Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐÍÐ - AUGLÝSING
Jarðvinnuverkstjóri
Vegna byrjunarframkvæmda viö Sultartanga-
virkjun óskum við að ráða jarðvinnuverkstjóra
Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í símum
562 2700 og 567 4002 á skrifstofutíma.
ÍSTAK
Bíiaréttingar
og sprautun Sævars
óskar eftir aðstoðarmanni í bílamálun vegna
mikillar vinnu framundan.
Áhugasamir leggi inn nafn og síma á af-
greiðslu Mbl., merkt: „B — 556".
Kjötiðnaður
Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarsveina og
kjötiðnaðarnema sem fyrst.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendisttil afgreiðslu Mbl., merktar:
„Kjöt - 940" fyrir 22. apríl.
Öllum umsóknum verður svarað.
Bílamálari
— réttingamaður
óskastti! starfa. Upplýsingar gefnar í síma
464 1888 og 464 1656 (heima)
Bílaleiga Húsavíkur
Læknir
Afleysingarlæknir óskast við Heilsugæslustöð-
varnar á Hellu og Hvolsvelli í júní og júlí.
Upplýsingar veita Sverrir Jónsson læknir, í
síma 487 8126 og Þórir B. Kolbeinsson læknir,
í síma 487 1997.
Leikskólakennarar!
Leikskólakennararóskasttil starfa við leikskól-
ann Tjarnarland, Egilsstöðum.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma
471 2145.
Arkitektar
og aðrir hönnuðir húsa. Ef þið eruð að hanna
glerbyggingar, sólstofur eða stóra gluggafleti
fyrir íbúðar-, eða atvinnuhúsnæði, kynnið ykk-
ur þá „Four Seasons" glerbyggingar og gler.
Tæknisalan, sími 565 6900,
fax 565 6910.
Efnalaugin Glæsir,
Grafarvogi
óskar eftir vönurn starfskrafti strax, ekki yngri
en 25 ára.
Upplýsingar í síma 567 7388.
„Au pair" í Lúxemborg
Reglusöm, barngóð stúlka óskast til að gæta
2ja barna (2Vi árs og 4 mánaða) og aðstoða við
heimilisstörf frá 1. júní 1997. Þarfað vera 18
ára eða eldri, sjálfstæð, með einhverja ensku-
eða þýskukunnáttu og ökuleyfi. Uppl. veitir
Stella Jóhannesdóttir í síma 553 3984.
RAOAUGLVSINGAR
ÝMISLEGT
Húseigendur — Húsfélög
Nú er rétti tíminn til að
hyggja að framkvæmdum!
Nauðsynlegt er að vera tímanlega á ferðinni
þegar hugað er að nýbyggingum, viðgerðum
eða endurbótum á húsnæði. Hefjið þá undir-
búning núna. Hönnun, ástandsgreining, gerð
verklýsinga og útboðsgagna getur ofttekið
lengri tíma en ætlað er. Það er hagtæðara að
bjóða út verk frekar snemma á vorin en um
hásumar þegar almennarframkvæmdir standa
sem hæst.
• Skiptið við faglega hönnuði og verktaka.
Leitið upplýsinga um verktaka á skrifstofu
Samtaka iðnaðarins og hjá meistarafélögun-
um.
• Forðist ólöglega þjónustu, s.s nótulaus við-
skipti.
• Gerið ráð fyrir endurgreiðslu virðisauka-
^skatts.
• Gerið verksamning. Staðlaðir verksamningar
fást á skrifstofu Sl.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Hallveigarstíg 1,101 R.
Sími 511 5555. Fax 511 5566.
Byggingadagar 1997
Verktakar, framleiðslufyrirtæki
og félög í byggingariðnaði
Byggingadagar Samtaka iðnaðarins verða
haldnir23.—25. maí nk. Þátttaka eropin öllum
félgsmönnum Sl í byggingariðnaði.
Þátttakendum gefst kostur á að vera með eigin
sýningu, en einnig verður sýningaraðstaða
í Perlunni í boði.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl og fást þátt-
tökueyðublöð á skrifstofu samtakanna.
Mánari upplýsingar í síma 511 5555.
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Námsmannastyrkir
Umsóknarfrestur er til 1. maí
Veittir verða 12 styrkir hver að
upphæð 125.000 krónur
Styrkirnir skiptast þannig:
* útskriftarstyrkir til nema í Háskóla Islands
* útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi /
sérskólanema
* styrkir til námsmanna erlendis
Einungis félagar í Námsmannalínunni eiga rétt á að
sækja um þessa styrki.
Umsóknareyóublöð er hægt að nálgast á heimasíðu
Búnaðarbankans http://www.bi.is, í öllum útibúum
Búnaðarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs,
SÍNE og BÍSN.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til:
BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS
Markaðsdeild, Austurstræti 5
155 Reykjavík
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
i>
LÍNAN *
íbúar í Kjósar-, Þingvalla-
hreppi og Mosfellsbæ
athugið!!
Þeim íbúum sveitarfélaganna sem hyggjast
taka börn til dvalar gegn greiðslu sumarið
1997, ber að sækja um leyfi til barnaverndar-
nefndar. Umsóknum á þartil gerðum eyðu-
blöðum, ásamt fylgiskjölum skal skilað á Fél-
agsmálastofnun Mosfellsbæjar, Þverholti 3,
2. hæð.
Frekari upplýsingar veita yfirmaður fjölskyldu-
deildar og félagsmálastjóri í síma 566 8666.
Félagsmálastjóri
Sumarbúðir í Reykjadal
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun að venju
reka sumarbúðirfyrirfötluð börn í Reykjadal,
Mosfellsbæ frá 30. maí til 29. ágúst.
Umsóknir um dvalartíma þurfa að berast félag-
inu fyrir 5. maí nk. á eyðublöðum sem fást í
afgreiðslu félagsins, Háaleitisbraut 11,
Reykjavík.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra, sími 581 4999.
Fyrirtæki í sérvinnslu
sjávarafurða
Fyrirtæki í vinnslu sjávarafurða óskar eftir
traustum fjárfesta. Fyrirtækið hefur náð góðum
árangri varðandi vinnslu og markaðssetningu
afurða. Beinir sölusamningar hafa náðst við
fyrirtæki í Asíu.
Fyrirtækið hefur mikla framtíðarmöguleika.
Áhugasamir vinsamlegast sendi inn fyrirspurn
til afgreiðslu Mbl., merkta: „ASIA — 1", fyrir
25. apríl nk.
Ath.: Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Stangaveiðimenn athugið
Nýtt námskeið í fluguköstum hefst í Laugar-
dalshöllinni 16. apríl kl. 20.00 síðdegis.
Kennt verður 16., 17., 18., 21. og 22. apríl.
Við leggjum til stangir.
K.K.R. og kastnefndirnar.
Myndlistarmenn
- rithöfundar
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar aug-
lýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varma-
hlíð í Hveragerði en með því fylgir einnig ca.
45 fm vinnustofa. íbúðarhúsið er búið öllum
húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær
mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita.
Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af
húsinu.
Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum,
sem senda á til menningarmálanefndar Hvera-
gerðisbæjar, Hverahlíð 24,810 Hveragerði,
komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju
listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni
stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í maí
nk. og mun tímabilinu september 1997 til sept-
ember 1998 verða úthlutað.
Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðu-
blöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra
myndlistarmanna, Þórsgötu 24,101 Reykjavík,
sími 551 1346 og Rithöfundasambands íslands,
Hafnarstræti 9,101 Reykjavík, sími 551 3190.
Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá skrifstofu-
stjóra Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Umsóknarfrestur ertil 30. apríl nk.
Menningarmálanefnd
Hveragerðisbæjar