Morgunblaðið - 04.05.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLNT
Endurmat bíð-
ur eftir sögu-
legan sigur
Fáir bjuggust við að Verkamannaflokkur-
inn mundi vinna annan eins yfírburðasigur
og í kosningunum 1. maí. Umboð Blairs
er mikið og því hefur verið haldið fram
að hann eigi þess nú kost að renna traust-
ari stoðum undir vestrænt lýðræði, að því
er fram kemur í grein Karls Blöndal.
Reuter
TONY og Cherie Blair, hin nýju forsætisráðherrahjón Bretlands, fiuttu inn í Downingsstræti 10
á föstudag, þar sem hanga myndir af öllum forverum Blairs í embætti. Hans bíður erfitt verk-
efni, sem getur verið öðrum ríkjum fordæmi um það hvernig sverfa eigi skörpu brúnirnar af
Thatcherismanum, um það hvernig treysta eigi vestrænt lýðræði.
■W ▼'FIRBURÐASIGUR
Verkamannaflokksins í
þingkosningunum á
® Bretlandi gefur Tony
Blair, nýjum forsætisráðherra
landsins, rúmt svigrúm til aðgerða.
Meirihluti flokksins á þingi er mjög
mikill þannig að Blair mun eiga
auðveldara með að fara sínu fram
en forveri hans, John Major, sem
aðeins hafði nauman meirihluta á
þingi og var oft og tíðum í gíslingu
einstakra þingmanna. Þótt 50
þingmenn Verkamannaflokksins
reyni að gera uppreisn gegn Blair
getur hann hæglega virt skoðanir
þeirra að vettugi og farið sínu fram.
Sigur Blairs er sögulegur, en hyað
mun fylgja? Margt af því, sem er
á stefnuskrá flokksins hefur litla
þýðingu út fyrir landsteinana, en
því hefur einnig verið haldið fram
að nú bíði hans verkefni, sem geti
verið öðrum ríkjum fordæmi um
það hvernig sverfa eigi skörpu
brúnimar af Thatcherismanum, um
það hvernig treysta eigi vestrænt
lýðræði.
Blair sagði áður en hann gekk
inn í Downing-stræti 10 að úrslit
kosninganna hefðu veitt sér umboð
til að koma á einingu í bresku þjóð-
félagi. „Umboð ... til að knýja
fram eitt Bretland og sameinað þar
sem vegið verður upp á móti metn-
aði okkar með drengskap og
skyldurækni gagnvart öðru fólki.“
Einu verki lokið
Hamish McRae, dálkahöfundur
hjá dablaðinu The Independent,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að tvær meginástæður lægju að
baki ósigri Majors. í fyrsta lagi
væri verkinu, sem takast hefði
þurft á við fyrir 18 árum og Denis
Healy hefði reyndar hafið, lokið.
Nú biði nýtt verkefni nýrra manna.
Að auki væru Bretar þjóð, sem
gæti ekki kyngt því að sami aðilinn
bæri alltaf sigur úr býtum. And-
stæðingarnir mættu af og til sigra.
„íhaldsmenn hafa verið við völd
75% af tímanum,“ sagði McRae.
„Verkamannaflokkurinn hefur ger-
breytt sjálfum sér og á skilið að
fá tækifæri."
McRae sagði að það verk, sem
unnið hefði verið í tíð íhaldsflokks-
ins, hefði verið brýnt og í raun
hefðu Bretar þá tekið forustu, sem
hafði áhrif víða um heim. Nú væri
kominn tími til að landið, sem fann
upp einkavæðinguna, færði heimin-
um næstu uppfinninguna.
„Það getur verið erfitt að muna
hvernig ástandið var á áttunda
áratugnum,“ sagði McRae. „Vald
stéttarfélaganna var algert og
verkföll settu þjóðfélagið hvað eftir
annað á annan endann. Vilji menn
fá samanburð er nærtækast að líta
til Frakklands, þar sem læknar eru
í verkfalli einn daginn og flugmenn
þann næsta."
McRae sagði að menn hefðu nú
sætt sig við að nauðsynlegt hefði
verið að grípa til aðgerða í átt til
markaðsbúskapar. Ef mönnum hins
vegar líkaði þetta ekki gátu þeir
ekki leitt raunveruleikann hjá sér.
Samkvæmt flestum mælikvörð-
um, sem notaðir eru til að mæla
stöðu efnahagslífsins, standa Bret-
ar nú vel. í valdatíð íhaldsflokksins
var starfsmönnum fækkað hjá fyr-
irtækjum, ríkisfyrirtæki voru
einkavædd og velferðarkerfið skor-
ið niður. Frá 1993 hefur verið stöð-
ugur hagvöxtur. í mars mældist
atvinnuleysi 6,1% á meðan það var
rúmlega tíu af hundraði í grann-
ríkjunum. Fyrir einum áratug voru
helmingi fleiri Bretar atvinnulaus-
ir. Á síðasta ári var hagvöxtur á
Bretlandi 2,6%, meira en í öllum
öðrum ríkjum Evrópu og ekki langt
að baki Bandaríkjunum.
Erlend fyrirtæki og bankar hafa
flykkst til Bretlands til að nýta sér
lága skatta og hæft vinnuafl, sem
er ódýrara en í næstu ríkjum.
Þessi lýsing segjr hins vegar
ekki alla söguna. Á Bretlandi er
að finna svæði þar sem verksmiðj-
um hefur verið lokað og atvinnu-
leysi er stöðugt. Þá hafa Bretar
þurft að venja sig við það að nú
eru komin fram ný störf, sem ekki
eru jafnvel launuð og þau fyrri.
Paul Gregg, sem vinnur að rann-
sóknum við London School of Ec-
onomics, sagði að fjölskyldum án
fyrirvinnu hefði fjölgað síðan um
miðjan síðasta áratug. Bretar
hefðu átt velgengni að fagna, en
hlutar þjóðfélagsins orðið undir.
Tekjur hinna efnaminnstu hafa
staðið í stað eða lækkað og tekjur
hinna efnamestu hækkað um 62%.
London ber öll merki auðs og vel-
megunar, en margar iðnaðarborg-
irnar verið skildar eftir. Skotar og
Wales-búar hafa verið eftirleguk-
indur í uppsveiflunni og þeirra svar
til íhaldsflokksins var að fella alla
þingmenn flokksins af þingi. Ann-
ars staðar er næga atvinnu að
hafa og peningar fylgja erlendum
fyrirtækjum. Fæstir láta mikið á
sig fá þótt kaupið sé lægra en hjá
foreldrum þeirra í tíð hinna öflugu
stéttarfélaga.
Að milda áhrif
markaðsaflanna
„Nú er kominn tími til endur-
mats,“ sagði McRae. „Til að sjá
hvað glataðist þegar markaðsöflin
voru látin leysa ríkisforsjá af hólmi
eða hvernig er hægt að milda áhrif
markaðsaflanna af meira innsæi."
McRae sagði að menntun léki
þar stórt hlutverk, fólk yrði að til-
einka sér þá hæfileika, sem þyrfti
til að komast áfram í þjóðfélagi
einkaframtaksins og markaðsaf-
lanna. En það væri einnig ósagða
markmiðið: „Hvernig á að tryggja
að fólk fylgi hinum félagslegu regl-
um, sem gera þjóðfélaginu kleift
að virka með mannúðlegum hætti?“
sagði hann að væri meginspurning-
in og hún snerist meðal annars um
það að treysta fjölskyldubönd,
koma í veg fyrir að fjölskyldur
leystust upp. „Ef þú lifir í þjóðfé-
lagi þar sem atvinna er hverful og
líklegt er að fólk þurfi oft að skipta
um vinnu þarf að styrkja fjöl-
skylduböndin þannig að alltaf verði
að minnsta kosti ein fyrirvinna,"
sagði McRae.„Ég held að þetta sé
hinn hlutinn af markmiðum Verka-
mannaflokksins. Bretland er ekki
lengur mikilvægt land í heimsmál-
unum og það eru ýmis mál sem
ekki skipta máli annars staðar eins
og til dæmis staða Skotlands. En
um leið og við þreifum okkur áfram
til betri framtíðar getum við lagt
eitthvað af mörkum fyrir aðra.
Spurningin er sú hvort Blair getur
gert eitthvað til að vestrænt lýð-
ræði standi styrkari fótum.“
Fráfarandi forsætisráðherra Bretlands fær sólarhring til að koma sér burt úr Downingsstræti 10
Flýtir minnir á valdarán
London. Reuter.
Reuter
BÚSLÓÐ Majorhjónanna var flutt í flýti út úr Downingstræti 10.
TONY Blair, leiðtogi breska Verka-
mannaflokksins, tók við lyklavöldum
í Downingstræti 10, aðsetri forsæt-
isráðherrans, aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að ljóst var
orðið, að flokkur hans hafði sigrað
í kosningunum. Þá var John Major
í óða önn að flytja út með allt sitt
hafurtask. Hvergi í víðri veröld taka
lýðræðisleg valdaskipti skemmri
tíma en í Bretlandi.
„Major missti íbúðina, bílinn og
önnur forréttindi og nú verður hann
sjálfur að borga fyrir flutninginn,"
sagði Michael Gerson, forstjóri flutn-
ingafyrirtækisins, sem sá um að flytja
burt innbúið fyrir forsætisráðherrann
fyrrverandi. Líklega er hvergi farið
jafn ómjúkum höndum um fyrrver-
andi þjóðarleiðtoga en í Bretlandi en
Major og kona hans, Norma, fengu
sólarhring til að rýma húsið, sem
hefur verið heimili þeirra í sex ár.
Bandaríkjaforseti, sem ekki nær
endurkjöri, hefur 11 vikur til að
ganga frá sínum málum í Hvíta
húsinu og forseti Suður-Kóreu fær
til þess meira en tvo mánuði. Á ítal-
íu getur það tekið marga mánuði
og koma nýjum forsætisráðherra í
embætti. Víða, til dæmis í Kanada
og Nýja Sjálandi, fá fráfarandi for-
sætisráðherrar viku til að pakka
saman en í Bretlandi minnir flýtirinn
mest á valdarán í Afríku.
Borinn út úr hringnutn
„Sá, sem tapar, er búin að vera.
Þetta er eins og hnefaleikakeppni.
Sá, sem er barinn niður, er bara
borinn út úr hringnum í mesta flýti,“
sagði Joe Haines en hann var á sín-
um tíma blaðafulltrúi Harold Wil-
sons, fyrrverandi forsætisráðherra.
Dag einn árið 1970 hætti Wilson
að vera mikilvægasti maður Bret-
lands og var orðinn húsnæðislaus
að auki. Átti hann ekkert hús sjálfur
og hafði ekki kunnað við að svipast
um eftir einhveiju fyrir kosningar
af ótta við, að það yrði túlkað sem
uppgjafarmerki. Sama sagan end-
urtók sig með eftirmann hans, Edw-
ard Heath.
„Þetta er hræðilegt kerfi. Líklega
er forsætisráðherrann eini maðurinn
í þessu landi, sem hægt er að kasta
út á einum sólarhring," sagði Sir
Timothy Kitson, fyrrverandi ráðgjafí
Heaths, en hann skaut yfír hann
skjólshúsi á sínum tíma.
Clementine Churchill, eiginkona
Winston Churchills, kunni lítt að
meta umskiptin, sem urðu á högum
þeirra hjóna eftir að hann missti
forsætisráðherraembættið og í end-
urminningum sínum segir Margaret
Thatcher frá því, að síðasta daginn
hafi hún komið niður stigann úr
íbúðinni uppi til að kanna hvort hún
hefði gleymt einhveiju i bókaher-
berginu.
„Það var mér áfall að komast að
því, að ég komst ekki inn. Það var
búið að taka lykilinn að bókaher-
berginu af kippunni."
Glæsilegt úrval af sumarjökkum frá
SKILA, ETAGE OG
TOKKA TRIBE
ÚTILÍF
GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74 ■ SÍMI SB1 2922