Morgunblaðið - 13.04.1997, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Vel valið!
Öflugur snjótroðari
6 metra vinnslubreidd og búnaöur til að troða
hryggjalausar brekkur. 360 hestöfl. Vökvafjöðrun.
Rafeindastýringar á öllum aðgerðum.
LlrjL5LI U UVILSLTQlh soo
Fuifkomnasti snjótrodari á íslandí.
Istraktor
SMIDSBUD 2 • GARÐABÆ • SlMI 565 65 80
Kynnir er óvenju smekkleg lausn á þeim vanda sem
fylgir því að hafa mikið af alls kyns gögnum til sýnis.
Kynnir tekur lítið pláss en rúmar
mikið af ýmiskonar kynningar-
efni. Guðmundur Einarsson
iðnhönnuður hlaut fyrstu verðlaun
hönnunardaga 1995 fyrir Kynni.
http. www.skima.is/gks
Húsgaqnagerö
Smiojuvegi 2 ,Kópavogi
Fax 567 1688
Netfang: gks@skima.is
FRÉTTIR
VÍSINDIÆA/// menjar lífs ájörbinni f
Lifsspor ígömlu bergi
Enginn veit með vissu hvenær fyrstu lífverumar urðu til á
jörðinni. Elstu steinrunnu leifar lífs sem fundist hafa eru
u.þ.b. 3500 milljón ára gamlar. Uppbygging þessara fomu
leifa er flókin og því er trúlegt að þróun þeirra hafi tekið
all langan tíma, hversu lengi veit hins vegar enginn eins og
stendur. Ein leið til að fá svar við þessari spumingu er að
leita í enn eldri setlögum að eldri og ef til vill frumstæðari
leifum lífs. Vandamálið við það er hinsvegar að setlögeldri
en 3500 milljón ára hafa orðið fyrir róttækum myndbreyting-
um fyrir tilstuðlan mikils þrýstings og hás hita sem ríkja í
djúpum jarðlögum. Slíkir ferlar hafa trúlega eyðilagt flestar
hugsanlegar menjar um eldra líf. í ljósi þessa er nauðsyn-
legt fyrir vísindamenn að leita eftir öðm vísi lífsmenjum s.s.
jarðefnafræðilegum og/eða ísótópískum áhrifum sem fyrri
lífsstarfsemi hefur haft á umhverfið. Það er einmitt þetta
sem samstarfshópur sex vísindamanna frá þremur löndum
hefur gert og birtu þeir niðurstöður rannsókna sinna nýlega ELSTU jarðlög sem þekkt eru í dag.
í vísindatímaritinu Nature. Geyma þau menjar fyrsta lífs á jörðinni?
Talið er að jörðin hafi að mestu
verið komin á núverandi ástand
fyrir tæpum 4000 milljón árum. Mik-
ið var um loftsteina á svæðinu um-
hverfis jörðina á þessum tíma og
hafa stöðugir
árekstrar þeirra
leitt til hás hitastigs
á yfirborðinu. Ótrú-
legt er að á þessum
tíma hafi líf mynd-
ast á jörðinni en
það hefur ef til vill
byijað að þróast
fljótlega eftir að
loftsteinaskothríðinni tók að linna.
Ef svo er þá er það eitt af fyrstu
verkefnum vísindamanna að finna
setlög, hversu ummynduð sem þau
kunna að vera, og leita í þeim eftir
fyrstu ummerkjum frumstæðs lffs.
A Suðvestur-Grænlandi er mikið
gneiss-jarðsvæði, sem er myndbreytt
berg orðið til úr ýmsum bergtegund-
um við mikinn þrýsting og hátt hita-
stig. Á grænlensku nefnist svæðið
Itsaq, sem þýðist „gamall hlutur".
Gamalt er svæðið sannarlega, því það
hefur að geyma setlög sem talin eru
3850 milljón ára gömul. Þangað til
nýlega var það skoðun flestra jarðvís-
indamanna að þessi jarðlög hafí
mjmdast áður en líf varð til á jörð-
inni og því geymi þau engar menjar
um líf. Skoðun þessi byggist á tiltölu-
lega yfirborðskenndri athugun jarð-
laganna. Nákvæmari rannsóknir vís-
indamannanna sex á sýnum frá þessu
svæði benda hinsvegar til nýrra og
óvæntra niðurstaðna. Þær byggjast
á hlutfallagreiningu kolefnis ísótópa
í jarðlögunum. Sýni voru tekin úr
kolefniskenndum innlyksum í berg-
inu. Vitað er að lífrænt efni geymist
iðulega í litlum bergsmugum, en
þetta eru fyrstu mælingar sem gerð-
ar hafa verið á ísótópahlutfalli kolefn-
is í slíkum innlyksum.
Kolefni kemur fyrir í tveimur mis-
munandi afbrigðum stöðugra ísótópa,
12C og 13C. I sjónum og í jarðlögum
eru karbónöt og lífrænar sameindir
að mestu myndaðar úr koltvísýringi,
C02, annaðhvort við ljóstillífun eða
einfalda botnfellingu. Við slíka ferla
á sér stað s.k. þættun, eða sundur-
greining, sem leiðir til hlutfallsdreif-
ingar kolefnisísótópa þannig að ein-
ungis 2,5% alls kolefnis inniheldur
ísótópann 13C. Slík hlutföll hafa
greinst í allt að því 3500 milljón ára
gömlum jarðlögum, sem vitað er að
geyma menjar lífs frá þeim tíma.
Vísindamennimir mældu sama
ísótópahlutfall í Itsaq-jarðlögunum.
Þar sem enginn ólífrænn ferill er
þekktur sem leiðir til sömu þættunar
ísótópanna telja þeir niðurstöðumar
sterka vísbendingu um tilvist lífs á
jörðinni fyrir 3850 milljón ámm,
þ.e.a.s. rúmlega 300 milljón ámm
fyrr en hingað til var vitað um.
Fyrir rúmlega 3800 milljón ámm
varð nýmynduð jörðin að þola stöð-
uga skothríð loftsteina sem enn var
mikið af í innri hluta sólkerfisins.
Slík skothríð hafur leitt til hás hita-
stigs við yfírborðið og því útilokað
myndun hvað þá tilvist lífs. Ef svo
er, hvaðan komu þá lífsleifamar í
Itsaq sem virðist myndaðar á sama
tímabili? Vissulega verður að gera
ráð fyrir nokkurri skekkju í aldurs-
greiningu atburða frá þessum tíma.
Spumingin er engu að síður sú hvort
leifamar séu af lífi sem kviknaði
áður en loftsteinaskothríðin var sem
mest eða eftir að henni linnti. Ef
seinni tilgátan er rétt hefur lífíð á
jörðinni myndast á langtum skemmri
tíma en hingað til hefur verið talið.
Þriðji möguleikinn er sá að ísótópa-
hlutfallið sem vísindamennimir
greindu sé til komið fyrir tilstuðlan
enn óþekktra ólífrænna ferla. Eins
og málin standa í dag er hins vegar
líklegast að greind ísótópahlutföll
hafí myndast við fmmstæða lífræna
efnaferla.
eftir Sverri
Olafsson
ÞIÓÐLÍFSÞANKAR /Þatffólk ab vera svona
óskaplega hátíblegt?
Vindþurrkað menningarhugarfar
Fyrir nokkrum árum fór ég kvöld eitt í Háskólabíó til þess að sjá ameríska
spennumynd. í hléinu fór ég fram ásamt förunautum mínum. Við fengum
okkur popp og kók og tókum okkur stöðu við súlu eina. Sem ég stóð þama
þá fann ég ótvírætt leika um mig „menningarloft" sem mér fannst í litlu
samræmi við þær myndir sem þá var verið að sýna í Háskólabíói. „Ætli það
séu sinfóníutónleikar hér í kvöld?“ sagði ég við samferðafólk mitt. „Nei, það
getur ekki verið, það er ekki sá vikudagur," svaraði einhver. Ég lét mér
þessa skýringu nægja að sinni en velti því fyrir mér af hveiju þessi fjarlægi
hátíðleiki lægi þá í loftinu, ég hafði svo oft fundið hann á eigin skinni að
mér fannst mér varla geta skjátlast. Svo fómm við inn og sáum myndina
til enda. Þegar ég kom út var enn eimur af „menningarloftinu" í forsal bíó-
hússins. Ég vatt mér þá að einum starfsmanni og spurði; „Vom sinfóníutón-
leikar hér í kvöld.“ Maðurinn leit á mig hissa og svaraði: „Já, reyndar."
Eitt sinn var ég boðin í hús til
ágætra hjóna sem áttu á
myndbandi ópem sem mig fýsti að
sjá. Fleira fólk var þarna statt sem
augljóslega þekktist vel og horfðum
við öll á fyrstu
þætti ópemnnar og
síðan var gert
kaffihlé. Veitt var
af rausn og hús-
ráðendur voru
bæði óþvingaðir og
., . ,. skemmtilegir heim
r A, að sækja. Glaðlegt
Guðlougsdottur viðmót Jþejrra fék\
þó að mínu mati undarlega daufar
undirtektir. Það var líkast því sem
ýmsum þarna þætti ekki við hæfl
að gera um of að gamni sínu, af
hveiju var mér hreint ekki ljóst í
fyrstu. Ég þekkti hina gestina ekki
og hafði mig því ekki í frammi held-
ur drakk kaffið mitt þegjandi og át
eina kleinu. Það sama gerði grann-
holda og fölleitur maður sem stóð
mér við aðra hlið. Þegar þögnin var
orðin þrúgandi ákvað ég að bijóta
upp á samræðum. „Finnst þér ekki
gaman að þessari ópem,“ sagði ég
við hann. Maðurinn leit á mig með
svip sem lýsti bæði furðu og van-
þóknun. „Gaman? Þetta er stórfeng-
leg list,“ sagði hann svo eftir þurr-
lega þögn og í þeim tóni sem gerði
frekari samræður óhugsanlegar. Ég
sá á augnaráði hans að ég hafði
gert mig seka um ófyrirgefanlega
léttúð. Eg tók nú að horfa betur í
kringum mig og sá þá og fann að
margir aðrir gestir nörtuðu í kleinur
sínar og kökur í ekki neinni venju-
legri þögn. Það rann upp fyrir mér
að þetta var þögn þeirra sem djúpt
hugsa og hafa enn dýpri sálar-
fylgsni — þangað sem aðeins hin
merkilegasta list nær og um slíka
upplifun er ekki hægt að tala, hana
er aðeins hægt að tjá með fjarrænum
svip og greindarlegu en sársauka-
fullu tilliti. I þessu háalvarlega and-
rúmslofti var svo horft á það sem
eftir lifði af þessari ágætu óperu.
Stundum hef ég fengið senda
heim miða að opnunum á alls kyns
sýningum. Þegar ég hef farið á slík-
ar samkundur hefur komið fyrir að
ég hef undrast undrast þann þurr-
lega hátíðleika sem á stundum hefur
legið í loftinu, svo magnaður getur
hann orðið að kunnugt fólk virðist
varla treystast til heilsa hvort öðru
nema með lágværu einsatkvæðisorði
milli broslausra vara. Lítil ástæða
sýnist þó til fyrir fólk að verða stein-
runnið af hátíðleika þótt það sjái eða
heyri eitthvað sem því finnst athygl-
isvert eða gott í listrænum efnum.
Þvert á móti virðist ástæða til að
gleðjast og komast í upplyft skap
við slíkar aðstæður. Auðvitað láta
ýmsir slíkt eftir sér en þeir eru
stundum í minnihluta þannig að
samkomur, svo sem þær sem ég var
hér að lýsa, markast því miður frem-
ur af viðbrögðum „hinna stein-
runnu“.
Mér hefur ekki aðeins þótt þessi
sjálfskipaði hátíðleiki á ýmsum
menningarsamkomum næsta leiðin-
legur heldur beinlínis lítt til þess
fallinn að verða listinni sem slíkri
til framdráttar. Ég þekki fólk sem
leggur jafnvel ekki á sig að sækja
ýmsar menningarlegar uppákomur
vegna þessa. Þótt það í sjálfu sér
vilji gjarnan sjá og heyra það sem
boðið er uppá þá treystir það sér
ekki til að njóta þess í svo uppþom-
uðu andrúmslofti, fínnst þá jafnvel
að hið listræna efni dragi dám af
sínum sessunautum og missi líka
allan safa. Það virðist mesti óþarfi
að verða svona líka háalvarlegur og
hátíðlegur yfír góðri tónlist, leiklist,
myndlist o.s. frv. Er ekki alvg nóg
að búa við drungalegt veðurfar og
þurrlegt Iandslag þótt menningar-
hugarfarið sé ekki vindþurrkað líka?