Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
Sjálfboðaiar
Sjálfboðaliða vantar
í eftirtalin verkefni á vegum
Ungmennastarfs Rauða kross íslands
á höfuðborgarsvæðinu.
Vinna með daufblindum.
Nýtt verkefhi. Stuðningur ogþátttaka
í félagslífi daufblindra.
Vinna með börnum í Kvennaathvarfmu.
Ferðir útfyrir Kvennaathvatfið einu sinni í viku.
Vinna með unglingum.
Skipulagning unglingastarfi URKÍ.
Frœðsla, skemmtun og sjálfboðastarf.
Átak gegn ofbeldi.
Felst iþróun og skipulagningu í samstarfi
viðfleiri aðila.
Utgáfa og fræðsla um kynsjúkdóma.
Undirbúningurfrœðsluátaks í samvinnu við
LandUknisembxttið og Alnœmissamtökin.
Vettvangsvaktir.
Vettvangsstarf í miðbx Reykjavíkur og vaktir
á tónleikum og útihátíðum.
Útgáfa fréttablaðs URKÍ
Upplagt txkifieri fyrir áhugafólk um útgáfú.
Ungmennahreyfing Rauða kross íslands er
vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára sem
vill vinna að mannuðarmálum í sjálfboðavinnu.
Kynningarfundur verður haldinn að Þverholti 15,
2. hæð, miðvikudaginn 16. apríl, kl.20.00.
Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu URKÍ
í síma 552 2230.
29 ára rafeindavirki
óskar eftir þjónustu- eöa sölustarfi. 9 ára reynsla
í öryggiskerfum, skipa- og fjarskipta- og almenn-
umtækjum. Reyklaus og reglusamur. Góð með-
mæli. Uppl. í síma 555 1774 eða 896 1382.
Þvottahús
Starfskraftur óskast strax til almennra starfa.
Reglusemi og stundvísi áskilin.
Vinnutími 8.00—16.00.
Upplýsingar á staðnum.
Grýta — hraðhreinsun,
Borgartúni 27.
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Deildarstjóra og aðstoðardeildarstjóra vantar
tímabundið. Okkur vantar hjúkrunarfrædinga
eða hjúkrunarfræðinema til fastra starfa og til
sumarafleysinga. M.a. eru lausar stöður á hjúkr-
unarvakt á vistheimili. Ýmsar vaktir standa til
boða m.a. 8-16, 16-24, 16-22 og 17-23.
Nokkrar fastar stöður sjúkralida eru lausar
til umsóknar í vor eða haust.
Starfsfólkvantartil aðhlynningar í sumar,
aðallega á kvöld- og helgarvaktir.
Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunarfor-
stjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri í símum 553 5262 og
568 9500.
Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraða í Reykjavík, tók til
starfa 1957. Par búa 317 vistmenn. A vistheimilinu eru 204, en á
5 hjúkrunardeildum eru 113.
FJÖLBRAUTASKÓLINN
VIÐ ÁRMÚLA
Lausar stöður
Eftirtaldar stöður eru lausartil umsóknar:
íþróttir og íþróttafræði (heil staða),
Efnafræði (heil staða; afleysing í eitt ár).
Líffræði, vistfræði (heil staða; afleysing í eitt
ár).
Tölvufræði (heil staða og afleysing í eitt ár,
m.a. við netstjórn).
Launakjör eru í samræmi við kjarasamning
fjármálaráðuneytisins við Kennarasamband
íslands og Hið íslenska kennarafélag.
Umsóknarfresturertil 10. maí og skal senda
umsóknirtil skólameistara sem veitir allar nán-
ari upplýsingar um stöðurnar, s 581 4022,
netfang solvis@ismennt.is.
Umsókn skal fylgja greinargerð um menntun
og fyrri störf, en ekki þarf að útfylla stöðluð
umsóknareyðublöð.
Skólameistari.
I
Verzlunarskóli íslands
Ritari
Verzlunarskóli íslands leitar að ritara sem þarf
að geta hafið störf 1. ágúst eða fyrr.
Starf ritara er einkum fólgið í þjónustu við
skólastjórn og kennara auk sjálfstæðra verk-
efna á skrifstofu skólans.
Lögð er áhersla á góða íslensku- og ritvinnslu-
kunnáttu (Word for Windows). Stúdentspróf
eða sambæiileg menntun er nauðsynleg þar
sem starfið krefst góðrar þekkingar á íslensku,
ensku og einhverju Norðurlandamálanna.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt við
margvísleg, krefjandi verkefni.
Einnig er óskað eftir bókasafnsfræðingi til
aðstoðar á bókasafni/upplýsingamiðstöð
skólans.
Umsóknir skulu berast skólastjóra fyrir 1. maí
nk.
Verzlunarskóli íslands.
Forstöðumaður
Laus er staða forstöðumanns við Dalbæ,
heimili aldraðra á Dalvík.
Á Dalbæ eru íbúar 44 þar af 20 á hjúkrunar-
deild. í tengslum við heimilið er einnig rekin
dagvistun fyrir aldraða.
Forstöðumaður sér um daglegan rekstur heim-
ilisins, gerð fjárhagsáætlunar og er ábyrgur
gagnvart stjórn heimilisins. Æskilegt er að um-
sækjandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum.
Umsóknafrestur ertil 29. apríl nk. og skal
senda umsóknir, með upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, til formanns stjórnar Dalbæj-
ar, Sigurlaugar Stefánsdóttur, Sunnubraut 3,
Dalvík, sem einnig veitir nánari upplýsingar
í síma 466 1482 eftir kl. 18.00.
SANDGERÐISBÆR
TJARNARGÖTU 4, 245 SANDGERÐI.
SÍMAR 423 7554, 423 7555, FAX 423 7809
Starfsmaður óskast
við Sandgerðishöfn
Starf hafnarvarðar við Sandgerðishöfn er laust
til umsóknar. Umsóknaraðili þarf að geta tekið
að sér hafnsögu.
Umsóknarfrestur ertil 25. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri.
Hafnarstjórn Sandgerðisbæjar.
Grunnskólar
Hafnarfjarðar
Námsráðgjafar
Óskum að ráða námsráðgjafa að grunnskólum
Hafnarfjarðar. Samtals er um að ræða 11/2
stöðu-
gildi við eftirtalda skóla:
Lækjarskóla 430 nemendur í 1 —10 bekk.
Víðistaðaskóla 450 nemendur í 1 —10 bekk.
Setbergsskóla 650 nemendur í 1-10 bekk.
Hvaleyrarskóla 530 nemendur í 1-10 bekk.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af
kennslu og sé með viðbótarnám í námsráð-
gjöf.
Nánari upplýsingar veita skólastjórar viðkom-
andi skóla og deildarstjóri þjónustudeildar
Skólaskrifstofu í síma 555 2340.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf berist undirrituðum að Strand-
götu 31, 220 Hafnarfirði fyrir 28. apríl nk.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
REYKJANESBÆR
SÍMI 421 6700
Störf í nýjum
leikskóla
Leikskólakennarar eða starfsmenn með sam-
bærilega menntun, óskast að nýjum leikskóla,
Vesturbraut 13, sem tekur til starfa í júní 1997.
Spennandi og fjölbreytt starf framundan
við að skipuleggja og byggja upp góðan
leikskóla.
Upplýsingar gefur Hulda Ólafsdóttir, leikskóla-
stjóri og Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi
í síma 421 6700.
Skriflegar umsóknir, merktar: „Vesturbraut",
berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafn-
argötu 57, fyrir 22. apríl nk.
Leikskólafulltrúi.
Flujjleiðir standa iyrir námskeiði fyrir fólk sem þjáist af
flughræðslu.
Námskeiðið liefst 29. apríl og leiðheinendur eru þau
Álfheiöur Steinþórsdóttir sálfræðingur og
Páll Stefánsson flugstjóri.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til einhvers af
áfangastöðum Flugleiða erlendis og er ferðin innifalin í
námskeiðsgjaldinu.
Vcrð: 30.000 kr.
Skráning fer fram í starfsþróunardeild
Flugleiða í síma 50 S0 173 eða 50 50 193.
FLUGLEIDIRÆT
Traustur islenskur ferðafélagi Ms
Skeljungurhf.
BnUaumboO fyhr Sheh^rxjr t isiand,
Meiraprófsbílstjórar
Viljum ráða meiraprófsbílstjóra til starfa við
útkeyrslu og lagerstörf hjá Skeljungi hf. í
Skerjafirði.
Við leggjum áherslu á að í þessi störf veljist
duglegir og samviskusamir bílstjórar, helst
með ADR réttindi. Um er að ræða 1 framtíðar-
starf og 2 sumarstörf.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfs-
mannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut
4, 5. hæð.
Nánari upplýsingar í síma 560 3847.