntgentæknir, í síma 463 0257. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri —reyklaus vinnustaður— Borarar — sprengjumenn Vegna byrjunarframkvæmda við Sultartanga- virkjun óskum við að ráða borara, vana vinnu á stórum borvögnum og menn með sprengju- réttindi. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í símum 562 2700 og 567 4002. ÍSTAK „Au pair" — Bremen Þýskfjölskylda á góðum stað í Bremep, óskar eftir barngóðri, reyklausri „au-pair". Áætlaður starfstími er eitt ár, frá og með ágúst 1997 til júlíloka 1998. Upplýsingar veitir Agnes, núverandi „au-pair" í síma 0049 421 346 9898 eða skrifið til: Familie Diederichsen, Benquestr. 15, D-28209 Bremen, Þýskalandi. Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast í Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut4—6, Borgarnesi, til að annast almenn störf og afgreiðslu á bókasafni og leið- sögn um Safnahúsið, auk annarra viðfangs- efna. Æskilegt að umsækjendur hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Umsóknarfrestur ertil 19. apríl 1997. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður í Safnahúsinu eða í síma 437 2127. Afleysingastaða heilsugæslulæknis Heislugæslustöðin á Vopnafirði auglýsir eftir lækni til sumarafleysinga í þrjá mánuði frá 10. júní til 10. sept. eða eftir nánari samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Baldur H. Friðriksson, heilsugæslulæknir, sími 473 1225, Emil Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, sími 473 1225. „Au pair" — Amsterdam íslenskfjölskylda í næsta nágrenni við Amster- dam óskar eftir áhugasömum og skapgóðum „au pair" frá 1. júní. Upplýsingar í síma 463 3167, Þórhildur. Veitingahús Starfsfólk óskast í sal á veitingahúsi. Hlutastörf. Upplýsingar í síma 551 6513. Brúarásskóli Kennari óskasttil almennrar bekkjarkennslu við Brúarásskóla næsta skólaár. Skólinn er í Norður-Múlasýslu u.þ.b. 25 km frá Egilsstöðum. í skólanum verða næsta skólaár um 40 nemendur í 1.—10. bekk. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar veita Elsa Árnadóttir, skóla- stjóri, í síma 471 1046, hs. 471 1048, og Sigurð- ur Aðalsteinsson, formaður skólanefndar, í síma 471 1070. Hársnyrtir til Noregs Pá Háret - hársnyrtistofa, Dale í Sunnfjord, óskar eftir hársnyrti sem á gott með að um- gangast fólk, er skapgóð, á gott með að aðlag- ast og ervinnusöm í 60-100% starfvið dömu- og/eða herra-hársnyrtingu, frá 1.07.97 til 31.12.97 - hugsanlega lengur, og ef til vill í fast starf. Við hjálpum til með útvegun húsnæðis. Sendið umsókn til Pá Háreta/s, Dale Senter, 6810 Dale, Noregi. Sími 00 47 57 73 62 22 eða 00 47 57 73 6634 (Kari). ST. JÓSEFSSPÍTAU 503 HAFNARFIRÐI Læknaritari Staða læknaritara er laustil umsóknar. Um er að ræða fullt starf en þó kemur hlutastarf til greina. Einnig er leitað eftir læknaritara til sumarafleysinga. Nauðsynlegt er að umsækj- endur hafi réttindi sem læknaritarar. Umsókn- arfrestur ertil 25. apríl nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 555 0000. Matvælaframleiðsla Fyrirtæki í matvælaframleiðslu í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsmann í vinnu við fram- leiðslu og sölu. Við erum lítið fyrirtæki í örum vexti og leitum eftir áreiðanlegum og sam- viskusömum einstaklingi sem sýnir lipurð í mannlegum samskiptum og getur axlað ábyrgð. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmæli, sendisttil afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Framtíðarstarf — 97"._______ Sölu- og skrifstofustarf Starfsmaður óskast við símavörslu, tölvu- vinnslu og skjalavörslu í vaxandi innflutnings- fyrirtæki á sviði matvæla og fleira. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvuþekkingu og tungumál- akunnátta er æskileg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Svör sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „V — 566". Stjórnandi og meðeigandi óskast Iðnfyrirtæki bráðvantar markaðssinnaðan framkvæmdastjóra til starfa strax. Best væri að fá hann sem meðeiganda. Mjög skemmtilegir möguleikar í framleiðslu innanlands og til útflutnings. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á afgreiðslu Mbl., merktar: „J — 546" Blaðamaður Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags íslands, er að leita sér að duglegum blaðamanni. Skinfaxi er fjölbreytt blað þar sem fjallað er um íþróttir, umhverfið, unglingastarf og margt fleira. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Jóhann Inga í síma 568 2929 eða komið við í þjónustumiðstöð UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík. Einstakt tækifæri Af sérstökum ástæðum vantar okkur verslunar- stjóra til að reka verslun okkar í Kringlunni. Einstakttækifæri fyrir einstakling eða par. Möguleiki á að gerast meðeigendur. Upplýsingar eru gefnar í heimasíma 471 2373 eða boðsíma 846 1688 til mánudags. HJÚKRUNARHEIMILI Matráðskona óskast til sumarafleysinga á Eir, hjúkrunarheimili. Upplýsingar veitir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, forstöðumaður eldhúss. Sími 587 3200 milli kl. 8-16. Starfsmaður óskast Myndbandadeild Sambíóanna auglýsireftir framtíðarstarfsmanni. Við sækjumst eftir met- naðarfullum og hugmyndaríkum starfsmanni sem þrífst vel í skemmtilegu og fjölbreyttu markaðsumhverfi. Mannleg samskipti, góð enskukunnátta og stundvísi er eitt af því sem við leitum að. Áhugasamirsendið inn umsóknir, ásamt með- mælum, á afgreiðslu Mbl. merktar: „Disney 97". Framleislumaður Framleiðslumaður óskast í fullt starf. Góður vinnustaður. Upplýsingar í síma 551 6513. Járniðnaðarmenn — laghentir menn Strókur ehf. óskar eftir að ráða menn til starfa við gámaviðgerðir í Sundahöfn. Mjög góð vinnuaðstaða og góð laun í boði. Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn, aldur, símanúmer og fyrri störf til afgreiðslu , Mbl., merkt: „J — 161". Öllum umsóknum verður svarað. íslenski bjórkjallarinn óskar eftir hressu og skemmtilegu fólki í hlutastarf. Ef þú ert matreiðslumaður með metnað og í leit að hlutastarfi, erum við með starf fyrir þig. Tökum á móti ykkur á mánudag og þriðjudag milli kl. 15.00 og 17.00. íslenski bjórkjailarinn, Kringlunni 4. Kennarar óskast til starfa við Flúðaskóla, Hrunamannahreppi. Um er að ræða almenna- og sérkennslu. yt í skólanum verða um 170 nemendur í 11 bekkjardeildum. Samkennsla er engin svo bekkir eru fremur fámennir. í skólanum er gott tölvuver og nýtt íþróttahús. Flúðaskóli er í 100 km fjarlægð frá Reykjavik í fallegu umhverfi. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 486 6601 og 897 6508. Mosfellsbær Verslunarstarf Málakunnátta nauðsynleg. Prjónakunnátta æskileg. Fjölbreytt starf í minjagripa- og garn- búð. Upplýsingar í síma 566 6303 frá kl. 10.00 til 16.00 virka daga. Kennarar Steinstaðaskóla í Skagafirði vantar kennara á næsta skólaári. Almenn kennsla og sérgreinar. Ódýrt húsnæði á staðnum. Umsóknarfresturtil 26. apríl. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 453 8025, 453 8033 og 853 6402. Skólastjóri. Rafvirki Óskum að ráða rafvirkja til starfa. Upplýsingar gefurTeitur Gústafsson í símum 562 2700 og 567 4002 á skrifstofutíma. ÍSTAK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.