Morgunblaðið - 13.04.1997, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Þ
EGAR gestir
ganga inn í veit-
ingastaðinn Ítalíu
við Laugaveg
ganga þeir inn í anna.i heim.
Ur íslenska vetrarveðrinu
(eða sumarkuldanum) inn í
hið hlýja andrúmsloft Mið-
jarðarhafsins. Hávær kliður,
hlátrasköll og ilmur af ólívu-
olíu og hvítlauk umlykur
gesti strax í anddyrinu þar
sem gestir verða gjaman að
dvelja um stund vegna ann-
ríkis í veitingasalnum.
Salurinn sjálfur er um
flest dæmigerður fyrir ítölsk
veitingahús utan Ítalíu,
veggir og loft hlaðin skreyt-
ingum og munum sem í
bland við hina þröngu borð-
skipan mynda náið andrúms-
loft. Gestir sitja þétt á Ítalíu
og viftumar og loftræstingin
geta stundum átt fullt í fangi
með gestafjöldann og pizzu-
ofninn. En auðvitað er það
það sem gerir sjarmann er
fólk sækist eftir.
Matseðillinn samanstend-
ur fyrst og fremst af pizzum
og pasta-réttum sem flestir
kosta í kringum þúsund
krónur. Eflaust er það hið
hófstillta verðlag sem ýtir
undir vinsældir staðarins
meðal yngri kynslóða og það
virðist ekki hafa breyst frá
menntaskólaárum mínum að
MATUR
OG VÍN
bréfumbúðum,
sem stundum em
einnig bomar
fram ineð matn-
um, gefa sömu-
leiðis nokkuð
ódýrt yfirbragð.
Einungis það að
taka stangimar úr
umbúðunum áður
en þær era settar
á borðið væri
skárra.
Rigatone-rör
með Gorgonzola-
sósu leið nokkuð
fyrir að bragðmik-
ill mygluosturinn
var greinilega orð-
inn vel þroskaður
og hafði sósan úr
honum keim af
ammoníaki sem
spillti töluvert fyr-
ir. Áþekkt pasta í
ISLENSK
Morgunblaðið/Ásdís
ÍTAT.TA
Ítalía er einn vinsælasti stað-
urinn sem fjölmennt er á
fyrir skólaböll og árshátíðir
og getur þetta stundum sett
sterkan svip á gestahópinn.
Auk pizzu og pasta er einnig
úrval forrétta, fisk- og kjöt-
rétta auk eftirrétta í boði
þótt fjöldi rétta í þessum
flokkum sé mun minni.
Carpaccio úr nautakjöti
samanstóð af fallegum,
nokkuð þykkum og stóram
kjötsneiðum er bragðmikilli
ólívuolíu hafið verið hellt
yfir. Stór Parmegiano-stykki
þöktu kjötsneiðarnar og
einnig var á diskinum að
fínna gróft skorið grænmeti,
jöklasalat, gúrkur og tómata
og sítrónusneiðar. Carpaccio
er einfaldur réttur sem
byggist alfarið á hráefninu,
sem hér var óaðfínnanlegt.
Kjötið meyrt og fínt, ostur-
inn mátulega harður og sal-
atið brakandi ferskt. Biðja
varð sérstaklega um pipar-
kvöm.
Sveppir í hvítlaukssósu
var ágætlega útilátinn for-
réttur en nokkuð hlutlaus
þegar að bragðinu kom.
Steiktir sveppirnir fljótandi
í bragðlítilli sósunni og með
borið fram rifíð grænmeti.
Pastaréttirnir vora bomir
fram í stóram skálum og
skammtar vel útilátnir,
greinilega með það í huga
að einn skammtur eigi að
geta mettað. Ofan á skálun-
um var hins vegar að fínna
sneið af snittubrauði með
bræddum osti er hefði gjarn-
an mátt missa sín að mínu
mati. Óspennandi og óvið-
eigandi. Verksmiðjufram-
leiddar Grissini-stengur í
Rótgrónasti Italíustaður Islands er
Ítalía við Laugaveg. Steingrímur
Sigurgeirsson segir matargerðina
hlutlausa en staðinn einn þann
bamavænasta í borginni.
fjögurra ostu sósu var hins
vegar hæfilega bragðmikið,
þokkalega bragðgott en
fremur hlutlaust. Enginn
ostanna fjögurra virtist ná
því að setja mark sitt á sós-
una og ekki var tekið fram
sérstaklega hverjir þeir vora.
Hálfmánar með kónga-
sveppasósu var einnig
þokkalega bragðgóður rétt-
ur með vel útilátnum
skammti af sveppum en líkt
og í mörgum öðram pastas-
ósum staðarins var ijóminn
greinilega ekki sparaður við
matargerðina, sem gerir
réttina allþunga í maga.
Canelloni-rúllur með bo-
lognese-sósu vora jafnframt
stór og mikill réttur en frem-
ur bragðdaufur. Þunnar
nautasneiðar í tómatsósu
voru ekki síður hlutleysið
uppmálað. Tómatsósan, sem
í mátti greina þurrkaðar
kryddjurtir, það mild að hið
hálfa hefði verið nóg.
Með réttum er ávallt borið
fram gróflega niðurskorið
eða sneitt grænmeti, stund-
um með ediksósu. Það er
undantekningariaust óað-
fínnanlega ferskt og fallegt
en framsetning þess aftur á
móti frekar groddaleg og
samsetningar ómarkvissar.
Oft virðist sem grænmetinu
sé hent með án þess að nokk-
ur sérstök hugsun liggi að
baki önnur en að hafa græn-
meti með.
Þjónustufólk Ítalíu er flest
ungt og þjónustan er hlý og
vinsamieg. Þá fær Ítalía
stóran plús í kladdann fyrir
hið vinalega viðmót og þjón-
ustu sem yngstu viðskipta-
vinimir fá. Böm era greini-
lega ekki einungis velkomin
heldur ýmislegt gert til að
koma til móts við þárfír
þeirra og óskir þannig að þau
uni sér vel meðan á heim-
sókninni stendur. í þeim efn-
um er Ítalía svo sannarlega
ítölsk út í gegn. Staðurinn
lætur sér ekki nægja að
bjóða upp á bamastóla held-
ur Iítur greinilega svo á að
börn eigi sama rétt og aðrir
viðskiptavinir.
Ítalía býður upp á sérinn-
fluttann ítalskan bjór í flösk-
um, Birra Moretti, sem mér
fannst fremur bragðlítill, en
einnig þokkalegan vínseðil
sem á er að finna nokkur
allgóð ítölsk vfn, sum þeirra
sérinnflutt. Álagning á vin-
um er jafnframt sanngjöm,
að minnsta kosti miðað við
það sem gengur og gerist á
íslenskum veitingahúsum.
Rauðvín era hins vegar und-
antekningarlaust borin fram
allt of heit og vínglös staðar-
ins era í einu orði sagt hræði-
leg. Þessi ágætu vín sem
þama era seld ættu betra
skilið.
Ítalía er að mörgu ieyti
ágætur staður er þjónar sínu
hlutverki. Hlutverki sem
greinilega er þörf fyrir í ljósi
þeirra vinsælda sem hann
hefur notið í vel á annan ára-
tug. Veitingastaðurinn er eins
konar suðrænn griðastaður
þar sem hægt er að fá and-
rúmsloft sólarlandaferðanna
fyrir vægt verð í eina kvöld-
stund. Verðlag er hóflegt og
því geta fjölskyldur snætt
þarna saman án þess að tæma
budduna.
Matargerðin er vissulega
mjög hlutlaus, líklega til að
fínna þann samnefnara sem
höfðar til sem flestra. Ákveð-
in óþörf atriði, er ég hef nefnt,
fínnst mér jafnframt gera að
verkum að staðurinn setur
meira niður en þörf væri á.
Ég hef hins vegar stundum
fengið allgóðan mat á Ítalíu,
ekki síst þegar kjöt er annars
vegar, þótt kálfakjötsréttur
seðilsins hafi ekki verið fá-
anlegur síðustu skiptin sem
ég hef heimsótt staðinn. Það
er greinilega metnaður lagður
í sum hráefni, ekki síst kjöt
og grænmeti. Þá era pizzur
staðarins yfirleitt góðar og
alveg lausar við þá ameríkan-
iseringu sem einkennt hefur
íslenska pizzu-markaðinn.
Einn og einn réttur þar sem
hin unaðslega matargerð
þessa heillandi lands fær að
njóta sín betur óútþynnt væri
hins vegar vel þeginn.
1U.Í, W
Nýleg
reynslu-
vín
LÍKT OG venjulega bætast við um hver
mánaða mót ný vin af öllu tagi í
reynslusölu. Að undanfömu hafa verið
að koma nokkur vín í hillur ÁTVR í
Kringlunni, á Eiðistorgi, Stuðlahálsi
og Akureyri, sem em þess vel virði
aðjgefa gaum.
I fyrsta lagi ber að nefna portú-
galska hvítvínið Albis 1995 frá José
Maria de Fonseca. Portúgalar hafa
verið í mikilii sókn í víngerð undanfar-
in ár og nú loks hafa á undanfömum
misserum verið að birtast nokkur
mjög athyglisverð vín þaðan á ís-
lenska reynslulistanum. Albis er
eitt þeirra en það er framleitt úr
þrenns konar þrúgnm, Arinto,
Malvasia og Moscatel. Það er síð-
astnefnda tegundin (er flestir
þekkja sem Muscat er ræður
ferðinni og gefur víninu krydd-
aðan og blómakenndan keim.
Vínið er létt og lipurt, vekur
upp sumarkenndir í huganum
og hinar þrúgumar tvær gefa
víninu ögn spennu og tempra
Moscatel-þrúgurnar, sem eiga
það til að verða nokkuð yfir-
þyrmandi einar og sér. Áf-
bragðs kaup.
Það sama á við um sérríið
Jarana Fino frá Emilio Lu-
stau. Lustau er athyglisverður
framleiðandi er framleiðir
breiða og fjölbreytta línu af
gæða-sérríi. Jarana er tví-
mælalaust í þeim flokki.
Ferskur ilmur þar sem ávextir
(mjög þroskuð græn epli) og
flor-ger mynda sérstaka og
heillandi blöndu í blandi við
pecan-hnetu og möndluilm. Fylling er góð
og vínið ferskt og langt.
Fino-sérríin hafa því miður átt erfitt
uppdráttar á íslandi og alltof margir
drekka þau enn líkt og sætu sérríin, það
er volg, og fara þar með gjörsamlega á
mis við þennan unaðslega drykk. Fino er
einhver magnaðasti fordrykkur sem völ
er á og hentar einnig vel í stað hvítvíns
með t.d. súpum, flestum fiskréttum, tapas-
réttum ogjafnvel unnum kjötvörum á
borð við góða skinku og pylsur (þvi miður
er Jabugo ekki enn fáanlegt hér á landi).
Fino-sérrí ber hins vegar að drekka
köld og gæta ber að þvi að
geymsluþolið er ekki það sama
og hjá sætu Cream-sérríunum.
Eftir að búið er að opna flöskuna
fer vínið að missa einkenni sín
og ekki ætti að hafa flöskuna
opna í ísskáp miklu Iengur en í
1-2 vikur. Fino er ferskvara,
sem ekki á að geyma.
Cotes du Luberon La Font
de l’Orme 1995 (850 kr.).
Ungt og berjaríkt vín frá suð-
urhluta Frakklands þar sem
óþroskuð rauð ber og rabar-
bari eru áberandi í ilmi.
Mjúkt og Beaujolais-Iétt vín
sem ætti að henta ágætlega
sem ódýrt grillvín, nú þegar
vorið virðist vera í augsýn.
Vina Izadi 1991, er
Crianza-vín frá Vina Villabu-
ena í Rioja Alavesa á Spáni.
Litur vínsins er bjartur og
rauður, ögn farinn að sýna
þroska við brúnina. Hmur
mjúkur, kanill og krydd, sult-
aður ávöxtur með mildri eik.
í munni ögn sýra en þetta er
þó mjög þægilegt vín. Vel gerður
Rioja og týpiskur. Þetta er enn eitt Ri-
oja-vínið sem reynir fyrir sér á reynslu-
listanum (flest hafa þau haft erindi sem
erfiði) og alls ekki það versta. Vín sem
kemur þægilega á óvart og vissulega
er það gæðamerki að framleiðandinn
skuli velja að skilgreina vinið sem
Crianza þótt lagalega séð ætti það rétt
á að kallast Reserva.
Frá Búrgundarhéraði kemur svo loks
Hautes-Cotes-de-Nuits 1993 „Téte de
Cuvée“ frá Les Caves de Hautes Cotes.
Alllétt vin þar sem fremur óþroskuð
hindber og rauð skógarber einkenna
ilm. Bragð er nokkuð sýrumikið og létt
en vínið hreint og tært og í allgóðu jafn-
vægi með þokkalega endingu.
WSfitT.M-:
IWI-SCOISM#
* ' xm t
VlFlA
IZADI
w
COStCIIA IVÍi