Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 B 13
Dagbók frá Taipe
Björk, kuldahlát-
ur og meiri svín
í einni hljómplötuversluninni í höfuðborg Tæv-
an spurði Jóhanna Kristjónsdóttir hvort til
væru diskar með Björk og var snarlega leidd
að rekka þar sem var eitt eintak. En það var
ekki vegna fálætis heldur vegna þess að ekki
var hægt að anna eftirspum.
EFTIR að Dalai Lama fór
tók við amstur hinna
venjulegu daga hér. Svo
virðist sem útbreiðsla gin- og
klaufaveiki hafi verið stöðvuð og
var það mönnum gleðiefni sem
eðlilegt er. Umræður hófust á
ný um 5 daga vinnuviku en at-
vinnurekendur mótmæltu kröft-
uglega og sögðu að slíkt kæmi
ekki til greina fyrr en meðaltekj-
ur hér væru orðnar 1,5 ískr. En
það þyrfti ekki að verða langt í
það, mér virðist framleiðsla og
framleiðni og hvað þetta allt
heitir vera með algerum ólíkind-
um.
En hvað sem hátækni og
framleiðni líður sýnist mér að
Taiwanar haldi upp á sunnu-
dagana sína á alveg sérstakan
hátt; þeir fara allir sem einn
í bókabúðir og hljómplötu-
verslanir og veija þar megn-
inu af helginni. Ég spurðist
fyrir í einni hljómplötuverslun
hvort til væru diskar með
Björk. Var snarlega leidd að
rekka þar sem var eitt eintak
og afgreiðslustúlkan sagði það
væri ekki hægt að anna eftir-
spum. Þegar haft er í huga
að vestræn popptónlist á ekki
upp á pallborðið hjá Taiwön-
um og þeir kjósa sína eigin,
er þetta því eftirtektarverðara
hvað allir virðast þekkja Björk
hér sem annars staðar.
Annars setti kuldahlátur að
mörgum hér þegar þeir
heyrðu nýjasta boðskapinn frá
meginlandi Kína; að þeim í
Peking dytti ekki í hug að
taka Taiwan með valdi. Alit
slíkt væri liðin tíð. Nú væri
málið að sameinast með friði
og Hong Kong væri fagurt
dæmi um það. Ekki væri úti-
lokað að bjóða Taivönum eitt
af varaforsetaembættum Kína
ef þeir vildu veskú og verða
eitt með meginlandinu, það
vefst fyrir ýmsum hér að skilja
þetta.
Arsfundur RANNIS og málþing
RANNSÓKNARRÁÐ íslands heldur
ársfund sinn þriðjudaginn 15. apríl
nk. í ráðstefnusal Hótels Loftleiða.
Ársfundurinn verður settur kl 13.15
og mun Bjöm Bjamason mennta-
málaráðherra flytja ávarp en próf.
Sigmundur Guðbjamason, formaður
ráðsins, og Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri RANNÍS, gera
grein fyrir störfum ráðsins og gefa
yfirlit um stöðu og horfur í vísindum
og tækni á íslandi.
Sérstakur gestur ársfundarins
verður puðbrandur Sigurðsson, for:
stjóri Útgerðarfélags Akureyrar. í
erindi sem hann nefnir „í víking á
21. öld - hvað þarf til?“ ijallar hann
um útrás íslensks atvinnulífs og
kröfurnar sem það gerir til íslenskra
fyrirtækja, stofnana og einstaklinga
að búa á íslandi en sækja fram í
alþjóðasamkeppni á sviði viðskipta
og menningar í heimi hraðfara
breytinga, með þekkinguna að helsta
vopni.
Á ársfundinum afhendir forseti
íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
fyrir hönd Rannsóknarráðs íslands
Hvatningarverðlaun ráðsins tveimur
ungum vísindamönnum sem þykja
skara fram úr, - öðrum á sviði hug-
og félagsvísinda, - hinum á sviði
raunvísinda og tækni.
I tengslum við ársfundinn verður
málþing um rannsóknir á íslandi
undir yfirskriftinni: „Er ísland þekk-
ingarþjóðfélag?“ Þar verður fjallað
um nokkur lykilatriði sem varða
mótun vísinda- og tæknistefnu á Is-
landi um þessar mundir í ljósi breyt-
inga á atvinnuháttum og ytri skilyrð-
um fyrir mannlíf á ísland á nýrri öld.
Frummælendur verða bæði reynd-
ir einstaklingar og nýliðar í rann-
sóknarstarfseminni og úr atvinnulíf-
inu. Að loknum málstofuumræðum
um kl 12.00 á hádegi verður gert
hádegishlé og snæddur hádegisverð-
ur í boði RANNÍS.
Ársfundur Rannsóknarráðs verður
svo haldinn milli kl. 13.15 og 15.15
og lýkur með afhendingu Hvatning-
arverðlaunanna.
Páll Benediktsson fréttamaður
mun stjóma pallborðsumræðum. Á
palli verða fulltrúar úr málstofum,
formaður Rannsóknarráðs, Sigmund-
ur Guðbjamason, gestur ársfundarins
Guðbrandur Sigurðsson og mennta-
málaráðherra, Bjöm Bjamason.
Þinggestum gefst kostur að tjá sig,
koma með fyrirspuminr og gera at-
hugsemdir við málflutning.
Glerið ver gegn ofhitun
sólskins, og helFiir
margfallt einangrunar-
gildi gegn kulda og
hellst því kjörhiti inni.
Svalaglerhýsi
£S£?7 Tasknisalan
Kirkjulundi 13 - Garðabær - sími 565 6900 Ekið frá Vífilstaðavegi
Þetta er afrek
sem vert er að ramma innl SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR