Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Grunnskólinn á Blönduósi Kennarar óskast Við Grunnskólann á Blönduósi vantar nokkra kennara til starfa næsta vetur. Við höfum þörf fyrir kennara í: • Almenna bekkjarkennslu. • Sérkennslu. • Stærðfræði og raungreinar. • íþróttir. • Mynd- og handmennt. í Grunnskólanum á Blönduósi eru um 170 nemendur í einsetnum skóla sem einnig hefur upp á að bjóða góða aðstöðu fyrir starfsfólk. Ef þú ert að hugleiða að koma út á land eða færa þig um set og vilt taka þátt í skemmtilegu og gefandi skólastarfi þar sem áhersla er lögð á skólaþróun og mótun skólanámskrár, hafðu þá samband við okkur! Upplýsingar veita Erling Ólafsson, skólastjóri, í síma 452 4229 og Skúli Þórðarson, bæjarstjóri, í síma 452 4181. Á Blönduósi eru íbúar um 1.000. Blönduós er þjónustukjarni fyrir Húnavatnssýslur og þar eru fjölbreyttir möguleikartil leiks og starfa. Blönduós er fjölskylduvænt sveitarfélag sem liggur vel við öllum samgöngum og er miðsvæðis milli Akureyrar og Reykjavikur. Á Blönduósi er m.a. nýlegt íþróttahús í fullri stærð, leikskóli, tónlistar- skóli, sjúkrahús og heilsugæsla samt annarri fjölbreyttri þjónustu og verslun. Vertu velkomin(n) til Blönduóss! Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa í Skaftárhreppi Helstu verkefni: Verkstjórn og aðstoð við viðhald og endurnýj- un landgræðslugirðinga í Skaftárhreppi. Um er að ræða 100% starfshlutfall í allt að 3 mánuði, júní, júlí og ágúst. Æskileg reynsla/þekking Reynsla við girðingarvinnu og nauðsynlegt að viðkomandi geti leigt bíl og dráttarvél. Nauðsynlegt/æskilegt að viðkomandi sé eða verði búsettur í héraði og geti hafið störf í byrj- un júní nk. Laun samkvæmt kjarasamningum Verka- mannasambands Islands f.h. aðildarfélag þess og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Upplýsingar veitir Fanney Ólöf Lárusdóttir í síma 487 4818. Vinsamlega sendið skriflega umsókn til: Landgrædslu ríkisins, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustur, fyrir 30. apríl nk. Ollum umsóknum verður svarað. Aðstoðarskólastjóri Þelamerkurskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarskólastjóra. Kennarar Einnigeru lausartil umsóknarstöðurgrunn- skólakennara. Meðal kennslugreina eru: Kennsla yngri barna, raungreinar, danska, heimilisfræði og hannyrðir. Einnig er óskað eftir kennara eða þroskaþjálfa til að aðstoða einn nemanda í 1. bekk. Sérkennari Auk þess er auglýst eftir sérkennara til að annast skipulagningu og kennslu unglinga á nýstofnuðu meðferðarheimili Barnaverndar- stofu að Varpholti í Glæsibæjarhreppi. Þelamerkurskóli er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri. Nemendafjöldi er u.þ.b. 90, allir í heimanakstri. Flestir kennara búa á staðnum. Skól- 'inn er mjög vel búinn kennslugögnum og aðstaða öll hin besta m.a. ný og glæsileg íþróttaaðstaða. Við leitum að áhugasömu fólki sem hentar vel að starfa í fámennu samfélagi. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 4. maí 1997. Upplýsingargefur Karl Erlendsson, skólastjóri í síma 462 6555 eða 462 1772. Tæknideild Ó.J.& K. Blikksmiðjan. er deild innan Ó. Johnson & Kaaber hf Tæknideild Ó.J.& K. á rætur sinar að rekja til ársins 1966. þá sem Blikksmiðjan hf.. en hefur verið i eigu Ó.J.& K. frá árinu 1988. Tæknideild Ó.J.& K. annast framleiðslu og innflutning á vörum fyrir byggingariðn- aðinn með sérhæfingu í loftræstibúnaði. - Bókhald - - skrifstofustarf - Tæknideild Ó. Johnson & Kaaber óskar eftir að ráða starfskraft til skrifstofu- og bókhaldsstarfa. Viðkomandi þarf meðal annars að sjá um launa- útreikninga og vinna í innheimtumálum. Hér er um u.m.þ.b. 50% starf að ræða: • Þú ert töluglöggur og röskur einstaklingur með reynslu í ofantöldu. • Tölvukunnátta í ritvinnslu og töflureikningi nauðsynleg. • Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli. • Þekking á bókhaldsforritinu Stólpa æskileg, en ekki skilyrði. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og meðmælendur sendist Tæknideild Ó.J. & K. fyrir 18. apríl merkt: Bókhald-Skrifstofustarf 582. •ai | TÆKNIDEILD ÓJ*K trtílSU ” Ei i v Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík • Sími 587 5699 • Fax 567 4699 “ '*Viiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii> Fataverslun Starfskraft vantar í fataverslun eftir hádegi. Yngri en 25 ára kemur ekki til greina. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 18. apríl, merktar: „F — 562". Matsveinn Óskum að ráða matreiðslumenn. Hótel Borgarnes. Upplýsingar í síma 437 1119. Lyfjafræðingur óskast Nes Apótek, Neskaupstað, óskar eftir lyfja- fræðingi. Upplýsingar gefur Sigurður í síma 477 1118. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Laus störf Eftirfarandi kennarastöður eru lausartil um- sóknar við Fjölbrautarskólann í Garðabæ frá 1. ágúst 1997: Ein staða kennara í stærðfræði, ein staða kennara í tölvufræði, hálf staða kennara í efnafræði, hálf staða kennara í eðlisfræði, hálf staða kennara í ritvinnslu og hálf staða kennara í markaðsfræði. Ennfremur er laus staða fjármálastjóra frá 1. júní 1997. Skriflegar umsóknir beristtil Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Lyngási 7—9, 210 Gb. fyrir 28. apríl 1997. Ekki er þörf á sérstökum umsóknareyðu- blöðum. Menntunarkröfur kennara eru háskóla- próf í kennslugrein auk kennslu- og uppeldis- fræði. Æsilegt er að fjármálastjóri hafi próf í viðskiptafræði. Launakjör skv. kjarasamning- um opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um störfin gefa skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 565 8800. Skólameistari. SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997 B 11 REYKJALUNDUR Endurhæfingar- miðstöð Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaidar deildir: Geð/verkjasvið: 5 daga deild, unnið á tvískipt- um vöktum, engar næturvaktir, unnið þriðja hvert sunnudagskvöld. Miðtaugakerfissvið: 7 daga deild, mjög fáar næturvaktir, unnið þriðju hverja helgi. Hæfingar- og gigtarsvið: 7 daga deild, unnið þriðju hverja helgi, mjög fáar næturvaktir. Hjartasvið: 5 daga deild, unnið á tvískiptum vöktum, engar næturvaktir, unnið þriðja hvert sunnudagskvöld. Deildarstjóra vantar á sambýlið Hlein, engar helgarvaktir, eingöngu unnið á morgunvöktum. Á Reykjalundi er unnið í teymisvinnu. Mörg sviðanna eru sérstök og bjóða upp á margar nýjungar, sem ekki er að finna annars staðar. Námstækifæri eru mörg, ásamtvinnu með fag- fólki, sem stendur mjög framarlega á sínu sviði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða deild- astjórar sviðanna í síma 566 6200. íþróttamiðstöð Seltjarnarness Auglýst eru laus til umsóknar störf við íþrótta- miðstöð Seltjarnarness. Um er að ræða 100% störf sem unnin eru samkvæmt vaktaplani (dag-, kvöld- og helgarvaktir). Störfin fela í sér öryggisgæslu, baðvörslu og ræstingu. Unnið er samkvæmt ræstingaáætlun, ásamt almennri þjónustu við viðskiptavini íþróttamiðstöðvar- innar. Leitað er eftir aðilum, sem hafa góðan samstarfsvilja, þjónustulund og eiga gott með að umgangast börn sem og fullorðna. Launakjör samkvæmt kjarasamningi bæjar- starfsmanna og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness, Magnús Georgsson, í síma 561 1551. Umsóknir beristtil íþróttamiðstöðvar Seltjarn- arness, Suðurströnd, 170 Seltjarnarnesi, fyrir 21. apríl 1997. Umsóknum skal skila vélrituðum ásamt meðmælum. Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Seltjarnarness. Flutningamiðstöð Vestmannaeyja hf FV er alhliða flutningafyrirtæki í eigu Samskipa hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. í leit að tveimur áreiðanlegum og samviskusömum einstakling- um sem eru liprir í mannlegum samskiptum og geta axlað ábyrgð. • Starfsmaður á skrifstofu Starfið er tímabundið og felst í almennum skrifstofustörfum. Nauðsynlegt er að viðkom- andi kunni á Excel og Word og hafi einhverja reynslu eða þekkingu á bókhaldsstörfum. Upplýsingar veitir Jóhanna í síma 481 1080. • Starfsmaður á bryggju og í vöruafgreiðslu Starfið erframtíðarstarf og felst í vöruaf- greiðslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi lyftarapróf, fyrir 10tonna lyftara og stærri. Ein- nig er æskilegt að viðkomandi hafi unnið við tölvur. Upplýsingar veitir Björgvin í síma 481 1080. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda til: FVhf, pósthólf 375, 902 Vestmannaeyjar, fyrir 18. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.